Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.12.2002 at 12:08 #464648
Helsti gallinn við þennan bíl sem ég hef fundið, er að vélin er alveg dauð undir 1000 snúningum. Þetta gerir það að verkum að fiskikars bílstjóri eins og ég, er alltaf að drepa á maskínunni (ekki vanur að þurfa að nota hægri löppina í ófærðarrölti).
þetta vandamál er að sjálfsögðu ekki til staðar í sjálfskiptu útgáfunni.
Svo kann ég enganvegin við rafmagnsrúðurnar, teppin, hljóðkerfið, hljóðeinangrunina og alla þessa sætu ávölu takka í mælaborðinu
Kveðja
Runar.
29.11.2002 at 12:26 #464696Að sjálfsögðu er þetta rétt hjá þér, enda stendur Toyota á grillinu á þeim.
Rúnar.
27.11.2002 at 11:10 #464658Hef heyrt frá mér fróðari mönnum að Langjökullinn sé óvenju mikið sprungin núna, og á svæðum sem áður hafa verið talin sprungulítil. Þannig að gömul og góð trökk um jökulinn eru kannski ekki svo góð lengur.
Þá er hann enn of snjólítill til að fylla sprungur.
Hvað stærðina á sprungunum varðar, þá eru þær eflaust jafn misstórar og þær eru margar. Var það ekki síðastliðið vor sem ein sprungan gleypti snjótroðara Langjökulsmanna?
Eflaust eru þó flestar sprungurnar mun minni en sú.Sel það ekki dýrara en ég heyrði það.
Rúnar.
14.11.2002 at 22:19 #461548Þetta er nú bara bölvað bull í yður hr. Krakki.
Sérokí er með 7" framdrif sem er nær Suzuki að stærð en krúser. Þá er háttvirtur Sérokí með heilar 7.5" að aftan sem er álíka og framdrif í barbí og klafa Hilux, og er það að sjálfsöðgu búnaður sem er frægur fyrir styrk og áræðanleika.En svo náttúrulega skipta þessar tölur engu máli, því styrkurinn liggur í fullt af öðrum hönnunaratriðum.
Kveðja
Rúnsinn.
04.11.2002 at 22:04 #464016Ekki veit ég hvort það virkar, en útlendingur nokkur benti mér einu sinni á fáránlega einfalda lausn. Hún er að láta dæluna anda í gegnum öndunina vélinni (slönguna á milli ventlaloksins og loftinntaksins). Þannig drægi dælan alltaf inn á sig lítilega olíublönduðu lofti.
Kveðja
Rúnar.
11.10.2002 at 09:56 #463478Það var óneitanlega þæginlegra í hérna í gamla daga þegar við björgunarsveitarnördarnir gátum talað nokkuð opinskátt í talstöðvarnar okkar í aðgerðum, og verið nokkuð viss um að það væri ekki fullt af "óbreyttum borgurum", aðstandendum, að hlusta á okkur.
Nú er svo komið að við forðumst að nota VHF’ið nema í neyð.
Kveðja
Rúnar.
10.10.2002 at 16:30 #459324ofar í þessum þræði…:)
Kveðja
Rúnar
07.10.2002 at 13:07 #463536Áhugavert þetta með stimpilhringina. Hef ekki heyrt þetta áður.
Túrbólausar vélar eru oft með hærri þjöppun en turbínuvélar, og þola því ver mikinn þrýsting á inntaksloftinu (held reyndar að 2L-II og 2L-t-II séu með sömu þjöppun).
Þá eru Turbínuvélar oft með öflugri innri kælingu en turbínulausar vélar. Hafa oft olíukælda stimpla (smurolíu úðað upp undir stimplana). Þá eru stundum líka sterkari, hitaþolnari stimplar í turbínuvélunum.En það er meira en þrýstingur sem drepur vélar, og er hiti þar efst á blaði. Of sterk eldsneytisblanda veldur háum brennsluhita í diesel vélum (öfugt við bensínvélar). Léleg hráolíusía veldur einnig hækkun á brennsluhitanum, og lélegir spíssar hafa svakaleg áhrif. Á svona mixuðum vélum er því algjörlega nauðsinlegt að láta skipta um dísurnar reglulega. Mig grunar að margar 2.4 lítra vélarnar hafi hrunið vegna lélegra spíssa.
Afgashitamæli er algjör snilld að hafa á svona vél (miklu mikilvægari en boost mælir).
