You are here: Home / Sigurður Guðjónsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sælir
Ég er með 38″ Mickey Thompson MTZ undir Patrol 95 árgerð og er að spá í stærri dekk en vil ekki 44″ FC.
Er að spá í Irok 41″ radial eða 42″ bias.
Er einhver sem getur sagt mér sína reynslu af þessum dekkjum undir Y60 Pattanum?
Hef heyrt að hliðarnar í 41″ séu ekki nægilega sterkar undir þungum bílum.
Yrði það t.d. vandamál hjá mér?
Kveðja
Siggi G
Fór Gæsavatnaleið síðustu helgi og áin við Nýjadal var mesta vatnsfallið á leiðinni. Áin náði upp að miðjum felgum á 38" í dýpsta álnum. Fórum Flæðurnar um kl. 13.00 og var lítið vatn í þeim.
Lítið mál að fara þessa leið með tjaldvagn, bara fara hægar yfir.
Kv
Siggi
Við mætum á laugardagsmorgun:
Sigurður Guðjónsson + maki + 1 barn R-1751 á Patrol
Baninn á þessum 38" MTZ dekkjum (38/15.50R15LT) er 15,5 á móti 14,5 á Mudder/Ground Hawk þar sem 14" felgubreidd er algeng.
Eru menn að nota 14" breiðar eða breiðari felgur?
Kveðja
Siggi G
R-1751
Sælir félagar.
Ef þið þekkið e-n góðan suðumann sem hefur aðstöðu til að laga grind í Patrol, endilega setjið inn ábendingar.
Kveðja
Siggi
R-1751
Vil minna menn (og konur) á að kaupa ekki auglýstar ódýrar vörur, sem gætu verð þýfi.
Verum á varðbergi og þá lenda þjófarnir í þeirri stöðu að losna ekki við góssið.
Stöndum saman gegn þessum ófögnuði.
Kv
Siggi G
LC ENGINERING er með Supercharger kit á 22RE vélina.
Þú finnur þetta í næstsíðasta "Newsletter" á heimasíðu þeirra http://www.lcengineering.com
Kostar að vísu helling.
1073004 22RE Supercharger Kit – High Boost (10psi) $ 3,495.00
Kveðja
Siggi mylla