Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.11.2013 at 22:09 #440121
Við vorum að ræða þetta í síðustu viku. Það hlýtir að vera stutt í að færa þetta yfir og tengt eins og var á gömlu síðunni.
Kv. SBS.
24.11.2013 at 00:08 #439785Sæll Oddur. Þú ert með þeim betri sem spretta úr spori hér á síðunni. Tekur þátt í spjallinu og setur inn góðar myndir. Lætur vita um vankanta og ýtir á eftir því sem aldrei tekur enda. Róm er löngu byggð en er nú í hrörnandi viðhaldi. Vefnefnd þarfnast hugmyndaríkra aðila svo síðan verði ekki SBS einlit.
Kv. SBS.
23.11.2013 at 20:24 #439772Þakka þér fyrir Erlingur. Ég er það snortinn af þessu sannleikskorni að ég ætla að setja í fangið hnappa-harmonikuna sem ég hef ekki snert í tvö ár, fletta í valsabókinni og velja eitthverja fallega melodíu og athuga hvað fingurnir muna og eru liprir.
Vandi okkar félagsmanna er að eiga ekki samskiptamiðil sem fullnægir þörfum okkar allra í frásögn og í myndrænu formi. Ég er þakklátur þeim sem láta vita af böggum eða villum í kerfinu. Ég lít svo á að þeir séu áhugasamir og hjálplegir. Þannig þróast vefsíðan okkar og fleirri koma sem hafa yfirgefið starfið. Ég hvet deildir og nefndir til að vera virkari í innsetningu mynda og frásagna um þeirra starf. Góðir hlutir ske á löngum tíma og nú er lag.
Kv. SBS.
22.11.2013 at 20:23 #439631„Guðmundur Guðmundsson
22 Nóvember, 2013 klukkan 20:07
Sælir félagar, ætlaði að logga mig inn á nýju síðuna en það virkaði ekki. Þá ætlaði ég að ná í nýtt lykilorð en þá er eitthvað e-mail skráð sem ég er ekki lengur með. Fæ ekki nýtt lykilorð.
Vil gjarnan ná í gamla svæðið mitt aftur. Hvað geri ég?kv. gundur“
Sæll Guðmundur. Sendu vefpóst á vefnefnd@f4x4.is Gefðu þar upp nafn, notendanafn, núverandi veffang, félagsnúmer, símanúmer, og jafnvel kennitölu. Ég mun síðan bera það saman við upplýsingar um þig. Ef það eru villur sendi ég þér leiðréttingu. Þá ættir þú að komast í gegnum kerfið.
Kv. SBS.
22.11.2013 at 20:11 #439630Slideshow fyrir myndasafnið. Nú er hægt að skoða myndir safnsins með því að smella á „Skoða myndasýningu“.
Renna þá myndirnar með um 2-3 sek. flettitíma. Hægt er að að smella á „Stoppa myndasýningu“ og eru þá örvahnappurinn eða músarskrollhjólið notuð til að fletta áfram. Síðan „Byrja myndasýningu til að skoða með 2-3 sek. flettitíma. Til að stoppa er smellt fyrir utan myndarammann. Taling mynda er ekki virk núna í þessari myndasýningu en er í skoðun.
Kv. SBS.
22.11.2013 at 19:26 #439627Þetta verður sótt Þórarinn.
21.11.2013 at 23:05 #439575Flott Bjarki. Nú vantar alvöru broskarlinn. Nú er bara að læka á bestu myndina til að fá góða talningu og athygli og auglýsingu fyrir F4x4.
Kv. SBS.
21.11.2013 at 22:16 #439399„Gunnar Ingi Arnarson
21 Nóvember, 2013 klukkan 21:19
það vantar enn myndirnar inn á þráðinn .. ultimate build.
kv gunnar“
Sæll Gunnar. Sendi þetta á þá í einum grænum.
21.11.2013 at 22:14 #439398„Bæring Jóhann Björgvinsson
21 Nóvember, 2013 klukkan 19:48
Virkar þetta“
Sæll Bæring. Virkar þetta hvað?
