Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.06.2007 at 21:57 #592516
Mér sýnist á kortum Vegagerðarinnar að þessi leið sé enn lokuð allri umferð.
Kv. Sigurbjörn.
24.03.2007 at 00:05 #585890Ég er með svona gúmmíklædd snjóblöð frá Bosch. Ég keypti þau hjá Ormsson fyrir nokkrum árum og þau hafa enst ótrúlega vel.
Ég veit hins vegar ekki hvort Bílanaust er með slík blöð eftir að þeir tóku við Bosch vörunum.Kv. Sigurbjörn.
17.03.2007 at 13:14 #199945Heimasíða Stromsveitarinnar hefur nú veirð uppfærð eftir nokkurn lasleika, sem einkum hrjáði myndasíðuna í vetur. Búið er að bæta inn nýjum myndum og stuttum frásögnum af ferðum í vetur.
Fyrir þá sem ekki vita er Stormsveitin jeppaklúbbur starfsmanna Flugmálastjórnar, Flugstoða og Flugfjarskipta.
Heimasíðuna má skoða hér
Kveðja, Sigurbjörn.
13.02.2007 at 19:27 #580214Garmin 172C er til með innbyggðu loftneti en einnig er hægt að fá það fyrir útiloftnet.
Ég keypti mér svona tæki s.l. sumar hjá RS. Ég tók tæki með útiloftneti, nota það auðvitað eingöngu í bílnum og er mjög ánægður með það.
Kveðja,
Sigurbjörn.
17.12.2006 at 16:19 #571798Ég fékk mér 35 tommu BFG Mud Terrain í fyrra haust undir 4runnerinn minn. Þau eru negld á köntunum og míkróskorin í miðjunni. Þau hafa reynst mér mjög vel og ég fór t.d. á Geitlandsjökul um daginn og hleypti úr niður í 2 pund í þungu færi. Dekkin bælast mjög vel og gripið er gott.
Að vísu affelgaði ég svo annað framdekkið á leiðinni niður en það var trúlega vegna þess að ég gætti ekki að því að bæta lofti í dekkin á niðurleiðinni.
Ég mæli hiklaust með BFG MT.Kv. Sigurbjörn, R-2196
30.11.2006 at 22:24 #569904Síðasta sunnudag var nægur snjór fyrir innan vörðu og sá ég marga sleða á ferðinni þann dag.
Kv. Sigurbjörn.
26.11.2006 at 23:23 #569512Í dag, sunnudag sá ég þó nokkuð marga sleðamenn á ferðinni frá vörðunni, inn að skálunum við Tjaldafell og einnig á leiðinni um Slunka og upp á Langjökul.
Kv. Sigurbjörn.
25.11.2006 at 22:14 #569506Takk fyrir þetta.
Sigurbjörn
25.11.2006 at 19:59 #199048Var nokkur á ferð við Skjaldbreið í dag? Er ekki nægur snjór til að fara frá Lyngdalsheiði og inneftir?
Er að hugsa um að kíkja á þessar slóðir á morgun, sunnudag.Kv. Sigurbjörn, R-2196
17.11.2006 at 23:19 #568250Sælir.
Er möguleiki að bæta einum 35 tommu 4runner í halarófuna? Ég ætlaði að reyna að draga nokkra félaga með á morgun, en enginn þeirra átti heimangengt. Er með flest, sem til þarf í slíka ferð.
Hann Sverrir ætti líka að kannast við mig þegar hann sér mig.
Kv.
Sigurbjörn, R-2196
29.10.2006 at 19:42 #564814Takk fyrir upplýsingarnar.
Fór í dag upp frá Húsafelli og það var rennifæri að jöklinum. Við Jaka hittum við menn á tveimur jeppum og slógumst í för með þeim upp á hábunguna, en greinilegt var á förum að einhverjir höfðu farið þarna á undan okkur.
Færi var þungt þannig að loftþrýstingur var kominn niður í 2 pund áður en toppnum var náð.
