Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.06.2007 at 23:25 #592320
Hefurðu prófað Stál og Stansa. Þeir eiga til eitthvað af fóðringum í ýmsar gerðir bíla, þar á meðal Patrol. Er með svoleiðis í mínum og lókar vel. Þarf að vísu að fá mér fleiri, þar sem ég er bara með að framan en er líklega að elta slit að aftan.
Siggi tæknó
30.05.2007 at 16:51 #200369Það eru greynilega fleiri en ég sem fá brjálaðar hugmyndir. Og framkvæma þær líka.
http://www.youtube.com/watch?v=HLv77vwD2ts
http://www.youtube.com/watch?v=rb3tlVlJhgY&mode=related&search=
28.04.2007 at 21:46 #589192Fréttablaðið skilaði sér til mín í Grafarvoginn, og í því gat að líta auglýsingu frá Ferðaklúbbnum 4×4 um aðalfund. Samkvæmt því er allt löglegt.
21.04.2007 at 18:50 #588798Var þarna í nótt og færið var þungt. Vorum á 2 44" Landrover og var rúmlega kúludráttur á köflum. Sumsstaðar náði snjórinn upp á stigbretti og var að jafnaði í hné á manni. Þetta var nýfallið púður sem einnig var að bæta í á sama tíma. Vorum sem dæmi rúmlega tvo og hálfan tíma upp í 1300 metra hæð.
03.04.2007 at 15:42 #586890Olgeir-Einfari
Varðandi skoðunarmennina þá eru þeir ekki bara oftast, heldur ALLTAF bifvélavirkjar, því reglugerð boðar að svo sé. Það er svo aftur umdeilanlegt hvort það sé heppilegt, en þeir eiga að hafa til þess menntun og þjálfun. Í náminu er tekið meðal annars á burðarvirki og tæringu svo og fjöðrunarkerfum g er heill áfangi sem tekur eina önn um það, en grunnnámið er það sama hjá bifvélavirkjum, vélvirkjum, bifreiðasmiðum og gott ef ekki bílamálurum líka. Þeir síðasttöldu eru í mörgum tilfellum bara bifreiðasmiðir með meiri menntun.
Kristinn
Að skoðunarmenn fari að vinna vinnuna sína er nokkuð djúpt í árina tekið. Þeir eru jú bara mannlegir eins og þú og ég og allir hinir hér á spjallinu. Það má jú kannski segja um suma en reglurnar eru bara þannig að það er því miður ekki alltaf hægt að stöðva ökutæki þó skoðunarmanninum lítist illa á hlutina. Ég hef persónulega reynslu af því. Það er rétt sem Skúli segir að það voru teknar myndir af ónefndri tegund þar sem róbótinn hafði ekki hitt á suðustaðinn, og þegar umferðastofu voru síndar myndirnar var svarið stoppa hann strax, þessar myndir fóru á þjónustustjóra ráðstefnu hjá þessum framleiðanda, þar var uppi fótur og fit, en verksmiðjan sagði þetta er nógu gott.
Magnús Orri
Þetta er góð spurning, og eins og oft þegar stórt er spurt, verður fátt um svör.Held ég láti þessari langloku lokið
Siggi tæknó(tækninefnd)
02.04.2007 at 23:15 #586874Sælir félagar.
Já tækninefnd skoðaði málið í Þjórsárdal eins og hægt var, en okkur var því miður ekki hleypt í flakið, en einn aðili sem heur verið mikið í að breyta Land Rover sagðist hafa séð breytinguna og ekki gera hlutina eins, en ekki er um að ræða að ástand ökutækisins hafi verið lélegt, heldur var hugsanlega um ekki bestu breytingunasem hægt er að gera. Varðandi slysið sem varð við Þrengslavegamótin, þá er líkleega um að kenna sliti í boltagötum fyrir festingarnar, þar sem þau voru orðin kjöguð og styrkur því lítill, ásamt og með því að bíllinn var orðinn ryðgaður. Slíkt má vel sjá á myndunum í fréttinni. Varðandi slysið á Suðurlandsvegi, þar sem gert hafði verið við bílinn meðal annars með kítti, þá er ekki um breytta bifreið né heldur um jeppa að ræða heldur var það fólksbifreið.
13.03.2007 at 23:07 #584134Sælir félagar.
