Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.02.2003 at 15:53 #468616
Þegar maður keyrir vísvitandi inn í hliðarhalla, þá reynir maður oft að keyra svona á ská með trýnið upp í hallann. Passlegt er yfirleitt að láta efra afturdekk skríða í förunum eftir neðra framdekkið.
Læst hásing hefur mjög lítið hliðargrip og er hægt að nýta sér það til að láta afturendann skríða, eins og komið hefur fram. Að vera með bílinn allæstann þýðir hinsvegar að hann kemur allur til með að skríða niður, og þú hefur mjög takmarkaða stjórn á honum.
Persónulega fannst mér stundum gott að geta læst bílnum bara að framan í svona aðstæðum, hjálpar manni mikið krafla sig upp úr hallanum án þess skríða of mikið. Hliðarskrið að framan getur maður lámarkað með að beygja upp í hallann. Hef ekki þann möguleika á bílnum mínum í dag
Kveðja
R2018
13.02.2003 at 10:05 #468312Talandi um veltur, væri ekki athugandi að gera vísindalega úttekt á því af hverju bílaleigubílar á Íslandi virðast töluvert valtari en aðrir bílar? Eða er það kannski bara í blöðunum sem þeir velta?… Það er örugglega út af einhverju breytingum sem þeir gera á bílunum (límiðarnir of þungir eða eitthvað…….!)
Bandaríkjamenn eru svakalega viðkvæmir fyrir veltum. Þeim tókst nefnilega að smíða nokkrar gerðir af bílum sem voru umtalsvert valtir. Einn var fóksbíll með illa hannaða afturfjöðrun (swing axle), sem einfaldlega vippaði bílnum á hliðina í kröppum beygjum. Arftaki Willisins fyrir herinn (stuttur sjálfstæð fjöðrun að framan og aftan) toldi einnig illa á hjólunum. Bílstjórar þeirra fengu sérþjálfun til að halda þeim á hjólunum. Ástæðan hefur verið talin uppsetningingin á afturfjöðruninni og stutt hjólabil. CJ5 var tekinn af markaði vegna óstöðugleika, enda valt hann helmingi oftar en aðrir jeppar, CJ7 (jafn breiður, en lengri) toldi mun betur á hjólunum. Og svo má ekki gleyma BroncoII, sem var einnig í "röngum hlutföllum" og var frægur veltubíll (valt allavega töluvert meira en aðrir).
Þessi saga er líklega ákveðin skýring á því af hverju kaninn er alveg 100% viss um það að allt sem heitir SUV er valt, og er skíthræddur við þetta allt saman.Af hverju er 90 krúsin ekki seld í Ameríku? Það er möguleiki að sé út af stöðugleika. Annar munur er að Evrópumarkaðurinn virðist hrifnari af svona "safari" útliti á jeppum (háir og frekar mjóir), meðan kaninn vill þá sportlegri (og stöðugri). Skattalög og þröngar evrópskar götur geta haft áhrif hér. Nýji 120 krúserinn er seldur í Ameríku sem Lexus GX.
Sjálfur komst ég að því út í Noregi síðastliðið sumar að velta rörahilux á malbiki er nánast vonlaust. Ég var allavega alveg hættur að nenna að slá af í beyjunum (eins og norskir rútbílstjórarnir gera ekki heldur
Kveðja
Rúnar.
11.02.2003 at 18:31 #468338Ekki veit ég svo sem hvað það er sem þú ert að tala um, en hef þó heyrt um hina skemmtilegu kenningu íslenskra ofurjeppasérfræðinga að loftblástur í pústið minnki prósentutölur mengunar.
Það sem raunverulega gerist er að við ákveðnar aðstæður nær ekki allt eldsneytið að brenna fullkomlega (vantar súrefni), og úr því verður einhver voða vondar hálfbrunnar mengunaragnir. Með því að dæla súrefni (lofti) inn í sjóðheitt pústið, myndast framhaldsbruni (nóg súrefni og hiti) og voða vondu hálfbrunnu eldsneytisagnirnar brenna upp.
Bíllinn þinn er því sennilega með svona einskonar afterburner…
Getur einnig verið að þetta EGR sé einhverskonar útfærsla á þessu.
