Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.03.2004 at 00:05 #497024
Ég þakka fyrir og fylgist með framvindu mála. Ég var reyndar ekki búinn að skrá mig en hef áhuga á að vera með.
Tek ákvörðun eftir helgina.Kveðja, Sigurbjörn
12.03.2004 at 22:36 #490436Nú sé ég að búið er að fresta öllum ferðum, sem tengdust fjögurra ferða helginni. Þýðir það þá að Litla deildin fari ekki í Hólaskóg þann 20. eins og ráðgert var. Ég komst ekki í Mörkina í gær og veit því lítið í minn haus.
Kveðja,
Sigurbjörn, R-2196
12.03.2004 at 22:36 #497018Nú sé ég að búið er að fresta öllum ferðum, sem tengdust fjögurra ferða helginni. Þýðir það þá að Litla deildin fari ekki í Hólaskóg þann 20. eins og ráðgert var. Ég komst ekki í Mörkina í gær og veit því lítið í minn haus.
Kveðja,
Sigurbjörn, R-2196
19.01.2004 at 21:57 #484932Ég þakka ábendingarnar.
Ég var áður á 33" Dick Cepek á nákvæmlega eins felgum (Fondmetal) og það var aldrei neitt vandamál með þau.
Ætli ég prófi ekki að líma 35" dekkin með kítti þar sem ég kem ekki til með að taka þau af felgunum fyrr en þau eru útslitin.Takk fyrir,
Sigurbjörn.
19.01.2004 at 18:49 #193498Mig langar að leita eftir ráðum varðandi þéttingu á dekkjum við felgur.
Ég fór í prufutúr á laugardaginn á 35″ dekkjum, sem ég keypti notuð fyrr í vetur. Ég hleypti úr þeim niður í 7 pund og þá var allt í lagi, en þegar ég síðan fór niður fyrir 5 pundin byrjuðu vandræðin. Dekkin fóru að leka eitt af öðru með felgunum án þess þó að affelgast alveg. Á endanum voru 3 dekk á felgunni og héldu engu lofti nema í skamma stund.
Dekkin eru B.F.Goodrich, All Terrain á 10″ breiðum álfelgum.Ég minnist þess að hafa einhvern tíma lesið spjall hér á síðunni um svipaða reynslu, en ég finn hvergi þá þræði.
Því spyr ég: Hafa menn verið að nota kítti til þéttinga? Mér finnst ég hafa lesið eitthvað um Sikaflex og eitthvert undra-kítti frá Wurth.
Mér þætti gaman að fá að vita um reynslu manna af slíkum þéttingum og hvernig þær reynast við endurteknar úrhleypingar.
Rétt er að geta þess að eftir að ég komst á greiðfæran veg og náði upp meiri hraða, náðu dekkin að þéttast og hafa haldið fullum þrýstingi síðan. En ég þori varla í aðra snjóaferð án þess að gera ráðstafanir.
Snjókveðja,
Sigurbjörn, R-2196
03.05.2003 at 22:13 #473028Ég fór mína fyrstu ferð á Langjökul í dag. Vorum á fjórum bílum, ég á mínum 4runner á 33 tommum en hinir á 38. (2 Patrol og einn Cruiser). Fórum upp frá Þjófakrók og ókum fyrst áleiðis að Þursaborgum en snérum við þar sem skyggni var ekki nógu gott til norðurs. Héldum því næst á Geitlandsjökul í björtu veðri og fengum ágætis útsýni af toppnum. Færið var mjög gott, hart á köflum og nánast engar fyrirstöður. Hins vegar var víða nokkuð óslétt, hjólför þvers og kruss og varð ég því stundum að fara hægar yfir en samferðamenn mínir, sem létu vaða á súðum á sínum stóru blöðrum.
Þetta var skemmtileg dagsferð og ég á örugglega eftir að fara þangað aftur.
Sigurbjörn.
23.02.2002 at 10:14 #459286Ég vil taka undir með Sigga F og fleirum, sem gagnrýna það, að ekki skuli vera skipulagðar neinar vetrarferðir fyrir félaga, sem eru á dekkjum undir 36 tommum.
Ég er búinn að vera í klúbbnum í 2 ár, ek um á Toyota 4runner á 33". Ég hef fylgst með þeim vetrarferðum, sem hafa verið í boði, nýliðaferðum sem öðrum en miðað við uppsett skilyrði hefur minn fjallabíll aldrei verið gjaldgengur í neina ferð á vegum klúbbsins. Það var svo ekki fyrr en umhverfisnefnd með Einar Kjartansson í broddi fylkingar efndi til nýliðaferðar í des. s.l. þar sem engar lágmarkskröfur voru gerðar.
Eins og lesa má um á síðu klúbbsins var farið alla leið á Grímsfjall og mér sjálfum til mestrar undrunar komst ég alla leið á mínum 33 tommum á ca. 1900 kg. bíl. Þurfti að vísu að nota spotta einu sinni á leiðinni upp til að losa bílinn úr skafli en það var allt og sumt. Þarna var líka Suzuki á 33" og hann fór vandræðalaust alla ferðina.
Kannski var færið einstaklega gott en þó svo blint að varla sá handa skil mest alla leiðina upp á jökul.
Þetta sýnir að það þarf ekki alltaf 38" og þaðan af stærri dekk til að fara á fjöll að vetri. Í blönduðum hópi er hægt að komast ansi langt á minni dekkjum án þess að verða til trafala og tafa fyrir hópinn í heild.
Með fjallakveðju,
Sigurbjörn, R2196
-
AuthorReplies