Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.01.2003 at 09:48 #466748
Þessi útlendingur er sennilega að tala um túrbínulausar bensínvélar (það eina sem til er í ameríku). Ef flækjur eru of sverar, þá getur það leitt til minnkaðs togs á ákveðnu snúningssviði (eða svo hefur mér verið sagt).
Allt önnur lögmál gilda um túrbínuvélar.
Rúnar.
16.01.2003 at 13:41 #466596Ég er alveg hættur að blanda díselinn. Ástæðan er að olíufélögin eru loksin farin að selja alvöru olíu á veturnar (garanteruð niður að ríflega 20 gráðum). Nágranaþjóðir okkar nær og fjær hafa notið þessarar olíu í einhverja áratugi…!
Svo er fiskikarið mitt að sjálfsöðgu með upphitaðri hráolíusíu orginal.Annars mæli ég frekar með steinolíu. Bensínið þurkar meira, minnkar smurgetu blöndunar verulega, sem getur leitt til eyðileggingar á ólíverkinu og öllu því saman. Það er voða dýrt að laga svoleiðis (sérstaklega fyrir Datsúnvinafélagið).
Mæli einnig með að setja einhver smurbætiefni með steinolíunni.Ef Bíllinn er nýlegur með tölvustýrðu olíverki, common-rail, eða unit-injectors, þá er best að blanda bara ekki neitt.
Kveðja
Rúnsi
09.01.2003 at 14:00 #466138Ég þekki nú einn bílstjóra sem hefur burrað yfir slummu af jöklum á Lada Safír, og bara gengið vel (á meðan bíllinn bilaði ekki). :þ
Kveðja
Rúnar.
09.01.2003 at 09:22 #465588Þessi læsing er algjör snilld. Heyrði fyrst af henni í Toyota Mega Cruiser (að mig minnir). Þetta er 100% læsanleg tregðulæsing, gott ef ekki eins uppbyggð og millikassalæsingin í 120 krúser (læsanleg Torsen).
Annars er þessi TJ Rubicon merkilegastur í mínum huga fyrir það að þarna tóku þeir Heep menn sig til og fóru að fjöldaframleiða bíl, sem er byggður á breyttum bílum. Þ.e.a.s. kaupandinn getur núna keypt bílinn nánast tilbúinn, í staðin fyrir að þurfa að eyða $$$$ í að koma honum í nothæft ástand (hlutfall í millikassa, sterkari hásingar, læsingar, breytingar á drifkeðju til að hægt sé að hækka þá).
Það eina sem þeir slepptu var hluti af upphækkuninni, en breyttu samt afturdrifskaftinu svo hægt væri að hækk’ann upp.Kveðja
Rúnar.
06.01.2003 at 16:38 #466032Eftir því sem ég einna best veit, þá er hann mest megnis HZJ80 með yfirbyggingu af 100 bíl.
Eiginlega er ekki heldur rétt að kalla hann sameinuðuþjóða bíl, því hann er seldur á opnum markaði á ýmsum stöðum í heiminum, og er ekkert víst að 105 sem er á hinum opna markaði sé nákvæmlega eins og þeir sem framleiddir eru fyrir UN. UN virðist nefnilega hafa átt það til í skjóli stærðar sinnar að láta framleiðendurnar gera ýmsar smábreytingar á bílunum fyrir sig. Hvaðan þessir 3 bílar koma hinsvegar nákvæmlega hef ég ekki hugmynd um.Fyrir þá sem hafa áhuga á öðruvísi Toyota bílum þá er þess virði að kíkja inn á
Rúnar.
26.12.2002 at 12:44 #465870Tröllaskaginn er svona frekar brattur og erfiður yfirferðar á jeppa (reynar líka fótgangandi). Eina leiðin sem ég veit um (enda Reykvíkingur) er Heljardalsheiðin, sem liggur upp úr Kolbeinsdalnum, en leiðirnar eru eflaust fleiri.
Upp við Tungnahryggsjökul er fínn skáli sem Ferðafélag Akureyrar á (að ég held), og er rekin í samráði við vélsleðamenn þarna fyrir norðan (held ég líka).Svo er bara að hafa gaman af þessu og fara varlega. Tröllaskaginn er alveg eðal snjóflóðasvæði.
Kveðja
Rúnar.ps. þú gætir sent in fyrirspurn á http://www.sulur.is
21.12.2002 at 00:27 #465620Skil nú vel að Hlynur sé hlyntur þessum uppbyggðu hálendisvegum, enda ekur greyið nú bara um á Patrol…:)
Rúnar
21.12.2002 at 00:22 #465786Gaman að heyra þetta. Var búinn að bíða eftir að heyra hvaða undursamlega drif yrði þarna á ferðinni. Eitt sem ég rak augun í var að afturdrifið er einnig orðið töluvert sverara en áður. Er það einnig 8.5" eða kannski stærra?