Kveðja
R2018
11.02.2003 at 11:55 #468280Trúi nú ekki að hrútshornið sé ástæðan fyrir því að þeir hættu með hásingarnar í ameríku. Þá hefði nú verið miklu sniðugra og miklu, miklu ódýrara fyrir þá að styrkja bara hornið.
Enda voru hrútshornabílar seldir í flest öllum örðum löndum heimsins alveg fram að síðustu útgáfu af Hiluxinum (2000?)
Aðrar og líklegri skýringar eru hörmuleg fjörðun, plássleysi vegna v6 vélarinnar, og aukinn stöðugleiki með klafadótinu.
Líklega allar þessar ástæður til samans.Þar fyrir utan þá held ég nú að stýrisgangurinn í klafafákunum sé nú lítið sterkari en í rörabílnum, sennilega bara ennþá veikari.
Kveðja
Rúnar.
11.02.2003 at 11:20 #468274Annað sem getur gerst, og hefur plagað kanann í þessum málum, er að stýrisendinn á horninu hefur bara takmarkað hreyfisvið. Ef fjöðrunarvegalengdin (droppið) fer yfir þetta takmark, þá endar hornið á því að vera fjöðrunarstopparinn í staðin fyrir demparann. Það endar bara með brotnu horni.
Kveðja
Rúnar.
11.02.2003 at 11:17 #468272Ég held að:
Hútshornið brotni af nákvæmlega sömu ástæðu og stýrisarmarnir í Patrol brotna. Út af breytingunum.
Vegna hækkunar fjaðrabúnaðarins er búið að breyta átaksstefnunni á armana, og þannig hafa þeir einfaldlega ekki sama styrk og orginal.Nákvæmlega sama fyrirbæri og að flatjárn er sterkt upp á rönd, en veikt ef það liggur flatt (þó svo það sé með öllu óbreytt!). Hrútshornið er lítið annað en bogalaga flatjárn.
Meðaltalsálagið á stýrisbúnaðinn eykst við stór dekk, sem getur eflaust leitt til aukins slits og þreytumyndunar, en hámarksátakið í kerfinu hlítur alltaf að vera takmarkað af alfi og mótstöðu stýrisvélarinnar (og dempara). Eða hvað?
Kveðja
R2018, nánast óupphækkaður að framan og með óbrotið horn.
07.02.2003 at 11:17 #467880Þetta er svona ennþá. Ameríkutýpur eru með allt önnur ljós en Evróputýpur. Amerkíuljósin eru verri en evrópuljósin, dreifa ljósmagninu ver. Þá þarf einnig sérstakar stillivélar til að stilla þau.
Ástæðan, reglurnar segja að þetta eigi að vera svona. Evrópa með sínum EB reglum stefnir hraðbyr í sama óþarfa regluruglið.
Dæmi eru þessi fávitalegu stuðaraljós á flestum jeppum í dag. Einhver EB reglan krefst þess að hægt sé að sjá á ljósið frá hlið (eitthvað fínt horn). Þetta þýðir að bílar með varadekk á afturhleranum eru flestir með pínulítitlar ljósdíóður í afturstuðaranum sem eru alltaf þakktar þykku lagi af drullu eða snjó, og sjást aldrei. En maður myndi sjá á þau frá hlið, ef maður sægi á þau yfir höfuð. Afleiðingin er snarminnkað öryggi á þjóðvegum landsins, bæði vetur og sumar.
Kveðja
R2018
06.02.2003 at 17:05 #468030eru í myndaalbúminu undir Matti. Ekið í október minnir mig, og óvenjulítið vatn í.
R2018
06.02.2003 at 17:01 #468028Vaðið er ekki hættulegt á þessum árstíma (yfirleitt ekki allavega!). Það er búið að vera það mikið frost þarna og það lengi að áin er algjörlega gaddfreðin. Myndi ekki hika við að keyra fulllestuðum 18-hjóla vörubíl með trailer þarna yfir núna. (Reyndar ekki nema nokkrar vikur síðan að ég keyrði yfir bæði Markarfljót og nokkrar aðrar sprænur inn á fjallabak á ís, á 10 tonna sæluhúsi)
Varúð skal samt alltaf viðhöfð þegar ekið er yfir ís, og trakkinu skal fylgt hið ýtrasta þarna yfir. Áin undir er tiltölulega grunn (hefur verið ekin á fullvaxta jeppum á sumrin)
Vestar á leiðinni er frekari hættur, eins og Hnífa (bergvatnsá), óvænt gil sem við félagarnir "rákumst á" (bókstaflega) um síðustu helgi, og botn á holu sem vinur Begga keyrði á. Sem sagt, bara eins og flestar aðrar leiðir á hálendinu
Sjáumst í Setrinu.
