Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.10.2015 at 13:44 #933375
Sæl/ir.
Það er jafnt verið að sækja og lesa þennann þráð þótt hann sé leiðinlega vel falinn. Áhugi hlýtur að vera til staðar.
Hér geta allir sett inn gott efni.
Kv. SBS.
18.10.2015 at 13:26 #933374Sæl/ir.
Setti þetta myndband hér inn. Á talningu voru í stuttan tíma voru 20 inn á síðunni. 18 voru að skoða hér á „Videó félagsmanna.“ að skoða myndbandið. Bjó til tengil frá FaceBook og hér inn. FaceBook f4x4.is Það er allavega áhugi.
Kv. SBS.
18.10.2015 at 12:19 #93337014.10.2015 at 21:08 #93317707.10.2015 at 14:16 #931372Þetta er rétt hjá þér Jón en líklega fer ég inn á rétta síðu innskráður út af mínum réttindum.
Kv. SBS.
07.10.2015 at 09:53 #931367Sælir.
Hér er eitt sem þarf að laga. Maður á ekki að þurfa að vera innskráður til að geta lesið þennann þráð eða detta inn á rétta síðu.
Kv. SBS.
06.10.2015 at 20:41 #931357Sæll Jón.
Þetta er allt hægt eins og Guðmundur segir. Þessi hluti myndasíðunnar nokkuð góður.
Það er að vísu að ske sem ég var hræddur um þegar Fb F4x4 spjall-síðan var endur-ræst að hún myndi taka frá okkur þá ör-fáu sem setja hér inn á spjallið og ljósmyndasíðuna.
Það er erfitt og vanþakklát verkefni að vera í vefnefnd klúbbsins. Hlutir rétt sniglast áfram og stundum aftur á bak. 😉
Þessa Fb síðu má alls ekki nota þannig að hún einangri og rýri okkar F4x4 vefsíðu.
Kv. SBS. Vefnefnd.
15.09.2015 at 19:05 #929017Sæll Guðmundur.
Mér tókst að lagfæra þetta aðeins. Var ekki texti með myndatenlunum?
Ef svo var sendu hann á vefnefnd@f4x4.is og skelli ég honum þá inn.Kv. SBS.
16.08.2015 at 22:13 #923996Sælir.
Það hefur oft verið rætt að klúbburinn sé að verða gamal-manna-klúbbur. Ekki held ég að það sé nú alveg rétt þótt ég sé einn af þessum eldri. Hér á þessu skjali sést hvernig aldursflokkar skiptast í heimsóknum á F4x4 vefsíðuna.
Síðan er kynja-hlutfall sem heimsækir vefsíðuna.
Kv. SBS.
07.08.2015 at 17:02 #923554Sæll Þórður.
Eins og er er ekki hægt að breita póstum nema frá baklandinu. Ég get skráð þáttakendur á fremsta póst ef þú villt jafnóðum og þeir koma.
Kv. SBS.
06.08.2015 at 10:07 #923291Ágætu félagar.
Miðvikudaginn 19 ágúst næstkomandi verður haldinn aukaaðalfundur Jeppavinafélagsins Suðurnesjadeildar Ferðaklúbbsins 4×4 þar sem á síðasta Aðalfundi tókst ekki að fullskipa stjórn og nefndir. Fundurinn er opinn öllum greiddum félögum. Fundarstaður verður auglýstur þegar nær dregur.
Dagskrá fundar er sem hér segir.
1. Setning fundar
2. Kosning fundarstjóra og fundaritara
3. Lesning fundargerðar síðasta aðalfundar
4. Kosning Gjaldkera
5. Kosning nefnda
Þorrablótsnefnd
Ljósanæturnefnd
6. Önnur mál
7. Lesning fundargerðar og borðinn upp til samþykktar
8. Fundarslit.
Kaffiveitingar verða í boði fyrir fundargesti.
Hvetjum við alla til að mæta og taka þátt.
