Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.09.2003 at 22:45 #476002
Á hér hjá mér mjög skemmtilega bók, sem meðal annars segir þetta um mismunin á Radial og Diagonal dekk. Diagonal dekk reynir ávalt að klifra upp ójöfnu, en Radial dekkið leitar niður hana.
Þess vegna kalla útlendingarnir okkar víðfrægu hjólför í malbikinu "Radial ruts".Og þess vegna rása þessi blessuðu diagonal dekk (oft ranglega kölluð nylon dekk), svona andskoti mikið á malbikinu. Brölta upp úr hjólfarinu vinstra megin, sem smellir dekkinu hægra megin ofaní hjólfarið þeim megin, og hægra dekkið prílir upp úr og neyðir vinstra dekkið ofaní og……
Kv.
Rúnar.
03.09.2003 at 22:45 #476000Á hér hjá mér mjög skemmtilega bók, sem meðal annars segir þetta um mismunin á Radial og Diagonal dekk. Diagonal dekk reynir ávalt að klifra upp ójöfnu, en Radial dekkið leitar niður hana.
Þess vegna kalla útlendingarnir okkar víðfrægu hjólför í malbikinu "Radial ruts".Og þess vegna rása þessi blessuðu diagonal dekk (oft ranglega kölluð nylon dekk), svona andskoti mikið á malbikinu. Brölta upp úr hjólfarinu vinstra megin, sem smellir dekkinu hægra megin ofaní hjólfarið þeim megin, og hægra dekkið prílir upp úr og neyðir vinstra dekkið ofaní og……
Kv.
Rúnar.
01.09.2003 at 17:59 #475964Það sem bílaleigurnar voru að væla undan voru að tryggingarnar þeirra væru svo háar vegna skildutrygginganna sem eru hér á landi, sem gerði það að verkum að bílaleigubílar eru sérstaklega dýrir á íslandi. Það þýðir að við erum ekki að borga þeirra tryggingar.
Ég efast að bílalaeigurnar séu með bílana sína í kaskó, því þær geta alveg eins kaskótryggt hjá sjálfum sér eins og ríkið gerir. Það er jú töluvert ódýrara.Eða þannig skyldi ég þessa umræðu.
kv.
Rúnar.
30.08.2003 at 14:02 #475942Það er á margan hátt skiljanlegt að útlendingar passi sig ekki sem skildi í svona á. Þeir eru kannski búnir að keyra Fjallabak Nyrði þar sem það er viðvörunarskilti við alla læki sem ná alveg bara upp að felgu. Þannig verða viðvörunarskiltin hálf marklaus þar sem þeirra er raunverulega þörf. Svo er ekkert víst að útlendingurinn sjái mikin mun á mórauðri jökulá og mórauðri jökulá (þó svo að við gerum það, og vitum þar að auki að sumar ár eru hættulegri en aðrar).
Það væri kannski ráð að setja upp sérstök og öðruvísi skilti við þessi sértaklega hættulegu vöð, með einhverjum sérstaklega grípandi texta eins og "Dangerus ford" og kannski "Wading required". Og jafnvel "Ófært nema fyrir kunnuga…!"Góður punktur þetta með snorkelinn. Útlendingurinn gerir sér líklega ekki grein fyrir því að í svona jökufalli er snorkell nánast algjörlega gagnlaus, þar sem bíllinn er löngu farinn að sigla undan straum, áður en vatnið nær það hátt að snorkellinn er farinn að gera eitthvað gagn.
Þar fyrir utan þá mætti nú virðing margra íslenskra jeppakalla við jökulvötnin alveg vera aðeins meiri. Sumir virðast nú hafa svolitla oftrú á tækjunum sínum.
kv
Rúnar, sem er alltaf smeykur við jökulvötnin og nú
orðinn 200 pósta gamall
29.08.2003 at 11:43 #475928Hjálparsveit skáta í Reykjavík spáði aðeins í þetta eftir að 80-cruiser frá þeim endastakst upp á Kili og lagðist algjörlega saman. Í því tilfelli hefði einfaldur veltibogi aftan við aftursæti sennilega gert mikið gagn. Annars er nú frekar sjaldgæft að bílar kílist svona algjörlega saman eins og sá bíll gerði.