R2018
ps. Tímamet mitt á þessari leið eru ca 12 tímar
05.02.2003 at 11:03 #467700Reyndi einu sinni að taka svona patrol pillur. Varð að hætta því strax, þoldi einfaldlega ekki ofskynjanirnar og mikilmennskutilfinninguna sem fylgdu þeim.
Kveðja
R2018
04.02.2003 at 15:48 #467854Þessi ameríska klukka leynir nú doldið á sér, þannig að menn ættu nú að fara sér hægt í að dissa ameríska jeppadúda (en það er nú samt alltaf jafn gaman).
Það hefur eiginlega átt sér stað mikil bylting þar á síðustu 5 árum, og fyrir 5 árum voru þeir reyndar komnir miklu lengra en við íslensku sveitalubbarnir héldum.
Það er til dæmis ekkert svona Datsúnvinafélag í Ameríkunni sem hlítur að vera góðs viti.Hvernig gengur annars afeitrunin?
Kveðja
R2018
30.01.2003 at 20:07 #467308Ef af þessu verður þá kemur vatnið í vaðinu til með að minnka enn meira, og þá verður það enn frekar fært á sumrin.
kveðja
Rúnsi
30.01.2003 at 17:58 #467218Það splundraðist einu sinni hjá mér interheater-hosa í svona 3.0 Pjattrollu, með viðeigandi reykmerki og hjartslætti. Tengdum framhjá kælinum. Fann engan aflmun á bílnum á eftir, en sennilega ekkert að marka það þar sem túrbínan greindist síðar með mikilmennskubrjálæði (hélt ‘ún væri í rallý-pjattrollu , ef svoleiðs fyrirbæri eru þá yfirleitt til).
Eftir að aðeins hóværari túrbína var sett í bílinn, hætti "change engine" ljósið að loga stöðugt, og bíllinn missti pínu snerpu.
Það er hægt að ná einhverjum auka folum út úr þessari vél. Hvort það er skynsamlegt yfir höfðuð er hinsvegar spurning. Hún er svo mikið tjúnnuð fyrir.
Kveðja
Kátur togogítamaður.ps. Ég keypti afgashitamæli frá isspro í gegnum einhverja vefsíðu og fékk frænda til að koma með hann heim. Kostaði held ég í kringum 12.000 kr þá, ætti að vera ódýrari núna.
VDO selur einnig svona mæla.
30.01.2003 at 12:56 #467208Fræðilega séð þá á það ekki að hafa nein áhrif á kraft að skrúfa bara intercooler í bílinn. Túrbínan dælir frá sér segum 10 psi af lofti, áður en intercoolerinn er settur í bílinn og heldur áfram að gera það eftir ísetningu. Við kólnunina í kælinum fellur þrýsingurinn og vélin fær inn á sig ca 8psi. Loftmagnið sem túrbínan dælir er áfram það sama og krafturinn sem vélin gefur ef áfram sá sami.
Reyndar er líklegt í raunverleikanum að lofmagnið aukist aðeins, vegna þrýsingsfallsins, að því gefnu að millikælirinn sé nægjanlega mótstöðulítill (einn stæðsti factor í hönnun á millikæli er loftmótstaðan í kælinum).
Ef wastegate sensorinn er færður (eða endurstilltur) þannig að þú fáir 10psi af kældu lofti inn á vélina, þá hefur loftmagnið aukist töluvert og því hægt að skrúfa upp olíuverkið samsvarandi, og fá út fullt af nýjum folum.
Þrýstimæli er fínt að hafa á mixuðum túrbínuvélum, en alls ekki nauðsinlegt. Afgashitamælir er hinsvegar nauðsynlegur að mínu mati. Það er eini mælirinn sem til er, sem segir manni hvað systemið er að gera. Svona mælar eru staðalbúnaður í flugvélum og dýrum iðnaðarvélum, og eru leiðinlega dýrir.