Er með svoleiðis mæli, og sá hitann lækka um 300gráður farhenheit að meðaltali, við það eitt að láta skipta um dísur. Þá sýnir þessir mælir að það eru engin marktæk tengsl á milli vatnshitans og afgashitans í bílnum. Í kulda og á ferð þá getur vatnshitinn verið alveg eðlilegur þó svo að vélin sé bókstaflega að bráðna undan brunahitanum, og öfugt ef aðstæður eru þannig.
Þá er 5gírinn voða hitakær..!Kveðja
Rúnar
Dobblarar eru líka bílar.
26.09.2002 at 11:13 #463342…er jú engin annar en Lada Sport.
Og hún notar engar ræfilslegar 44". Dekkin eru 1300*600 mm af stærð, eða 51 tommur á hæð og 23 tommur á breidd.
Flotið er nægjanlegt til að bíllinn flýtur í vatni.Reyndar held ég að þessi elska sé byggð á grind undan Rússajeppa. Einna áhugaverðast við hana (fyrir utan það að vera jú verksmiðjuframleidd) eru hásingarnar, sem eru uppdreignar, ala Unimog. Þær virðast einnig notaðar undir herútgáfu af rússjeppanum gamla góða.
Ekki tel ég þó að 1600 cc vélin gefi bílnum sérstaklega skemmtilega aksturhæfileika, þó svo að einhverjum double cab eigendum þætti hún eflaust alveg nógu kraftmikil
Kveðja
Rúnar.
25.09.2002 at 10:05 #463302Þetta er ekkert nýtt vandamál, truflanir á VHF sendingum í kringum Reykjavík. Á tímabili var t.d. hægt að hlusta á útsendingar Stöðvar 1 á einni af björgunarsveitarrásunum, undir ákveðnum aðstæðum.
Ég hef einnig heyrt af þessari leigubílastöð, og þá í tengslum við truflanir á björgunarsveitarrásunum. Einnig voru alltaf verulegar truflanir í kringum slökkvistöðina í Skógarhlíð, en þær gætu nú verið hættar í dag.
Ef menn ætla fara að bögga fjarskiptastofnun, þá væri eflaust ekkert vitlaust að spjalla við einhverja af þessum radíóköllum björgunarsveitanna, um sögu þessara vandamála.
Kveðja
Rúnar S.
23.09.2002 at 13:02 #463234Eins og einhver benti á eru þessar stífur alltaf í kross orginal. Af hverju veit ég ekki, en veit það þó samt að bílar með strýrið öfugu megin eru einnig með stífurnar í kross. Þ.e.a.s að á breskum Landkrús er afturstífan fest í grindina vinstra megin, en er fest hægra megin á Íslenskum krúsum.
Þannig að það bara hlítur að vera einhver ágætis ástæða fyrir þessu. Hvort sú ástæða skiptir einhverju máli, er svo annað mál…!Kveðja
Rúnar.
23.09.2002 at 09:52 #463226Ef drullan verður ekki eftir í loftsíunni, hvert fer hún þá?
Vorum með svona K&N síu í 80-cruiser, skiptum henni út fyrir venjulega papírssíu á einhverjum tímapunkti, og fundum engan mun. En það þarf svo sem ekki að þíða neitt. Aðrir hafa örugglega aðra og betri reynslu af þeim.
Rúnar
18.09.2002 at 09:55 #463154Sælir.
Mér hefur fundist í gegnum tíðina að flestir íslenskir jeppamenn hafi nú töluvert gaman af því að gantast með ófarir annarra. Allavega hafa nógu andsk. margir haft gaman af mínum óförum í gegnum tíðina
Sárt hefur mér þó þótt þegar menn hafa ákveðið að hagnast af óförum mínum og félaga minna, með því að selja myndir af þeim í dagblöðin. Það hefur gerst og það meira að segja af aðilum sem hafa notið aðstoðar þessara sömu félaga minna á fjöllum!
Ég held nú samt að maður muni ennþá hjálpa þessum aðilum á fjöllum, ef á reyndi.Einnig er mjög varasamt er að dæma fólk eftir kjaftasögum eða ónógum upplýsingum. Slíkt leiðir ávallt til rangrar niðurstöðu. Skiptir þá engu hvort dæmt er eftir frétt á mbl.is, eða eftir örfáum setningum á f4x4.is.
Hafi póstur minn hér á undan skilist þannig að ég væri með einhverja sleggjudóma í þinn garð, þá þykir mér það miður, það var alls ekki meiningin, og engir dómar áttu sér stað af minni hálfu.Ps. Steinadalsá er í Gilsfirði og er lítil og saklaus bergvatnsá (að sögn staðkunnra)! Steinsholtsá hvu aftur á móti vera inn í Þórsmörk. Reyndar ekki óalgengt að nafn hennar flæki tungur þeirra sem um hana ræða
Sjáumst á fjöllum.
