Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.04.2015 at 20:10 #779044
Mér líst vel á það að fara í Landmannalaugar um næstu helgi ef veður og færi leyfa.
Kv. Sigurbjörn.
22.07.2013 at 21:55 #766911Ég lenti í svipuðu þegar ég valdi mína óskastöð hjá Orkunni. Viðbótarafslátturinn skilaði sér ekki svo að ég sendi tölvupósta bæði á þjónustuver Skeljungs og Orkunnar. Trúlega las enginn þessa pósta mína, því ég fékk aldrei neitt svar.
Loks prófaði ég að hringja og þá var mér lofað aukaafslætti við næstu áfyllingu, en hann skilaði sér ekki heldur.
Ég veit ekki hvort ég er dottinn inn í þetta þrepakerfi Orkunnar því ég hef ekki keypt olíu þar síðan síðla vetrar.
06.04.2013 at 11:46 #760131[quote="AgnarBen":27258i46]Allt að gerast hjá Ozi þessa dagana 😉
Stefnir í allsherjar prófun og samanburði á staðsetningum og virkni á morgun þar sem ég mun keyra um með:
– Garmin GPS handtæki
– Nexus7 Android spjaldtölvu með innbyggðu GPS tæki
– Lenovo Tablet 2 Windows 8 spjaldtölvu með innbyggðu GPS tæki…….. veit ekki hvernig í andskotanum ég á að koma þessu öllu fyrir framrúðunni ![/quote:27258i46]
Ég bíð spenntur eftir að fá fréttir af því hvernig Lenovo með innbyggða GPS móttakaranum og Ozi vinna saman. Ég var einhvern tíma með Ozi á gamalli fartölvu, en ég man ekki lengur hvaða kort var notað í því forriti.
08.03.2013 at 18:48 #760123[quote="hagalin":3hlzxolg]Hvar sækið þið forritið VisIT?[/quote:3hlzxolg]
VisIt 4.22 forritið fylgdi með á CD diskunum, sem Landmælingar gáfu út skömmu eftir aldamót. Fyrsti diskurinn kom út árið 2002 að mig minnir og hann innihélt auk forritsins 1:250000 kortið og fleiri kort.
Næsti diskur var með Atlaskortunum 1:100000 og svo komu tveir til viðbótar.
VisIt forritið var á þeim öllum, þannig að ekki var nauðsynlegt að kaupa alla diskana ef menn vildu bara eiga einhverja eina útgáfu af kortunum.
Ég er mjög ánægður með öll þessi kort og það er gott að geta verið með þau á tölvuskjánum þegar maður er að ferðast.VisIt 2.6.1 forritið, sem Árni nefnir hér að ofan er gjörólíkt 4.22 útgáfunni og ætlað til annarra hluta en að skoða eldri kort. Ég prófaði að sækja þetta forrit en ég gat með engu móti opnað Landmælingaforritin með því.
Mér þætti þó gaman að frétta af því ef einhver getur notað 2.6.1 útgáfuna.LMI kortin á CD diskunum fást hjá IÐNÚ bókabúðinni Brautarholti 8 Rvík. og sjálfsagt víðar. Sjá hér: [url:3hlzxolg]http://www.ferdakort.is/index.php?option=com_content&task=blogcategory&id=28&Itemid=92[/url:3hlzxolg]
04.03.2013 at 23:44 #760109Já Agnar, þetta er armurinn. Hann er að mestu úr plasti en innan í honum eru tveir nokkuð harðir málmkjarnar, sem eru þó þeirrar náttúru að frekar auðvelt er að beygja arminn. Ég stytti hann um nokkra cm. með venjulegri járnsög og boraði svo lítið gat í endann fyrir boddýskrúfu til þess að halda gúmmístykkinu, sem er á endanum.
Svo þurfti ég aðeins að breyta sjálfu statífinu fyrir tölvuna þar sem Lenovo er aðeins lengri en iPad, sem þessi armur er víst gerður fyrir. Ég sagaði tvo af örmunum af og setti svo gorma á þá sem eftir voru til þess að gefa tölvunni betra aðhald.
Svo á ég eftir að endurbæta statífið aðeins til þess að minnka titring, en armurinn sjálfur haggast ekki.Svo hlakka ég til að fá að heyra um niðurstöður ykkar úr tilraunum með að virkja GPS móttakarann í tölvunni til þess að vinna með nRoute eða VisIt forritunum.
04.03.2013 at 20:35 #760105Ég hef ekki reynt að nota GPS móttakarann í Lenovo spjaltölvunni með forritunum, hvorki VisIt né nRoute. Kannski er það hægt, en ég held að það þurfi meiri tölvukall en mig til að finna út úr því.