Einu sinni sagði mér kall sem vann á útlensku dieselverkstæði að of mikið loft (of mikill þrýsingur) dræpi sjaldan vélar, of mikill brunahiti hinsvegar bræðir stimpla og sprengir hedd (of mikið eldsneyti á móti of litlu lofti í Diesel vélum, en öfugt í bensínvélum).
Sel það ekki dýrara en ég heyrði það.
Kveðja
Rúnsi
28.01.2003 at 11:46 #467134Eins og Skúli og Skúli hafa bent á, þá er þessi skýrsla staðfesting á því að búnaður og hönnun bíls hefur óskup lítið með slysatíðni að gera, svo lengi sem búnaðurinn og hönnunun er inna einhverra eðlilegra marka.
Einhversstaðar heyrði ég að farsímar og útvarpstæki væri einhver hættulegasti búnaðurinn í bílum!
Eigendur flestra breyttra bíla eru bíladellukallar og konur. Og ef maður stundar eitthvað af áhuga og kappi, þá verður maður yfirleitt góður í því. Þess vegna ættum við að flokkast sem "góðir ökumenn". Hefur ekkert með bílana að gera.
Fæstir okkar eru líka hraðafíklar. Fáum okkar "kick" á tiltölulega lágum hraðaOg ekki gleyma því að þó að slysatíðnin sé lá, þá segir það EKKERT um alvarleika slysa sem breyttir jeppar eiga þátt í. Til að svara því þarf allt aðra könnun.
Kveðja
Rúnarps. Ofangreint eru að sjálfsögðu bara mínar skoðanir á þessu.
27.01.2003 at 21:15 #467082Hlev. átt þú skrítinn Wrangler. Ertu með mynd af honum einhverstaðar?
Síðast þegar ég vissi vantaði um það bil 50 cm upp á að 2.5m yrðu að nánast 3.0m
Kveðja
22.01.2003 at 13:48 #466872Hvað með að fá innflutningsaðila á þjófavörnum til að gefa klúbbnum tilboð í þjófavarnarkerfi, fá einhvern almennilegan magnafslátt.
Innbrot eru að verða verulegt vandamál fyrir klúbbfélaga.
Hvað segja menn um þetta?
Hvað með að fá spurningu á vefinn um hvort menn yrðu með í svona díl?Eða virka svona leiðinda væluvarnir kannski ekkert?
Kveðja
Rúnar.
22.01.2003 at 12:33 #466828Hmmmm.
Það hlítur að þýða að kóarinn getur farið Quake við kóarann í næsta bíl….
Bara kúl.
Kveðja
Rúnsi.
21.01.2003 at 15:45 #466818Þræl sniðugt, fyrir utan tvö smáatriði.
Borðtölvur eru ekki hannaðar til að hristast, hoppa og skoppa.
Borðtölvur og venjulegir LCD skjáir eru ekki hannaðar til að notkunar í miklum kulda.Lapptoppar eru venjulega mun betur hannaðir með þetta í huga, þá eru þeir einnig betur varðir fyrir rafmagnssjokkum frá lélegum orkugjöfum.
Svo verður þetta ekki almennlega kúl fyrr en maður fær svona "Police" útgáfu af mælaborðinu í bílinn, með innbyggðum tölvuskjá og lyklaborði milli framsætana
Kveðja
Rúnar, atvinnunörd.
20.01.2003 at 11:45 #466736Toyota virðist aldrei hafa lagt mikið upp úr þessu Dakar dæmi, alla vega ekki eins og Peugeot, Mitsubishi, Porshe or Renault. Sennilega finnst þeim bílarnir þeirra ekki vera í sama klasa og þessir bílar
Reyndar hafa þeir tekið þátt í Dakar í áraraðir og unnið sinn flokk einnig í áraraðar. Þessi flokkur heitir "production diesel class", þ.e.a.s. lítið breittir diesel bílar á almennum markaði. 100 krús sem vann í ár, eins og í fyrra, hittifyrra, hittihittifyrra, hittihittihittifyrra….
Þessi Volvo er snilld, alveg eins og Jagúrarinn á Range Rover grindinni sem einnig keypti (og einnig datt út).
Rúnar.
-
AuthorReplies