Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.06.2003 at 12:54 #474288
Ég hef ekið á 12,13 og 14 felgum. Persónlulega hef ég ekki fundið neinn marktækan mun. Flotið minkar samt ekki við breiðari felgur. Álag á legur og stýri eykst hinsvegar eitthvað. Dekkjagerðin hefur miklu meira að segja en nokkruntíman felgurnar. Þar hef ég oft fundið verulega mikinn marktækan mun.
Er í dag á 14 felgum og Ground Hawk dekkjum og fíla þessa samsetningu í tætlur, þó svo að miðjan á dekkjunum nái ekki niður á malbikinu.
Einn kostur við breiðari felgur er að bílinn er pínulítið rásfastari á úrhleyptu en ef á mjórri felgum (dekkin böglast minna undir feglunni). Galli er hinsvegar að ef maður er brölta á mjög grýttum slóða þá er felgubrúnin í meir hættu á að beyglast á breiðari felgum.En ekki get ég séð hvernig breiðari felga á að stytta fótsporið þegar hleypt er úr. Er það ekki það sama og að segja að ummál dekksins styttist við breiðari felgu?
Rúnar.
13.06.2003 at 18:17 #474204Minnir reyndar að 2L sé með 7 volt en 2L-T með 6 volt.
Með því að setja vír beint úr relayinu í tengibrettið milli kertana fást 12 volt á kertin. Virkaði allavega ágætlega á mínum gamla. Þar var vandamálið að spennan byrjaði í 6 voltum og endaði í 7voltum. 7Volta kertin ætluðu þess vegna aldrei að hitna og 6 volta kertin steyktust á tveim störtum.
Fimmta kertið og eitthvað annað dót á orginal leiðslunni slær voltunum niður í 6 eða 7 volt. Ekki það að ég sé mikill rafmagnskall, en þannig skildi ég virknina á þessu á sínum tíma (eftir töluverðar pælingar með orginal rafmagnsteikningarnar).
Kveðja
Rúnar
13.06.2003 at 12:49 #474186Að lengja á milli hjóla er alveg nauðsinlegt á þessum bíl. Flotið og drifgetan margfaldast við það. Ólengdur er hann andskoti rassþungur.
Veit ekki betur en allar evrópskar Turbo diesel 80krúsir hafi komið á 3.70 hlutföllum orginal ( hraðbrautarhlutföll :). Á ýmsum öðurm markaðssvæðum komu þeir með 4.10 hlutföllum
Rúnar.
13.06.2003 at 12:41 #474200Og ef allt draslið er komið í kássu eins og ég lenti einu sinni í, þá eru til 12Volta kerti (í staðin fyrir 6voltin sem eru orginal) úr L (1L, 2.2litra) vélinni sem passa beint í 2L(-t). Þá er hægt að leggja sveran vír (þarf að bera ein 80 amper), beint úr stóra segulrofanu í kertin. Og gera manual override á segulrofan eins og Emil talaði um.
Maður missir reyndar fimmta ketið út við þetta, en það skiptir svo sem ekki neinu máli.
Rúnar.
12.06.2003 at 14:00 #47415414cm er sennilega max lenging ef þú ætlar ekki að fara út í bodývinnu. Það er alveg hægt að fara lengra ef þú ert tilbúinn í smá bodyvinnu, eins og margir hafa gert. Með xtra cab skúffu er lengingin að ég held á milli 40 og 50 cm. Lengsta sem ég veit um eru 37cm með dcab skúffu.
30 cm lenging með dcab skúffu færir dekkin undir miðjan pall.
16cm er lengdin á milligír ef ég man rétt, sem þíðir að ekki þarf að breyta drifsköftum að aftan (þarf reyndar þá að færa millihjöruliðsfestingarnar).
Fyrir 16cm færslur er hægt að nota sömu kanta og fyrir 14cm færslu, bara láta lengja þá doltið (líklega um 4 cm).
Rúnar.
11.06.2003 at 15:39 #474144Gætir reynt að finna blaðfjaðrir í sömu breidd sem eru ca 16 cm lengri fyrir framan miðfjaðrabolta, en orginal fjaðrirnar. T.d. einvherjar úr stórum amerískum fák. Bónus við það er betri fjöðrun!
Þá þyrftir þú bara að búa til nýja festingar að aftanverðu.