Svo má geta þess að til þess að GPS tækið gæti tengst tölvunni þurfti ég að kaupa mér nýjan serial/USB breyti, sem vinnur með Windows 8. Slíkan breyti fékk ég hjá Örtækni í Hátúni. Svo valdi ég bara Com port 4 og þar með var tengingin komin.
Svo má minna á að VisIt og nRoute nota ekki sama samskiptastaðalinn við GPS tækið. VisIt notar Nmea-Nmea á meðan nRoute og Map Source nota Garmin Data Transfer. Það þarf því að stilla þetta í GPS tækinu eftir því hvaða forrit er verið að nota hverju sinni.
Armurinn, sem ber tölvuna uppi hjá mér var keyptur hjá Tölvutek.
03.03.2013 at 23:14 #760097Ég keypti mér um daginn spjaldtölvu hjá Nýherja og sú heitir Lenovo Thinkpad Tablet 2 og er sama og Agnar Ben minnist á hér fyrir ofan. Hana má sjá hér: [url:k5egzjte]http://www.netverslun.is/verslun/product/TP-TablII-101-264-W-3G-Pen-NFW8P,17710,661.aspx[/url:k5egzjte]
Til þess að vera viss um að ég væri ekki að kaupa köttinn í sekknum fékk ég að heimsækja þá Nýherjamenn og prófa að tengja GPS tækið mitt við sýningargrip hjá þeim. Það var Guðjón Benfield söluráðgjafi, sem aðstoðaði mig við þetta og kann ég honum bestu þakkir fyrir.
Skemmst er frá því að segja að prófanirnar gengu vel og allt virkaði eins og í sögu.Ástæður þess að ég valdi Lenovo spjaldtölvu eru einkum þessar:
Tölvan er með fulla útgáfu af Windows 8 Pro.
Fullvaxið 2.0 USB tengi.
Tölvunni fylgir snertipenni með hnappi, sem virkar eins og hægri hnappur á mús. Þessi penni finnst mér bráðnauðsynlegur við alla Windows vinnslu þar sem stórir puttar eiga erfitt með að hitta á smáa hnappa.
10,1 " skjárinn er skýr og bjartur og virkar vel jafn vel í sólskini sem myrkri.
Tölvan er að sjálfsögðu með WiFi, Bluetooth og svo auðvitað 3G, sem gerir mér kleift að nettengjast þar sem 3G samband er til staðar.
Í tölvunni er einnig GPS móttakari, en ég efast um að hægt sé að nota hann við þau kort og forrit, sem ég setti í tölvuna.
Ég veit að þetta er ekki ódýrasta spjaldtölvan á markaðnum, en hún virkar. Með tölvunni nota ég svo Garmin 172C.Ég skellti nokkrum myndum í albúm, en þær sýna hvernig gengið er frá tölvunni í bílnum ásamt notkun á hinum ýmsu kortum frá Landmælingum og korti því sem notað er í nRoute og Map Source.
Kosturinn við Landmælingakortin finnst mér vera sá að þar finnst mér ég sjá mun meira af örnefnum en á Map Source/nRoute kortunum. Landmælingaforritið, VisIt 4.22 vinnur með GPS tækinu og sýnir ávallt staðsetningu með rauðum punkti á miðjum skjá.Að lokum: Mér finnst að biðin eftir spjaldtölvu með Windows 8 hafi alveg verið þess virði að leggja á sig.
24.01.2013 at 19:05 #762957Væri ekki upplagt að fá einhverja kynningu á félagsfundi á því hvernig hægt er að nýta sér þessi ókeypis kort?
Ég hlóð niður ókeypis ArcGIS forriti frá [url:9z2roce9]http://www.esri.com[/url:9z2roce9], en veit ekkert hvernig hvernig ég á að láta það vinna með kortunum.
Það væri líka spennandi að vita hvort hægt sé að hlaða einhverjum af þessum kortum inn í GPS tæki.Kv. Sigurbjörn.
04.11.2012 at 00:19 #760235Ég fór víða um höfuðborgarssvæðið í dag til að leita að neyðarkallinum, en fann hann hvergi. Ég frétti svo að hann væri uppseldur. Ég verð þá bara að kaupa fleiri flugelda í staðinn.
Kv. Sigurbjörn.
04.11.2012 at 00:11 #760085Ég er mest spenntur að vita hvort hægt sé að hlaða inn stafrænum kortum frá Landmælingum á þessar Windows 8 spjaldtölvur og hvort hægt sé að tengja þær síðan við GPS tækið í bílnum eða nota GPS-ið í tölvunni sjálfri með Landmælingakortunum. Er ekki annars GPS í öllum þessum spjaldtölvum?