Einn forvitinn dellukall.
Rúnar
20.12.2002 at 11:31 #465814Hámark EFTIR túrbínu er ca 1100 – 1200 farenheit.
Held að hákmark fyrir túrbínu sé ca 1500 farenheit.Undir venjulegum bæjarakstri er hitinn hjá mér í kringum 600 gráður farenheit, veður upp í 1100 í kömbunum, sérstkalega ef maður hengur í 5 gír.
Að halda spíssunum góðum er lykilatriði til að halda hitanum niðri. Of mikil olía og of lítið loft snærhækkar einnig hitan.
Tveir upplýsingafróðir vefir um dieselvélar og allt þeim tengt.
[url=http://www.isspro.com/:2bhcx2tr]Isspro[/url:2bhcx2tr]
[url=http://www.dieselpage.com:2bhcx2tr]The dieselpage[/url:2bhcx2tr]Kveðja
Rúnar
19.12.2002 at 20:01 #465610Voða eru lítil viðbrögð við þessum þræði, sem er að mínu mati ekki minna umhverfismál en Kárahnjúkavirkjun.
Hálendið hefur þann sjarma að vera óaðgengilegt. Þú þarft að hafa fyrir því að komast þangað. Þegar þú ert þar þá ertu "í burtu", utan alfaraleiðar. Ef þessi sjarmi hverfur með uppbyggðum hálendisvegum, þá hverfur sjarminn…! Það er þessi sjarmi sem heldur Norrænu uppi, og það er þessi sjarmi sem gefur Íslandi sérstöðu meðal Evrópskra ferðalangra. Allavega finnst mér ég vera kominn ofanaf hálendinu þegar að Sigöldu er komið.
Ef maður tekur nú niður útivistar og ferðamannahattinn og hugsar um hinn þjóðfélagslega ávinnig af styttri og betri samgöngum milli landshluta (sem er óneitanlega mikill), þá verð ég samt hræddur við þessa vegi. Þó svo að þeir séu uppbyggðir ofurvegir, þá verður alltaf hættulegt að halda þeim opnum á vetrum. Stærstur hluti Íslendinga (allavega þeir sem búa á suðvesturhorninu) gerir sér nefnilega ekki grein fyrir því veðrum og aðstæðum sem myndast geta þarna. Fólk lendir reglulega í ógögnum á Möðrudalsöræfum, sem er svona hálendisvegur, nema hvað hann er þrisvar til fjórum sinnum styttri en þessir umræddir hálendisvegir. Og það eru tiltölulega fáir Reykvíkingar sem eru að flækjast þar!
Eina leiðin af þessum sem mér finnst eitthvað vit í er Kaldidalur, norður fyrir Langjökul, framhjá Blönulóni og þaðan niður í uppsveitir skagafjarðar og inn á Öxnardalsheiði. Af þessari leið er aldrei neitt sérstalega langt til byggða og væri hægt að gera nokkra tengivegi inn á hana svo það sé hægt að loka hluta af leiðinni. Þá hefur hún sem minnst áhrif á hálendið, þannig að Íslenski eyðimerkursjarminn gæti lifað án þess að vera bara goðsögn.
Þá má heldur ekki gleyma því að uppbyggður malarvegur er töluvert hættulegri en óuppbyggður malarvegur (sérstaklega fyrir útlenska ferðamenn).
Með von um fjörugri umræður.
Rúnar.
19.12.2002 at 19:30 #465742Ég hef sagt það áður og segi það enn, maður á bara að fá sér alvöru stuðara (með ljósafestingum að sjálfsögðu…..
Ekki satt Hlynur?
Kveðja
Rúnar
12.12.2002 at 19:10 #465268Það kæmi mér ekkert á óvart þó að söluvefur 4×4 hafi verið notaður til að selja stolið stuff.
Hinsvegar get ég alveg lofað því að 37 tommurnar hans Páls Ágústar voru með öllu heiðalega keyptar fyrir 2 árum síðan.
Annars er örugglega best að kaupa stolið stuff á Kassi.is.
Rúnsi.
12.12.2002 at 13:05 #465236Uræðan um að banna grillgrindur kemur alltaf upp reglulega í hinum ýmsu löndum. Rökin eru ávalt að ef þú keyrir á gangandi vegfaranda þá meiður hann töluvert meira ef það er svona grind framaná bílnum.
