Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.03.2014 at 16:18 #454428
Nonni var forfallinn golfáhugamaður og friðlaus ef hann komst ekki einn 18 holu hring á dag. Einn daginn fór hann með Kalla vini sínum á Setbergsvöllinn til að taka einn hring. Þegar hann kom heim um kvöldið, talsvert seinna en vanalega og umtalsvert þreyttari, leit konan á hann og spurði hvort þetta hefði verið erfiður hringur. Ja, þetta byrjaði svo sem ágætlega og fyrstu 9 holurnar gengu bara ágætlega, en á 10. holu fékk Kalli hjartaáfall. Eftir það gekk þetta hægt, slá boltann, draga Kalla, slá boltann, draga Kalla….
22.03.2014 at 15:46 #454427Gífurleg umferðarteppa hafði myndast í Ártúnsbrekkunni, allar akreinar í austur voru orðnar fullar langt vestur fyrir Elliðaár og flaut í bílum var farið að valda óbærilegum hávaða. Fólk var farið að tínast út úr bílunum sínum til að skima fram á veginn til að sjá hvað ylli þessu. Bíll sem kom úr austri stöðvaði við röðina, dálítið aftarlega, og kallaði til þeirra sem biðu, að undir Höfðabakkabrúnni stæði fyrrverandi bankastjóri og hótaði að hella yfir sig bensíni og kveikja í sér ef fólk stæði ekki fyrir söfnun til að hjálpa honum að greiða sektina sem hann hafði verið dæmdur í. Einn úr röðinni kallaði á móti til bílstjórans og spurði hvað væri búið að safna miklu. Ég er ekki alveg viss! kallaði bílstjórinn. Eitthvað í kringum 50 lítrum!
22.03.2014 at 15:42 #454426Ég fór í Bingó í gær og var svo heppinn að vinna eina flösku af koníaki. En þar sem ég var á hjóli var ég svo hræddur um að detta og brjóta flöskuna á leiðinni heim að ég ákvað að drekka hana bara í hvelli og það borgaði sig svo sannarlega, því á leiðinni heim datt ég sjö sinnum af hjólinu og hefði sko örugglega brotið flöskuna!
21.03.2014 at 22:43 #454382Hvar annars staðar en hér eru svona myndir teknar?
21.03.2014 at 19:57 #454358Hér er önnur tilraun til að koma af stað þræði til að auka áhuga félagsmanna og annara á vefsíðunni okkar. Auk okkar hérlendis eru einstaklingar erlendis farnir að skoða vefinn okkar töluvert.
Við skulum bara byrja á því að setja inn myndir sem okkur þykir vænt um og segja okkur eitthvað um ferðir okkar um hálendi Íslands. Það er af sérstökum atburðum, erfiðum uppákomum, velheppnuðum ferðum með félögum og m.fl. Leitið nú að myndinni sem koma fyrst upp í hugann og setjið hana hér inn. Texti um atvikið er auðvitað stórt innlegg.
Það eru engin verðlaun bara heiður fyrir fallegar myndir sem aðrir setja „Like“ við.
Vefsíðan er ekki komin það langt ennþá að hægt sé að koma með ljósmyndakeppni þannig að öllum líki.
Kv. SBS Vefnefnd.
20.03.2014 at 20:44 #454345Mér datt í hug að gera smá tilraun með þráð þar sem menn geta sagt til um hvar þeir eru að ferðast á tilteknum tíma svo aðrir með svipaða ferðaáætlun viti af hinum.
Einnig er þá hægt að slá hér saman í hóp ef mönnum vantar ferðafélaga að fara með. Þá að hittast í upphafi ferðar eða eitthver staða á leiðinni.
20.03.2014 at 18:33 #454341Jeep gengið – Stórferð f4x4 2014
20.03.2014 at 18:23 #454338Þetta er örugglega sami fossinn. Margt breitist á rúmri öld.
Hér er brú yfir Elliðaárnar. Sýnist hún vera niður við Elliðaárvoginn. Ég vona að Reykjavíkurborg fyrirgefi mér þessa myndbirtingu. Þessir textar eru við myndirnar.Um 1900, fyrsta brúin yfir Elliðaárnar. Ungur maður teimir hest yfir trébrú yfir Elliðaár. Í fjarska sést hús sem sennilega er veiðihús Thomsens.
Um 1910, prúðbúið fólk fer á léttakerru, sem hestur er spenntur fyrir, yfir Elliðaárbrú.
1925-1935, Sjávarfoss í Elliðaánum.
Viðhengi:
20.03.2014 at 11:32 #454327Sælir. Þetta er ánægjulegt að sjá.
Endilega setja tengil líka á „Videó safn“ í kassann „Áhugamál félagsmanna.“
Við þurfum að vera duglegri að nota síðuna okkar og setja inn myndir á safnið og videótengla.