Kv. Sigurbjörn.
28.08.2012 at 21:34 #756273Hvað með okkur, sem höfum ekki aðstöðu til að hreinsa og ryðverja undirvagninn sjálfir? Vita menn um einhverja góða ryðvarnarstöð, sem tekur að sér að gera þetta almennilega og helst án þess að rukka mann um alla peningana?
Kv. Sigurbjörn.
22.01.2012 at 00:01 #747991Ég fór á Skjaldbreið í dag, laugardag. Það er nægur snjór kringum fjallið og á því. Færið var hins vegar mjög þungt og það tók okkur nærri 4 tíma að komast frá rótum fjallsins og upp á topp. Þar var blankalogn, en fáir bílar á ferli. Við vorum á þremur bílum, 2 Patrol á 38" og 1 HiLux einnig á 38".
Kv. Sigurbjörn.
14.12.2011 at 21:47 #744193Sérlega góður og vel skrifaður pistill. Svona skrif hljóta að hjálpa okkur í baráttunni fyrir ferðafrelsi.
Kv. Sigurbjörn
23.05.2011 at 12:59 #730617Eru þeir félagar í 4×4? Austfirðingar?
17.05.2011 at 22:50 #709798Mér finnst að það megi nú alveg fara að hnippa í þá hjá Skeljungi og óska eftir endurskoðun á afsláttarkjörum fyrir félaga í 4×4.
Starfsmannahópar hjá ýmsum fyrirtækjum hafa náð að semja um sömu kjör hjá N1 og Skeljungi og nú fæ ég t.d. sama afslátt hjá báðum olíufélögunum eins og ég fæ hjá Skeljungi gegnum 4×4. Þetta á bæði við um eldsneyti, smurþjónustu og ýmsar vörur.
Í ljósi þess hversu margir félagar eru í klúbbnum finnst mér alls ekki óraunhæft að fara fram á endurskoðun eða jafnvel leita til annarra olíufélaga. Mér er þó vel ljóst að árlegur styrkur Skeljungs til klúbbsins hlýtur að vega nokkuð þungt, en spurning er hversu mikið hann gagnast hinum almenna félagsmanni.Kv. Sigurbjörn.
06.05.2011 at 22:39 #218918Mig langar til að deila með ykkur bráðfyndinni lausn á vandamáli, sem ég lenti í um daginn.
Ég hafði verið að vinna í Patrolnum mínum, sem ég keypti í vetur og er af árgerð 2002. Ég slátraði mælaborðinu að hluta til þess að skipta um talstöð, leggja fyrir GPS tækinu og fjarlægja ýmislegt, sem ég hafði ekki not fyrir svo sem kapla fyrir NMT og fleira. Ég tók einnig bílstjórasætið úr til þess að komast betur að til að fjarlægja gömlu talstöðina, sem er í tvennu lagi, þ.e. stöðin sjálf var undir sætinu, en framhliðin uppi á mælaborðinu.
Þegar framkvæmdum var lokið og öllu hafði verið raðað saman á ný, setti ég bílinn í gang til að keyra hann út. Þá blikkaði Airbag ljósið í mælaborðinu án afláts og vildi ekki slokkna. Ég bölvaði í hljóði og hugsaði með mér hvort ég hefði virkilega gleymt að tengja eitthvað eða þá að ég hefði slitið einhvern vír úr sambandi. Ég sá fyrir mér að ég þyrfti ef til vill að rífa mælaborðið aftur til þess að leita að lausum tengingum. Það hvarflaði líka að mér að kannski þyrfti ég að fara á verkstæði til þess að láta tengja tölvu við bílinn og núllsetja Airbag ljósið.
Ég ákvað samt að fara heim og „gúgla“ vandamálið ef ske kynni að einhver byggi yfir töfralausn á því hvernig ætti að fá ljósið til að hætta að blikka. Ég fann nokkrar síður með ýmsum tillögum og uppástungum og á einni þeirra var kynnt lausn, sem hljóðaði þannig:1. Opna bílstjórahurðina.
2. Setja lykilinn í svissinn, snúa honum á ON en ekki starta bílnum.
3. Innan 7 sekúndna með lykilinn í ON stöðu, ýta a.m.k. 5 sinnum á hurðarrofann, sem kveikir og slekkur inniljósið.
4. Nú ætti Airbag ljósið að loga stöðugt og síðan að slokkna í 2 sekúndur og loga í 3 sekúndur sitt á hvað.
5. Snúa lyklinum til baka á OFF og fjarlægja lykilinn.
6. Setja lykilinn aftur í og setja bílinn í gang, bíða svo eftir að Airbag ljósið slokkni til að staðfesta að aðgerðin hafi virkað.Þegar ég las þetta yfir vissi ég ekki hvort ég átti að taka þessum leiðbeiningum alvarlega eða hvort einhver væri hreinlega að fíflast. Það vantaði eiginlega ekki annað en að bæta þarna inn einum lið þar sem manni hefði verið sagt að ganga 3 hringi kringum bílinn klæddur í aðra buxnaskálmina eða eitthvað álíka.
