Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.02.2012 at 08:53 #222439
Sælt verið fólkið.
Nú hef ég verið að lesa mér til og hefur blundað lengi í mér að nota vacum-lás úr afturdrifi sem lás í framdrifið. Hef ég einnig heyrt að menn hafa verið að gera eitthvað af þessu hér heima. Veit vel að auðveldast er að skella lock-right lás í eða bara ARB – en af hverju að ráðast á hólinn þar sem hann er lægstur þegar maður getur farið erfiðu leiðina.
Það sem aðallega hefur verið að veltast hjá mér er að öxlarnir af framan eiga að vera 31 rillu en aftur 33. Þannig að skifta þarf út tannhjólum í drifinu svo það passi á milli – er hægt að nota tannhjólin úr framdrifi?
Svo er spurningin hvernig menn hafa í raun verið að gera þetta og hvernig þetta hefur reynst – en það er það sem maður hefur mestar áhyggjur af.
Hafið þið einhverjar ráðleggingar áður en maður fer að finna upp hjólið.
07.12.2011 at 09:57 #743433Það sem ég hef heyrt er að tvennt getur verið að. Annars vegar mælirinn sjálfur og hins vegar skynjarinn. Hvað varðar mælinn þá er sagt að unnt sé að lóða aftur eða endurbæta lóðningarnar í mælinum. Ég er að láta gera þetta fyrir mig – á reyndar enn eftir að fá mælinn. Gætir líka fengið að prófa að setja mæli í bílinn sem virkar og þá ættirðu að sjá hvort það er mælirinn sem er að hrjá þig.
Þessir skynjarar eru frekar dýrir frá Nissan og jafnvel bara borgar sig að sleppa þeim – nema að þú fáir þá notaða.
Svo náttúrulega getur verið eitthvað víravesen í gangi.
04.03.2011 at 15:06 #722036Þetta hljómar allt svaka vel, en virkar þetta í raun. Ég kýs alltaf með auknum krafti, torki, minni eyðslu og betri nýtingu véla.
Eftir smá google leit þá er augljóst að menn séu á mismunandi skoðun á þessu. Allt frá því að segja þetta frábært út í að segja að þetta sé rusl og í rauninni auki eyðslu vegna rafmagnsnotkunar búnaðarins. Aðal rökin fyrir þessu er að það tekur meiri orku að rafgreyna en sú orka sem fæst út úr vetninu. Sjá eftirfarandi síður:
http://www.stjarna.is/spjall/viewtopic. … 5&start=15
http://www.popularmechanics.com/cars/al … /4310717-2
http://www.msnbc.msn.com/id/29899191/
Það sem mig langar að vita er hvort þetta virkar og heyra það frá aðilum sem eru með svona búnað í bílnum sínum og eru ekki að selja búnaðinn. Sérstaklega þar sem rökin fyrir því að þetta eigi að virka snýr aðallega að betri nýtingu eldsneytis (já, líka hjá díselvélum) og hreinni bruna. Sjá m.a. eftirfarandi síður:
http://hho-booster.info/?gclid=CP7amJjP … 1Aod3kMR0w
http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=35267.0
http://harhar33.blog.is/blog/harhar33/entry/1147457/
Þannig er einhver hérna með svona búnað??
Kveðja Runólfur V.
24.01.2011 at 07:52 #717182Það eru sæmilegar upplýsingar í Heynes repair manual sem er hægt að fá hjá N1 m.a., það vantar þó nánast allar upplýsingar um hvernig eigi að tengja saman vacuum draslið. Ættir einnig að geta sótt hann í pdf ef þú notar google.
17.01.2011 at 07:49 #716458Áður en þú ferð að kaupa spóluna þá myndi ég byrja á því að reyna að liðka hana upp. Þetta er kúluloki sem getur fests ef það kemst vatn inn í hann. wd40 eða álíka efni sem þornar eftir á, loft og þolimæði og þú gætir sparað þér peninginn sem nemur spólunni.
