Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.12.2013 at 18:55 #442445
Sælir.
Freyr. Ég er búin að aka með húddið opið. Það var gert þannig að ég setti tvær eins líters gosflöskur undir húd-hornin vinstra og hægra megin til að halda því opnu. Það munaði um það en að vísu var ekið á undan vindi en ekki á móti sem hefði komið á sama stað og lokað húdd.Gunnar. Jú kælarnir eru rétt tengdir. Fara fyrst í gegnum vatnskassann og síðan í alla kælana. Var búin að setja ný rör til og frá sjálfskiptingu til öryggis.
Lýst vel á þá hugmynd að setja silicon kúplingu á spaðana með rafmagnsviftunni í stað þess að skera ofan af föstum spöðunum. Hún er þá aðeins að hjálpa til. Á milli spaðana eru þá á að giska 10 til 14 sm en engin trekt á milli.
Þegar ég var með rafmagnsviftuna eingöngu lækkaði eiðslan um 3 lítra pr. 100 km. Með fastri viftu jókst hún um 3 til 5 lítra. Þarna eru um 6 til 8 lítra munur. Þessi aukning stafar af þeirri orku sem fer í að snúa spöðunum og svo gæti verið að þeir séu að rugla eitthverja skinjara sem stjórna bensíneiðslunni. Þessi atriði þekkja menn vel og betur en ég.
Ódýrast væri að opna fyrir flæði upp húddið eða út með brettum. Fann ekki í fljótu bragði falda leið annarstaðar.
Niðurstaða er líklega, rafmagnsvifta rofatengd við vatn, skiptingu og rofi í mælaborði. Viftuspaðar með cilicon kúplingu og opin loftrás frá húddi eða brettum. Væri lítið mál að setja trekt á milli spaðanna. Öndunargötin gætu verið með draglokum eftir þeim aðstæðum sem maður er í. Gæti þurft að hafa þær galopnar ef ég væri á ferðalagi með Jeep. 😉
Kv. SBS.
25.12.2013 at 13:58 #442429Sæll Gunnar.
Vatnskassinn er nánast nýr, tæplega 3 ára. Hann er með kælir fyrir sjálfskiptinguna og líka olíukælir. Einn kælir var fyrir sjálfskiptinguna þegar ég keypti bílinn. Bætti síðan tveimur stórum. (en ekki á sama tíma) Keypti þá hjá Bílabúð Benna. Þeir eru svona 2 til 3 sm fyrir framan vatnskassann og þekja svipaðan flöt.Vandinn var ekki að vélin sé að ofhita sig heldur var það sjálfskiptingin undir auknu álagi. Þess vegna bætti ég þessum kælum við en dugði ekki.
Núna með þessum öflugu viftispöðum sem voru soðnir fastir í neyð uppi í Setri hitnar sjálfskiptingin ekki neitt og hefur ekki gert síðan. Hinsvegar er dálítið flögt á hitanum á vélinni og er ekki að hitna eins og hún á að gera.. Nýr vatnslás og í lagi með vatnsdælu. Er búin að fjarlægja þéttikant á húddinu við framrúðu.
Ég lenti í því í Stórferðinni til Akureyrar yfir
Sprengisand, farandi yfir síðasta skaflinn á leiðinni að viftuspaðanum líkaði ekki drollið og ætlaði að verða á unda yfir en með þeim afleiðingum að rústa hjá mér kassanum, spaða-trektinni og lofthreinsaranum. Lenti síðan sjálfur ofan á framhásingunni vart þekkjanlegur.Ég lét síðan seinna smíða fyrir mig trekt fyrir rafmagnsviftu aftan á kassann. Það var öflugasta viftan sem Benni átti en engin vifta á mótornum. Vandamálið það sama sjálfskiðtingin var að ofhitna við aukið álag.
Vandamálið er þess vegna augljóst. Loftmótstaða (yfirþrýstingur) er í vélarhúddinu sem heftir loftflæði á akstri til kælingar. Þessum yfirþrýstingi verður að hleypa upp úr húddinu eða að fá hjálp til að komast undir bílinn.
Þarna er eitthver vinnslujöfnuður milli rafmagnsviftu og viftuspaða sem þarf að finna ef loftflæðiðið á fara niður.
Kv. SBS.
24.12.2013 at 12:11 #442414Sæll Bjarki.
