Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.09.2016 at 09:32 #940830
Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. „Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?“ spurði hann hissa. „Hún Stína gaf mér hann“ svaraði Bergur glaðbeittur. „Gaf hún þér nýjan jeppa?“ át Sverrir upp eftir honum. „Hvers vegna í ó…sköpunum?“
„Ég skal bara segja þér hvað gerðist,“sagði Bergur. „Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: „Beggi minn taktu það sem þú vilt!“ „Svo ég tók jeppann.“ „Þú ert bráðsnjall,“ sagði Sverrir og kinkaði kolli. „Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig.
27.08.2016 at 10:45 #938631Þetta þarf að skoðast af fagmönnum.
Kv. SBS.
26.08.2016 at 09:48 #938468Sælir.
Er búin að hreinsa þessa ruslpósta og 24 óþekkta aðila úr baklandinu.
Kv. SBS.
14.06.2016 at 18:16 #938215Svona eiga menn að vera. Áhugasamir og hvetjandi. Flott hjá þér Bjarki. Það vantar fleirri slíka.
Kv. SBS.
04.06.2016 at 11:38 #938174Það fylgir því miður ein tilkynning hverri flettimynd. Viðburðir sem voru fyrir voru allir liðnir og engir aðrir að setja inn.
Annars á ég ekki að vera að blanda mér svona í þetta.
Kv. SBS.
04.06.2016 at 10:05 #938172Sæl öll.
Tók mér leyfi að setja myndir úr ferðum umhverfisnefndar í Hekluskóg á forsíðuna.
Ég er að vísu ekki í vefnefndinni ennþá en fannst þurfa að koma lífi í væntanlega ferð.
Kv. SBS.
28.04.2016 at 17:58 #938036Sæll Jóhann.
Búin að snúa myndunum fyrir þig. Flottar myndir og takk fyrir að setja þær inn á myndaalbúmið.
Mér dettur helst í hug að myndirnar snúi svona vegna þess að þær eru teknar á síma en það þarf að aðgæta að síminn snúi alltaf rétt við myndatöku. Svo getur skýringin verið önnur.
Kv. SBS.
18.04.2016 at 20:44 #937931Lenti í fáránlegu dæmi í nótt, einn nágranninn bankaði hjá mér um klukkan half þrjú, ég endurtek um miðja f&%king nótt, HÁLF ÞRJÚ, hann var í raun heppinn að ég var ennþá vakandi að spila á trommurnar…. Annars hefði ég orðið band brjál….
10.04.2016 at 22:39 #937769Jón og Jóna eru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt. Jón segir við Jónu. “Hefurðu nokkurn tíma haldið fram hjá mér?” Jóna svarar: “Jón! Hvers vegna ertu að spyrja svona spurningar núna”? “Jú, Jóna, ég verð að vita það,” svarar Jón. Jóna segir: “Allt í lagi, ég hef haldið þrisvar fram hjá þér.”“Þrisvar, hvenær var það?” spyr Jón.
Jóna segir: “Manstu Jón þegar þú varðst 25 ára og vildir stofna fyrirtækið og bankastjórinn neitaði þér um lán? Svo kom bankastjórinn sjálfur einn daginn með lánspappírana svo þú gætir skrifað undir.” Jón svarar: “Ó, Jóna, þú gerðir þetta fyrir mig, ég virði þig bara meira en áður. Hvenær var svo annað skiptið?”
Jóna segir: “Manstu þegar þú fékkst hjartaáfallið og enginn læknir vildi skera þig vegna þess að aðgerðin var svo hættuleg? Svo kom allt í einu dr. Bjarni yfirlæknir og framkvæmdi aðgerðina sjálfur og þú náðir þér alveg.”
“Ég trúi þessu ekki,” sagði Jón, “þú gerðir þetta til að bjarga lífi mínu. Ég gæti ekki átt betri konu. Þú hlýtur að elska mig mjög mikið fyrst þú gerir allt þetta fyrir mig. Hvenær var svo þriðja og síðasta skiptið?”
“Jón, þú manst að fyrir nokkrum árum langaði þig til að verða formaður í golfklúbbnum og þig vantaði 18 atkvæði til að ná kjöri..?”
02.04.2016 at 13:23 #937398Jæja. Hvað er að frétta af litlunefndarferðamönnum? Væri gaman að heyra frá þeim.
Það er ómissandi að fá myndir úr ferðinni inn á myndasíðuna. Auðvelt að setja þar inn myndir.
Kv. SBS.
