Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.03.2003 at 12:53 #471088
Eitt sem ég held að menn séu að flaska doltið á er að þegar bílar eru bodýhækkaðir þá eru orginal hlífarnar í kringum viftuna oft fjarlægðar (enda fyrir). Þessar hlífar hafa hinsvegar tilgang, og hann er ekki að hindra að þú slasir þig á viftunni (reyndar líka til þess). Aðaltilgangurinn er að neyða viftuna til að draga allt loftið sem hún blæs frá sér, í gegnum vatnskassann, en ekki meðfram honum.
Ég myndi giska á að ef hlífin er fjarlægð á meðal bíl (vifta ca 5cm frá kassa), þá minnki kæligeta viftunar um helming eða svo..! Ef fjarlægðin er eitthvað mikið lengri, þá eiginlega bara hættir hún að virka. Loftið streymir að viftunni auðveldustu leið, lika frá hliðunum (og að draga loft í gegnum vatnskassan er ekki endilega auðveldasta leiðin).
Vifta myndar töluvert langan loftstraum aftur af sér, en mjög lítinn loftstraum fyrir framan sig, nema hún sé inn í stokk.
Rúnar.
19.03.2003 at 12:31 #471112Ef þeir hafa verið að villast út um allt vegna ruglsins á kerfiu, þá held ég að eitthvað annað hafi nú verið að. Maður á nú ekki að villast meira en sem nemur 300m þó svo að ruglið sé á.
Rúnar
07.03.2003 at 14:19 #470094Mamma segir að…..
Báðar gerðirnar hafa sína kosti. Nýrri sjálfskiptingar eru búnar að losa sig við marga af göllunum sem þessar eldri höfðu.
Sjálfskiptingin hefur miklu mýkra átak, heldur túrbinum á fullu boosti alltaf, og er snilld þegar þarf að skipta niður undir átaki.
Beinskipting ofhitnar aldrei, snuðar aldrei og hjakkar betur (reyndar ekkert mál að hjakka á mörgum nýrri sjálfskiptingum, og margar þeirra eiga ekki heldur við hin vandamálin að stríða). Þá finnst mér skriðgír virka betur með beinskiptingu vegna meiri niðurgírunar, og vegna þess að maður þarf ekkert að snerta inngjöfina til að skríða.Kveðja
Rúnsi.
06.03.2003 at 16:00 #470050Hvað sem hverju líður, þá er verulega auðvelt að misskilja þessa mynd, og er hún vatn á millu allra umhverfisofstækismanna o.s.frv. Og þú getur náttúrulega bara sjálfum þér um kennt Elmar, þar sem þú alveg steingleymdir að fræða okkur hin fíflin um staðreyndir málsins.
Vona að þú reddir því sem fyrst og bætir ofangreindum sannleika inn í textasvæðið við myndinaÞað er jú einu sinni þannig að mörgum finnst algjör óþarfi að láta sannleikann skemma góða sögu (mynd).
Rúnar.
ps. Var einu sinni skammaður fyrir utanvegaakstur, og viti menn, það hefði eflaust mátt sjá á einum stað eða tveim hjólför á milli jarðýtufaranna þar sem ég keyrði.
05.03.2003 at 14:41 #469874Oft leikið mér í miklu stærri sandkassa.
04.03.2003 at 11:58 #469782Er gaman að nota.
En, slöngur eru ekki ætlaðar til dráttar. Þær eiga það til að springa (eða réttara sagt splundrast), og þá er voða voða vont að sitja á henni. Að sitja allt í einu á jörðinni á 30km hraða getur eiginlega verið pínu hættulegt.
Þannig að í guðana bænum farið varlega og haldið hraðanum lágum þegar verið er að draga á slöngum.
Rúnar.
03.03.2003 at 10:33 #469790Las í ágætri bók einu sinni að "Jeppaveikin" hefði verið ástæðan fyrir því að sjálfstæða framfjöðrunin var fundin upp á sínum tíma. Víbringur í öðru dekkinu hefur minni áhrif á hitt dekkið með sjálfsæðri fjöðrun, en hefur bein áhrif á það í gegnum rörið á rörabílum.
Ástæðan eru dekkin, (Dekkjastærðin, þyngdin, snúningshraði dekkjana og þyngd hins ófjaðrandi massa o.s.frv.) Smá vibringur í dekkinu getur þannig magnast upp með eigintíðnivandamáli og valdið veikinni.
Lausnin eru betri dekk!
