Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.03.2014 at 16:13 #454147
Baukar verða býsna brattir
valda öðrum sjaldan kvöl
aftur fyrir gerast fattir
framlágir og teyga öl.
13.03.2014 at 17:08 #454120Stórglæsilegt!!!
13.03.2014 at 09:31 #454103Sæll Þórarinn.
Leitarvélin er efst á svarta borðanum fyrir framan nafnið þitt ef þú ert innskráður.En því miður hefur hún sofið sínum Þyrnirósasvefni eftir að nýja síðan kom upp. Það er búið að ýta miljón sinnum eftir þessu og öðru en ekkert gengur og ég er hættur að lofa tímasetningu.
Kv. SBS.
12.03.2014 at 10:41 #454074Sæll Bæring.
Það er nú svo að það eru engin svör hér við „Virkum umræðum“ eða „Smáauglýsingum“ á þessari síðu frá þeim tíma sem er áður en þessi síða fór í loftið. Þetta er samt allt saman til en á eftir að færa yfir. Það er hellings vinna sem bíður til að klára það mikilvægasta og síðan er vinnan endalaus eftir. Ef þú ferð inn á smáauglýsingaflokka getur þú flett að auglýsingunni þinni og þar á að standa „Óselt“ Smellir á það og varan er merkt seld og hverfur úr kassanum á forsíðunni.Ég er búin að vera að lofa hinu og þessu að það verði gert fyrir tiltekin tíma en fátt hefur staðist. Ég verð að biðja menn afsökunar á þessu bjartsýnisrugli í mér.
Núna eftir fleirri þúsund klukkutíma vinnu við vefsíðuna frá síðan ég var í rýnihópnum sem ég hef notið og haft gaman af fer að nálgast þolmörk. Það er kanski ekki vinnan eingöngu sem þreytir heldur frekar hversu menn eru tregir að hjálpa til að gera síðuna líflegri með spjalli og sérstaklega með innsetningu á myndum á safnið. Einnig hefur verið skelfing pirrandi hversu öll vinna hefur gengið treglega. Með myndainnsetningum fer ég framm á að menn láti af oflæti sínu og setji líka inn myndir frá ferðum sínum varðandi félagsskapinn.
Kv. SBS.
11.03.2014 at 00:07 #453941Sæl/ir.
Ferðaklúbburinn 4×4 er með Facebook síðu til að kynna það efni sem sett er hér á vefsíðuna. Það efni eru nýjar myndir á myndasafninu, ýmsar uppákomur sem klúbburinn stendur fyrir og tilkynningar um mánaðalega félagsfundi klúbbsins. Þetta er gert til að auka umferð hingað á vefinn og auka kynni hans almennt. Þar má fletta upp myndum og fl. úr starfi klúbbsins frá 2011
Tengillinn er hér en flestir félagsmenn vita af honum að sjálfsögðu.
https://www.facebook.com/f4x4.is
Kv. SBS.
09.03.2014 at 10:33 #453798Það var smá vinna í gangi en nú er þetta komið.
Að öllum líkindum koma fleirri síðunúmer í dag svo þægilegar sé að fletta á milli síðna og gluggi til að setja inn ákveðna síðu. Fleirra kemur vonandi.
Kv. SBS.
08.03.2014 at 02:47 #453763Lárus var í Stórferð á leið niður Skagafjarðarsveitina og lenti í því að það festa sig á sínum ofur-fjalla-jeppa Það var leiðinda rok og skafrenningur og þegar hann ætlaði að moka sig upp sjálfur uppgötvaði hann að samferðafélagana vantaði.
Nú voru góð ráð dýr! Lárus ákvað að ganga að næsta bæ móti veðurhamnum til að fá hjálp. Leiðin heim að bænum var nokkuð löng og hann fór að hugsa. Fyrst fór hann að velta fyrir sér hvort einhver væri heima og ef einhver væri heima hvort það væri til 15 m. teigju-spotti á bænum. Það var komið kvöld og hann hafði áhyggjur af því að hann myndi vekja heimilisfólkið og bóndinn yrði pirraður því hann þyrfti að vakna snemma um morguninn til að fara í fjósið.