16.03.2016 at 09:04 #937014Sælir.
Nú er krefjandi en mjög skemmtileg Stórferð á Ísafjörð er um garð gengin og menn komnir heilir heim á ný. Velflestir búnir að ná úr sér þreytu og harðsperrum eftir átökin. Þá er nú ekki úr vegi að fá að sjá á myndrænu máli hér á ljósmyndavef F4x4 hvernig menn urðu svona stirðir og þreytulegir eftir ferðina. Svo hafa menn að sjálfsögðu borðað, sungið og skemmt sér bæði standandi, sitjandi og liggjandi. 😉
Nú hefur Friðrik Halldórsson sett myndir úr ferðinni inn á ljósmyndavefinn hjá okkur. Það er frábært þegar framámenn í klúbbnum sýna gott fordæmi til að halda vefsíðunni gangandi. Þetta eru flottar myndir Friðrik og gaman að skoða þær og fylgjast með ferða-þræðinum. Fleirri koma svo með gott fordæmi og setja inn myndir.
Ég hef verið að setja hér á vefsíðuna tengla frá Youtube og þess háttar gagnabönkum til að gera þau videó aðgengilegri sem félagsmenn eiga þar. Ég sé það á talningu hjá mér að þau eru mikið skoðuð af þeim sem koma hingað á vefinn.
Hins vegar er allt efni sem sett er inn á Facebook læst þar inni og ekki hægt að deila því hingað með sama hætti og ég hef verið að gera hér með videoin. Þetta efni á FaceBook mun því gleimast, tínast og glatast sem minningar og heimildir um starf klúbbsins.
Nú verða menn að söðla um og setja hér inn myndir líka. Ef menn eru búnir að raða myndunum í möppu til að setja þær inn á FaceBook er minnsta málið að skella þeim hér inn líka. Muna bara að skrá sig inn. 😉
Kv. SBS.
14.03.2016 at 11:26 #936969Sæll Aron.
Við erum þrír í vefnefndinni núna. Þeir eru Sveinbjörn. Jón Emil og ég.
Við eigum í mikilli samkeppni við FaceBook og er hún nánast því að rústa vefsíðunni hjá okkur. Spjall og myndainnsetning er að leggjast af. Ég var að hvetja hann nafna þinn, Aron Berndsen til að setja inn myndir sem hann og gerði. Svo er ég með nokkra þræði til að lífga upp á síðuna en hægt gengur. Mönnum þykir þetta bölv… FaceBook viðhald skárra. 😉
Kv. SBS
14.03.2016 at 10:28 #936967Sælir.
Björgvin. Það er einmitt verið að skoða þessa hluti sem þú nefnir. Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um það sem eru í gangi eins og er.
Aron Frank. Það er nú með þessa núverandi vefsíðu. Flestu því sem var á fyrri var hent út í hafsauga. Fyrri vefsíða. Það er svo sem mín sök líka. Ég var greinilega ekki nógu ýtinn og eftirfylgin með að láta það koma yfir með þótt ég hafi reynt.
Kv. SBS.
12.03.2016 at 23:02 #936866
12.03.2016 at 20:16 #936860Mig langar að fara yfir þá þróun sem orðið hefur á vefsíðunni frá því ég tók þátt í vinnu við að koma henni í það horf sem ég og við sem unnum að vefsíðunni töldum að félagsmenn líkaði best. Miðað við núverandi þáttöku í spjalli og myndainnsetningu virðist það hafa misheppnast gjörsamlega. Þrátt fyrir þúsundir tíma hjá okkur sem hefur farið í þessa vinnu er þáttaka félagsmanna engin í að halda vefsíðunni lifandi. Nóg með það. Öll þessi vinna sem við sem lögðum á okkur var unnin af áhuga, fórnfýsi og án eftirsjá.
Árið 2010 var ég dálítið virkur á spjallinu með tillögur að lagfæringum á vefsíðunni. Það endaði með nokkrum pirringi.
Fyrripart árs 2011 hafði Logi Ragnarsson samband við mig með pósti og fór þess á leit að ég stingi upp á mönnum með mér í Rýnihóp. Logi var þá ritari stjórnar minnir mig ásamt fleirri góðum stjórnarmönnum.
