You are here: Home / Axel Ásmundsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Hann er einmitt með skrítnu kantana og er breyttur fyrir 33" dekk. Í rauninni var forvitni mín byggð á því að mig langar að setja 35" Toyo dekk undir greyið og þau eru 13,5" breið og ég vildi láta þau á 12" breiðar felgur. Var bara pínu hræddur um að þessir 33"-35" kantar sem eru á honum væru gerðir fyrir 10" breiðar felgur en ekki 12" breiðar.
Takk fyrir góð svör.
Axel.
Ég var semsagt að koma höndunum yfir ágætis Pajero. Stuttan ´99 módel.
Hann er breyttur fyrir 33″ og er þar af leiðandi með kanta fyrir það en mig langar
að henda honum upp á 35″ dekk og hafa það Toyo 35/13,5R15 á 12″ breyðum felgum.
Þannig að mig vantar að vita hvort það séu einhverjir klárir Pajero kallar hérna sem geta sagt mér hvort ég
þurfi stærri kanta og hvar ég get þá fengið þá eða hvort ég get látið breikka þessa sem ég er með?????
Með fyrirfram þökk.
Stoltur Pajero eigandi:)
Jæja félagar.
Ég er með ´99 Grand Cherokee Limited og öryggið fyrir miðstöðina
er alltaf að springa.
Þetta er svona tvískipt digital miðstöðvarkerfisdæmieitthvað.
Þar sem þetta er frekar slæmt í kuldanum á klakanum var ég að
spá hvort einhverjir hefðu einhver svör fyrir mig hérna.
Er þetta eitthvað þekkt vesen í þessum bílum?
Veit einhver hvort að mótstaðan sé innbyggð í mótorinn?
Hvar er mótorinn?
Allar upplýsingar eru vel þegnar.
Einn kaldur
Þetta hljómar mjög vel og ég er með. Ég er með Jeep Cherokee ´87 á 38" með línu sexu.
Áfram Jeep!!!