Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.03.2011 at 22:02 #721584
Eftir áralangt hlé ákvað ég í fyrra að ganga aftur í Ferðafélag Íslands og var það einkum glæsileg árbók félagsins, sem freistaði mín. Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki hugsað mér að vera í félagi þar sem títtnefndur Páll Ásgeir situr í stjórn.
Ég hef því ákveðið að skrá mig úr félaginu. Mér sýnist einnig að Útivist sé mun skárri kostur. Þar er þó alltént jeppadeild, sem býður upp á ýmsar áhugaverðar ferðir að mér virðist.Kv. Sigurbjörn.
28.01.2011 at 23:00 #716472Þegar bíllinn er í gangi og læsingin er ekki á, er sog á annarri slöngunni, en þegar læsingin er sett á fer sogið yfir á hina slöngunna, þannig að ekki er annað að sjá en sú virkni sé eðlileg.
Ég prófaði læsinguna lauslega nú í vikunni og strax þegar ég sneri rofanum kom ljósið á. Þegar ég var búinn að keyra nokkra metra byrjaði það að blikka og ég er nokkuð viss um að þá fór læsingin af.
Ég hef enn ekki haft tækifæri til að skoða málið betur, en ég þakka þér fyrir teikninguna Hafsteinn. Hún segir manni heilmikið um uppbyggingu læsingarinnar og virkni.Kv. Sigurbjörn.
19.01.2011 at 23:40 #716466Takk fyrir þetta, Kristófer. Ábendingu þinni verður bætt við gátlistann.
Kv. Sigurbjörn.
18.01.2011 at 22:24 #716462Sælir.
Ég þakka góðar og gagnlegar ábendingar. Í dag prófaði ég að víxla slöngunum við segullokann, en það breytti engu.
Næst á dagskrá er að setja bílinn á lyftu og kanna lagnirnar betur. Hugsanlega geta verið göt á stálrörunum, en ef svo er ekki mun ég snúa mér að segullokanum sjálfum.
Ef og þegar orsök vandamálsins finnst mun ég upplýsa um það hér.Kv. Sigurbjörn.
16.01.2011 at 19:14 #216877Sælir félagar.
Fyrir stuttu ákvað ég að breyta til, selja 4Runnerinn, sem ég hafði átt í 11 ár og kaupa 38″Patrol árg. 2002 í staðinn. Ég er að öllu leyti ánægður með skiptin, en þó er eitt atriði, sem er að angra mig og það er læsingin að aftan. Þetta er original vacum læsing, sem er oft lengi að taka við sér og síðan dettur hún úr sambandi í tíma og ótíma.
Þetta er búið að gera til lagfæringar:
1. Skipta um allar vacum slöngur frá membrunni á hásingunni og fram í vélarhús. Gömlu slöngurnar voru bæði morknar og sprungnar. Stálrör í lögnunum voru hins vegar látin halda sér, en blásið var úr þeim.
2. Skipta um læsingarhjól í drifinu, þ.e. hjól, sem er með tveimur ,,kubbum“ sem ganga inn í raufarnar á kastalahjólinu í læsingunni. Ég vona að þetta skiljist. Kubbarnir á umræddu hjóli voru orðnir nagaðir sennilega vegna þess að læsingin hélt ekki nógu vel.Nú um helgina fékk ég í fyrsta sinn tækifæri til að prófa bílinn í snjó og þrátt fyrir áðurnefndar lagfæringar hélt læsingin áfram að svíkja. Hún kemur að vísu á nokkru eftir að rofanum er snúið en síðan dettur hún úr sambandi ýmist þegar skipt er úr áfram í afturábak eða jafnvel í átaki á leið upp brekku. Þá blikkar ,,Diff lock“ ljósið og læsingin verður óvirk.
Það er eins og vacum þrýstingurinn detti niður og leki einhvers staðar út.Ég hef verið spurður að því hvort bremsurnar séu í lagi. Þær eru það, en ég tek þó eftir því að við það að stíga tvisvar á bremsupedalann hækkar hann talsvert. Nú veit ég ekki hvort einhver tengsl séu á milli bremsukerfis og þess vacum búnaðar, sem stýrir læsingunni, en læt þetta samt fljóta með.
Ég veit að innan ferðaklúbbsins 4×4 er saman komin mikil vitneskja og reynslubanki og því leita ég til ykkar um lausn.
