Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.03.2016 at 00:09 #936802
Sæl/ir.
Smá tilraun til að koma á einn stað aðgengilegu videómyndasafni félagsmanna.
Svo setja menn tengla á sínar videomyndir hér inn á viðeigandi flokka.
Skýringar hér fyrir neðan.
Á Youtube er smellt á „Deila“ og tekið afrit af kóðanum og hann vistaður á nýjum þræði.
Á Vimeo er smellt á „Share“ og afrit tekið af „Link“ og hann vistaður á nýjum þræði.
Á eftir að finna út með Facebook er hægt er.Kv. SBS.
Félagsstarfið
Litlanefnd.
Skálanefnd.
Unhverfisnefnd.
Stórferðir klúbbsins.
Skipul. ferðir með gengjum klúbbsins.
Allt á floti.
1900 og eitthvað.
Tæknilega merkilegt.
Erlent
Krapakeyrsla.
Ferðast á jöklum.
Sumarferðir.
Vetrarferðir.
Þorrablótsferðir.
Björgun.
Svakalegt.
Fræðsluefni.
Festur.
Á flugi.
06.03.2016 at 21:27 #936787Sæl/ir.
Þá er innsetning mynda komin í lag. Þá hljóta nokkrar myndir að koma inn á safnið.
Kv. SBS.
05.03.2016 at 22:17 #936777Sæl/ir.
Þessi þráður er töluvert leitaður uppi og lesin.
Ég endurvek hann því hér á forsíðunni.
Kv. SBS.
05.03.2016 at 14:09 #936775Sæl/ir.
Þetta er nánast því að vera aðhlátursefni.
Þegar vefnefndarmaður er að hvetja til myndainnsetningar af félagsmönnum þá lokast fyrir möguleikann að setja myndir á ljósmyndavefinn. Ég verð einfaldlega að biðjast afsökunar á þessu og vonast til að buggurinn verði lagfærður. Margar eru raunir vefnefndarmanna.
Kv. SBS.
02.03.2016 at 22:03 #936727Sæl/ir.
Vefnefnd vantar spennandi og góðar myndir til að hafa á stóru flettimyndinni á forsíðu klúbbsins. Þarna eru 10 næstu komandi viðburðir í texta ásamt mynd til að vekja athygli á því sem menn upplifa á ferðum sínum. Ljósmyndir hafa mikið að segja um starf og ferðir klúbbfélaga og annarra um óbyggðir landsins.
Einstaka hafa sett virkilega góðar myndir inn á ljósmyndavefinn okkar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Samt má vera meira líf í innsetningu mynda.
Með von um góð viðbrögð.
Kv. SBS.
11.02.2016 at 22:51 #936487Sæll Sverrir.
Mér hefur heyrst að menn ætli að fara um Kerlingarfjöll og uppúr þar. Annars verða þetta trúlega fleirri en einn hópur.
Mér sýnist þú verða að komast í hóp með velviljuðum og hjálpsömum mönnum.
Þótt þú sért ekki á öflugasta bílnum og á stæðstu dekkjunum ert þú besti bílstjóri sem ég hef séð til í snjóakstri.Kv. SBS.
11.02.2016 at 19:53 #93648323.01.2016 at 01:03 #936226Ef myndirnar verða samkvæmt vonum verður þetta djöf…. flott F4x4 Seturs-blót.
Ég man er þorra-þráðurinn fór yfir eitt hundrað fyrir örfáum árum. Þá þótti einum nóg um.
Kv. SBS.
22.01.2016 at 22:01 #936219Sæll Þórir.
Á fyrri vefsíðu Fyrri vefsíða er tengillinn „Áhugamál félagsmanna“ þar er „Ferðaáætlun – Gerast ferðafélagar“ Þar er ásamt þessum, nokkrir tenglar sem ég taldi hugsanlega til að vekja áhuga á samstarfi félagsmanna um jeppabreitingar og ferðir ásamt fleirrum. Því miður lifði þessi síða stutt.
Þessi vefsíða var safn hugmynda frá 2010 með tilurð rýnihóps sem þáverandi stjórn bað mig að nefna til einstaklinga í og svo vefnefnda síðar sem unnu sleitulaust við að gera vefinn þannig að hann félli sem best að óskum félagsmanna.