Þessar hugsanir ollu því að það var orðið nokkuð þungt yfir Lárusi þarna einum og hann bjóst við slæmum viðbrögðum af bóndanum. Hann var sjálfur orðinn pirraður og neikvæður. Bankaði samt á dyrnar og í dyrunum birtist bóndinn. Áður en bóndinn náði að spyrja erindis, hreytti Lárus út úr sér: Þú getur þá bara átt þinn helv…. teigju-spotta sjálfur!
07.03.2014 at 10:38 #453726Jæja þetta gekk. Það er bara span á Jóni. Ekur á 50. 😉
Getur þetta annars verið. Þetta er bein lína eins og eftir flugvél.
07.03.2014 at 09:39 #453723Sæll Jón.
Er þetta nógu skýrt?
Það hlýtur að vera eitthver slóð á vefnum til að setja þessi aðgangsorð inn á.
Kv. SBS.
04.03.2014 at 15:11 #453624Þá eru komnar talningar á hversu oft hver smáauglýsing og spjallþráður hefur verið opnaður. Það sést hér efst á spjallþræðinum.
Þetta mjakast. 😉
03.03.2014 at 22:56 #453614Nú er loksins búinn að gera kleift að merkja auglýsingar eftir að þær eru seldar.
Þú sérð á þinni eigin auglýsingu takka við hliðina á ‘subscribe’ sem stendur á „Óselt“.
Enginn annar sér þennan takka á þinni auglýsingu, nema þú en innskráður.
Eftir að þú klikkar á takkann, aftur á móti, breytist hann, verður rauður og á honum stendur ‘Selt’.Núna sjá allir þennan takka, en enginn nema þú getur breytt honum.
Eins og hér. https://old.f4x4.is/spjallbord/umraeda/oe-fallbyssunum-fra-navarone-2/
03.03.2014 at 10:20 #453595Sæll Arnaldur og þakka þér fyrir þetta.
Það er fyrir löngu búið að biðja um þennan möguleika.:) Það er langur listi í vinnslu en sú vinnsla er nokkuð hæg og er tímafrek.
Nokkrar breitingar hafa nú orðið. Þótt nokkuð sé í land verða menn að nota síðuna meir en þeir gera bæði á spjalli og myndainnsetningu. Síðan er gott eins og þú gerir að koma með hugmyndir.
Vonandi verður settur meiri kraftur í þetta. Var sjálfur að greina og ýta á eftir um helgina í staðin fyrir að ferðast um harðfennið og njóta fegurðarinnar.
Kv. SBS.
02.03.2014 at 18:34 #453580Nú þegar „Líkar þetta“ og „Deila“ takkarnir eru komnir eru þeir kjörnir til að auka gildi smáauglýsinga með því að deila henni á eigin FaceBook síðu og víðar. Eins er með spjallþræði hægt að gera þá virkari með deilingu. „Líkar þetta“ er kjörið til að tjá sig án orða og vil ég hvetja menn til að nota það óspart en við hæfi.
Kv. SBS. Vefnefnd.
02.03.2014 at 10:55 #453472Sæll Gunnar.
Þessi talning er komin hér. https://old.f4x4.is/spjallbord/svaedi/spjallid/bilar-og-breytingar/ Ég veit ekki um upphaf talningar. Kanna það.Ég er búin að biðja um að hún verð færð fyrir aftan tímasetningu á hverjum þræði og fyrir meðan nafn þáttakanda. Það er verið að vinna í þessu á fullu núna. Vonandi sjá menn breitingar.
01.03.2014 at 16:03 #453407Sæll Jón.
Þakka þér fyrir að vekja mig. Ég er búin að senda fyrirspurn og bíð eftir svari.
Kv. SBS.
28.02.2014 at 13:22 #453392Sælir.
Nú er loksins eitthvað að ske í vefsíðumálum. Kominn „Líkar þetta“ og „Deila“ hnappar á spjallið. Menn verða að vísu að vera skráðir inn á Facebook. Einnig er verið að lagfæra eitt og annað til að létta öll ferli.
Kv. SBS.
27.02.2014 at 13:53 #453347Upp.
27.02.2014 at 11:15 #453341Upp.
26.02.2014 at 20:52 #453156Prufa.
24.02.2014 at 11:35 #452825Hjartanlega sammála síðustu ræðumönnum. Myndir koma fljótlega úr ferðinni og auðvitað á vefsíðunna okkar.
-
AuthorReplies