06.12.2010 at 10:07 #712814Ég á smá grein um þetta ef þú vilt, get sent í tölvupósti.
Það þarf víst einnig að renna úr framhlutfalli og stytta annan öxulinn.
24.11.2010 at 10:48 #711368Reimdrifna ef þú kemur henni fyrir. Venjulega ARB eða sambærilega fyrir læsingarnar, eða sérstakan kút fyrir þær og tengja við reimdrifna dælu.
24.11.2010 at 10:47 #711470Vert er að skoða hvort þau verkstæði sem smíða undir bílinn púst beygja almennt sín púströr sjálfir, sem þýðir að allar beygjur eru þrengri en óskað er eftir, þ.e. 3 tommu púst verður mun minna í öllum beygjum. Auk þess sem þetta leiðir til þess að flæðið verður mun verra, sem dregur úr virkni pústsins, en ef notaðar eru suðubeygjur, en slíkt er þó ódýrara.
Þannig ég myndi hafa samband við þessi helstu verkstæði og athuga þetta, veit að BJB beygja flest sín rör. BJB er samt með mjög góð verð á öllum kútum.
23.10.2010 at 16:14 #706248Þetta er "92. árgerð af patta.
Var reyndar búinn að taka mælaborðið úr sambandi og svissa o.s.frv. Hef ekki rekist á vandamál tengdu því. Hvaða vesen eru menn að lenda í vegna þessa???
Ljósin komu á og allt í lagi varðandi dagljósabullið eftir að ég hreyfði til relay-ið sem fór í þessum fjanda. Vandamálið lá í sætinu fyrir það og líkur leiða til þess að ég þurfi að skipta um boxið complett þar sem hann er með einhvern derring enn, þ.e. dagljósabúnaðurinn dettur út öðru hverju ásamt öllum mælum og viðvörunarljósum í mælaborði, þó ljósin í mælaborði og miðstöðvardótinu eru enn inni.
21.10.2010 at 07:52 #706244Sæll
Þetta 20A öryggi á að vera 20A skv. lokinu á öryggjaboxinu. Man ekki í hendi hvað þetta hét en var A/C eitthvað back og virðist sem það sé á milli rafmagnsins sem fer á við að svissa á og yfir í relay-ið sem dó. Þetta relay er það sem hleypir straumi á m.a. stöðuljós, mælaborð, mæla o.s.frv. Þannig að það ætti að vera eðlilegt að það sé 20A. Get sent mynd og rétt nafn af þessu seinna í dag ef þú vilt.
Seinna öryggið sem var alltaf að fara var 10A en ég endaði á að setja 5A öryggi þar, þannig að það er ekki mikið álag á því. Ég er þannig víraður saman í hausnum að ég vill frekar minnka álag en hitt.
Ég get ekki svarað fyrir það hversu mikið þessi bíll er búinn að draga eða hvað hann er búinn að draga, þar sem ég keypti hann bara í fyrra, þá frekar ljótan. Umrædd kerra sem drap allt þarna um daginn er í rauninni fyrsti alvöru kerrudráttur til lengri tíma í minni eigu. Þetta er stór tveggja öxla kerra og dregin voru tvö stór fjórhjól ef það breytir einhverju. Við kennum þessari kerru, eða tengingum í henni um vandamálið.
Það ætti að vera augljóst að ég er hvorki rafvirki né vanur bílarafmagni, þó ekki alvitlaus sé. En sammála er ég þér að allt viðbótardót, s.s. stór ljós, hleðslur, spil, dælur o.s.frv., þurfa að fá rafmagn beint af geymi í kapli sem er nægjanlega stór fyrir slíkan flutning, svo setja relay og öryggi til að starta þessu dóti.