Staðan á viftuspaðanum er sú sama og uppi í Setri fyrr á árinu. Það góða við þetta er að hitavandamálin með sjálfskiptinguna er úr sögunni. Það slæma eru hitasveiflur á kælivatninu og allt of mikil bensíneiðsla vegna þeirrar orku sem spaðarnir taka.Þegar ég var með rafmagsviftuna eingöngu nægði hún ekki til að halda sjálfskiptingunni í réttu hitastigi þrátt fyrir öfluga viftu sem ég gat sett í samband með rofa í mælaborðinu. Er með 3 olíukæla framan á vatnskassanum. Bara við að aka upp Hvalfjarðargöngin norðanmegin hitnaði sjálfskiptingin upp undir hættumark. Það tók síðan viftuna um 10 min. að kæla hana niður.
Það eina rétta væri að opna duglega fyrir loftflæði upp úr húddinu eða brettunum og hafa rafmagnsviftu eingöngu. Ég er að þráast við gegn þeirri lausn en hugsa mér að hafa þennan fasta spaða með lágmarksorku til að koma loftstreiminu undir bílinn. Síðan sæi rafmagnsviftan um að halda réttu hitastigi á vatni og skiptingu.
Ég er að hugsa um að gera þetta svona og eiga svo loftflæðið upp úr húddinu til vara.
Kv. SBS.
24.12.2013 at 00:53 #442407Sælir strákar.
Velkomin Heiðar á spjallþráðinn. Þetta gekk loksins. Ég sakna landsbyggðarinnar hér á þræðinum. Okkur hér á suðvestur-horninu þætti vænt um að heyra frekar frá ykkur.Sæll Logi.
Eitt er vandamál hjá einum en ekki hinum. Ég var með það sem þú taldir upp en það er ekki nóg. Ökutækin eru ekki eins uppbyggð
Kv. SBS.
23.12.2013 at 23:45 #442402Sælir.
Eftir því sem ég best get séð er yfirþrýstingur hjá mér í vélarhúsinu í Chevy. Astro 1993. Það stafar líklega af því að plássið umhverfir vélina er mjög takmarkað. Rýmið þar er frekar hátt miðað við langt. Svo virðist sem loftflæði undir bílinn valdi þessum yfirþrýstingi.Ég var með silicon kúplingu á öflugum kælispöðum sem mér þótti ekki virka eins og ætti.
Þá er spurning hvort þessar kúplingar séu að virka í þessu breitilega hitastigi sem er hér hjá okkur. Það er að hámarki frá +18 til -20 gr. og síðan ekið á móti vindi og undan. Þá á ég aðalega við veðvinda og á móti í -20 gr. Síðan er að sjálfsögðu vatslásinn sem á að opna og loka eftir hitastigi innan vélarinnar.Þá er spurning hvort allir þessir þættir séu að vinna saman til að halda réttu hitastigi á vélinni og hvort þessar kúplingar hafi nokkra endingu hérlendis.
Ég lenti í því ævintýri á leið upp í Setur fyrriparts núverandi árs 2013 að rafmagnsviftan hjá mér brann yfir, þá án viftuspaða á mótornum. Það hafði oft hent að vatnið á mótornum hitnaði snögglega upp um brattar brekkur og meðvinda en þarna gaf hún sig endanlega. Sem betur fer átti ég viftuspaða heima sem komið var með til mín við þessra aðstæður en með ónýtri silikonkúplingu. Til að redda málunum fékk ég 40 lítra af vatni með til að hjálpa við kælinguna.
Daginn eftir í mínum vandræðum (húsgagnasmiðurinn) upp í Setri spurði ég einn mann og annan og heilan hóp hvað væri til ráða hjá mér til að komast heim, haldandi á viftuspöðunum með ónýtri siliconkúplingu. Allir litu á mig aumingjan. Vonlaust dæmi!!
Þá var mér litið til nýja Seturs Björgunarskýlisins. Þar var ef til vill rými til að finna lausn vandans. Ég lagði fársjúkan hlutinn á vinnuborð þar og hugði að hlutum sem gætu hjálpað til. Viti menn, þarna rak ég augum í girðisbúta sem gengu af við húsa-smíðina. Eftir að hafa sagað til og borða nokkra girðis-stubba og fundið rafsuðuvél birtist ekki Bjarki Logason sem ekki hafði gefist upp á vandanum mínum og rafsauð fyrir mig stubbana á kúplinguna og þar með var hún föst og ég komst heim áhyggjulaus.