Ég ákvað samt að gefa þessu tækifæri og prófaði að fara eftir leiðbeiningunum. Og viti menn, ÞETTA VIRKAÐI og ljósið hefur hagað sér eðlilega síðan.Skýringin á því að ljósið vildi ekki hætta að blikka eftir framkvæmdirnar hefur trúlega verið sú að við það að aftengja bílstjórasætið hefur einhver tölvubúnaður ruglast í ríminu þar sem ekki var hægt að skynja hvort einhver sæti í framsætinu eða ekki.
Patrol eigendum er velkomið að geyma þessa sögu með sér ef einhver skyldi eiga eftir að lenda í svipuðu og ég með þetta blessaða Airbag ljós.
Kv. Sigurbjörn.
29.04.2011 at 22:05 #716486Hraðamælirinn er nú kominn í lag. Öfugt við það sem ég hélt hafði ekki verið tengt framhjá hraðamælabreytinum þar sem hann fannst hvergi í bílnum. En þegar ég var að skipta um talstöð um daginn og gera fleiri endurbætur í mælaborðinu fann ég þennan breyti, sem er frá Samrás vel falinn á bak við útvarpið. Ég aftengdi hann og viti menn, síðan hefur hraðamælirinn virkað. Hann sýnir að vísu 10% of mikið en það er spurning hvort maður á nokkuð að vera að ergja sig á svoleiðis smámunum.
Ég þakka góðar ábendingar, sem komu fram á þessum þræði.Kv. Sigurbjörn.
06.04.2011 at 20:26 #716482Sæll Jón Garðar.
"Búið að tengja framhjá [b:19vn8yce]HRAÐAMÆLABREYTINUM[/b:19vn8yce]" sagði ég reyndar, en það er búnaður, sem settur er í jeppa á stærri dekkjum til þess að leiðrétta hraðamælinn miðað við dekkjastærð. Þessi búnaður getur bilað eins og önnur mannanna verk og þess vegna var ákveðið að prófa í fyrstu að tengja framhjá BREYTINUM til þess að útiloka að hann væri orsakavaldurinn að ruglinu í mælinum.
Annars þakka ég góðar ábendingar.
Kv. Sigurbjörn.
06.04.2011 at 18:38 #716478Nú er driflæsingin loksins komin í lag. Prófað var að skipta um segullokana, sem stýra læsingunni en það breytti engu.
Var þá köggullinn rifinn úr öðru sinni og framkvæmdar einhverjar stillingar, sem ég kann ekki skil á. Kannski var það eitthvað í ætt við það, sem Þröstur lýsir hér að framan. Allavega virkar læsingin 100% núna.En þegar eitt vandamál er úr sögunni tekur annað við. Nú er það hraðamælirinn. Oft hreyfist hann ekki þegar ekið er af stað, en þegar eknir hafa verið nokkrir kílómetrar lifnar hann við og tekur þá stundum miklar sveiflur, t.d. frá 40 upp í rúmlega 100, sama á hvaða hraða ekið er. Svo þegar stoppað er t.d. á ljósum hangir hann uppi í 40 til 60 km, en sígur svo stundum rólega niður.
Svo kemur það líka fyrir að um leið og bíllinn er settur í gang rýkur hraðamælirinn upp í 80 og hangir þar þó að bíllinn sé ekki hreyfður. Vegalengdarmælirinn telur einnig þó að bíllinn sé í kyrrstöðu.Búið er að tengja framhjá hraðamælabreytinum, en það breytti engu. Mig grunar helst að bilunin sé í svokölluðum speed sensor eða hraðaskynjara, sem gengur inn í millikassann.
Áður en ég fjárfesti í nýjum skynjara þætti mér þó fróðlegt að fá álit reyndra Patrolmanna á því hvað hér geti verið á ferðinni.Kv. Sigurbjörn.
28.03.2011 at 11:21 #724955Sæll.
Ég átti svona bíl í 11 ár og eyðslan á honum var sem hér segir:
Við bestu aðstæður í þjóðvegaakstri á sumrin: 14 lítrar á hundraðið.
Innanbæjarakstur: 17 – 20 lítrar á hundraðið.Þessi bíll er á 35 tommu dekkjum, beinskiptur og með óbreyttum hlutföllum.
Kv. Sigurbjörn.
-
AuthorReplies