Nú vil ég nefna að þótt við þrír sem unnu mest að vefsíðunni frá 2010 erum lítið brot af öllum félagsmönnum sem hafa álit á hvernig vefsíðan á að líta út og virka þá gerðum við okkar besta í því verkefni sem við tókumst okkur á hendur en því miður þá er þetta mest allt horfið.
Kv. SBS.
05.01.2016 at 17:53 #935685Ég veit um einn sem hefur sótt sér FaceBook skráningu. Ég vona bara að þetta fari ekki úr böndunum og margra þjóða tungumál verði hér á virkum umræðum en kanski meira líf á spjalli og á myndasvæði.
Þurfum við þá ekki að breita skilmálum vefsíðu F4x4 en þar eru skilyrði um að umsækjandi gefi upp fullt nafn, kennitölu. heimili og netfang. Á F.B. tengingunni er eingöngu gefið upp nafn og netfang.
Kv. SBS.
05.01.2016 at 12:34 #935682Þakka þér fyrir þetta Hafliði.
Það er ágætt að fá smá umræðu um FaceBook tengilinn. Er þessi tengill einskorðaður við félagsmenn F4x4 sem eru á F.B. allra íslending eða FaceBook notendur allar landa?
Kv. SBS.
05.01.2016 at 10:19 #935676Sælir.
Nú þurfum við félagsmenn að vita aðeins betur um Facebook innnskráninguna. Nú er ég aðeins búin að velta þessu fyrir mér. Þegar ég er innskráður á F.B. enn ekki á vefsíðuna okkar sést F.B. tengingin fyrir neðan peðið efst til hægri þegar smellt er á það. Ef ég er innskráður á vefsíðu F4x4 hverfur þessi F.B. tenging. Nú er ég ekki með sama netfang á F.B. og hér á síðunni en bæði eru virk.
Þetta segir mér að ég get ekki verið innskráður á F4x4 vefsíðunni til að báðar vefsíðurnar geti unnið saman.
Þá er spurning þegar félagsmenn eru búnir að tína notendanafninu. lykilorðinu og netfanginu eða eitthverju af þessu. Hvernig getur FaceBook tengingin hjá viðkomandi fundið þann rétta aðila í baklandi vefsíðu F4x4.
Svo getur verið að ég sé að misskilja eitthvað í þessu sambandi.
Kv. SBS.
29.12.2015 at 19:59 #935577Ég hef oft hugsað með sjálfum mér og rætt við nokkra í klúbbnum að það vanti svona ferðir og tilhögun eins og hér er farið af stað með. Nafnið Nýliðaferð er kanski ekki réttnefni vegna útbúnaðar farartækja og reynslu manna. Listi manna og farartækja er að vísu ekki komin hér en miðað við reglur og kröfur eru þetta menn með eitthverja og nokkuð mikla reynslu.
Ég hefði líklega skráð mig í þessa ferð ef framundan hefði ekki verið að yfirfara Astroinn og gera hann öruggann til krefjandi ferðalaga. Það verður vonandi næsta vetur.
Nú hagar svo til að mun bjartara er framundan í starfi klúbbsins. Það er verðlækkun á bensíni og svo frábær félagsaðstaða í Síðumúlanum. Svo má ekki gleyma þessum frábæra þykka, illfæra snjó sem er yfir öllu.
Svo er það þessi skelfilega hái og illfæri óveðurs-skafl sem engin í klúbbnum hefur komist yfir og margir reynt mikið við en hann hækkar bara við hverja tilraun. Þegar þessi skafl er unnin verður framtíðin björt. 😉
Kv. SBS. P.s. Þið verðið að afsaka ef það eru stafsetningavillur í textanum hjá mér en letrið er svo smátt að ég sé það varla annað en beina ósýra línu. ( óskýra átti ég við)
15.12.2015 at 09:41 #935316Sæll Jón.
Hvað eru blaðsíðurnar margar í þessum spjallþræði? Ég sé bara 12 síður.
En og aftur. Maður á ekki að þurfa að vera innskráður til að geta lesið þráðinn.
Kv. SBS.
14.12.2015 at 19:19 #935305Sælir.
Upp.