Ég er að bíða eftir svari frá fyrirtæki hér í borg með smíði á þessum loftnetiu, þ.e spólan ig leggurinn, gormurinn er fáanlegur og toppurinn líka að mér skilst úti í Svíþjóð. Sænski herinn er víst að nota svona loftnet við svipaðar stöðvar. Ætla að reyna að fá eitthvað útúr þeim á morgun. Læt ykkur vita af málum þegar ég veit eitthvað.
11.03.2007 at 23:53 #583820Þú ert í frekar slæmum málum ef eitthvað gerist myndi ég halda. Það væri skárra að vera með bílinn 38" skráðann. Annars spjallaði ég við mann um daginn sem var harður á því að 10% reglan gilti um breytta bíla líka. Hann sýndi mér meira að segja rök fyrir því að svo væri og var ekki annað að sjá en það væri rétt. Í skoðunarhandbókinni, þ.e. biblíu þeirra skoðunarmanna stendur að dekkjastærð breytt minna en 10%= í lagi,
en dekkjastærð breytt meira en 10%=endurskoðun.
Hér má sjá þessa grein í handbókinni http://us.is/scripts/WebObjects.dll/US. … 3%B0ur.pdf. Kafli 604-1Hjól, hjólastærð Skoðunaratriði: 603
604-1 Forsenda dóma Aðf. Sérm. Dæm. Br. ökut.
Hjólastærð breytt um >10% (vikmörk
1%)
Bifreið
Eftirv.
Bifhjól
S+M
S+M
S+M
B
—
—
2
—
—
—
Tilvísun í Stoðrit Skilgr. á dæmingum
Reglug. 6.1.1.1
6.1.1.3
Verklýs. ——-
Túlkun ——-
Uppl. 6.1.5.3
Breytt hjólastærð: Breyting frá upplýsingum framleiðanda eða skráðri stærð.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 915/2000, 01.203 Breytt bifreið:
Bifreið þar sem veigamiklum atriðum, svo sem stýrisbúnaði, hemlabúnaði, aflrás, hjólum,
grind og yfirbyggingu, hefur verið breytt frá upprunalegri útfærslu framleiðanda og sem
ekki eru til leiðbeiningar um frá framleiðanda.
Þvermál hjólbarða bifreiðategunda, upprunaleg stærð ásamt 10% þvermálsaukningu
Formúla til að reikna þvermál hjólbarða: B x H x 2 + Þf = Þh, B = breidd hjólbarða í
mm, H = hlutfall prófíls hjólbarða, Þf = þvermál felgu í mm, Þh = þvermál hjólbarða.
11.03.2007 at 23:35 #583818Það að ég sé búinn að tala um þetta af og til í öll þessi ár þýðir ekki að það hafi ekkert verið gert. En reyndin er sú að þeir sem hafa verið með mér í nefndinni hafa ekki haft áhuga eða að minnstakosti takmarkaðann, á því að vinna í að fá þetta lagað. Ég er sammála því að það er fáránlegt að þurfa að sitja undir því að ófjöðruð þyngd sé mæld með fjaðraðri þyngd og þar af leiðandi til þyngingar á ökutækinu. Eins er það gegn öllum venjum að bílar eins og 6hjóla bíllinn hjá Gunna Egils tapi á því að bæta annari hásingu undir að aftan. Slíkt þekkist ekki með vörubíla almennt heldur er bætt við burði sem samsvarar því sem hásingin er skráð fyrir.
09.03.2007 at 15:31 #583806Ég er búinn að vera í tækninefndinni í 6 ár og er búinn að vera að tala um þetta af og til í öll þau ár en hef fremur lítið orðið ágengt, frekar að menn hafi verið ósammála mér frekar en hitt. Loksins er komið annað hljóð í strokkinn.
Það verður þá bara þeirra sem taka við að aðalfundi loknum að vinna í þessum málum.Ég er hinsvegar einnig á því að við ættum að skoða hvort breytingarnar séu ekki orðnar það viðamiklar að þær geti flokkast undir iðnað og þá gilda aðrar reglur.
Þá erum við hugsanlega komin undir sömu reglur og framleiðendurnir sjálfir fara eftir en ekki reglur sem vernda þá og þeirra iðnað.
06.03.2007 at 00:01 #583386Sælir félagar.
Því miður er Túrbó hætt rekstri og Ísleifur farinn að vinna hjá Stillingu, en það má kannski reyna að hafa samband við hann sjálfann samt sem áður.
Hann er með síma 893-4399.
