Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.04.2009 at 22:12 #204267
Ætlaði að setja No Spin að aftan í Musso sem er með Dana spiser 44, ekki Koreu hásingu eftir því sem ég kemst næst, og hlutfall 4.88. Ég fékk No Spin fyrir lægri hlutföllin, 4.10 sem á að ganga í 4.88 en það gekk ekki upp. Veit einhver hvort spiser hásing í Musso er eitthvað öðruvísi en spiser hásingar í ameriskum bílum ? Ef einhver er fróður um þessa hluti væri ég þakklátur fyrir þær uppl.
09.04.2009 at 12:41 #645332Verð í Fljótshlíðinni um páskanna, er einbíla og hef hugsað mér að reyna við Eyjafjallajökul upp Hamragarðaheiðina og jafnvel halda áfram yfir fimmvörðuháls yfir á Mýrdalsjökul á laugardag, lýst best á spánna þann dag. Ef einhverjir eru að fara á laugardag þessa leið væri ég til í að fljóta með.
Verð ekki í tölvusambandi en síminn hjá mér er
663 0522.
Sigurður.
27.03.2009 at 22:33 #204123Varð fyrir því óláni um daginn að brotist var inn í jeppann hjá mér og stolið GPS tæki og fl., ég kærði inbrotið og fór síðan í tryggirnar til að sækja bætur og taldi mig vera vel tryggðan fyrir tjóni sem þessu. Annað kom á daginn, þeir sögðu að hobbý dót jeppamanna eins og GPS tæki, talstöðvar og fl. sem væri fast í bílnum sem tilheyrði jeppamennsku félli ekki undir heimilistryggingu og yrði að tryggja svona leikhluti sérstaklega, en hefði þetta verið önnur hobbýtæki eins og myndavél, fartölva eða annað sem tilheyrði frekar heimilis-hobbýi fengist það bætt. Ég vil benda jepamönnum í ferðamennsku á að verði þeir fyrir svona tjóni að hugsa sinn gang vel áður enn þeir tala við sitt tryggingafélag og lesa vel skilmála síns félas áður enn bætur eru sóttar til að lenda ekki í því að vera bara tryggðir fram að tjóni. Eitt félag auglýsir, sértu tryggður færðu það bætt, en það stóðst ekki í mínu tilviki, svo maður veltir því fyrir sér hvort klúbburin ætti ekki að láta gera tilboð í tryggingar á fjallajeppum félagsmanna þar sem allur búnaður er tryggður en ekki bara það sem tryggingafélögunum hugnast hverju sinni, eða bíða eftir færeyingunum.
Eins og ég sagði, til umhugsunar fyrir jeppamenn.
06.03.2009 at 08:18 #203973Brotist var inn í jepppann minn í vikunni´með því að spenna upp haldfangið bílstj.meginn og stolið Garmin 182, ( þekkist vel þar sem búið er að sjóða í loftnetshausinn ), loftdælu í tösku og fl. Til marks um hvað menn eru farnir að leggjast lágt þá tóku þeir líka úr bílnum sætiskover sem voru á framsætunum. En aðallega ef einhverjum er boðið til sölu notað Garmin 182 með soðinn loftnetshaus er það mjög líklega stolið tæki.
25.02.2009 at 08:18 #641952Þú getur farið inn á heimasíðu Bílabúðar Benna,
benni.is, og farið inna Sanyoung og skoðað tækniuppl. yfir Rexton. Þar eru gefnar upp eyðslutölur sem þú getur svo bætt 2 til 3 lítrum við, fer eftir hvernig og hvar er verið að aka. Rexton er mjög góður og skemmtilegur bíll.
18.02.2009 at 08:33 #641308Ég hef verið að benda FÍB á þetta, en hef ekki séð neina yfirlýsingu athugasemd frá þeim varðandi þetta nýlega.
27.01.2009 at 16:04 #203659Á einhver myndir af breitingu á Grand Cherokee
38″, það er einn í hugleiðingum.