Með bestu kveðju.
Stjórnin
03.08.2015 at 12:23 #922108Sælir félagsmenn og aðrir þáttakendur.
Þessi þráður er til að láta vita af þáttöku á afmælishátíð F4x4 sem verður um næstu helgi laugardaginn 8 ágúst í Setrinu. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur. Allir velkomnir.
Þeir sem áhuga hafa á að vera alla helgina í Setrinu vinsamlega látið Skálanefnd vita svo hægt verði að taka frá pláss. Skálagjöld samkvæmt gjaldskrá. skalanefnd@f4x4.is
Gljúfurleitin er eina færa leiðin upp í Setur. Leiðin norður fyrir Kerlingarfjöll og um Illahraun er illfær og ekki ráðlegt að fara hana vegna snjóa og bleytu.
Það er oft hvetjandi til þáttöku að vita hverjir fara og fjöldi þeirra. Einnig mega menn ekki gleima að taka myndir í ferðinni og setja inn á okkar geisivinsælu og virku myndasíðu. 😉 Einar Sól hringdi í mig og bað mig að stofna þráð fyrir sig. Til gamans má geta að Strumparnir eru 15 ára á þessu ári.
Þáttökulisti:
- Einar Sól yfirstrumpur. 10 manns á 6 jeppum. Einar verður að sjálfsögðu á fremsta bíl. 😉
- Birgir Gíslason. 2 munnar mæta í vöfflur og gista.
- Rúnar Sigurjónsson. Bætist á vöflulistann. Situr í hjá Einari Sól. Það fer vel á því. Tveir sem alltaf eru fremstir.
Kv. SBS.
31.07.2015 at 10:16 #920801Sæll Jón.
Ég tók eftir þessu líka. Þetta virðist vera á þessum eldri spjallþráðum sem komu frá fyrri síðu sem voru undir „Áhugaefni félagsmanna“
Trúlega er auðvelt að lagfæra þetta. Athugum hvernig það gengur. 😉
Kv. SBS.
30.07.2015 at 16:53 #920408Mamman var í eldhúsinu að elda og hlusta á litla son sinn, 5 ára inni í stofu að leika sér með nýju rafmagnslestina sína.
Hún heyrir lestina stöðvast og sonur hennar talaði mjög hátt: “Allir að fara út ef þið ætlið út, því þetta er síðasta stoppistöðin í dag! Og allir sem ætla með, fara inni í lestina, því við erum seinir í dag.”
Mömmunni bregður auðvitað og fer og skammar strákinn: “Ég vil ekki hafa svona hávaða í mínum húsum. Snáfaðu inn í herbergi og vertu þar. Ég skal kalla á þig þegar þú mátt koma fram aftur og þá ætlast ég til þess að þú notir ekki svona útirödd.”
Tveimur tímum seinna fær strákurinn að koma fram og byrjar aftur að leika sér með lestina.
Brátt er leikurinn kominn aftur á fullt og lestin stöðvast. Mamman heyrir strákinn segja hljóðlega: “Góðir farþegar, munið að taka allt dótið ykkar með þegar þið farið út. Við þökkum fyrir okkur og vonandi komið þið fljótt aftur.”
Hún heyrir litlu elskuna sína halda áfram líka hljóðlega: “Þeir sem eru að koma um borð, munið, það er bannað að reykja í lestinni. Við vonum að ykkur líði vel í ferðinni í dag.”
