Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.11.2015 at 12:46 #934114
Virkilega góð Árshátíð. Hópsöngur vel til fundin og verður vonandi fastur liður með þessum hætti. Skemmtiatriði velheppnuð og val á dans-lögum.
Við skemmtum okkur mjög vel. Takk fyrir okkur.
03.11.2015 at 23:28 #93407501.11.2015 at 13:03 #934047Hann Hjörtur Jaki er duglegur að setja inn góða brandara. Hér er einn sem hann setti á FB.
Nágranni minn, sem er fjörtíu og fimm ára gamall athafnamaður, langaði mikið í fjallajeppa og urðu miklar umræður á heimilinu um jeppakaup.
Kona hans var á móti því að hann keypti jeppa því hún var með annað í huga eins og að endurnýja eldhúsið og byggja sólstofu. Það varð þó úr að maðurinn keypti jeppann og næstu vikurnar var loftið á heimilinu lævi blandað.
U.þ.b. mánuði eftir að jeppinn kom var nágrannakona mín í saumaklúbbi þar sem vinkonurnar ræddum um að eiginmennirnir væru á þessum hættulega aldri þegar þeir eru líklegir til að skoða lambakjötið.
Ein vinkonan sagði að þetta hafi verið kannað og í ljós hafi komið að annað hvort kanni menn lambakjötið eða fái sér jeppa. Nágranni minn varð hissa þegar konan hans kom heim úr saumaklúbb, hrósaði honum fyrir skynsöm jeppakaup og vildi koma með honum í fjallaferð strax næstu helgi ….
01.11.2015 at 10:39 #934043Sæll Aron.
Hér fyrir neðan stendur „Viðhengi“ og „Coose File“ Þar sækir þú mynd úr tölvunni þinni. Þú verður að taka skjáborðsmynd ef þú ert á Facebook. Ég held það sé rétt hjá mér að þeir leyfi ekki myndatengla nema innan Facebook. En það er auðvelt á YouTube. Ég skal reyna að setja myndina inn á upphafsþráðinn hjá þér.
Kv. SBS.
31.10.2015 at 16:20 #934020Þriðji fundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn þann 2. nóvember kl 20:00 á Hótel Natura.
Rætt verður um árshátíðina okkar 7.nóv, ferðafrelsi, stórferðina, bingóferðina, litlunefndar ferðir og stórar fréttir frá Síðumúlanum.
Sölvi Oddson verður síðan með kynningu á nýlega hönnuðum ÚRHLEYPIBÚNAÐ.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á þennan áhugaverða fund.
Með kveðju
Stjórnin
26.10.2015 at 13:44 #933911Hér ætla ég að setja inn tengla á nýjar myndir sem settar eru á Ljósmyndasafn F4x4.
25.10.2015 at 23:55 #933755Sælir.
Nú hafa 1.402 heimsótt þennan þráð frá stofnun hans. Það lýsir áhuga á ferðum sem Litlanefnd klúbbsins stendur fyrir.
Kv. SBS.
25.10.2015 at 21:53 #933753Sæl/ir.
Á tveimur upphafsdögum þessa þráðar hafa um 120 einstaklingar komið hingað. Það þykir mér nokkuð góð viðbrögð miðað við helgarheimsóknir á vefsíðuna.
Kv. SBS. 😉
25.10.2015 at 21:16 #933751Sæl/ir.
Nú hafa um 1.280 einstaklingar komið á þennan spjallþráð. Það er frá 17 til 25 okt. En á ég eftir að lagfæra tengla á mörgum myndböndum sem eru áhugaverð og segja sögu klúbbsins.
Þetta sannar að það er áhugi fyrir eldra og gömlu efni frá félagsmönnum. Þetta efni verður mjög aðgengilegt hér á síðunni þegar fram í sækir og vefsíðan heldur áfram að þroskast og dafna. Við verðum að passa okkur á að ekki myndist gloppa í þessa sögu.
Eins og er er ég að reyna að nota FaceBook til að vísa til vefsíðu F4x4. Það er gert til að auka streymið að vefsíðunni. Ég hvert allar deildir klúbbsins til þess sama. Best trúir síðunni eru Suðurnesjadeild og Eyjafjarðardeild. Vesturlandsdeild fær góða talningu.
Vonandi flosna þessi núverandi skyndikynni við FaceBook upp með tímanum og við getum verið hér á einni aðgengilegri vefsíðu.
Kv. SBS.
24.10.2015 at 17:53 #933653Hér má leita að ljósmyndum eftir eigendum mynda. Smellið á síðutengla eftir bókstaf.
Síða 11 Upphafsstafur K L M N O Ó
23.10.2015 at 16:36 #93361923.10.2015 at 16:15 #93361823.10.2015 at 16:04 #93361722.10.2015 at 23:30 #93360422.10.2015 at 23:19 #93360322.10.2015 at 23:00 #93360221.10.2015 at 22:50 #933580Sæl/ir
Ég er að byrja á að fara yfir og lagfæra tengla á videómyndum sem eru undir flokknum “ Myndskeið “ Þetta eru myndbönd í nokkrum undirflokkum sem sett voru inn á nokkrum síðastliðnum árum. Ég mun halda áfram leiðréttingum þar til þessu er lokið eftir því sem tími gefst til. Þarna eru frábær gömul myndbönd frá félagsmönnum.
Kv. SBS
“ Myndskeið “ (Tengill á flokka)
20.10.2015 at 20:17 #933547Kæra fjalla og útivistarfólk,
ÚTILÍF er sönn ánægja að bjóða öllu útivistarfólki á kynningar og afsláttarkvöld í glæsilegri útivistardeild okkar í Glæsibæ Fimmtudagskvöldið 22 október kl. 18:00 – 21:00
Eins og allir vita, þá er Útilíf með öll þekktustu og bestu útivistarmerkin á boðstólnum. Útivistardeildin er m.a. troðfull af vörum frá The North Face, Meindl og flotta bakpokamerkinu Deuter.
Á kynningarkvöldinu býður Útilíf 25% afslátt af öllum fjalla og útivistarbúnaði s.s. hlífðarfatnaði, svefnpokum, tjöldum, bakpokum, gönguskóm og öðru sem til þarf.
Einnig verða sértilboð og verða þau sér merkt með enn meiri afslætti.
Athugið að við bjóðum uppá kortalán til allt að 6 mánaða.
EKKI MISSA AF ÞESSU!
20.10.2015 at 19:46 #93354418.10.2015 at 17:48 #933396 -
AuthorReplies