Við áframhaldandi keyrslu í mánuði kom í ljós að hvorki sjálfskipingin eða vélin hitnuðu eðlilega. Allt of mikil kæling og bensíneiðsla.
Jæja. Mínar hugmyndir eru að halda föstum spöðunum en skera ofan af þeim 1/3 til að byrja með og kanski meira til að skapa undirþrísting fyrir aftan rafmagnsviftuna sem ég ætla að setja í hann aftur. Ef það gengur ekki þá má opna fyrir streymi lofts út fyrir ofan vélina.
Kv. SBS.
23.12.2013 at 20:37 #442385Sælir.
Eftir áramótin mun talning á slides-myndaskoðun fá talningu á skoðum mynda eins og þegar smellt er á fyrstu mynd í möppu og síðan flett áfram.Þá verður talningin þannig að þegar smellt er á mynd úr einni tölvu er ekki hægt að fá talningu á sömu mynd úr sömu tölvu aftur.
Að öllum líkindur munu þá endurteknar talningar úr sömu tölvu detta niður þegar þessi breiting tekur gildi. ;( Nema að sjálfsögðu talningar úr tölvunni minni. 😉
Kv. SBS.
22.12.2013 at 12:12 #442290Sælir.
Nú hef ég sett tengla á stóru flettimyndirnar sem vísa á þá möppuna sem myndin er úr. Sumar myndir vísa á „Innsetningu mynda“ því ég finn ekki möppurnar aftur sem þær eru í.Ég vona að ég sé ekki mjög hlutdrægur. Ég reyni að velja myndir almennt, nýar innsettar og eftir random áhugaverðum flettimyndum.
Kv. SBS.
22.12.2013 at 11:49 #442289Sæll Gunnar.
Þetta er dálítið almennt orðað. Flettingar? Áttu við þátttöku í fleirri spjallþráðum hérna hjá okkur eða talningu á þegar smellt er á spjallþráð? Það var á gömlu síðunni. Beint á listann með það. 😉Það er nú ekki skrítið að spjallið sé dauft á þessum tíma jóla-amsturs. Þetta lagast vonandi eftir áramótin með betri síðu og ferðalögum á væntanlegum góðum snjóþungum vetri.
Kv. SBS.
22.12.2013 at 11:21 #442284Sæll Kjartan.
Þetta er rétt hjá þér. Það var búið að gefa honum aðeins inn en betur má ef duga skal. Hann er þó misjafnlega seinn. Fer líklega eftir hversu mikil umferð er á honum. Þetta verður að laga. Það eru allir sammála um það.Jólakv. SBS. ps. Annars þætti mér vænnu um að nota þráðinn „Ný vefsíða“ í uppbyggjandi umræðu um vefinn.
21.12.2013 at 14:50 #442270Sæll Jón.
Þakka þér fyrir. Það er komið gott safn af tillögum til lagfæringar. Leit er ekki farin að virka eins og hún á að gera.
Ég hef fengið ábendingar um þetta atriði með bakgrunnsmyndina og hvíta grunninn. Það hefur þá verið vegna þess að menn eru með gamla óuppfærða vafrara. Þá er ráð að uppfæra þá.
Jólakv. SBS.
19.12.2013 at 00:16 #441990Sæll Guðni.
Mér leist ekkert á formálann hjá þér en þú kemur hér með nokkrar staðreyndir.Spjallið var nánast afritað úr gamla Joomla vefnum okkar. Ekki var hægt að gera miklar breitingar við yfirfærslu úr Joomla og yfir í Word Press á heildarskipulagi spjallsins.
Við verðum að átta okkur á því að vefurinn er rétt að verða þriggja mánaða. Ég er fyrir löngu búin að sjá að það er allt of löng leið að stofna nýjan spjall og aulýsingarþráð. Það verkefni þarf mikla skoðun og verður ekki gert í einum grænum.
Nú erum við að klára ákveðin verkþátt og síðan verður farið í „Ganga í klúbbinn“ og aðra lagfæringar sem hafa verið ræddir á þræðinum Ný vefsíða.
Það eru þarna þættir hjá þér sem ég ætla að skoða og tek að sjálfsögðu vel í og fara á listann. Við skulum bíða og hjálpast að með verkið fram á næsta haust og athuga hvernig barnið hefur þroskast á þeim tíma.
Annars er allt í lagi með mig og gat ég ekki annað en brosað að byrjuninni á þessum þræði hér.