Hvers konar ráðleggingar, sem leyst gætu ofangreint vandamál eru vel þegnar.Kv. Sigurbjörn.
03.01.2011 at 23:18 #715042Skráður.
31.12.2010 at 15:36 #714812Sælir.
Ég ætlaði að fylla báða tanka hjá már áðan, en lenti í því sama og Trausti að dælan stoppaði við 25 þúsund kallinn.
Þar sem þá vantaði aðeins nokkra lítra upp á að allt væri fullt, lét ég þar við sitja.
Ég er sammála því að maður ætti að geta tekið út 50 þúsund króna heimildina í einni dælingu, þ.e. ef tankarými er nægilegt.Kv. Sigurbjörn.
26.11.2010 at 16:38 #711716Takk fyrir.
Það var fínt að fá þetta yfirlit, sem verður örugglega til þess að ég geri mér ferð á kjörstað í stað þess að sitja heima með valkvíða.
Kv. Sigurbjörn.
20.11.2010 at 00:31 #710842Ég setti Xenon perur í 4runnerinn minn, en gafst upp á þeim í sumar eftir tveggja vetra notkun. Þær virtust alls ekki henta fyrir luktirnar í bílnum. Dreifingin á lága geislanum var slæm og háu ljósin virtust aðallega beinast upp á við. Að minnsta kosti fannst mér ég alls ekki fá góða lýsingu nema vera með kveikt á kösturum líka. Þeir eru ekki í dýrari kantinum en lýsa þó ágætlega fram á veginn.
Ég fékk ekki athugasemdir við Xenon ljósin í skoðun, en menn, sem ég var að mæta blikkuðu iðulega á mig vegna þess að lágu ljósin hjá mér virtust blinda þá. Einnig kvörtuðu samferðamenn mínir, sem lentu fyrir framan mig í bílalest undan því að lágu ljósin hjá mér skinu í augun á þeim um baksýnisspegilinn.
Ég fór með bílinn í ljósastillingu en það breytti engu. Ég reif því Xenon búnaðinn úr í sumar og setti aftur hefðbundnar H4 perur í.
Má segja að þarna hafi 25 þúsund kall farið fyrir lítið.Kv. Sigurbjörn.
30.10.2010 at 11:30 #708340Samkvæmt sömu heimasíðu kostar uppfærslan 8900 krónur og nú fylgir einungis leyfi til að uppfæra kortið í einu GPS tæki í stað tveggja áður. Ef ég vil uppfæra bæði jeppatækið mitt og litla nuvi leiðsögutækið kostar það liðlega 16300 krónur þegar búið er að draga félagsmannaafsláttinn frá.
Þetta finnst dálítið mikið jafnvel þót tekið sé tillit til þeirrar vinnu, sem liggur að baki uppfærslunni.Kv. Sigurbjörn.
15.09.2010 at 23:44 #703068Þetta fann ég á heimasíðu FÍB:
Hvenær er leyfilegt að hafa nagladekk undir bílnum?
Keðjur og neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.Kv. Sigurbjörn.
09.08.2010 at 22:09 #213914Stormsveitin fór um Trékyllisheiði á Ströndum 24. júlí s.l. Ég setti nokkrar myndir í myndaalbúm hér á síðunni en fleiri myndir má sjá hér: http://jeppaklubbur.com Smellið á „Myndir“ til að opna myndaalbúm.
Kv. Sigurbjörn
26.07.2010 at 16:26 #698438Ég fór þessa leið á laugardaginn var, 24. júlí. Við vorum á 8 bílum, sem voru á 35 – 38 tommum. Það var ekkert mál að komast þetta þó að vissulega sé leiðin seinfarin. Við vorum u.þ.b. 6 tíma að keyra heiðina, stoppuðum oft og nutum veðurblíðunnar og útsýnisins enda var veðrið með eindæmum gott, bjart og 17 – 18 stiga hiti.
02.04.2010 at 12:08 #688892Ég var á staðnum með hópi fólks þegar nýja sprungan opnaðist og allir voru beðnir að yfirgefa svæðið samkvæmt ákvörðun Almannavarna. Björgunarsveitarmennirnir sem fengu það hlutverk að biðja fólk að fara voru ekkert nema kurteisin og ég er viss um að þeir eru að vinna mjög gott starf þarna uppfrá. Þeir eru hins vegar ekkert öfundsverðir af því að þurfa að eiga við fólk, sem ekki lætur segjast og er erfiðara í smölun en kettir svo vitnað sé í fræg ummæli forsætisráðherrans.
