Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.04.2003 at 13:12 #472728
Eitt af því sem veldur því að hlutföll brotna, er að stillingin á hlutfallinu breinglast. Undir miklum átökum þá getur allt draslið spennst pínulítið til, kambur og pinnjón fjarlægts örlítið. Þetta hveldur styrktartapi í drifinu.
Sagan segir svo að sterkari mismunadrifshús (læsingar), minnki lýkurnar á þessu.
Kveðja
Rúnsi (sel það ekki dýrara en einhver laug því að mér).
28.04.2003 at 11:47 #472722Það er náttúrulega bull að kalla þetta bilanir. Þetta flokkast miklu frekar undir hönnunargalla í bílnum, ásamt því að setja í hann veikara hlutfall, og auka álagið um heila hrúgu.
Það sem er notað á það til að bila, en þó er algengara að það klikki vegna breytinga eða böðulskapar.
Dobblarinn minn hefur þurft viðhald, en ekki er með réttu hægt að segja að hann hafi bilað mikið. Afturlæsingin er það eina sem er hægt að segja að hafi bilað beint (sem ég man eftir). Eitthvað sem klikkar við eðlilega notkun, við þá notkun sem það var hannað fyrir.
Rúnar.
15.04.2003 at 12:43 #472484GPS tæki og GSM símar eru ornir staðalbúnaður í sumum bílum. GPS tækið ásamt DVD leiðsögubúnaði, og Síminn til að senda staðsetningu bílsins til fyrirtækisins. Þannig eru evrópskar flutningabíla samsteypur farnar að fylgjast með bílum sínum, og áætlun þeirra. Sama gildir um einhverja bílaleigubíla, sérstaklega í bandaríkjunum.
Þá eru flottustu vörubílarnir farnir að geta talað við höfuðstöðvarnar sínar án vitneskju bílstjórans. Ef þeir verða varir við bilun í sér þá bara kvarta þeir beint við bossan og panta svo tíma á næsta verkstæði, og bílstjórinn fær bara skipun um að beygja til vinstri á réttum tíma…!
Virkar að sjálfsögðu einnig sem þjófavörn.
Bara snilld.
Rúnar.
14.04.2003 at 10:03 #472442"Dýrlegt veður og gott færi á fjöllum og að sjálfsögðu ekki einn einasti jeppi á ferðinni nema þeir sem voru að vinna"
Sjá nánar í myndaalmbúminu, undir Hlynur-ýmislegt.
Hlynur var þarna að flækjast síðasta laugardag.Kveðja
Rúnar
09.04.2003 at 16:33 #472176Ég mótmæli því alfarið að ég sé eitthvað lítill, og ef ég væri eitthvað stærri, þá myndi ekki passa almennilega í kajakinn, né hrísgrjónafatið (fyrir utan það að þurfa miklu meiri bjór til að finna á mér).
Og hananú.
Kveðja
Rúnsi (með soðna kanta og vænan slurk af límkítti), og alls ekkert svo lítill (bara nota réttu viðmiðin).ps. Var einu sinni með swampera á 12" felgum. Keyrði þau oft á 0 pundunum og affelgaði aldrei.
09.04.2003 at 09:07 #47216816.5" felgurnar eru það sem dekkjakallar kalla "kónískar". Það þýðir að sætið sem dekkið situr í hallar inn. Þess vegna er mun auðveldara að affelga þær. Stórar vörubílafelgur 22.5" eru líka svona kóniskar, meðan 20" felgurnar sem finnast á torfærutrukkum og bryndrekum eru það ekki.
Þá eru breiðari felgur alltaf viðkvæmari fyrir affelgun en mjórri felgur.
En Pétur minn, að tala um Econoline og flot í sömu málsgrein, það finnst mér fyndið…
Kveðja
Rúnar (Bullukollur).
07.04.2003 at 15:56 #472142Ég myndi tala við Guttana upp í Moso (Bílaverkstæði Guðvarðar og Kjartans, Flugumýri 16c).
Góð vinnubrögð og gott verð. Þeir félagarnir hafa smellt loftpúðum undir fullt af Amerískum fjósum.Ps. Ekki láta hávísindalega uppröðunina á lagernum hjá þeim trufla þig
Kveðja
Rúnar.
01.04.2003 at 11:03 #471862Þetta er einnig hreinn þjófnaður.
Rásirnar (tíðnirnar) eru "eign" viðkomandi aðila og óleyfileg dreifing á þeim er ekkert annað en hreinn þjófnaður, telst til lögbrots samkvæmt fjarskiptalögum.Þá er aðgangur að þessum tíðnum fullkomlega gagnslaus fyrir alla aðra en eigendur þeirra.
Með öðrum orðum "bara heimskt"
Rúnar.
