Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.09.2014 at 16:15 #771291
Sælir.
Engar myndir komnar úr ferðinni inn á myndasíðuna. 😉Ég var að reyna að finna mynd úr safninu hér úr stikuferð en gafst upp við það. Fór síðan inn á einkasafnið hans Hjartar og sótti þangað eina. Útbjó hana síðan á flettimynd á síðuna til að hvetja til þáttöku.
Ég var dálítið hissa í gærkvöldi að sjá hversu margir voru inni á síðunni og það á summudegi. Samkvæmt talningu voru hér 60 manns.
Menn eru að skoða spjallið, smáauglýsingar. myndasafnið, fræðsluefni og ýmislegt sem klúbburinn stendur fyrir.
Það eru hins vegar örfáir sem setja inn myndir taka þátt í spjallinu og fara í vinnuferðir.
Það segir mér að uppstylling, aðkoman að síðunni og að nálgasta efni sé svona þokkalegt.
Hinsvegar vantar allan félagslega þáttinn hér inn. Það er vonandi til bóta og verður rætt lítillega á fyrsta fundi vetrarins í kvöld.
Kv. SBS. Vefnefnd.
Vona að ég sé ekki að stela þræðinum
30.08.2014 at 23:19 #771276
30.08.2014 at 23:01 #771275Jæja. Loksins hringdi Jakinn og lét bara vel af sér. Búið að stika 37 km. frá Sátubarni, um Pokahryggi, upp Hrafntinnuhraun og að íshelli. Síðan aftur frá gatnamótum að Dalakofa. Síðan voru eitthverjir smástubbar hér og þar sem þeir stikuðu sem hann man ekkert hvar voru. Eitthverstaðar á þessari leið óku þeir fram á traktor með haugsugu fullri af eitthverju ferðamanna-gumsi sem ekki komst upp erfiða brekku. Jakinn okkar átti að sjálfsögðu ekki í neinum erfiðleikum að spila herlegheitin upp sem eftir var af brekkunni. Hér sannast sú þörf sem Ferðaklúbburinn 4×4 veitir til verndar náttúrunni með stikun og að halda náttúrunni ómengaðri.
Kv. SBS.
30.08.2014 at 22:20 #771274Eftirminnilegt viðtal við Stjána Meik. Heimspeking.
30.08.2014 at 19:50 #771272Ég reyndi að hringja í Jakann en ekki svarað. Hann hefur líklega mist símann í vatnsglasið sem hann sötrar úr með steikinni.
30.08.2014 at 15:11 #771270Sælir.
Gæti einhver úr Umhverfisnefndinni haft samband við Hjört Jaka og fengið fréttir af gangi mála hjá þessum dugnaðarforkum sem fóru í Stikuferðina. Sett síðan fréttirnar hér inn til að halda þræðinum og okkur heitum.
Kv. SBS.
16.08.2014 at 01:32 #770676
15.08.2014 at 23:56 #770674
15.08.2014 at 21:57 #770672
11.08.2014 at 13:42 #770402Þakka þér fyrir Björgvin, að auka flóru umræðu-efnis hér á spjallinu.
Kv. SBS vefnefnd.
06.08.2014 at 22:59 #770359Sælir.
Í vefnefnd hefur bæst við nýr starfskraftur. Hann er fyrrum ritari skálanefndar. Jón Emil Þorsteinsson.
Við bjóðum Jón velkominn í nefndina og væntumst góðs samstarfs með honum.Nefndina skipa:
Hafliði S. Magnússon Formaður
Sigurður B. Sigurjónsson Vefstjóri
Jón Emil Þorsteinsson Ritari.Kv. SBS.
01.08.2014 at 08:42 #770218Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman.
„Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk
ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna.
Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr
fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt
æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki
hana alltaf!“
„Iss“ segir hinn. „Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá
stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið
og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér uppí rúm, slæ
hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?“ „Einhvern veginn þá þykist hún
alltaf vera sofandi.“
19.07.2014 at 20:18 #770063Það var ótrúleg gleymska hjá mér að taka ekki mynd af söguþræðinum. Hér eru myndir af grjótinu og furukubbnum sem héldu bílnum uppi. Það má sjá skrúfur í viðnum til að draga úr hætt á að hann klofaðu undan þunganum og höggum en þetta gekk allt vel.
Nú er búið að sjóða gormafestinguna og styrkja.
Þetta er lítl og stutt saga sem mættu vera fleirri hér á vefnum.
Kv. SBS.Viðhengi:
19.07.2014 at 19:38 #770062Sælir.
Pétur. Þú hefðir haft gaman af að fylgjast með þessari fornaldarlegu Fred Flinstone reddingu. Það fylgdi því töluverð spenna að komast upp brekkuna frá Geitabergsvatni og upp Dragann. Ekki hefði ég viljað koma grjótinu fyrir aftur í brattri brekkinni.
Kristján. Það voru aðrir tveir bílar til taks á planinu. Astroinn grjótharður hefði nú samt haft það að ná í mannskapinn. 😉
19.07.2014 at 02:19 #770055Jæja. Úr Skorradal var ætlunin að skutla börnunum okkar og tengdabörnum inn í Hvalfjarðarbotn þar sem þau ætluðu að ganga Síldarmannastíginn, þaðan og inn að botni Skorradalsvatns. Þessi leið er um 5 tíma ganga. Síðan stóð til að sækja þau inn að botni vatnsins að göngu lokinni. Þegar við lögðum af stað úr bústaðnum var beðið eftir okkur inn í Hvalfirði af göngufélaga sem tengist okkur.
Þar sem ég var á gamalli og góðri skruggukerru, Chevy Astro sem hafði sjaldnar orðið föst í snjóskafli en bilað ók ég nokkuð greitt. Ég tek það fram að það var ekki honum að kenna að hann festist í þetta eina skipti heldur rangt mat hjá mér á íslenskri harðneskju að vetri til. Þessar tvær bilanir mátti rekja til þess að ég var með viftuspaða úr Ford.
Nú, það vita allir sem vita vilja að íslenskir malarvegir eru holóttari en Atlandshafið úfið.
Á leiðinni yfir úfinn Dragann og við enda brúarinnar milli Geitabergs og Þórisvatns var djúp og hvöss holuskratti. Við höggið á vinstra framhjól hrökk bíllinn úr (drive) gírnum en ég kom konum í hann strax aftur. Ekki var sjálfskiptistöngin að virka eðlilega til að byrja með. Frekar stíf og erfið og ekki hægt að koma henni í hlutlausan og hvað þá aftur á bak.Eftir að hafa komið krökkunum á sinn stað (Krakkar flest á fertugs aldri) tekið stóra aflíðandi beygja og haldið til baka var ég nokkuð kvíðin leiðinni til baka. Rétt fyrir austan Ferstykklu ók ég fram á litla japanska dömu með stærðarinnar bakpoka sem vinkaði mér ákaft. Ég með mitt víkingabóð í æðum á mínum breitta fjallajeppa gat nú ekki ekið fram hjá en stoppaði með bílinn í drævinu meðan sú litla ýtti bakpokanum undan sér upp fótstigin og í framsætið. Ég veit ekki hvað var í þessum bakpoka hennar en stuttu seinna fór að banka upp í stýrið hjá mér við ójöfnur í malbikinu. Hún tók greinilega eftir þessu og sagði. „Nice car you have“
Við Ferstikklu vissi ég ekki hvort var á undan úr bílnum bakpokinn eða sú stutta.Þá var að yfirgefa malbykið og halda á malarveginn holóttann. Að sjálfsögðu var farið varlega en án þess að nenna að athuga hvað væri að og í von um að komast á áfangastað.
Við Geitabergsvatnið þar sem sauðfjárveikivarnargrindin er í veginum datt bíllinn niður með hávaða smelli á vinstra framdekkið á lítilli ferð og ég rétt kom honum út í vegkantinn.