Held að fóðringar í þverstífunni hafi einna mestu áhrifin á þetta. Persónulega hefði ég talið að stífari fóðringar þar ættu frekar að draga úr þessu (leyfir minni hreyfingar hásingar undir bílnum -> meiri massi sem þarf að vibra). En hér gæti ég haft algjörlega rangt fyrir mér (eins og reyndar alltaf
En lausnin eru betri dekk.
Kveðja
Rúnar.
28.02.2003 at 14:44 #469654Væri ekki pínu sniðugt að safna saman upplýsingum um þekkta varasama staði á fjölförnum leiðum? Og að sjálfsögðu að setja á aðgengilegan stað. Svona svipað og athugasemdirnar sem eru í GPS bókinni gömlu.
Oft hefur maður heyrt eftir að einhverjir hafa lent í ógöngum og tjónum einhversstaðar, þessa skemmtiegu spurningu:
"Hvað var maðurinn að flækjast þarna?, veit fók ekki að þessi staður er frægur fyrir þetta í þessum aðstæðum?"Dæmi um staði:
Sandkluftarvatn !
Kraparæsi nr1 á Sprengisandsleið.
Gilræfillinn rétt áður en maður kemur að Frostastaðvatni.
Síbreytilegu sigkatlarnir á Grímsfjalli, sprungan í heimkeyrslunni.
Úrrennslið úr vötnunum.
Krapaáin sem oft myndast sunnan við Hlöðufell
Gjáin við Þursaborg.
Samsvarandi gjá við Esjufjöll.
Sprunguhattarnir ofan við Skálpanes.
Úrrenslið sem oft myndast norðan í Bláfellshálsi
…Bara hugmynd.
Rúnar.
26.02.2003 at 14:10 #469508Við getum komið út í sandkassa á eftir?
Rúnsi.
26.02.2003 at 11:42 #469394Júbb, rétt er það.
Í Rússlandi kendu þeir börnum að 2 + 2 = 5. Börn hafa nefnilega ekki gott af því að vita allan sannleikann.
Rúnar.
26.02.2003 at 08:47 #469428Ég hef nú bara lltaf kallað þetta land Leikfangaland.
Finnst það bara vel við hæfi.
Rúnar
25.02.2003 at 13:47 #468882Siggi, varst þú kannski upp á Langjökli á laugardaginn?
Þar var Double Datsun, sem greinilega eitthvað hafði dropað úr. Skildist síðar á félaga frá smustöðinni á Fosshálsi, að hlífðarpannan á þessum bílum eigi það til að halda að hún sé lek olíutunna. Olía leki yfirleitt á hana þegar olíusían er tekin úr, og svo dropi hún niður í langan, langan tíma á eftir.
Sel það ekki dýrara en ég keypti það (og keypti það bara alls ekki neitt).
Kveðja
Runar.
24.02.2003 at 13:45 #469118… er náttúrulega ekki rétt hjá þér.
Einhverjir aðilar hafa þarna hætt að gera það sem þeir ætluðu sér að gera þennan dag, breytt áætlunum sínum og farið af stað á bíl (sem eyðir eldsneyti, þungaskatti, og dekkjum), til þess eins síðan að mæta bílnum sem bjarga átti við Geysi.
Veit ekki með þessa menn, en persónulega hefði ég orðið pínu (og sennilega soldið meira en pínu) pissed….
Almennt held ég að sveitir rukki ekki fyrir þetta.
Samt finnst mér eðlilegt að ef björgunarsveit er farið að finnast svona beiðnir fara að vera óæskilega mikið áreiti (sem lendir yfirleitt á mjög fáum meðlimum viðkomandi sveitar, og líklega á frekar fáum sveitum), þá fari þær að hugsa sinn gang.Um þetta ákveðna tilfelli veit ég ekkert (bara svona til að hafa það á hreinu
Mín sveit hefur almennt ekki rukkað fyrir svona beiðnir. Hvort farið er fer eftir því hvort einhverjir eru tilbúnir að fara eða ekki. Það er ekkert sjálfsagt að farið sé.
Sveitin hefur líka rukkað (hóflega þó) fyrir stærri beiðnir af þessum toga, eins og 2 daga túr þvert yfir hálendið til sækja eftirlegukindur úr krapa 2000 svo eitthvað sé nefnt.Með broskveðju
Rúnar.
24.02.2003 at 11:47 #469108Björgun kostar ekkert, hefur aldrei kostað, og mun vonandi aldrei kosta.