01.04.2003 at 10:42 #471850Þá er sennilega lítið annað að gera en að moka’ann upp, og hreinsa frá vél og út úr lofthreinsara. Svo bara starta og burra í bæinn.
Man ekki eftir neinu fleiru svona í svipann.
Rúnar.
01.04.2003 at 10:13 #471846Af hverju var hann skilinn eftir?
31.03.2003 at 11:44 #471652Við viljum nú bara biðja menn um að taka bullinu úr Hlyn með hæfilegum fyrirvara, enda er hann nýstiginn upp úr mjög svo alvarlegu kasti af fjallaferða-öfundsýki. Hann komst nefnilega ekki með í túrinn góða, og gat því ekki mokað neinum skít yfir neinn í beinni
Með :)kveðju
Rúnar og Gráni litli.
28.03.2003 at 15:11 #471602Hvað er Reykjavík – Akureyri langt í dag?
Annars er þessi ákveðna leið sú eina sem ég gæti hugsanlega sætt mig við. Slítur hálendið ekki í tvennt og hefur stystu óbyggðaleggina (hægt að loka hluta leiðarinnar), sem er gott út frá öryggisástæðum.
Rúnar.
26.03.2003 at 15:58 #471528Þú bara slærð HTML kóðann beint inn eins og sannur karlmaður.
Sáraeinfalt.. 😉
Rúnar
(Atvinnunörd).
24.03.2003 at 15:49 #471388Ef tryggingarmaður segir "Það yrði að skoðast vel…." þá þýðir það í raun "nei", eða "ótryggt".
Spurðum einu sinni tryggingarkall svipaðra spurninga vegna trygginga björgunarsveita, og fengum álíka svör og þú. Fengum þó út úr honum að í útköllum ættum við að vera nánast al-tryggð. Reynslan nokkrum árum seinna er hinsvegar eins og önnur reynsla af tryggingarfélögum. Ef þeir eiga einhvern séns að koma sér undan bótaskyldu, þá nota þeir hann.
Annars hefði ég haldið að í vötnum sértu ótryggður. Í sprungu, eða ef þú keyrir framaf hengju, þá ættirðu að vera tryggður.
Með spottann, þá veit ég ekki, en er viss um að þeir finna einhverja ástæðu til að firra sig bótaskyldu.
Hvernig ætli þeir taki á vatnstjóni vegna krapa?
Kveðja
Rúnar.
21.03.2003 at 09:41 #471226Ef þú skrúfar of mikið, þá eru verulegar líkur á að þú stútir vélinni einn góðan veðurdag….
Kveðja
Rúnar
21.03.2003 at 09:39 #471188Ég spyr nú bara eins og fávís álka. Hvenær varð úrhleypt dekk hringlaga?
Öll slík sem ég hef séð hafa verið langt frá því að geta talist hringur.
Þar fyrir utan. Hringur hefur bara einn radius. Dekk eru oft gefin upp með þrjá slíka.
Kveðja
Rúnar.
20.03.2003 at 12:50 #471210Átti einu sinni Togogýtu með biluðum hitamæli, og öðrum hitamæli (örugglega frá Bílanaust).
En, þegar fíni bílanaust mælirinn bilaði, þá kíkti ég nú bara við á Nýbílaveginum og keypti mér nýjan skynjara fyrir orginal mælinn, fyrir heilar 600kr. Og sá virkaði bara lang best.Þannig að ef þú hefur keypt nýjan hitamæli í heild sinni, vegna þess að orginalinn var bilaður, þá myndi ég nú samt fyrst kanna hvort skynjarinn fyrir orginalinn sé ekki bara bilaður, og skipta um hann og skila hinum mælinum aftur til Bílanausts.
Kveðja
Rúnar.
20.03.2003 at 12:44 #471166Hablabaraha.
Minnti nú reyndar að fyrsti vitringurinn hefði heitið einhverju svona "meira kúl" nafni en Penis.
Rúnar.
20.03.2003 at 00:00 #471156Veit um tilraun sem var gerð á þessu, reyndar á tiltölulega litlu dekki (285/75R16). Vegalengin sem dekkið fór á einum hring minnkaði aðeins við fyrstu pundin sem úr var hleypt, en var svo stöðug við frekari úrhleypingu.
Kveðja
Runar.
19.03.2003 at 14:55 #471124GPS kerfið er sem sagt ekki lengur í "eigu" hersins. Herinn rekur kerfið en hefur ekki leyfi til að breyta hegðun þess, allavega ekki á friðarsvæðum (ef ég hef skilið ofangreindu ensku grein rétt).
Sem er gott.
Annars er einföld leið til að sjá hvort kerfið er ruglað eður ei. Ef þú stendur kyrr, en gps’ið sýnir þig að burra í allar áttir, um einhverja tugi metra, þá er kerfið orðið ruglað.
Kveðja
Rúnar.
-
AuthorReplies