Hver andskotinn. Mér hitnaði eilítið og roðnaði á báðum vöngum. Var þetta svona slæmt. Ég drap á bílnum og steig út og sá aumingjalegan framhjólagorminn liggjandi á sauðfjárveikivarnargrindinni. Ég stökk til og greip gorminn og mátti hafa mig allan við til að ekki yrði keyrt yfir mig við að sækja gorminn. Þar voru á ferð íslendingar í leit að sólinni.
Nú var ráðaleysið dýrt en lausnin betri. Efra gormasætið hafði gefið sig. Gormurinn hafði skotist fram, slitið demparann í tvennt og laskað barkann frá sjálfskiptingunni og upp í stýrið. Þrír landar blússa fram hjá.
Þegar svona er statt fyrir mönnum er gott að hafa góðan tjakk í bílnum. Bíllinn var jú uppi rétt á áðan og þá er best að lifta boddíinu upp frá hásinginni.
Tveir sóldýrkendur keyra næstum yfir fæturna á mér.
Ég gekk niður að vatni til að steita skapi mínu á grjóti við vatnsborðið. Fæstir þeirra hreifðust en einn þeirra tók ég með upp að bílnum, skellti honum á neðra gormasætið og slakaði síðan grindinni ofan á steininn.
Erlend hjón, hjólandi áttu leið framhjá og buðu aðstoð. Ég afþakkaði og sagðist vera með síma og vera bjartsýnn að komast áfram.
Ég átt alls ekki von á að komast alla leið í einum áfanga inn að bústað með grjót fyrir gorm en það gekk á 5 km. hraða og upp í 10 á malbikinu.
Daginn eftir útbjó ég úr furu-stauraefni 10*10 kubb frá neðri gormasæti og upp í grind og ók heim með hann í staðin fyrir gorm á um 70 km. Hleypti að vísu úr dekkinu niður í 14 pund til að mýkja höggin.
Ég segi frá þessu atviki til að hvetja menn til að nota vefsíðuna okkar betur og til að efla tengsl félagsmanna í klúbbnum.
Kv. SBS. Vefnefnd.
08.07.2014 at 22:45 #769916Sælir.
Ég færði spjallþráðinn yfir á Skálanefnd.
Vildi lesa þetta fyrst frá skálanefndarmanni.
Kv. SBS Vefnefnd.
30.06.2014 at 15:40 #769661Sælir.
Ein spurning. Er byggingaréttur fyrir neðan eða í áframhaldandi af bakhúsinu? Sýndist ég sjá teiknaðar línur í framhaldi þar.
Kv. SBS.Viðhengi:
28.06.2014 at 22:59 #769648Ég hefði nú haldið að félagsmenn hristu þetta verk auðveldlega fram úr annarri erminni. Flestir harðduglegir fagmenn. Það er ekki eins og menn ætli upp í Setur á miðju landsins. Hér getum við komið hjólandi, gangandi, í strætó eða á frúarbílnum sparneytnum. Þetta verk er því varla mikið meira en efniskostnaður. Það er auðvelt að reikna þessháttar dæmi.
Kv. SBS.
28.06.2014 at 11:25 #769638Verði kaupin samþykkt á auka-aðalfundi klúbbsins verður það lyftistöng og framfaraskref fyrir félagsmenn hans. Staðsetning við fjölfarna götu og velhugsuð ásýnd húsins lyftir allri starfsemi okkar upp úr eilitlum doða sem legið hefur yfir félagsmönnum.
Til hamingju allir, verði þessi óskastaða að veruleika.
Kv. SBS.
17.06.2014 at 14:45 #769486Sælir.
Eru ekki allir sem sjá þessa „Like“ og „Deila“ takkana sem eru hér og eiga að virka eins og á Facebook? Gæti verið að menn verði að vera skráðir inn á Facebook svo það birtist hér.
Kv.SBS.
-
AuthorReplies