Svipuð umræða og að það eigi að banna SUV bíla yfir höfuð (þó svo að þeir séu umtalsvert öruggari en aðrir bílar)Ekki veit ég nú hversu oft jeppi með svona grind hefur ekið niður íslending, en einhvernvegin efast ég nú um að þetta geti talist vandamál hér. Veruleikinn og reglugerðir eiga hinsvegar ekki alltaf samleið.
Reyndar stendur það í íslenskum lögum að það er bannað að hafa skarpa (beitta) hluti framan á bílum. Þ.m.t. húddskraut ýmiskonar.
Rúnar.
11.12.2002 at 10:21 #465178Söluaðilar setja ekkert inn í neina stöð nema hafa fyrir því skriflegt leyfi. Það er vegna þess að þeir eru ábyrgir fyrir því hvað þeir setja inn. Þeir verða að geta sýnt fyrir fjarskiptaeftirlitinu að þeir höfðu skriflegt leyfi fyrir að setja rás X í stöð Y.
Ef félagar þínir koma með skiflegt leyfi frá stjórn 4×4, þá ætti það að gilda jafn og félagsskýrteini.Það er mjög gott fyrir björgunarsveitirnar að hafa þessar rásir til að geta haft samband við aðila sem þær eru að reyna að nálgast. Annars hafa þær ekkert við rásirnar að gera því VHF kerfi Landsbjargar er umtalsvert öflugra en kerfi 4×4.
Með kveðju
Rúnar.
10.12.2002 at 22:36 #465210Þrusu leið, þræl skemmtileg, en ég mæli ekki með henni núna. Leiðin er eiginlega of viðkvæm í svona frost-þýðu drullutíð eins og núna. Um leið og frystir aðeins þá ætti hún að vera fín.
Rúnar.
10.12.2002 at 09:39 #465104Allar Toyotur hafa svona númer, líka corollur. Þetta er óháð markaðslandi og markaðsáróðri. Er partur af kennitölu bílsins (VIN númeri).
Númerin eru byggð upp ca svona:
Fyrst kemur vélarseria, svo tegundareinkenni, svo númer, einskonar raðnúmer.
LandCruiser hefur J sem tegundareinkenni.Nokkur númer:
FJ40 (gamli krúser með 6cyl benzinvél).
BJ45 (gamli krúser langur, með 3.4 diesel vél).
PZ70 (Kassakrúser með 5cyl dieselvél!)
HZJ78 (Kassakrúser með 6cyl dieselvél eins og við þekkjum hann).
HDJ80 (80 krúser með 24 ventla diselvélinni og direct injection).
HZJ105 (80 krúser í feluleik).
LJ73 (Kassakrúser millilengd, light-duty, Prado, Bundera, Landcruiser II, með 2L diesel vél, forveri 90 krúsersin).
LJ77 (4dyra útgáfa af ofangreindum)
HDJ62 (gamli bíllinn hans Árna Palla).
LN105 (Japönsk fiskikör úr af bestu gerð).Kveðja
Rúnsi.
09.12.2002 at 12:28 #464940Mér finnst gaman að moka sandi
Rúnsi.
06.12.2002 at 13:03 #464898Þetta er nú í fyrsta skipti sem heyri þessi tvö orð tengd svona saman… Ertu viss um að þú hafi ekki gleymt einni neitun þarna einhversstaðar á milli orðanna?
Kveðja
Rúnsi.
06.12.2002 at 11:06 #464988Þegar maður burrar fram af hengju og rústar bílnum, þá er voða gott að vera í utanvegakaskó. Og maður lendir þá heldur ekki í rifrildi við tryggingarmafíuna um hvað er vegur og hvað er ekki vegur.
Svo er það nú með flestar tryggingar, að hversu vel sem þú ert tryggður, þá færðu sjaldnast allt tjónið bætt. Það er áhætta sem maður tekur óháð öllum skilmálum og sjálfsábyrgðum og öðru rugli frá tryggingarmafíunum.
Rúnar.
05.12.2002 at 21:43 #464878Það jafnast nú ekkert á við það að hristast um hálendið í góðu fiskikari. Já, og hálendið verður miklu meira virði ef maður þarf nú að leggja smávegis á sig til að komast þangað.
Svona spíralafjöðrun er nú bara fyrir blúndurbossa eins og Hlyn, og er í bílnum bara til að blúndurbossinn renni ekki út af sleipum skinnhúðunum sem þeir tróðu í einhverjum misskilningi yfir sætin.
Reynar er hægt að fá í útlandinu alvöru fisksalabíl af Patrol gerð, á alveg yndislegum flatjárnum allann hringinn. Það sýnir að Datsúninn er nú reyndar ekki alveg dauður enn…
Rúnsi.
-
AuthorReplies