Ók svo heim um Kaldadal í ágætu færi þótt víða væru reyndar djúp hjólför í snjó, sem líklega hefur fallið í gær og fyrradag.
Þetta var sem sagt fínn dagur og mikil upplifun fyrir Flórídabúann, sem var með okkur og hafði aldrei áður séð jökul.Sigurbjörn.
28.10.2006 at 19:41 #564810Ég er að hugsa um að fara í bíltúr á morgun með útlendinga, sem aldrei hafa séð snjó. Mér datt í hug að fara með þá að Langjökli upp frá Húsafelli. Nú sé ég á korti Vegagerðarinnar að Kaldidalur og vegurinn frá Húsafelli eru sagðir ófærir. Sama sýnist mér reyndar gilda um línuveginn norðan Skjaldbreiðar þar sem Litladeildin var á ferð í morgun.
Því spyr ég hvort einhver hafi ekið að Langjökli í dag og hvort möguleiki sé á að komast þangað á 35 tommu 4runner?
Ég er ekki að tala um að fara á jökulinn, heldur aðeins að jaðri hans.Sigurbjörn, R2196
23.07.2006 at 00:07 #556654Það er ekki endilega víst að menn séu tryggðir gegn þjófnuðum með því að búa úti á landi, a.m.k. ekki samkvæmt því sem segir [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1213789:1up7g5d4][b:1up7g5d4]hér[/b:1up7g5d4][/url:1up7g5d4]
Kveðja, Sigurbjörn,
R 2196
11.04.2006 at 11:32 #549076Hægt er að finna GPS slóð og punkta [url=http://gps.snjallt.net:fdfitaq4][b:fdfitaq4]HÉR[/b:fdfitaq4][/url:fdfitaq4]
Innskráning er ekki nauðsynleg en hafa ber í huga að slíkar skrár eru einungis til viðmiðunar og aldrei er hægt að segja með vissu hvort leiðin liggur yfir sprungur eða ekki.Kv. Sigurbjörn.
27.03.2006 at 23:40 #545030Stormsveitin fór á Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul á sunnudaginn. Færið var mjög gott og veðrið frábært. Hægt er að skoða myndir [url=http://www.jeppaklubbur.com/index.html:30gyoyn9][b:30gyoyn9]hér[/b:30gyoyn9][/url:30gyoyn9] með því að smella svo á Myndir.
Kveðja,
Sigurbjörn
25.03.2006 at 23:07 #545022Við ætlum nokkrir að kíkja þangað á morgun og vonandi verður sama blíðan og í dag og færi þokkalegt.
Kv. Sigurbjörn.
25.03.2006 at 22:12 #545018Þið hafið væntanlega ekki séð neinar sprungur á leið ykkar? Ókuð þið eftir einhverri þekktri GPS slóð?
Kv. Sigurbjörn.
25.03.2006 at 21:02 #545014Fór enginn á Eyjafjallajökul í dag, laugardag?
Kv. Sigurbjörn.
13.03.2006 at 16:24 #546252Ástæðan fyrir því að heimasíða Stormsveitarinnar lagðist á hliðina var sú að tölvan, sem vistaði hana hjá that.is hrundi. Þar sem ekki virtust áform um að koma henni í lag ákváðum við að vista síðuna annars staðar. Vonandi verður hún í lagi um ókomna framtíð.
Kveðja,
Sigurbjörn.
12.03.2006 at 18:51 #197527Mig langar til að benda á að Stormsveitin, jeppaklúbbur starfsmanna Flugmálastjórnar hefur fengið nýja vefslóð eða lén. Nýja slóðin er: http://www.jeppaklubbur.com
Þeim, sem hafa verið með Stormsveitina í Favorites hjá sér, er bent á að setja inn nýju slóðina. Heimasíðan mun gangast undir ýmsar andlitslyftingar á næstu vikum.
Njótið vel.
Kveðja,
Sigurbjörn H. Magnússon, R2196
-
AuthorReplies