Aðstoð (eða verðmætabjörgun) er allt annað mál, og það er í raun í valdi hverjar sveitar fyrir sig hvort þær yfir höfuð bregðist við slíkum beiðnum eða hvort þær rukki fyrir þær. Þeim ber engin skylda til að bregðast við slíkum beiðnum.
Og hver er munurinn á björgun og aðstoð? Það er oft soldið loðið. Ef líf er í hættu þá er það óneitanlega björgun. Best er sennilega að segja, að ef beiðnin fer í gegnum 112, eða lögregluna, þá flokkist hún undir björgun.
Björgunarsveitir eru í eðli sínu líf-björgunarsveitir, og sem aðstoðaraðilar opinbera neyðaraðila í aðgerðum almannavarna. Þeirra hlutverk er almennt ekki að sækja fasta bíla upp á hálendið, þó svo þær taki oft að sér slík verkefni (er ákvörðun hverjar sveitar fyrir sig).
Vona að ég sé ekki að fara með (mjög) rangt mál hérna.
Kveðja
Rúnar.
21.02.2003 at 13:30 #468932Svo er eitt hægt að gera og það er að nota framgorma úr 80 cruiser, en þá þarf að skipta um gormasætið á hásingunni. Skilst að með því að nota OME hækkunargorma (ome851 ?) fyrir 80 cruiser, þá hækki bíllinn um 13 cm.
Kveðja
Rúnar
21.02.2003 at 10:28 #468928Keypti einhverja rauða gormar frá Fjallasporti undir 2000 árgerð að patrol, áttu að hafa 7cm lift. Bíllinn hækkaði eitthvað pínu við að setja þá undir en eftir mánuð var bíllinn sestur á samsláttarpúðana, og við settum orginal gormana undir aftur. Við þá aðgerð hækkaði bíllinn um 2-3 cm…! Þar fyrir utan voru þessir gormar alltaf allt of mjúkir (sennilega ætlaðir undir gamla patrol). Eru komnir undir kerru í dag og passa fínt þar.
OME er mjög góðir gormar, og eiga að vera fáanlegir í mismunandi hæðum og stífleikum. Myndi reyndar freka nota Koni dempara með þeim en OME demparana.
Bestu gormarnir sem þú færð eru líklega HT gormar frá Arctic-trucks, en þeir kosta líka sitt. Svoleiðis set með Koni dempurum er algjör snilld. Hækkun er 10 cm.
Kveðja
Rúnar.
19.02.2003 at 14:09 #468738Þetta gæti verið eitthvað tengt því að við frónarbúar höfum þennan leiðinda ávana að kalla 5link fjöðrun 4link…
Kveðja
R2018
18.02.2003 at 12:05 #465672aukið aðgengi -> aukin umferð.
aukin umferð -> aukinn átroðningur.
aukin átroðningur -> meiri verndarframkvæmdir
meiri verndarframkvæmdir -> minna og minna af ósnortinni náttúru.
minna og minna af ósnortinni nátturu -> minnkar sérstöðu landsins.
aukið aðgengi + minni sérstaða -> útlenskir jeppamenn hætta að koma til landsins (og margir aðrir túristar einnig).
útlenskir jeppamenn hætta að koma -> Norræna fer á hausinn.
Norræna fer á hausin -> við hættum að geta farið með norrænu til útlandaSem sagt, algjör bömmer.
Kveðja
R2018
(kannski pínulítil einföldun…)
18.02.2003 at 08:57 #468722Aðferðin hans Icemans er mjög sniðug fyrir alvöru jeppa eins og krúser, hilux, Benz og fleiri, en virkar síður fyrir svona ofvaxna station bíla eins og Patrolinn
Ástæðan er að krúserinn er miklu hærri orginal en pattinn. Til að ná kviðnum á pattanum upp fyrir neðri brún hásinga (sem er nauðsynlegt fyrir fjallaferðir, að mínu mati), þá þarf einfaldlega að hækka þá hátt í 10 cm. Bíllinn er svo lár orginal að þó þú hækkir hann um 10cm þá er hann ennþá eiginlega bara lár.
Patti með 16cm hækkun er með neðri brún grindar rétt ofan við efri brún hásinga, sem er sambærilegt við krúser með 10cm hækkun.
Kveðja
Runar.
15.02.2003 at 18:16 #468650Er núna á microskornum Ground Hawkum (frá dekkjalagernum) og eru þetta bestu dekk sem ég hef kynnst enn sem komið er.
Hef prófað Mudder, Swamper og DC í 38".Kveðja
R2018
-
AuthorReplies