Rúnar.
16.09.2002 at 14:02 #463134Eftir því sem ég best veit rennur ekki nema ein á úr Dyngjujökli, Jökulsá á fjöllum.
Og miðað við nýjustu mynd af mbl.is, þá gæti það bara meira en vel verið. Virðist vera að komast í tísku að rafta í henni á allskonar farartækjum..:)
Það er svo sem ekki erfitt að villast þarna af leið, lítið um sjáanleg kennileiti. Þegar ég fór þetta fyrir rúmu ári síðan voru engar stikur sjáanlegar á flæðunum, og Vaðölduna sá ég ekki fyrr en ég var nánast kominn yfir flæðurnar (láskýjað).
Sjálfur hefði ég varla þorað þarna yfir á jarðýtu…!
Rúnar.
16.09.2002 at 10:55 #463084Fann fyrir þig alvöru 44" dekk fyrir alvöru JEPPA.
Þessar 44" eru sérstakar fyrir það leiti að vera sérsmíðaðar fyrir mikin burð á lágum loftþrýstingi, sérstaklega mikið flot á mjúkum jaðrðvegi, og sérstyrkt fyrir alvöru POWER. Þá ber þess einnig að gæta að þessi dekk eru 44" á breidd, en ekki hæð.Sjá nánar
http://agrieng.michelin.com/uk/catalog/megaxbib-r.htmKveðja
Runar.
14.08.2002 at 09:53 #462784Af öllum myndum sem sýndar hafa verið, þá fer sóleyjarhöfðavaðið í kaf.
Ekki ætla ég samt að láta það stoppa mig í ferðum inn að Setrinu, þar sem mig grunar að Landsvirkjun komi til með að byggja stórann uppbyggðan veg þvert yfir þjórsána þarna örlítið neðar…. Minnir reyndar að þeir kalli þannig vegi stíflur…
híhí.
Rúnar.
21.06.2002 at 13:27 #461494Ef hásingunni er snúið, þá væri ráð að sjóða styrkingu undir hana, alveg eins og er orginal undir henni (sem nú er orðið upp). Gæti átt það til að bogna annars.
Rúnar.
21.06.2002 at 12:20 #461818Ég held að eini munurinn á "3-link" og "4-link" eins og þú skilgreinir það, sé hvernig bremsuátök annarsvegar og drifátök hinsvegar dreifast um hásingarhúsið. Hvort það skiptir einhverju máli veit ég ekki.
Hvað hornið varðar, þá hefur það áhrif á virkni fjöðrunarinnar. Ef armarnir eru samsíða, þá hafa drifkraftar (þ.m.t. bremsukraftar) engin áhrif á fjöðruninina, en að öðrum kosti hafa drifkraftarnir áhrif. Þessi áhrif eru meðal annars notuð til að hindra að bíllinn lyfti afturendanum við bremsun og að hindra að hann taki dýfu þegar bíllinn tekur af stað. Sé hornið næganlega mikið er t.d. hægt að láta afturenda bílsins lyftast þegar tekið er af stað, til jafns við framendann!
Ekki ólíklegt að þetta hafi þá einnig eitthvað að segja með grip dekkjanna undir átaki.Hvort þetta skiptir einhverju máli í hinu raunverulega lífi veit ég ekki.
Orginal er almennt töluvert horn á milli armanna.
Vona að þessi skrif upplýsi þig eitthvað, þó svo að meiri líkur séu á að þau hafi bara ruglað þig meira í rýminu.
Einn ógyrmtur.
R2018
11.06.2002 at 10:23 #461442Þessi lýsing þín passar bara fullkomlega við Patrol…:)
Kveðja
R2018
06.06.2002 at 14:01 #461740Dalurinn er svaka sætur, og er austanlega á landinu.
Þá var líklega í fyrrasumar ruddur vegur (sneiðingur) ofaní ‘ann svo það var nánast fólksbílafært þangað.Sneiðingurinn var án frárennslisskurðar og er því núna líklega ekkert annað en risastórt svöðusár í hlíð dalsins (nema náttúrulega ítukallinum langi aftur í bað, þá kannski lagar’ann slóðann).
Þarf annars ekki í dag að setja svona framkvæmd í umhverfismat?
Annar sérstaklega flottur staður á landinu nefnist Húsavík, og er einnig austantil á landinu. Á góðum degi er sú vík hrein snilld. Jeppafært þangað, og gettu nú Beggi hvar hún er.
Nöldrari nr 2018.
-
AuthorReplies