07.06.2008 at 13:26 #624204Ég á Musso árg. ´97 með svona vél ekinn 230 þús.
það voru alltaf einhverjir smellir í vélinni þegar hun var köld og það það var reynt ýmislegt til að finna út úr þessu. skipt um undirliftur og fl., þetta hvarf mikið til þegar teknir voru upp spíssar og skipt um dísur, en það er heyrist alltaf eitthvað þegar hann er kaldur en hverfur alveg þegar vélin er orðin heit
06.04.2008 at 11:05 #619308Hef verið á AT dekjum síðan 2006 við allar aðstæður og hleypt úr í 1 pund og var það ekkert mál, er með þessi dekk á 12" breiðum stálfelgum og hef ekki enn lent í neinum vandræðum með þau.
Ég get bara mælt með þeim.
Kveðja,
SP
19.03.2008 at 19:50 #202140Hæ, verða einverjir á ferðinni á Eyjafjallalökli á föstudaginn ?, hef áhuga á að vera með.
Er staðsettur í Fjótshlíðinni um páskana
Kveðja
Siggi Pálma.
S. 663 0522
18.02.2008 at 10:37 #201893Það fór hjá mér drifloka í framdrifinu á fjöllum um helgina og hugsanlega brotnaði eitthvað meira þar sem ég varð að keyra með læsinguna á en það hélt ekki alla leið. Eru einhverjir með skoðun á því hvert er best að fara með þetta í viðgerð ?
Kveðja,
Siggi Pálma.
28.01.2008 at 15:13 #611822Lét setja hjá mér í Musso loftlás að framan hjá Benna, minnir að það hafi kostað í komið um 130 þús. fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þessi lás hefur virkað mjög vel og ekkert vesen verið með hann.
18.01.2008 at 21:22 #610714Kveðja,
Siggi Pálma
18.01.2008 at 16:57 #610266Eru einhverjir að hugsa um að fara snemma á sunnudag frá Reykjavík ? ef svo er hefði ég viljað vita af því.
er í síma 663 0522
17.01.2008 at 08:30 #610206Fara einhverjir á sunnudagsmorgun ? vil vera samferða þeim ef svo er, og þá hvaðan er farið ?
Kveðja,
Siggi Pálma á Musso 38"
s: 663 0522
27.12.2007 at 15:32 #607854Takk fyrir þessar uppl. skil forsendurnar fyrir þessu.
Kveðja
SP
27.12.2007 at 14:01 #201454Er hægt að setja inn ( Kópera ) gamla auglýsingu án þess að skrifa hana alla upp á nýtt ?
Ef einhver kann það, væri sú kunnátta vel þegin.
Kveðja,
Siggi Pálma.
22.12.2007 at 15:13 #607186Geri út nýjan Kóreu Chewrolet Captiva disel með 2 litra vél. Var augl. sem mjög eyðslugrannur, en annað hefur komið á daginn hjá mér, er í 12 til 13 líturm í blönduðum akstri, fer í 14 plús innanbæjar.
Þessi bíll er trúlega með of litla vél, þarf mikið eldsneyti til að klára það sem á hana er lagt.
16.12.2007 at 11:36 #606488Er búinn að vera á AT 405 síðan þau komu á markað, er með 12 tommu breiðar felgur og hef ekki affelgað enn þá, og þau snúast ekki á felgu og hef ég verið að keyra á þeim á 1 pundi á 2 tonna bíl og bera þau það vel. Ég mæli með þessum dekkjum við hvaða aðstæður sem er og hef ekki enn þá lent í aðstæðum þar sem þau hafa ekki virkað fullkomlega og hef ekki orðið var við það að munstirð hreinsi sig ekki enda er kóníst lag á því.
Svo er kostur að AT 405 er rúmlega 38 tomma, ef
ég man rétt 38,5 og ég held að hinn ágæti mödder sé nær 37.5 en 38 tommu.
13.08.2007 at 18:40 #200641Hvert er best að fara með drifskaft í viðgerð ?,
þaf að láta skipta um krossa og skoða draglið.
-
AuthorReplies