Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.07.2011 at 11:30 #21971411.07.2011 at 12:35 #733163
Eitt í viðbót sem Árni kenndi mér og reynist vel er að ef þú ert í línu, þá á ekki að festa endann sem er í landi. Hann þarf að vera laus og í höndunum á fótfráum manni. Þegar þú svo dettur þá þarf viðkomandi að hlaupa niður með ánni jafn hratt og þú flýtur og draga þig að landi. Þetta er barnaleikur að gera. Ef endinn í landi er fastur þá eru líkur á að bandið dragi þig í kaf (eins og ef það festist í botninum). Einnig eru það gríðarleg átök ef menn ætla að halda þér föstum á móti straumnum, meðan hitt er bókstaflega barnaleikur (eins og allir vita sem dregið hafa tugi tonna trillur upp að bryggju með annarri
kv
Rúnar (sem hefur vaðið og synt yfir Markarfjót með Árna, og fannst það alveg gríðarlega gaman).
28.06.2011 at 13:38 #732613Er þetta ekki það sem menn kölluðu "Hagkaupsverð" hérna í denn
Skelfilega leiðinlegur kækur við verðlagningu á hlutum, en margir telja að mörgum finnist jú betra að borga fimmþúsund og "eitthvað" fyrir vöru en sléttar sexþúsund….!
kv
Rúnar.
24.06.2011 at 11:09 #732179Stærri púði þýðir lægri þrýstingur. Þýðir það ekki mýkri fjöðrun? Fer ekki stífleikinn eftir rúmtaki púðans, eða hvað?
kv
Rúnar.
21.06.2011 at 22:02 #732151Ég er með Koni að framan og aftan, og verð nú bara að viðurkenna að mér er algjörlega óskiljanlegt hvað er svona svakalega æðislegt við þá. Endast reyndar alveg ágætlega.
kv
Rúnar.
27.05.2011 at 08:41 #730817Mödder er gerður fyrir 10" breiðar felgur ef ég man rétt. Kannski 10"-12".
Hér má sjá smá texta um "Regroovable"
http://www.nebraskatire.com/tires_101/regroovable.htm
26.05.2011 at 14:22 #730809Þetta er held ég einfaldlega bannað. Einvörðungu má dýpka munstur á dekkjum sem eru sérstaklega merkt sem slík (regroovable).
Mudderinn er frekar þunnur þannig að það er varla mikið hægt að skera án þess að eyðileggja dekkið.
Aðrar reglur gilda um það þegar menn breyta mynnstrinu og/eða míkróskera. Þá er ekki skorið niðurfyrir orginal mynnstrið.
24.05.2011 at 18:23 #730653Hvað er teppi?
17.05.2011 at 09:21 #730319Þetta er eiginlega bara drepfyndið, það verður ekki meira um það sagt.
Er þá ekki líka rökrétt að senda alla sem ætla á pöbbarölt eða á skemmtistað á sérstakt "skemmtasér og drykkjunámskeið"?
Það hefur jú reynst mörgum hættulegt að fara niður í bæ á kvöldin um helgar.kv
Rúnar.
12.05.2011 at 18:41 #730015Ég er með sérsmíðað pallok á pallinum hjá mér og myndi fara sömu leið væri ég að endurnýja. Lokið er ca 15 cm hátt og er það algjört lykilatriði til að skottið nýtist sem skildi (væri alveg handónýtt væri það slétt við pallinn). Ofaná lokinu er ég svo með heimasmíðaða skíðaboga með reiðhjólafestinum, ásamt drullultjakknum, skóflunni, álkallinum og stiga sleðanum. Helstu kostir þessa loks eru að allt drasl í skottinu er mjög aðgengilegt, líka það sem er fremst í skottinu, mun aðgengilegra en með húsi. Í ferðum fyllir maður yfirleitt skottið alveg upp í lok, eða hluta þess (er með þetta hólfað í 5 hólf) og þarf því ekkert að hafa áhyggjur af að binda hluti niður hvað sem á gengur. Ef ekki reynist nægjanlegt pláss í skottinu þá eru fatatöskurnar sem við notum svona alvöru vatnsheldar töskur og strappa ég þær bara niður ofaná lokið. Ofaná lokið er líka snilld að henda stóru svörtu ruslapokunum sem stundum elta mann Ég hef náð þessu þokkalega vel ryk og vatnsheldu (mun rykheldara en þau plasthús sem ég hef séð hingað til).
Lenti í svolitlu brasi með þetta fyrst, slagaði allt og vatn lak ofanaf lokinu inn í skottið þegar lokið var opnað. Eftir að hafa einangrað lokið að innanverður og bætt við öndun framan á lokið hætti það að slaga. Eftir betri frágang á falsinu á pallinum hætti að leka inn við opnum. Eina klúðrið sem útaf stendur er að ég setti þéttikanntinn á lokið sjálft í staðin fyrir að setja hann á pallinn sem veldur því að það á það til að frjósa fast, MJÖG fast.