21.11.2013 at 22:12 #439397„Oddur Örvar Magnússon
21 Nóvember, 2013 klukkan 19:00
Sama steipa áfram. Kem ekki texta í titil.
kv“
Sæll Oddur. Var textakjóðinn (músin) örugglega í kassanum fyrir formálann (titilinn).
21.11.2013 at 17:43 #439356Ef ég sé tómar myndamöppur í safninu eyði ég þeim við fyrsta tækifæri. Þær setja fjögura mynda ramman úr skorðum sem sýnir Nýjast og Vinsælt. Einnig er ekki gott að þær séu að safnast saman innan um möppur með myndum.
Kv. SBS.
21.11.2013 at 16:45 #439352Ef við takmörkum comentin við félagsmenn fáum við vonandi fleirri í klúbbinn. Á myndasafninu er Like tenging við Facebook. Virkar gríðarlega vel. Dýpri hugsanir koma síðar.
Kv. SBS.
21.11.2013 at 12:46 #439341Það er rétt Bjarni. Best að hafa það eingöngu fyrir félagsmenn.
21.11.2013 at 12:28 #439335Ég er í beinu sambandi við forritarann. Villa 404 á að vera í lagi núna.
21.11.2013 at 10:49 #439319Nú hefur Jóni G. tekist að setja inn myndir. Bíð eftir að Agnar komist í myndainnsetningu. Vonandi er þetta að koma.
20.11.2013 at 21:31 #439289Nú er komin talning á hversu oft myndir eru skoðaðar í hverri möppu. Samtala kemur síðan á möppuna. Ef menn smella á „Vinsælt“ kemur í ljós að ef smellt er á „Like“ sem flytur tengil yfir á Facebook fær mappan gífurlega athygli og háa talningu.
Kv. SBS.
20.11.2013 at 20:58 #439288Sæll Kristján. Ef smellt er á töluna á eftir heiti þráðarins lenda menn á aftasta þræðinum. Frekari útfærsla tilheyrir nýju verk-tilboði. Þetta er nú þegar á óskalista.
Kv. SBS.
20.11.2013 at 19:37 #439284(Oddur Örvar Magnússon
20 nóvember, 2013 klukkan 08:49
Sælir.
Þetta myndaalbúm er í einhverju tómu fokki. Ég get engu breitt eða eitt. Sama ruglið í þessu albúmi sem inniheldur 512 myndir sem ég á ekkert í…jú kannski nokkrar svona 5 st: https://old.f4x4.is/myndasvaedi/crusi-100/
Ég stofnaði annað album Crusi sem er núna hvergi??kv oö hús)
Sæll Oddur. Þessar myndir sem fóru í möppu hjá þér getum við sagt að hafi verið heimilislausar á gömlu síðunni. Það er að segja þær voru ekki í neinni myndamöppu þar. Núna verða allar myndir að vera í möppum. Nú eru þær komnar til síns heima og til réttra aðila. Vinna er á fullu með myndaalbúmið. Meðan „tilvitnun“ er ekki klár er hægt að afrita og vista eins og ég geri hér fyrir ofan og hef innan sviga.
Kv. SBS.
20.11.2013 at 15:11 #438798Nú vil ég biðja þá sem ekki hafa getað sett inn myndir að reyna það aftur.
Kv. SBS.
20.11.2013 at 13:07 #438780Þakka þér fyrir Erlingur. Dagurinn í dag og á morgun fer í að klára verkþætti tilboðsins. Vefnefnd tekur saman þá þætti sem félagsmenn hafa komið með tillögur um. Við metum þær með jákvæðu hugarfari of berum síðan undir stjórn til að fá tilboð í verkið sem stjórn tekur síðan afstöðu til. Það er verið að vinna í þessum buggum sem hafa komið upp varðandi innsetningu mynda. Í svona stórum vef eins og okkar er töluverð vinna að láta allt ganga upp eins og þú veist.
Kv. SBS.
-
AuthorReplies