Svo þarf að lengja handbremsubarkan og bremsuleiðslur og svoleiðis hluti.
Kveðja
Rúnar.
04.06.2003 at 09:53 #473982Virðast fáanleg fyrir 20" felgur, og eru með jafn mikið gúmí frá felgu á 20" felgu, og 44" hefur á 15" felgu. Eru hinsvegar 3" breiðari. Ættu að svínvirka undir mukka, eða undir eitthvert svona amerískt fjós sem settar hafa verið undir mukka hásingar
Einhvernvegin hef ég nú á tilfinningunni að svoleiðis apparat myndi virka ágætlega.Svo eru þau náttúrulega til fyrir 17" felgur, þannig að Freysi og co. hefðu nú bara getað sleppt öllu þessu bremsu veseni með 120 bílinn
Rúnar.
27.05.2003 at 11:44 #467830Þetta með að læsa verði fyrst að aftan svo að framan er að því að ég held einhvað reglugerðarvesen frá einhverju útlandinu. Á líklega að minnka líkurnar á að maður læsi bílnum óvart að framan og missi þar með stýrishæfileikann.
Átti einu sinni bíl sem var bara læstur að framan og diggaði það í tætlur…
Rúnar.
23.05.2003 at 13:55 #473608Getur örugglega haft á milli 20 til 30 pund. Allt þar á milli er nokkuð rétt.
Prófaðu bara og notaðu svo þann þrýsting sem þú kannt best við.Trix sem ég hef heyrt til að vita hvort bílinn standi rétt á dekkinu er að kríta yfir sólann, og keyra svo beint áfram nokkra metra á bílskúrsgólfi (eða þurru malbiki). Ef krítarfarið eyðist jafnt, stendur bíllinn rétt í sólann.
Persónulega kann ég best við sem hæstan þrýsting á malbikinu. Minni á möl.
Rúnar.
22.05.2003 at 15:38 #473654Sem bílaflokksformaður í björgunarsveit hef ég átt dágóð viðskipti við nokkur bílaumboð. Varahlutaþjónustan hjá Toyota hefur alltaf verið í heimsklasa. Ef hluturinn var ekki til þá var hann aldrei meira en 3 daga á leiðinni (nema í einu undantekningartilfelli þegar birgðaraðilinn í Hollandi hafði klikkað, og panta þurfti beint frá Japan). Aldrei rukkuð króna fyrir neinn flutning. Sama gildir um Ræsi.
Nú erum við með Nissan bíla og verð ég því miður að viðurkenna að þjónustan hjá IH er engan vegin sambærileg við þá hina. Verðlagningin er hærri, sendingartímar eru miklu lengri og það er rukkað fyrir DHL flutninga. Þá virðist það oft klikka hjá þeim að láta mann vita þegar hluturinn er kominn.Af alþjóðlegum póstlistum á netinu að dæma virðist Nissan almennt ekki standa sig jafn vel og Toyota í þessum málum. Þannig mætti ætla að möguleikar umboðanna hérna heima til að standa sig vel gætu verið misjafnir.
Gott er þó að heyra að þeir eru að taka sig á, enda batnandi mönnum best að lifa.
Sólarkveðja
Rúnar.
21.05.2003 at 09:48 #473588Of mikið, of lítið….
Á malbikinu er ég farinn að keyra með ca 25 pund í öllum mínum dekkjum. Á 2000 árgerð af Patrol á 38 veitir ekkert af einhverjum 35 pundum. Sérstaklega ef dekkin eru á breiðum felgum. Maður finnur aflmun á bílnum hvort maður hefur 18 pund, eða 25pund í.
Meiri þrýstingur -> minna dekkjaslit, betri aksturseiginleikar á malbikinu og meira afl. Aðrir eru örugglega ekki sammála mér. Á mölinni bara lækka ég svo í.
Kveðja
Rúnar
21.05.2003 at 09:39 #473628Keypti mér útúrmicroscorna Ground hawka síðasliðinn vetur, og þau eru verulega góð í hálku.
Annað get ég svo sem ekki dæmt um. Hávaðinn er ekkert sem ég hef tekið eftir (þetta eru jú tractorsdekk, og eru undir trackor), en er verulega minni en af dekki með nöglum.