Kv. SBS.
01.12.2015 at 19:55 #935021Vegna andláts Ómars Wieth hafa samferðamenn hans og ferðavinir ákveðið að stofna styrktarreikning til handa Þórunni eftirlifandi eiginkonu hans.Það er einlæg ósk þeirra sem standa að söfnuninni að vel sé við brugðist.Bankaupplýsingar eru: Íslandsbanki: 515-14-407000 kt. 230856-5329
29.11.2015 at 12:37 #934934Sæll Arngrímur.
Þakka þér fyrir myndirnar sem þú settir inn á ljósmyndasafnið frá litlunefndarferðinni. Þær eru frábærlega góðar og vel teknar.
Ég setti tengil inn á myndamöppuna frá FaceBook F4x4. Það ætti að hífa upp talninguna. Á stuttum tíma rauk hún upp úr 20 í 77 heimsóknir.
Kv. SBS vefnefnd.
24.11.2015 at 20:02 #934833Ég hef þörf fyrir að segja nokkur hlýkeg orð um Ómar vin okkar í Ferðaklúbbnum 4×4. Ég var þess aðnjótandi að fara með honum og fleirrum allmargar ferðið upp í Setur til smíða og viðhalds.
Ég var í samfloti með honum er hann flutti og dró Listerinn, nýju rafstöð klúbbsins upp í Setur. Þar lagði hann sig fram um að fara varlega og af öryggi yfir grýttann vegslóðann. Þar sem þetta var um kvöld og farið að rökkva bað hann mig að vera rétt á undan til að geta séð hreifingarnar á bílnum hjá mér og ekið samhvæmt því. Við komum síðan um miðja nótt á áfangastað eftir velheppnaða ferð.
Eitt sinn vorum við að koma úr vinnuferð frá Setri á fjórum bílum. Logi og Rúnar vorum fremstir. Síðan í röðinni var Ómar, bíllinn á undan mér og síðastur var ég eins og oftast. Eitthvað lá Loga og Rúnari á þannig að þeir voru spöl á undan okkur. Þá mætum við bíl á leiðinni uppeftir. Ómar hægir á sér og skrúfar niður rúðuna og við stöðvum bílana. Þar hefjast viðræður í drykklanga stund um hliðarrúðurnar. Þá heyrist í talstöðinni. Strákar hvað er að tefja ykkur? Er ekki allt í lagi? Ég sá mig knúinn til að svara og sagði. Jú jú. Það er allt í lagi. Hann Ómar okkar lenti á smá kj…..törn.
Ég upplifði Ómar sem glaðværan mann með sterkar ákveðnar skoðanir sem hann gaf sig ekki með en gat alltaf rætt af sannfæringu. Annað hvort urðu menn sammála eða ósammála en alltaf endaði samtalið með brosi af hans hálfu. Ómar er einn af þeim mönnum í klúbbnum sem mér þykir vænt um og auk allra þeirra sem voru með honum í þessari síðustu ferð hans um hálendið.
Ég votta aðstandendum hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hans er sárt saknað sem vinar og félaga.
22.11.2015 at 00:08 #934773Sælir félagsmenn. Það getur verið erfitt og tekið tíma að endurnefna það sem fengið hefur heiti sem er nú þegar greipt í huga þeirra sem unnið hafa á staðnum og hugsað þangað. Þetta er samsett orð sem á vel við starf klúbbsins og ferðir. Fyrri hlutinn segir til um misbratt flatlendi og seinni hlutinn um bratta og þverhnýpi. Þetta á við okkur alla og er viðeigandi nafn frá upphafi vinnu þar.
Kv. SBS.
12.11.2015 at 16:04 #934337Sæl.
Á Facebook-síðu Ferðafrelsis fer fram umræða um ný Náttúruverndarlög. Það er nauðsynlegt fyrir alla íslendinga að fylgjast með þeirri umræðu og taka þátt í henni bæði hér og þar. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir alla íslenska ferðamenn. Það er enn ein tilraunin gerð til að útiloka okkur frá að ferðast um eigið landi.
Snorri Ingimarsson. Ferðafrelsi.
Mótmæla skerðingu almannaréttar (mbl)
Kv. SBS.
-
AuthorReplies