Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.04.2011 at 12:48 #21857214.04.2011 at 09:59 #218541
Sælir.
Við erum nokkrir jeppamenn að fara inn í Jökulheima og þaðan inn á Grímsfjall. Eru nokkrir kunnugir þessu svæði miðað við veðurfar síðustu daga sem vita hvort hætta sé á miklum krapa á leiðinni að Jökulheimum? Það hefur snjóað töluvert mikið á þessu svæði og þá er spurning hvort bráðnun sé eins hröð. Sóðarnir fóru þessa leið í síðustu Stórferð. Gaman væri að fá þeirra álit og annarra sem hoknir eru af reynslu.
Kv. SBS.
08.07.2010 at 13:58 #21350602.07.2010 at 17:21 #21340924.04.2010 at 20:15 #212335Sælir félagar.
Ég vil nú lýsa ánægju minni með að verið er að blása lífi í þessa andvana myndasíðu okkar.
Þessi gluggi myndir af handahófi er eins og ljós í myrkrinu og er ótrúlegt að þessum möguleika
var sleppt er nýja síðan kom í loftið. Ég hef oft spurt að því hér hvort hægt sé að gera innsettningu mynda
einfaldari og alla umsýslu á skoðun mynda léttari. Einu svörin sem fengiust eru útúrsnúningur eða er beðin að senda
póst á vefnefnd. Þá getur ekki farið fram umræða félagsmanna til úrbóta. Þetta pirraði mig svo að ég ákvað að
fjarlægja allar mínar tólf hundruð myndir út af heimasíðu klúbbssins og setja þær inn á Picasa myndavefinn.
Hræðileg ákvörðun sem ég sá eftir en hingað koma þær ekki aftur.Kveðja með hvattningu um svör og betri myndasíðu. SBS.
15.02.2010 at 19:35 #210763Sælir félagar.
Eitt finnst mér vanta hér á heimasíðuna og það eru góð ráð og reglur um ferðamáta við ýmsar aðstæður.
Þá hvort menn eiga að fara í fyrirhugaða ferð eða ekki eða betur undirbúnir.
Það hafa allir gott að viðhalda varúð og öryggi í ferðum bæði reyndir og óreyndir.
Þetta gæti verið linkur ofarlega á síðunni á milli myndir og hjálp.
Síðan gætu komið flipar niður sem flokka aðstæður í áætluðum ferðum.Þessir flipar gætu heitað.
Jöklaferðir og hvað ber að varast.
Ekið á snjó og hættur sem því fylgir.
Ekið í krapa.
Ekið yfir ísilögð vötn.
Hvað er utanvegaakstur?
Hvernig skal umgangast friðland og hvar eru friðflönd.
Hvernig ráða skal í veðurfar.
Og fl.Það sem er ritað þarna gæti samræmt þær hugmyndir sem menn hafa á ofangreindu.
Það er mikið af reynsluboltum í klúbbnum sem gætu sett inn erindi
með góðum ráðum og reglum til að fara eftir.
Stjórn klúbbsins eða nefnd síðunnar myndu síðan yfirfara innsend heilræði og sett við viðeigandi flipa.
Þetta þykir mér mikilvæt að þróa áfram og ætti að vera búið að gera fyrir löngu.
Með þessu væri klúbburinn til fyrirmyndar og efturbreitni á ferðum um landið
sem flesti félagar hans eru nú.Kveðja SBS
29.01.2010 at 20:03 #210315Sælir félagar.
Nú þurfa þeir stöku félagar sem eiga eftir að mynda ferðagrúbbu að rotta sig saman.
Eg sá á listanum að fjórir stakir hafa náð saman sem samferðastakir.
Þá er spurningin hvort við stakir tengjumst þeim fjórum eða stofnum nýja staka grúbbu.
Látið stakir álit ykkar í ljós.Kveðja SBS. ( sem er einstakur
15.08.2009 at 19:03 #205799Sælir félagar klúbbsins F4x4 og samstarfsmenn Skeljungs við klúbbinn.
Mig langar að koma af stað umræðu og ábendingum á því sem þarf að lagfæra á heimasíðunni okkar.
Margt hefur verið gert til einföldunar á vinnslu okkar þar og ég veit að þetta tekur allt tíma að þróa.
Ungur nemur gamall temur en greinilega hefur gamli maðurinn verð rekin að heiman eða ekki náð tilætluðum árangri.
Hönnuðir fyrri síðu gætu hugsanlega hafa hlotið sæmilegra uppeldi og verið skárri nemandur.
En hvað með það.
Hvað mínar aðfinnslur varðar eru þær ekki flóknar en einsökum kannski þungbærar.
Við það að opna heimasíðu okkar klúbbfélaga upplifi ég vonbrigði og pirring með þetta skelfilega ljóta bremsufar fyrir ofan miðja mynd og þennan gráa tón sem er yfir heildarmynd síðunnar.
Menn hafa reyndar rætt það áður og síðan lagfært lítillega en greinilega undir þungum hæl.
Allir þeir sem ferðast um litríka fegurð Íslands og koma síðan saman á heimasíðu okkar þar sem ríkir eitthverskonar
hagnaðaryfirbragð Skeljungs og klúbbsins og hins vegar dvínandi myndræn upplifun og samskipti félagsmanna úr ferðum sínum um landið.
Þetta jafnvægi þarf að lagfæra snögglega.
Okkar fallega og vel hannaða merki á að sjálfsögðu að vera efst á miðri síðunni.
Síðan eiga að vera flettimyndir sitthvoru megin við í fullum litaskrúða en ekki í þessum grámyglulega dauða mono tón.
Ég hlustaði á mono þegar ég var 12 ára, nú er ég komin á sjötugs aldurinn.
Auk þess er þessi óþolandi, skítalitaði, truflandi borði með þessari uppglenntu starandi persóna sem truflar alla yfirferð fyrir lestrar og myndefni sem við setjum inn okkur til fróðleiks og skemmtunar. Þessi framsetning á auglýsingunni er eingöngu til niðurrifs.
Menn verða að athuga það að auglýsingar verða að hafa jákvætt og aðlaðandi gildi þar sem samvinna félagsmanna er númer eitt.
Ég vænti þess að umráðamenn síðunnar og forsvarsmenn Skeljungs lagfæri þessi mistök og endurbæti þessa uppfærslu hvað þetta varðar
Eini staðurinn sem kemur til greina fyrir þessa auglýsingu er til hliðar fyrir ofan eða neðan innskráningarreitinn.
Þar er hún áberandi en þarf að falla inn í heildarlitajafnvægi síðunnar.
Eitt er sem vantar að mér finnst er leitarmöguleiki að myndasafni hvers félagsmanns eftir stafrófsröð eins og var á þeirri gömlu.
Það gæti verið í vinnslu án þess ég viti af því eða ekki möguleiki.
Einnig langar mig að vita hvort búið sé að uppfæra allt myndasafn félagsmanna.Með von um réttmæta umfjöllun.
Kær kveðja Sigurður Bjartmar Sigurjónsson.
-
AuthorReplies