Mæli með þessu.
nb. er með 95 árgerð sem er með töluvert minni pall en þú.
kv
Rúnar.
09.05.2011 at 11:57 #725715Við Kerlingarfjöll
05.05.2011 at 09:04 #729571Þar með er það staðfest, borgaði 13.874 fyrir Glóðarkertin í Toyota þann 15 mars síðasta, eða 3.468 kr per stykki. þau sem úr fóru voru sett í líklega 2002.
Kannski gamallt verð, sem þíðir þá að verðlistinn hjá þeim er ekki í Evrum eins og sumum öðrum umboðum.kv
Rúnar.
04.05.2011 at 23:18 #729565Svo má oft finna góð verð á orginal hlutum hjá mr Google.
04.05.2011 at 16:06 #729555Gott ef það er ekki álíka mikið og ég borgaði í toyota fyrir nýju kertin mín, öll fjögur.
kv
R.
04.05.2011 at 12:05 #729549Ég hef nú keypt glóðarkertin fyrir 2.4D bara hjá umboðinu. Endast í ca 10 ár og á góðu verði (allavega það góðu að ég nennti að eyða tíma í að leita annarsstaðar).
Þekki ekki big-block mótorinn en hefði haldið að það væri svipað.kv
Rúnar.
03.05.2011 at 08:44 #729301Er þetta ekki bíllinn sem var á síðustu sýningu? Með Dana 60 eða stærra að framan og aftan og 6.5 Disel í húddinu.
Það er eitthvað verulega flott við þennan. Fíla það hvernig er búið að fjarlæga orginal framljósin.
01.05.2011 at 17:02 #729423Snilldarstöðvar
kv
Rúnar.
30.04.2011 at 14:56 #729095Hrífuskaftið, eða A-öxull er útfærsla sem er álíka gömul og sjálfrennireiðarnar sjálfar. Gott ef Ford T var ekki með svona að framan og aftan. Þá hefur haugur af bílum notað þetta að aftan (ala unimog), t.d. var Peugeot með svoleiðis hásingar í 404 og 504 station bílunum Einnig hef ég rekist á mynd af framhásingu á strætisvagni sem var með svona system.
Þá veit ég um kajak kerru sem Akureyringur einn smíðaði sem tók þetta einu skrefi lengra og setti kúlutengið á endan á hrífuskaftinu og festi kerruna sjálfa með fóðringu á hrífuskaftið. Gott ef að sú kerra var ekki líka bara með einn loftpúða (eða gorm) á miðri hásingu ásamt jafnvægisstöng!
Ég smíðaði svona undur Ægisvagninn hjá mér og notaði frekar efnislitlar stífur (það er bara togátak í þeim þannig að þær eiga ekki að þurfa að vera efnismiklar). Svo bakkaði ég á stein og allt fór í klessu Notaði aðeins efnismeiri stífur næst, setti þverslá í A-ið (breitti stífunni í raun úr V í A) og setti einnig smá stífustubba frá hásingunni og ca 30 cm upp stífuna (þannig að stífan er soðin við hásinguna á 4 stöðum í stað 2).
Ekkert viss um að þetta sé neitt betra system undir fellihýsi heldur en hvað annað. Fer væntanlega eftir því hvernir grindin í því er, (hversu stórt og efnismikið A’ið þarf að vera ).Góðar Stundir.
Rúnar.
28.04.2011 at 13:23 #729091Þetta er það sem ég kallaði hrífuskaft
Mjög algengt undir breyttum tjaldvögnum.Rúnar
28.04.2011 at 10:14 #729087Fancy pansy loftpúðar eru málið, sérstaklega fyrir menn sem stækka hjá sér legurnar svona af því bara
Fyrir utan bestu fjöðrunina þá hafa púðarnir þann mikla kost að ekkert mál er að hallastilla villuna þegar á náttstað er komið (sem eykur mikið úrvalið af mögulegum náttstöðum).
4link er algjör óþarfi, 3-línk eða hrífuskaft ef alveg nóg, en ekkert víst að það sé neitt minni vinna við smíði. Gorma er alveg jafn mikið vesen að setja undir og loftpúða.Svo er líka eins og einhver sagði hægt að setja undir þetta alvöru blaðfjaðrir. Færð fína fjallavega fjöðrun út úr því á mjög einfaldan hátt.
Ég myndi segja að valið stæðið milli þessa tveggja valkosta.
kv
Rúnar sem á tjaldvagn sem fjaðrar miklu betur en bíllinn.
-
AuthorReplies