18.10.2010 at 09:00 #706240Þakka góðar ábendingar. En já öruggið bráðnaði bókstafslega þurfti að nota hníf og töng til að ná leyfunum út, stærra öryggið fyrir ljósin, þ.e. 20A.
Vandamálið er núna leyst að svo stöddu.
12.10.2010 at 07:31 #215128Sælir
Nú er dimmt á köflum hjá mér. Í stuttu máli sagt þá var tengt við dolluna kerra og við það bráðnaði aðalljósaöryggið fyrir stöðuljós (aftan/framan) og með því ljósin úr mælaborðinu ásamt því að relay-ið dó drottni sínum. Eftir smá puð og hamagang (m.a. nýtt/notað stjórnborð fyrir dagljósabúnaðinn) var það komið í lag en ekki virkar þetta enn. Núna fer alltaf öruggið fyrir ljósin að aftan (10A) þegar skipt er af dagljósabúnaðinum.
Langar mig að spyrja ykkur hvort þið hafið lent í þessu og hvort þið hafið einhverjar hugmyndir hvar feillinn gæti leynst. Er nánast kominn á það stig að panta mér nýtt vírakitt í bílinn með öllu.
Kveðja Runólfur V.
23.08.2010 at 07:35 #700822Ég myndi hafa einnig samband við official dílera í Evrópu. Ég hef fengið varahluti í minn 4,2 (tb42e) frá Hull í Bretlandi á alveg fáránlegu verði miðað við IH og aðrar varahlutaverslanir hér á landi og þeir hafa þurft að sérpanta þessa hluti fyrir mig. Ég notaði verslun sem heitir Evan Halshaw og hægt er að finna undir dealers á http://www.nissan.co.uk.
26.07.2010 at 07:35 #698318Ástralinn er með svar við þessu, eins og svo mörgu öðru. Þar er hægt að fá litla loftpúða sem fara inn í gorminn ásamt stýrisboxi. Þannig ræður þú hversu mikið loft er í púðanum = hversu HASSTUR hann er, en ekki ætti að vera þörf á því að vera með loft í þeim ef þú vilt hafa hann mjög mjúkan. Hentar einnig ef um mikla hleðslu er að ræða.
11.06.2010 at 23:31 #695526Það er hægt með einföldum hætti að mæla þessa loftflæðiskynjara með einföldum rafmagnsmæli (að mig minnir viðnámsmæli). Ef þú getur náð þér í eintak af patrol bókinni eða hlaðið henni niður af netinu þá getur séð hvernig á að gera þetta og séð speccana.
Kveðja
26.10.2009 at 08:52 #662796Minn, sem er með ónýtan tveggja laga vatnskassa, hefur ekki verið í hitavandamálum, nema þegar mikið er tekið á upp langar brekkur, þá verður hann heitari. Hann er á orginal hlutföllum (3,99) og á 33 tommunni. Hann sötrar slatta (22-29) en það ekki alveg að marka þar sem ýmislegt hrjáir hann sem eykur eyðslu.
Ástralinn hefur verið að klappa þessum vélum lítillega með löngum flækjum, 2,5 tommu lítið eða óhindruðu pústi, auknu loftflæði (loftsíu o.s.frv) og hærri stimplum (9,5:1 þjöppun vs 8,5:1 orginalinn). Þannig fá þeir um 200kw (ca. 270 hesta) út úr þeim og slatti af auknu torqi. Ef ferð í uppgerð í leiðinni (legur, hónun o.s.frv.) á svona klöppun ekki að valda því að allt fari í steik, en ath. að nýja heddpakningin þarf náttúrulega að þola þennan aukna þrýsting, veit ekki hvort orginalinn gerir það.
Svo hefur arabinn sett ýmislegt annað í þá, s.s. stýringu á loftflæðis- og pústskkynjara, supercharger, heita ása, roller rocker, MSD o.s.frv. og þannig sett þær í um 400-450 hesta, en þá ertu kominn út í vitleysu.
-
AuthorReplies