Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.07.2015 at 19:10 #902429
Sælir.
Hér er tengill inn á flokka sem ég hafði áhuga á til að lífga upp á fyrri vefsíðu. Þetta var aðeins byrjun á að gefa vef-síðunni betra gildi til að lífga upp á áhugamál félagsmanna sem er nánast óendanlegt. Hér umræða auðvitað sjálfsögð.
Brandarar við hæfi. Nýir og notaðir.
Videó safn. Innsetning fyrir félagsmenn.
Ferðaáætlun – Gerast ferðafélagar.
Umræða um breitingar og viðgerðir.
Áhugamál félagsmanna. – Hugmyndir.
Kv. SBS.
14.07.2015 at 01:01 #888086Sælir.
Það er mjög gott að fá svona upplýsingar um færð svo ekki sé verið að reyna að fara það sem er illa fært eða ekki.
Ég vil hvetja menn til að láta vita hér á síðunni hvernig fært er á ýmsum leiðum um landið sem ekki eru beint lokaðar.
Kv. SBS.
10.07.2015 at 23:44 #837741Sælir.
Hér er talning á gestum sem koma inn á síðuna og heimsóknir á ýmsar síður.
Ekki mikil umferð enda síðan í endurfæðingu. Nú er að vinna þetta skipu- og uppbyggilega. Vefnefnd er þó þakklát fyrir þær hreifingar sem eru.
Þessi talning sýnir að það er áhugi á því efni sem er á síðunni en margt þarf að gera sjáanlegt og aðgengilegra.
Kv. SBS.
23.06.2015 at 00:27 #780359Sælir.
Hér er yfirlit á fjölda gesta og heimsókna á auglýsingaflokkana. Það sést á þessari talningu að skoðun þar er ekki svo léleg.
Það vantar sjálfvirka talningu á flestar síður svo menn sjái að auglýsingarnar eru skoðaðar sem settar eru inn. Það hlýtur að koma.
Nú er að vera dugleg/ir að skrá smáauglýsingar og fylgjast með þeim.
Kv. SBS.
22.06.2015 at 22:17 #780358Sæll Kristján.
Þakka þér fyrir póstinn. Þetta er nokkuð rétt hjá þér. Við höfum átt í basli með þessi vefsíðu-börn okkar. Þau hafa verið misjöfn. Örfá góð, önnur sæmileg og svo léleg. Öll hafa þau yfirgefið heimaslóðir. Nú er örverpið loksins fætt og ekki gengur að yfirgefa það eða að gefast upp við þroska þess. Oft er að það sem síðast fæðist verður mesta hörkutólið þegar fram í sækir. 😉
Þetta tekur langan tíma og þarf mikla þolinmæði. Ég verð að viðurkenna að stundum er ég komin á fremsta hlunn og nánast að gefast upp á þessu. Sem dæmi þá fóru hjá mér upp undir 30 tímar í síðustu viku í vinnu fyrir klúbbinn við að útbúa talningu á gestum og heimsóknum á allar síður vefsíðunnar. Svo eru margir sem leggja mun meiri vinnu á sig og erfiðari en ég geri.
Mér þætti nú vænt um að menn væru dálítið líflegri hér en er og tækju þátt í spjalli og settu inn auglýsingar. Auglýsingar eru töluvert skoðaðar samkvæmt talningu og spjallið líka. Hér er pláss fyrir alla.
Deildar, nefndar og skálasíður eru ónothæfar og steindauðar í talningunni. Það er fædd hugmynd af þeim og þarf að vinna. Ætti að vísu að vera fyrir löngu komið. Landsbyggðin er alveg að sniðganga síðuna sem skiljanlegt er. Mesta virknin er hjá Suðurnesjadeild síðan Vesturlandsdeild og svo Eyjafjarðardeild.
Kv. SBS. Vefnefnd.
21.06.2015 at 00:35 #78035320.06.2015 at 00:08 #78034919.06.2015 at 22:48 #78034719.06.2015 at 21:39 #780345Sælir félagsmenn.