Kv. SBS. Ps. Guðni. Fyrst þú sýnir vefsíðunni svona mikin áhuga ættir þú að hafa samband við skrifstofu og ganga í klúbbinn.
18.12.2013 at 22:07 #441974Sæll Guðmundur.
Þetta var svona fyrst til að byrja með. Síðan var fundið að því og þessu breitt eins og er núna. Það voru ekki allir sem vissu um þennan möguleika með tölurnar.Stundum ef formálinn í titlinum er langur hverfur hann og talan líka og ekki hægt að smella á hana.
Það er eftir að útbúa þennan möguleika að hendast auðveldlega á milli síðna og fara snöggt upp og niður. Til að geta valið ákveðnar síður verða síðu-tölurnar að vera allar sjáanlegar en ekki bara 3 til 4. Einnig mætti vera lítill gluggi þar sem maður getur slegið síðu-númerinu inn.
Kv. SBS.
18.12.2013 at 19:26 #441964Sælir.
Þá er búið að lagfæra hornklofana sem voru utan um talning á forsíðunni og settir svigar sem eru gerðir minna sjáanlegir.Leiðandi texti er komin þegar stofnaður er spjallþráður eða auglýsing.
Eitthvað er búið að lagfæra „Leit“ Gætuð þið athugað hvernig það virkar hjá ykkur?
Lightbox er komið á spjallið. Mikill munur að skoða myndir.
Meira kemur á morgun.
Ein spurning. Er þetta textaletur hentugt fyrir unga sem aldna, skarpsýna og sjóndapra? Mér finnst það mega vera aðeins þykkara (boild).
Ég hef verið að útfæra leiðbeiningar um vefsíðuna til að auðvelda mönnum umferðina hér. Örfá atriði eru komin en þau mikið notuð. Það er undir „Vefsíðan“ neðst á hægri tenglunum á forsíðunni. Fleirri atriði kom eftir því sem tími gefst til. Takk fyrir Agnar. Annars er gott að fá uppástungur og smá skammir og tuð. Það ristir ekki djúpt þegar einn og einn er jákvæður. 😉
Kv. SBS.
18.12.2013 at 15:02 #441957Sæll Guðmundur ánægjulegt að sjá þig hér.
Eg ber nú ekki kvíðboga yfir þessu. Hér kemur talning á forsíðu og þá kemur þetta í ljós hvernig heimsóknir eru hér á síðunni. 10 þús. þegar vel lætur. 😉 Annars verður þetta snjóþungur og góður vetur.
Kv. SBS.
18.12.2013 at 14:27 #441953Dísuskr. Það eruð þið sem eigið að þjónusta klúbbinn en hann ekki ykkur. Einn ykkar verður tekin í vefnefnd næst ef þið látið eins og ég gerði hér forðum daga. 😉
Komið á listann og áfram með smjörið.
Kv. SBS.
18.12.2013 at 09:10 #441941Sælir. Komið á listann.
Kv. SBS.
17.12.2013 at 15:58 #441891Sæll Bjarni.
Leyfum þeim að klára spjallið og okkur að samþykkja að þetta sé komið. 😉 Eigum við ekki að panta broskarla hér inn á spjallið.
Kv. SBS.
17.12.2013 at 15:32 #441886Sælir.
Þetta er flott. Allt góðar hugmyndir. Ég var með tillögu að hafa tímann 24 kl.st. Menn verða að lesa textann vel yfir. Eins að merkja auglýsingar sem ekki eiga við vegna þess að varan er seld. Frá mér séð er ekki nægur glans yfir þessu spjalli.
Set þetta allt inn á Google doc. Það er ennþá verið að vinna tilboðið en það klárast fyrir áramót að mestu leiti.
Síðan er að fá tilboð í það sem stendur út af og fá fjárveitingu frá stjórn. Þetta gengur allt en tekur sinn tíma.
Kv. SBS.
17.12.2013 at 10:18 #441877Sæll Bjarni.
Ég hef einnig verið að hugsa að opna þessar umsagnir. Gæti verið tengill á Áhugaefni félagsmanna. Set þetta á listann.
Kv. SBS.
17.12.2013 at 00:58 #441867Sæll Kjartan.
Var einmitt að velta þessu fyrir mér að gera umsagnir sýnilegri. Set þetta á listann. Kemur vonandi fljótlega eftir áramótin.
Kv. SBS.
-
AuthorReplies