Hann gæti þá í versta falli bent á einhvern annann.
Með Patrol-túrbó kveðju
Siggi tæknó
14.01.2007 at 12:19 #575290Setti nokkrar myndir í albúmið mitt af þessari vél sem Markús talar um
09.12.2006 at 00:04 #563816Nei Skúli, ég er ekki byrjaður að glögga mig. Þetta er hins vegar mynd frá í fyrra. Já það eru svo sem margar aðferðir til að tengja ljósin. Ekki hef ég betri aðferðir en hinir hér, en get þí sagt það að það er gat að aftan hjá mér, en að framan er vírinn lagður með útvarpsloftnetinu. Það var þannig þegar ég fékk bílinn, hefur virkað hingað til, er kannski ekki það fallegasta né það besta, en stendur til að breyta, spurning hvenær tími gefst.
08.12.2006 at 23:05 #563812Gat sett tvær myndir af jólasveininum á fína jeppanum(teg. ónefnd). Já ég fæ jólasveininn ennþá í heimsókn.
08.12.2006 at 22:24 #563806Tókst ekki að setja inn myndina núna. Reyni aftur síðar
08.12.2006 at 22:20 #563804Setti inn mynd af einum jólasveininum sem hefur tekið jeppa í sína þjónustu í stað sleða og hreindýra
08.12.2006 at 22:15 #563802Veistu Tryggvi, ég var einmitt að tala við konuna um að mig langaði að skreyta bílinn, en er samt ekki viss um að það verði fyrr en að ári. Er að spá í að ná mér í slönguseríu á útsölu eftir jól. Er samt að spá í að kaupa mér jólasvein og hreindýr til að setja á toppinn núna. Svona eins og er á opnu 2 í nýja Bykobæklingnum
08.12.2006 at 21:42 #563796Já og nei. Þetta er rétt í 3 af 4 tilraunum. Par A að aftan á að lýsa á ská aftur. Það eru nokkrar myndir komnar á albúmið mitt og ef menn skila myndirnar rétt þá er verið að sýna hliðarljósin. Á fyrri tveimur myndunum eru það ljósin sem eru nú þegar á þeim slóðum sem afturpar A ætti að vera og þau lýsa nokkurnveginn rétt miðað við það, kannski aðeins of mikið niður ef eitthvað er. Á Síðustu myndinni má ef vel er að gáð, sjá þau ljós sem eru á miðjum bíl og lýsa á hliðarnar. Þau eru hins vegar heldur aftur stæð eins og er. Mitt á milli myndi koma aftara parið á hliðina svona ofan við póstinn aftan við afturhurð.
Ég er alveg rólegur yfir þér og þinni slow-air dælu. En það eru hinsvegar góðar fréttir fyrir aðra ferðafélaga þína að þurfa þá ekki að bíða eftir þér á meðan þú dæælir í, en þeir hafa kannski aumkað sig yfirþig og gefið þér loft, svona kannski til að vera á ferðinni fyrir kvöldmat.
08.12.2006 at 21:23 #563792Tryggvi minn.
Þú ert ekkert sjúkur, bara sýktur. Það er hins vegar ég sem er fársjúkur, því mér nægja ekki 6 ljós, þau verða að vera 8. Það sem ég er að hugsa er mjög keimlíkt því sem þú ert að pæla, en ég vil hafa eitt á hvert hjól, tvö afturvísandi og tvö sem myndu vera 45°á hin ljósin og eiga þau að vera á svipuðum slóðum og aftari ljósin þín. Því miður á ég ekki svona fínar myndir eins og þú en það má eflaust finna eitthvað og setja inn í myndaalbúmið mitt
29.11.2006 at 16:15 #569726Hitald þetta(elementið) minnir mig að hafi átt að vera úr 740 eða 840 bílnum. Það er partasala á Skemmuvegi sem sérhæfir sig í Volvo. Mig minnir að hún sé í sömu götu og Réttingaverkstæði Jónasar. Þeir sem keyra framhjá Mjóddinni kannast við MMC merkið á húsinu. Man ekki í augnablikinu hvað partasalan heitir, en nafnið Hedd er frekar fast í höfði mér. Þeir sem vita hvar Gísli Þór var með verkstæði ættu ekki að vera í miklum vandræðum, því þetta er sama gatan. Gott ef Topppur er ekki þarna á horninu líka.
Kv
Siggi tæknó
-
AuthorReplies