Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.11.2013 at 22:43 #438766
Þetta innlegg er farið til þeirra líka.
19.11.2013 at 22:15 #438760Þetta er greinilega villa í kerfinu. Búin að senda þennan texta líka. Það verður að laga þetta strax í fyrramálið!
19.11.2013 at 20:39 #438753Búin að senda þennan texta á þá. Þetta ætlar að vera erfið fæðing. Er vafrarinn ný-uppfærður?
Kv. SBS.
19.11.2013 at 18:09 #438748Sæll Bjarni. Set allt á listann langa.
19.11.2013 at 16:19 #438745Þetta er farið. Fór eitthvað úrskeiðis?
Kv. SBS.
18.11.2013 at 21:15 #438714Þakka þér fyrir þetta Ólafur. Það er rétt, síðan er allt of sein. Það sem við erum að gera núna er að klára samninginn. Síðan tekur við áframhaldandi vinna og eru öll góð ráð vel þegin.
Kv. SBS.
16.11.2013 at 14:31 #438640Sælir ferðafélagar Litlunefndar.
Hefur einhver reynt að setja inn myndir á safnið okkar frá ferð Litlunefndar?Hefur einhver reynt en ekki tekist og fengið villu við innsetningu?
Mér leikur forvitni á að vita hvernig gangur manna er hér á síðunni með innsetningu mynda.
Kv. Vefnefnd.
15.11.2013 at 13:59 #438619Agnar. Getur þú gefið okkur betri lýsingu á villunni sem þú færð upp þegar þú ætlar að hlaða inn myndum.
Nú er tengillinn „Breita“ loksins virkur í myndasafninu.
Kv. Vefnefnd.
14.11.2013 at 20:52 #438564Ég prófaðu Firefox og gætu verið eitthverjir böggar þar.
Ert þú með Google Chrome? Ef svo er gætir þú reynt það.
14.11.2013 at 20:42 #438562Ég hef ekki heyrt það frá öðrum. Það er þá auglýst eftir því hér. Ég skal kanna þetta.
Kv. Vefnefnd.
14.11.2013 at 20:30 #438560Sæll Bjarki. Ég hef ekki tekið eftir þessu svona. Svona á þetta ekki að vera. Hvíti grunnurinn á alltaf að vera yfir myndinni þar sem textinn er. Er þetta algengt hjá þér eða einstakt tilfelli. Gott að fá svona ábendingar.
Kv. Vefnefnd.
12.11.2013 at 22:52 #438256Þakka þér fyrir Agnar. Þetta verður sett á óskalistann og vonandi framkvæmt.
12.11.2013 at 22:23 #438253Já Oddur. Myndirnar mínar eru líka dálítið út og suður. Við verðu að hinkra aðeins með þetta meðan verið er að klára listan sem er í gangi.
Kv. Vefnefnd.
12.11.2013 at 21:53 #438243Nú er búið að úthluta „skrifréttindum“ á alla sem hafa til þess rétt í stjórn, nefndum og deildum. Þegar viðkomandi skráir sig inn birtist efst í horninu hægra megin orðið „UMSJÓN“. Þegar smellt er á hann birtast þeir valmöguleikar sem viðkomandi hefur. Þar eru tveir tenglar „POSTS“ sem er fyrir fréttir og tilkynningar og „VIÐBURÐIR“ sem er fyrir viðburðabagatalið. Fleirri möguleikar koma síðar en þeir eru hönnunar og skrifheimildir á síðum stjórnar, nefnda og deilda. Einn aðili í stjórn, nefnd og deild kemur til með að hafa þennan rétt. Hægt er að sjá hverjir eru með skrif-réttindi á stjórnar,nefnda og deildarsíðum. Þar er merkt með „x“ við hvern einstakling.
Kv. Vefnefnd.
12.11.2013 at 21:33 #438240Nú er komin „Like“ möguleiki á myndir í myndasafni F4x4.
Ef þú ert með Facebook aðgang og smellir á „Like“ tengilinn við mynd á F4x4 myndasafninu birtist hún á Facebook síðunni þinni og verður tengill inn á viðkomandi sömu möppu í myndasafninu. Nú geta menn dreift sínum og annara myndum og opnað safnið fyrir almenningi.
Þetta er frábær möguleiki til að kynna starf Ferðaklúbbsins 4×4.
Kv. Vefnefnd.
11.11.2013 at 19:20 #438054Leiðbeiningar með innsetningu á myndasafnið. Þetta ferli verður lagfært og gert betur leiðandi. Skráin er hér fyrir neðan.
Viðhengi:
10.11.2013 at 17:25 #437859Nú geta Deildir sett inn spjallþráð frá eigin síðu. Allir geta tekið þátt í því spjalli
Kv. Vefnefnd.
10.11.2013 at 17:20 #437858Vegna smá villu sem kom upp vegna breitinga á slóðinni f4x4.valid.is í f4x4.is var ekki hægt að setja inn myndir.
Þetta er nú búið að leiðrétta og myndainnsetning aftur virk.
Kv. Vefnefnd.
10.11.2013 at 14:10 #437796Sælir félagsmenn.
Nú fer að hylla undir að allir þættir nýju vefsíðunnar verði kláraðir. Að fínisera það sem eftir er klárast í næstu viku. Ég er búin að senda lista yfir þau atriði sem upp á vantar til Valið Vefsmíði. Þrátt fyrir að tíma-ramminn sé löngu sprunginn hjá þeim samkvæmt tilboði halda þeir að sjálfsögðu áfram með verkið og klára það.Innsetning mynda er mjög einföld. Aðeins má bæta leiðandi ferli með innsetningar og verður það lagfært.
Í þremur tilvikum hefur mönnum mistekist að setja inn myndir. Mikilvægt er að myndir séu í jpg eða jpeg formati og hafi endinguna „.jpg“ eða „.jpeg“ Myndir í .tiff formati eru ekki móttækilegar og þeim er hafnað af mynda-galleríinu.Þegar verið er að sækja nýtt lykilorð í stað þess sem var á gömlu síðunni er hætta á að það lendi í „spam“ eða „ruslafötunni. Menn eru beðnir að hafa þetta í huga við umsókn á nýju lykilorði.
Þegar þessu ferli líkur eftir um viku heldur ferlið áfram og að því markmiði að þjónusta félagsmenn eftir bestu getu. Við Hafliði í vefnefnd gerum það sem við getum til að spara klúbbnum fjárútlát. Annað sem snýr að aðkeyptri vinnu er háð samþykktar stjórnar og á ég ekki von á öðru en skynsamlegar beiðnir frá vefnefnd fái jákvæðar undirtekir.
Ef það eru spurningar varðandi vefinn munum við svara þeim eftir bestu getu. Þá við í vefnefnd og Valið Vefsmíði.
Þá ætla ég að svara einni spurningu áður en hún kemur.
Hvers vegna lá vefurinn niðri frá því seint í gærkveldi og þar til stuttu eftir hádegi í dag?
Svarið er að það varð bilun í ljósleiðaraboxi hjá Vodafone og tók allan þennan tíma að lagfæra þá bilun.
Valið vefsmíði mun leita tilboða í hýsingu hjá tryggari aðilum þar sem svona uppákomur eru nánast útilokaðar. Þar á meðal hjá Símanum og fleirum.Kv. Vefnefnd.
08.11.2013 at 20:55 #437693Það má kannski hvetja menn til ferðar með nýrri bakgrunnsmynd. 😉
-
AuthorReplies