Ég hef með hjálp við að koma mér af stað útbúið talningu frá Googl Analytics á flestum síðum vefsíðu klúbbsins. Á meðfylgjandi skjali eru flokkar til vinstri frá 00 til 15. Þar eru í hverjum flokki tilgreind 12 tilheyrandi atriði flokksins með fjölda gesta og heimsókna á síður
Þar til hægri er þáttaka í síðustu þráðum í virkum umræðum í flokki „15 Nýir Spjallþræðir“. Svo þessi talning skiljist þá hófst hún laugardaginn 13 júní. um kl. 11. Upplýsingar um endurnýjaða talningu er um hvet miðnætti. Ég mun eftir getu færa þessar upplýsingar hingað um þáttöku í virkum umræðum til vitneskju fyrir þá sem áhuga hafa og stofnuðu þær.
Ég tel mikilvægt að þegar til kemur birtist talning á flestar síður vefsíðunnar.
Vefsíðugerðin á langt í land með að þjóna félagsmönnum um allt land. Virknin er mest á suðvesturhorninu en nánast engin á landsbyggðinni. Það er mjög vel skiljanlegt. Á öllum deildar og nefndarsíðum er eftir að vinnu grunn og sérhæfða vinnu fyrir alla viðkomandi.
Ég vil taka fram að þetta er spjallþráður fyrir alla félagsmenn til að taka þátt í, í málefnum Ferðaklúbbsins 4×4.
Kv. SBS,
08.06.2015 at 14:39 #780110Sælir.
Eigið þið ekki góða mynd til að setja á flettimyndir á forsíðu til að trekkja að í ferðina og svo stuttan texta. Sendist á vefnefnd@f4x4.is
Kv. SBS. Vefnefnd.
03.06.2015 at 17:56 #780067Þá eiga þær sameiginlegt að vera útkjálka-kirkjur. 😉
Kv. SBS.
03.06.2015 at 09:40 #780059Sæll Jón.
Þatta er hægt en er falið svo enginn finni. Svona tenglar eiga að sjálfsögðu að vera efst á síðunni. Neðst á síðunni eru skipanir eins og sést á viðhenginu. Þarft að sjálfsögðu að vera innskráður eins og þú veist.
Smella á „Breita“ og þá er leiðin skýr. Ég reyndi ekki hvort hægt væri að eyða mynd en það var hægt fyrr.
Kv. SBS.
31.05.2015 at 18:37 #780032Sælir.
Þá lítur þetta svona út. Áttir þú Jón „jonni7873@gmail.com“? Gat ekki sett þitt inn fyrr en ég fjarlægði þetta.
Kv. SBS.
31.05.2015 at 10:52 #78002730.05.2015 at 01:53 #780009Sælir.
Ég kanna málið. Vefnefnd er að vinna í nokkuð stórum þætti vefsíðunnar. Hann verður að klára. Síðan verður farið í mikilvæg atriði eins og að taka þátt í ferðum á vegum klúbbsins. Þetta form er aðeins til bráðabyrgðar. Hefur eitthver í Umhverfisnefnd tilkynnt þáttöku til að athuga hvort þetta sé virkt? Póstur á að berast Umhverfisnefnd.
Kv. SBS.
29.05.2015 at 07:43 #780004Sælir.
Það geta allir sem hafa skrifréttindi á síðuna tekið þátt í spjallinu. Bæði félagsmenn og þeir sem ekki eru í klúbbnum.
Kv. SBS.
28.05.2015 at 22:28 #779998Sælir.
Væri ekki gott að fá þáttökulistann hér á spjallið. Það ætti að örva ferða og landgræðslu-áhugann hjá mönnum.
Kv. SBS.
28.05.2015 at 20:29 #779994Nú er að nota mátt FaceBook og „Deila“ tenglinum af F4x4 Facebokk og inn á ykkar persónulegu F.B. síður og hafa opið öllum.
Áfram nú og styrkja starfið. F4x4 Facebook.
Kv. SBS.
27.05.2015 at 22:35 #779971Ég á svo margar myndir af þessu kirkju-lofti að ég þekkti það strax. Læt aðra um að koma með svarið.
Kv. SBS.
27.05.2015 at 09:53 #779947Dómkirkjan í Coventry. Það sem eftir er af henni. Einn turninn.
-
AuthorReplies