Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.08.2011 at 01:30 #735575
Jahum og já já. Það var nú hér í den þegar ég var 12 ára og vann við að setja niður símastaura. Þá var maður svo snöggur upp staurinn á höndum og fótum að þeir voru hálfir á kafi þegar á toppinn var komið.
Kv. SBS.
25.08.2011 at 20:07 #735567Sælir félagar í Umhverfisnefnd.
Mig langar í væntanlega stikuferð enn er á báðum áttum ennþá. Mér hrís hálfpartin hugur við þessari sleggjumynd á Nýjar fréttir Umhverfisnefndar. Ég hef allt annað að gera við handleggina en að sveifla sex kílóa fornaldaverkfæri upp yfir höfuð og niður að tám með tilheyrandi slysahættu. Ég þykist vita að til séu rörasleggjur hjá klúbbnum. Eru þær til nógu margar fyrir menn sem þurfa að spara kraftana til vinnu í rest vikunnar? Járnkarlar eða áldömur eru að sjálfsögðu notaðar til að koma stikunum af stað niður. Þá langar mig að vita hvernig skipulag vinnunnar er? Fer bíll með stikurnar á undan og dreifir þeim og síðan koma sleggjgengin á eftir? Þó gæti vinnutilhögun farið eftir fjölda þáttakenda. Þetta er nú bara forvitni hjá mér og skrifað til að kvetja mig og aðra til að taka þátt.
Kv. SBS.
20.08.2011 at 00:08 #735221Ég þóttist sjá á sínum tíma að krossinn var ekki fagmannlega og traustlega upp settur. Þá er spurning fyrst náttúran feldi tákn uppgjafar okkar jeppamanna fyrir ferðafrelsi að smíða úr honum tákn ferða um landið með virðingu. Allir þeir sem fara um viðkvæma árþúsund ára gamla þróun jarðsögu Íslanda verða að gæta að þeim sem eru samferða eða mæta að spilla ekki viðkvæmri náttúru. Stöndum nú saman allir sem einn að láta vatn, vinda og gróður um að fegra það sem við dáum mest.
Kv. SBS.
16.08.2011 at 17:53 #735313Landið vort fagra með litskrúðug fjöllin,
leiftrandi fossa og glóð undir ís,
blár girðir særinn og gnæfir hátt mjöllin,
glitklæðin þín skóp þér hamingjudís.Fáninn vor blái, þú frelsis vors merki
frægð þína efli hver sonur þinn knár,
elski þig, verndi þig ættstofn vor sterki,
auðna þér fylgi um aldir og ár.Ísland, vort land, þig með tónum vértignum,
töfri vor söngur þér hamingjudag
hvert sinn vér brennheitum bænum þig signum,
blessaða land vort, það Íslands er lag.Árni Thorsteinsson
10.08.2011 at 19:23 #735003Þá er að skella sér í vinnuferðina með skálanefnd. Fer með Rúnari. Leggjum af stað seinnipartin á morgun fimmtudag um sex leitið ásamt fleirrum. Splæsum hvor einum vinnudegi og helginni á skálann. Að sjálfsögðu verður myndavélin með og skotið í allar áttir eins og venjulega. Ánægjulegt að sjá öldunga klúbbsins koma eldhressa. Þeir eru alltaf besta myndefnið í vinnu og gleði.
Kv. SBS.
06.08.2011 at 17:57 #219965
06.08.2011 at 17:48 #219963
29.07.2011 at 00:20 #734041Það er ekki takmark okkar jeppamanna að komast á eitthvern eilífðar leiðarenda. Við erum ánægðir ef við komumst framm og til baka. Þegar peningar og gróðahyggja stjórna ferðinni verður fjandinn laus. Íslensk náttúra étur þá með húð og hári sem ofbjóða henni með fávisku.
Kv. SBS.
25.07.2011 at 23:48 #219859
25.07.2011 at 23:01 #734249Hvaða munur?
25.07.2011 at 21:27 #21985425.07.2011 at 15:55 #734237Nú geta menn bara sett Listerinn í gang í tölvunni ef þeir eiga erfitt með að sofna á kvöldin.
24.07.2011 at 23:27 #734235Skálanefndarmenn eru hetjur!! Afkastamiklir dugnaðarforkar. Það var heiður að fá að fylgjars með þeim og smella af nokkrum myndum.
24.07.2011 at 23:23 #21984820.07.2011 at 23:42 #733877Já það er rétt hjá þér Stefán síðutogari skal það vera. Ég var fæddur nógu snemma til að muna eftir nokkrum þeirra síðustu. Eitthverjum þeirra var breitt í síldveiðiskip og öfluðu vel. Ég var nú svo frægur að ná í eitt síðasta síldveiðiárið þó ekki á breittum togara. Þá var veitt við suðvesturland. austurland og í Norðursjónum. Þetta voru eftirmynnilegustu tímar unglingsáranna. Nú þarf klúbburinn dugandi einstaklinga til að koma Setrinu í gott stand svo við allir getum notið verunar þar með tilheyrandi þægindum.
Kv. SBS.
20.07.2011 at 20:29 #733871Við Magnús ætlum að verða samferða upp í Setur eftir hádegi á föstudag um kl 2-4. Hann tekur með sér krakkana sína og er þá pláss fyrir einn til viðbótar í bílnum hjá mér. Ef eitthver hefur áhuga á skemmti. vinnu. og útivistarferð lætur viðkomandi mig vita. sbs@islandia.is
Kv. SBS.
19.07.2011 at 23:52 #733867Skálanefndarmenn!! Til þess að manna vinnuferðina í Setur verðið þið að nota sömu aðferð og var notuð til að manna skuttogarana hér í gamla daga. Menn voru teknir dauðadrukknir eða fylltir rækilega og skutlað um borð og svo vöknuðu þeir ekki fyrr en úti á ballarhafi. Samkvæmt þessum vinnulista eru skálanefndarmenn vinnualkar. Það góða við að vera vinnualki er að menn verða bara þreittir en ekki þunnir. Þannig að ég legg til að menn blandi þessum tveimur gerðum saman og verði hæfilega þreittir og þunnir. Tökum létta vinnuhelgi og skemmtum okkur í góðum félagsskap. Heyrst hefur að búið sé að koma fyrir litlum olíubrúsa innan eins km. fjarlægð frá Setrinu. Hans mega áhugasamir leita. Verðlaun er innihald hans sem er sambland af hráolíu og rigningarvatni.
Kv. SBS.
18.07.2011 at 23:55 #733939Sæll Friðrik.
Myndin er hér á myndskeiðinu á 3. síðu neðarlega með tengingu á YouTube. Hvar hægt er að nálgast hana eða keypt geta aðrir sjálfsagt svarað.
Kv. SBS.
18.07.2011 at 23:43 #219784
18.07.2011 at 23:40 #219783 -
AuthorReplies