Þegar mamma hans var að byrja að brosa, bætir hann við líka hljóðlega: “Og þið ykkar sem eruð fúl yfir tveggja tíma seinkunni, talið við konuna í eldhúsið…”
30.07.2015 at 16:31 #920403Sturla litli er sá klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin. Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar. “ Sturla minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar aukaspurningar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?“ „Enginn“, svarar Sturla. „Hvað meinar þú… enginn?“, spyr kennslukonan? “ Já, einn drepst og dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu“ segir Sturla. Kennslukonan kinkar kolli og segir „svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar“ Örstuttu seinna réttir Sturla litli upp hendi. „Já Sturla “ „Má ég spyrja þig einnar spurningar?“ „Endilega“ segir kennslukonan. „Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, – ein af þeim bítur í ísinn – og ein af þeim sýgur ísinn. – Hver þeirra er gift?“ spyr Sturla. Kennslukonan roðnar og segir, „Eee….ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?….eða eitthvað“ „Neeiiii“ segir Sturla litli, „það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar“
29.07.2015 at 18:39 #920071Sæll Björgvin.
Þakka þér fyrir athyglina. Á fyrri vefsíðu var reitur sem hét “ Áhugaefni félagsmanna“ Í honum voru spjallþræðirnir með þessum tenglum. Þetta bað ég um að yrði sett inn til að auka flæðið og þjónusta félagsmenn betur á vefsíðunni. Efnið kom með yfir á þessa núverandi síðu en var ekki vel sjáanlegt eins og var á þeirri fyrri. Þessir tenglar á fyrrverandi vefsíðu voru settir upp í fljótheitum en ekki endanlega hannaðir. Þetta verður vonandi til umfjöllunar í vefnefnd á næstunni hvort setja eigi þessa spjallþræði svipað upp eða ekki.
Ég er að endurvekja þetta hér til að kanna hvort eitthver áhugi sé fyrir þessu efni. Ég hef útbúið talningu í gegnum Google Analytics til að fylgjast með heimsóknum á þessa tengla. Þar fá „Brandarar við hæfi. Nýir og notaðir.“ og „Videó safn. Innsetning fyrir félagsmenn.“ mesta aðsókn.
Það hjálpar mikið að menn tjái sig hér um þessi málefni. Svo er eitt vel skiljanlegt að menn hafi gefist upp á þessum vefsíðumálum okkar og eru hættir að koma hingað, skoða efnið, skrifa á spjallið, setja inn myndir og fl.
Eins og vefsíðan er núna þarf margt að endur-skipuleggja og hreinsa til. Vefsíður deilda, nefnda og skálasíða eru óviðunandi og til skammar. Þessar síður verða að hafa forgang fyrir veturinn og helst fyrr.
Kv. SBS.
28.07.2015 at 00:20 #917402Offroad in Iceland
27.07.2015 at 21:35 #917189Sælir.
Ég var að endurbæta upphafspóstinn hér að ofan og setti inn tengla sem vísa beint á það efni sem ég setti inn og áleit að gæti komið eitthverri umræðu af stað. Það lítur slælega út fyrir að þetta hörfi til þeirra sem koma hér inn á síðuna eða að eitthver áhugi sé að koma með tillögur.
Nú er skipulögð stikuferð hjá umhverfirnefnd. Þar verður farið með nokkra tugi eða hundraða stika til að vísa veginn rétta leið ef hann er ekki sjáanlegur.
Vefnefnd hefur aðeins eina stiku sem er mjög mikilvæg starfi klúbbsins og eru fáir sem eru að reyna að gera hana sjáanlega en magfalt fleirri sem vilja hana helst ósýnilega í sandinn.
Kv. SBS.
26.07.2015 at 13:50 #915717Sæll Jón.
Þetta er komið. 😉 Það þarf að fara í gegnum Myndasíðuna. Svona böggar ganga ekki.
Kv. SBS.
26.07.2015 at 11:48 #915618Sæll Jón.
Hvað er að stoppa þig í innsetningu mynda? Ég var að setja inn prufu og virtist það ganga þótt ég hafa ekki vistað möppuna. Ég veit að það er ekki hægt núna að draga myndir úr möppum og inn á „Hlaða inn myndum“ en það er hægt að smella á „VELDU SKRÁR“ og sækja þær þannig.
Kv. SBS.
-
AuthorReplies