Í Rýnihópinn komu auk mín Bragi Þór Jónsson, Guðmundur G. Kristinsson og Agnar Benonýson. Agnar sá sér ekki fært vegna anna að taka þátt í þessarri vinnu. Við þrír héldum fjölmarga fundi til að rýna vefinn þannig að hann hentaði væntingum félagsmanna sem best. Við Bragi fórum síðan í vefnefndina ásamt Bergi Pállssyni sem þar var í nefndinni fyrir.Hér fyrir neðan er fyrsta tillaga að vefsíðu frá Rýnihópi. Þetta umhverfi er unnið í Joomla sem er áframhaldandi kerfi frá fyrri vefsíðu.
2011 nov. 27. Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Hér er fyrir neðan áframhaldandi hugmyndir.
2012 mar. 20
Vefsíðan 2012 mar.20 Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Svo er að lokum síðasta tilraun til að halda áfram með Joomla kerfið. Því miður hentaði þetta kerfi ekki vefsíðunni og urðum við að leita á önnur mið.
Hér er 2013 júl. 15 Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Hér er upphafssíða í Word press. Þessa vefsíðu unnu fyrir okkur ValiðVefsmíði. Þegar hér er komið var ég einn sem gaf kost á mér í vefnefnd. Samningaviðræður og skipulag vefsíðunnar við verktaka fóru fram við stjórn, Hafliða og fámennar vefnefndar. Því miður hafði Hafliði mjög takmarkaðan tíma til áframhaldandi þróunarvinnu við síðuna vegna anna við krefjandi störf. Það lenti því á mér að vera í nánast daglegu sambandi og fram á kvöld um helgar við starfsmenn ValiðVefsmíði að koma því yfir sem var á fyrri vefsíðu og færa ýmsa hluti til betri vega. Ég tel þá eiga þakkir fyrir óeigingjarna vinnu og að hafa gefið eftir mikið af sinni vinnu án greiðslu.
Hér er svo upphafssíðan í WordPress. 2013 sep. 09.
Hér heldur þróunin áfram. Ýmsar hugmyndir og útfærslur kvikna.
Vefsíða frá 2014 feb. 02.
Svo lauk því samstarfi.
Ég hef verið að teikna vefsíðuna upp í Photoshop í anda Rýnihóps og nokkurra vefnefnda þar á eftir Ég ætla að setja þessar teikningar hér inn svo öll þessi vinna glatist ekki sem við höfum lagt á okkur og við vorum og erum sannfærðir um að félagsmenn líkaði.
Hér kemur Forsíðan. Hún er aðeins grunnur til að byggja á.
Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Þá er það Deildarsíðan. Þetta er aðeins hugmynd til að byggja á og má breita og bæta við hana.
Eins er með Nefndarsíður.
Og Skálasíður. Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Nú er loks komið í ljós að ekkert eitt vefsíðukerfi sem hentar, ræður við gagnagrun okkar litla jeppaklúbbs hér á klakanum. Það er Forsíðan og baksíður, spjallsíðan og svo myndasíðan.
Bíðum nú samt til. Allstaðar eru lausnir. 😉
Ég á svo eftir að lagfæra textan og bæta við hann.
Kv. SBS Vefnefnd.
12.03.2016 at 11:55 #936845
12.03.2016 at 00:00 #936844Á fyrri vefsíðu var gerð tilraun til að finna áhugavert efni sem félagsmönnum líkaði og gætu tekið þátt í. Þar sem þessi vefsíða er skammt á veg komin ætla ég að endurvekja þræði sem þar voru. Þessir þræðir voru í kassa á forsíðu eins og Virkar umræður.
Kv. SBS
Videómyndasafn Félagsmanna
Ferðaáætlun – Gerast ferðafélagar
Brandarar við hæfi. Nýir og notaðir
Umræða um breitingar og viðgerðir
Ljósmyndakeppni
Myndagetraun
Hópkaup
Almennar Getraunir
Hugmyndir
11.03.2016 at 09:36 #936836Sælir.
Friðrik Halldórsson og Rúnar Sigurjónsson voru í sambandi um átta leitið í morgun Þar sem stórferðarmenn voru staddir í Reykjavesi við Ísafjarðardjúp. Þangað voru allir komnir nema Túttugengið. Það var skýað enn ágætis veður. Reiknað var með að birti upp úr hádegi. Hópurinn áætlar að leggja í hann um níu leitið og stefna á Hestakleyf.
Kv. SBS
09.03.2016 at 20:44 #936817Sæl/ir.
Hér er verið að kanna áhuga félagsmanna á þessu spjalli á því að fá með sér ferðafélaga eða að láta vita af sér á ákveðnu svæði upp á að hittast þar og eiga samlreið.
Kv. SBS.
08.03.2016 at 11:25 #936807
-
AuthorReplies