Kv. Sigurbjörn.
08.08.2009 at 02:05 #653536Ég tek undir með Skúla, bíllinn er alls ekki fastur í ánni eða getur einhver sýnt framá að hann hefi verið dreginn á land af öðrum?
Sjálfur er ég búinn að eiga 4Runner í 10 ár og það er hægt að telja þau skipti á fingrum annarrar handar, sem ég hef náð að festa hann. Höfum við þó víða farið.Kv. Sigurbjörn.
29.06.2009 at 20:47 #204965Gott kvöld.
Það hefur lengi verið draumur minn að aka um Trékyllisheiði, sem liggur frá Bjarnarfjarðarhálsi að Eyrarhálsi milli Trékyllisvíkur og Ingólfsfjarðar á Ströndum. Mér skilst að þessi leið hafi opnast árið 2001 þegar rudd var slóð frá Eyrarhálsi og inn á Trékyllisheiði, en þar var fyrir gamall vegur, sem lá niður á Bjarnafjarðarháls. Ég hef hins vegar heyrt að þessi leið sé hinn mesti tröllavegur og illfær nema stærstu jeppum vegna stórgrýtis, snjóskafla og jafnvel aurbleytu.
Það kom mér því á óvart þegar ég kíkti á Vegasafn 4×4 um daginn, að lesa þar að þessi leið væri fær óbreyttum jeppum, sjá hér: http://vegir.klaki.net/vegir/?q=node/23
Því langar mig að varpa þeirri spurningu fram hvort einhverjir hafi farið þessa leið síðsumars á undanförnum árum?
Ég er að hugsa um að fara þarna um ásamt fleirum í lok júlí og það væri því gaman og fróðlegt ef einhver gæti annað hvort staðfest það, sem segir í Vegasafninu eða komið með nánari lýsingu á þessari leið. Ég er búinn að lesa bækurnar hans Jóns Ofsa spjaldanna á milli, en ég get ekki fundið neina lýsingu hjá honum á Trékyllisheiðinni.Kv. Sigurbjörn H. Magnússon.
26.06.2009 at 00:13 #650590Gott kvöld.
Þetta fór líka í taugarnar á mér, þannig að á endanum henti ég nýjustu útgáfunni úr tölvunni og setti aftur upp eldri útgáfu, sem ég átti í fórum mínum. Þetta sýnir bara að það nýjasta er ekki alltaf best.
Kv. Sigurbjörn.
08.05.2009 at 12:50 #646436Ég tók áðan bensín hjá Orkunni við Dalveg í Kópavogi, greiddi með nýja "félagsskírteininu" og nú brá svo við að ég fékk aðeins 3 krónur í afslátt.
Dæluverðið var 153,80 en ég greiddi 150,80 kr.
Ég hélt að afslátturinn ætti að vera 5 krónur.Kv. Sigurbjörn.
23.04.2009 at 13:37 #646420Ég tók bensín áðan hjá Orkunni við Skemmuveg í Kópavogi og fékk 10 krónu afslátt eins og búið var að kynna hér á síðunni.
Ég get samt tekið undir þau sjónarmið að það sé dálítið skrítið að veifa skírteini, sem er rækilega merkt Skeljungi þegar maður hyggst nýta sér afsláttarkjör, t.d. hjá N1 eins og ég gerði um daginn. Þetta breytist þó þegar ég fæ nýja viðskiptakortið frá N1, sem býður upp á góðan aflsátt af mörgum vörutegundum til félagsmanna 4×4.
Ég held að ég þurfi bráðum að fá mér stærra kortaveski.
Kv. Sigurbjörn.
19.04.2009 at 20:12 #646028Ég er með nýjustu uppfærslu af Íslandskortinu og ég sé ekki betur en að það sé jafn teygt og togað í Base Camp eins og það var í nýjustu útgáfu af Map Source. Fyrir mitt leyti er ég því búinn að afskrifa Base Camp a.m.k þar til einhver getur sannfært mig um kosti þess fram yfir önnur forrit.
Kv. Sigurbjörn.
-
AuthorReplies