Endingu veit ég ekkert um, nema að maður hefur heyrt að þau endist betur vegna betri kælingar á mynstrinu.
Í snjó eru þetta bestu dekk sem ég hef komist á. Fletjast eins vel og mödder, en grípa betur.
Kveðja
Rúnar
20.05.2003 at 12:57 #473472
17.05.2003 at 14:28 #473410[url=http://www.army-technology.com/projects/piranha/piranha8.html:3hgqgq49]Hérna[/url:3hgqgq49] er mynd af grindarlausum bíl, með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum. Held að allir geti verið sammála um að þessi bíll geti ekki talist neitt sérstaklega veikbyggður
Syrkurinn fer náttúrulega bara eftir því hvernig dótið er byggt.
Kveðja
Rúnar
16.05.2003 at 09:51 #473388Skipta út fóðringum í hliðarstífu, stýrisendum, og umfram allt, leiðrétta spindilhallann, jafnvel auka hann umfram orginal. Ef bíllinn þinn er hækkaður lítilega, þá hefur spindilhallinn örugglega ekki verið leiðréttur á eftir, og er lítill sem enginn, jafnvel negatífur.
Fá þér svo OME stýrisdempara hjá Benna (ódýrir og góðir).
Að setja stýristjakk í 33" bíl er algjör óþarfi. Þó svo að stýristjakkar séu nauðsynlegir fyrir stærstu dekk, þá finnst mér þeir alltaf skemma soldið stýriseiginleikana (fílinginn).Kveðja
Rúnar.
13.05.2003 at 00:28 #473314120 km/klst.
Rúnar
07.05.2003 at 12:42 #473164Ekki veit ég ástæður þess að ofsafengnir samferðamenn mínir skruppu í setrið þennan dag, en ég fór bara með til að stelast í skemmdan mat og sötra einn afréttara. Og hafði bara asskoti gaman af.
Ekki man ég nú eftir miklum grátstöfum á svæðinu, þó getur nú verið að einn og einn dropi hafi lekið niður þegar grílukertin á augnbrúnunum tóku upp á því að bráðna, enda var vel kynt í kofanum.
En það að halda því fram að Hlynur hljóti að vera í góðu líkamlegu formi þar sem hann er björgunarsveitarmaður, finnst mér alveg stórkostlega drep fyndið……
kv.
Rúnar.
06.05.2003 at 12:31 #473062Ég mæli með Koni dempurum, og Gormum úr nýrri bílnum. Gormarnir gera bílinn stinnan og gefa honum virkilega flotta fjöðrun á fjöllum. Þá er hægt að fá þá á góðu verði, ónotaða hjá flestum þessum breytingargaukum.
Dempararnir (allavega sumir af þessum koni elskum), mýkja bílinn hinsvegar á malarvegum.Rúnar.
05.05.2003 at 15:27 #473094Eitt hef ég aldrei skilið við Íslenska jeppamenn. Við ökum um á ofvöxnum torfærutröllum og gerum stóra hluti, og erum stórir kallar.
Hinsvegar, ef við erum að aka auða slóð, og það kemur pínulítil mishæð á slóðann (t.d. pínu skurður), þá er tekinn risastór sveigur útfyrir, og myndaður nýr slóði við hliðina. Virðist það engu skipta hversu ómerkileg mishæðin er, og virðist engu skipta hvort ökutækið er subarú eða 44" ofurdós.Þá finnst mér einnig að klúbburinn og stjórn hans eigi að standa fyrir meiri áróðri innan félagsins, því að meiri áróður leiðir til meiri sektartilfinningar og upplýstari almúga. Áróðurinn er nauðsinlegur til að viðhalda hefðinni.
Rúnar (sem finnst gaman að keyra yfir stóra og djúpa skurði).
29.04.2003 at 15:26 #472984Einhversstaðar las ég ferðasögu þeirra sem tóku þessar dekkjuðu snjóþotur til suðurskautsins. Þeim gekk ágætlega að burra, og þó sérstaklega einum, og þá sérstaklega eftir að búið var að rífa hina tvo í varahluti handa honum.
Blessaður rússinn.
En hugmyndin er góð. Sérstaklega var ég þó hrifinn af teinafelgunum! Ekki langar mig þó að keyra þessa eðalfáka í 30 m/sek hliðarvindi.
Kveðja
Rúnsi.
-
AuthorReplies