You are here: Home / Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Sælir
Kannski maður prufi að rúlla með ykkur
Kv
Þorri Helgi
Elli
Enda er ekki hugmyndin að auka aflið í vélinni heldur skipta einhverju af hinu hefðbundna eldsneyti út fyrir vetni sýnist mér á öllu. Ég er samt ekki að sjá hvernig þetta ætti að virka eins og myndbandið segir til um enda ekki flókið að skreyta útkomuna þar þessum búnaði í hag. Reyndar eru sparnaðartölurnar sem er talað um að náist með þessu algerlega út úr kortinu.
Takk fyrir svörin.
Kveðja
Þorvaldur Helgi
Ef ég skil hlutina rétt eru 300 wött að jafngilda ca 0.4 hestöflum. Ef aflið sem fæst úr vetninu er 1 hestafl eða meira er hluturinn að virka. að vísu er þetta ekki þess virði ef aflið sem úr þessu kæmi væri einungis 1 hp.
Ég er samt ekkert viss um að þeg sé að skilja þetta rétt.
Kveðja
Þorvaldur Helgi
Bragi
Eitt sem mér finnst vanta inn í dæmið hjá þér. Vetni er mjög eldfimt og þegar það kemur inn í brunahólfið þá brennur það og orka leysist úr læðingi. Það er bara spurning hversu mikil orka verður til við það og hvort hún er meiri en sú sem fer í að knýja þetta aukna álag á altenatorinn.
Nú er ég ekki trúaður á að svona einfaldur hlutur virki eins vel og ég hef lesið mér til um en í núverandi efnahagsástandi fer hugurinn að reika…
Kveðja
Þorvaldur Helgi
Sælir
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort einhverjir hér hafi gert tilraunir með vetnisbúnað í bílum sínum.
Hér má sjá myndband um þetta dæmi. http://www.youtube.com/watch?v=oxO6YRjU1wo&feature=related
Gaman væri að heyra frá einhverjum sem væri búinn að prófa þetta.
Kveðja
Þorvaldur Helgi