Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.11.2008 at 19:08 #632110
Þetta er kona þess sem byrjaði umræðuna.
Ég vil benda á að barnið var byrjað að halda höfði um 3 mánaðar gamall. Hann er einnig byrjaður að ganga með.
Þó að ég hafi sjálf ekki farið mikið í jeppatúra sé ég ekkert að því að barnið mitt fari í túra með föður sínum (þó myndi ég eflaust læða mér með ef svo færi) þó að hann sé ekki nema 7 mánaðar gamall.
Ég verð að segja það að ég skil ekki þetta nöldur um að ekki megi fara með ungabörn í jeppatúra, þau skaðast ekki mikið á því. Í gamla daga var fjöðurinn á bílum ekki eins góð og hun er í dag, og jafnvel ef þið hugsið lengra aftur í tímann, þegar hestvagnarnir voru enn.. þá voru ungabörn alltaf með í ferðum, jafnvel þó ferðin væri löng. Ekki skaddaðist mannkynið á því.Kv. Iðunn.
02.11.2008 at 18:05 #203147Sælir félagar.
Ég á hilux ex-cab og mig langar að taka 7 mánaðar gamalt barnið með í smá túr. Er í lagi að vera með barnabílstól í farþegasætinu framí eða er það bannað?
Það væri gaman að heyra í þeim sem vita eitthvað meira en ég um þetta mál.
15.10.2007 at 20:20 #599934Ég gleymdi að nefna að ég heyri smelli líka, smelli farþegameginn í bílnum(gæti verið rele eða hvernig það er skrifað aftur)
Kv. Siggi
15.10.2007 at 15:14 #599928Þetta er Toyota Hilux ex-cab, 2,4 bensin árgerð 1991. Það finnst smá bensinlykt þegar hann lætur svona en ekki svo mikill. Var annars búinn að kýkja á innsogið en þarf kannski að gera það betur.
Kv Siggi
15.10.2007 at 14:23 #200970Smá vesen með jeppann hér. Á mornana er hann fínn og gengur eðlilega en svo þegar hann hitnar þá verður gangurinn í honum leiðinlegur s.s. vélin gengur undir 1000 snúningum og svo deyr á honum ef ég stoppa til dæmis á rauðu ljósi. Getur einhver sagt mér hvað er bilað? Kv.Siggi
01.02.2007 at 11:31 #578494Hún bjargaði elsta bróður mínum fyrir nokkrum árum. Hann átti ford bronco´66 og var nýbúinn að setja veltigrind í hann þegar hann valt.
01.02.2007 at 00:05 #199562Er einhver sem getur sagt mér hvernig ég festi veltigrind í jeppann hjá mér. Má bolta grindina við gólfið eða hvað???
15.01.2007 at 13:30 #575402Er búinn að selja hana, takk samt
14.01.2007 at 15:47 #575382nei kominn á bensin bíl…..
14.01.2007 at 15:27 #199374Útaf breytingum hjá mér á bílum þá ætla ég að selja um 1000 lítra af díselolíu sem ég á til. Óska eftir tilboði í olíuna.
-
AuthorReplies