Þetta allt lifir mun lengur hér á síðunni en á einkasíðum á FaceBook.Kv. SBS. Vefnefnd.
18.03.2014 at 20:28 #454275Sælir.
Ég hef það á tilfinningunni að menn séu að láta Hofsjökulinn eiga sig í bili. Hann er stórhættulegur yfirferðar og er ekki mjög langt síða þar var stórslys. Ég hef að vísu aldrei farið hann og er að hugsa um að láta hann alveg eiga sig.Það eru örugglega reynsluboltar sem þekkja til og geta sagt betur til um þetta.
Kv. SBS.
18.03.2014 at 19:53 #454274Sælir.
Fossinn á hvítsvörtu myndinni heitir Búrfoss. Breiðholtið var nú mitt leiksvæði áður en nokkur bygging var reyst þar og Elliðaárnar þekkti ég nánast eins og handabakið. Margt breitist á 55 árum eða frá 1900. Þetta er fossinn í litlu ánni á móti Sprengisandi. Ég hef að vísu aldrei séð hann svona vatnsmikinn og breiðan. Fyrir neðan fossinn var nokkuð djúpur hylur og var þar oft sjáanlegur silungur.Fossinn á litmyndinni heitir tveimur nöfnum Skorarhylsfoss Kermóafoss. Lengst af var gilið kallað Indjánagil en það er ekki upphaflegt nafn þess. Þar var ágætis hellisskúti sem passaði fyrir krakka að skríða inn í í leikjum og ævintýrum.
18.03.2014 at 17:55 #454268Sælir.
Nú hefur talning á síðunni verið í einn sólarhring. Það er frá 17:30 á mánudag og til 17:30 nú á þriðjudegi. Teljari fyrir forsíðuna er á þessum tíma í 4785 byrtingar.Tók út texta hér sem ekki var rétt með farið.
Kv. SBS.
17.03.2014 at 22:21 #454243Það er rétt Jón. Gilið (litmyndin) sem hann rennur í hefur gengið undir ýmsum nöfnum síðustu 50 árin en hinn hefur breyst töluvert í áranna rás.
17.03.2014 at 21:15 #45423217.03.2014 at 18:55 #454229Sælir.
Nú er kominn á Virkar umræður og Smáauglýsingar lítill kassi efst og neðst til að komast fljótlega á ákveðna síðu.Einnig er verið að vinna við að setja teljara á hverja síðu. Talningin er miðuð við heimsóknir á hverjum sólarhring. Síðan kemur heildar samantekt á heimsóknum á spjallsíðum og myndasíðum. Þessi talning er neðst á hverri síðu.
Kv. SBS.
15.03.2014 at 22:31 #454181Hér í þennan kassa eiga að koma um 20 leiðandi umræðuþræðir fyrir áhugamál félagsmanna í F4x4.
Á hverjum umræðuþræði á forsíðu verða flokkar sem hægt er að velja fyrir hvern þráð. T.d. umræðuþráðurinn „Hópkaup“. Þar geta verið flokkar sem hétu GPS staðsettningatæki, Teygjuspottar, Talstöðvar, 44 tommu dekk, 38 tommu tekk og m.fl. Síðustu virku þræðirnir verða síðan efstir í þráðum og flokkum.Þarna getur verið t.d.: Getraunir og skemmtiefni, Hópkaup, Videó myndir, Gamlir jeppar, Grúbbur í F4x4, Breitingar á bílum, Ýmsir net-tengla sem varðar félagsmenn, Samferðamenn í ferðir, Áhugaefni um ljósmyndun, Ferlar F4x4 og m. fl.
Nú vil ég byðja félagsmenn að koma með tillögur að fleirru áhugaefni félagsmanna sem hentar hér sem fastir tenglar í þennan áhugaefnis-kassa.
Kv. SBS.
15.03.2014 at 21:32 #454178Með Borgfirðingum apr. 1994.avi
15.03.2014 at 21:28 #454177Hveravellir apr. 1994.avi
15.03.2014 at 21:00 #454176F4x4 offroad in iceland Kaldidalur – Skjaldbreiður
15.03.2014 at 20:19 #454173Hér er smá video af því litla efni sem ég tók upp í ferðinni…. einhvern veginn gleymdist bara að setja upp myndavélina….var kannski of upptekinn að hlusta á öll nýju hljóðin í bílnum
Já okkur fannst einhvern veginn skrítið að senda alla þjóðveginn heim í ferðalýsingu en það var frjálst og við í Jeep genginu höfðum planað að taka kjöl og langjökul heim en ekki varð úr því vegna veðurs og aðstæðna. Þrátt fyrir það var þetta mjög flott ferð og ég og Gummi fórum eins og hann segir Grjóthálsinn og kaldadal heim sem var smekkfullur af snjó á veginum þar…
-
AuthorReplies