Meiri hætta er sennilega frá lausum hlutum í skottinu á bílum. Við jeppamenn erum almennt allt of kærulausir með þá. Veit meira að segja um dæmi þess að menn nenni ekki að binda niður eldsneytisbrúsa í skottinu. Svoleiðis brúsi getur auðveldlega breyt manni í algjört grænmeti, eða drepið mann. Alvarleg slys og dausföll hafa orðið hér á landi út af "lausum" hlutum í skotti.
Kveðja
Rúnar.
27.08.2003 at 20:59 #475820Neðra Breiðholt.
Atvinnumenn á ferð. Mjög snyrtilega gert. Meira að segja reynt að spenna niður bílstjórarúðuna til að brjóta ekkert. Hefur ekki gengið svo afturhurðarþríhyrningurinn brotinn. Ekkert skemmt í mælaborðinu, tækið bara tekið (ódýrasta gerð af Pioneer spilara, DHE-1400) Ekkert annað snert.
Afspyrnu leiðinlegur geisladiskur fylgdi með.
kv.
Rúnar.
27.08.2003 at 16:03 #475816Brotist inn í frúarbílinn í nótt og geislaspilaranum stolið. Mjög snyrtilega gert allt saman.
Skildist á löggunni að þetta væri fjórði spilarinn sem hyrfi þessa nótt, í þessu hverfi.
Garg.
Rúnar.
27.08.2003 at 11:19 #475866Hentu 2.8 vélinni, og skelltu 6.5 Chevy í húddið. Skilst samkvæmt áræðanlegum heimildum að hún sé mun aflminni og mýkri í öllum átökum.
kv.
Rúnar.
25.08.2003 at 18:51 #475802Hver segir að það sé bara hægt að keyra snjóbíla á snjó……..
kv
Rúnar
23.08.2003 at 10:28 #474950Þá getur verið að sambærilegir lokar séu til í Landvélum eða Barka. Það borgar sig örugglega að gera verðsamanburð á þeim og orginal lokanum sem fæst í IH.
Þetta vacum system er hálfgert leiðinda system, næstum jafn leiðinlegt og viðkvæmt og rafmagnsdótið í Toyota….
kv.
Rúnar.
22.08.2003 at 12:53 #475754Ef menn eru bara að spá í örygginu, þá er ekkert sem kemst með tærnar þar sem Irridium hefur hælana. Það er ekkert flóknara en það.
Kv.
Rúnar.
21.08.2003 at 10:51 #192814Af mbl.is:
„Brotist inn í snjóbíl Björgunarfélags Ísafjarðar
Lögreglunni á Ísafirði var í gærkvöldi tilkynnt að brotist hefði verið inn í snjóbíl Björgunarfélags Ísafjarðar. Bíllinn stóð uppi á Breiðadalsheiði og hafði verið geymdur þar í nokkurn tíma, að sögn lögreglunnar. Tækjabúnaði var stolið úr bílnum og af honum. Málið er í rannsókn.“Spurning að ísafjarðarmenn láti vita hverju var stolið svo allir alvöru jeppamenn geti haft augun opin.
kv
Rúnar.
21.08.2003 at 08:39 #475730Eftir því sem ég best veit, þá þýðir meira loft (meira boost) kaldari bruni í diesel vél, öfugt miðað við bensín.
Of lítið loft (of mikil olíugjöf) leiðir frekar til stimplasúpu. Eða svo hef ég allavega skilið það sem ég hef heyrt og lesið.
Kv.
Rúnar.
18.08.2003 at 10:10 #475644…þroskastig vefþráðsins "Setrið og Skálamál". Finnandi vinsamlegast skili honum aftur á netið. Vegleg fundarlaun í boði.
kv.
Áhugasamur lesandi.
15.08.2003 at 13:51 #475618Gamli Gráni fjaðraði aldrei betur en þegar afturdempararnir voru ornir ónýtir. Maður fann ekkert fyrir því í venjulegum akstri að þeir væru ónýtir, en á snjó áttu afturdekkin stundum doltið erfitt með að halda sig á jörðinni (fann reyndar lítið fyrir því inn í bíl).
Áskotnaðist síðar orginal afturdemparar úr 70 crúser, og þá hætti Gráni endanlega að fjaðra að aftan (fyrir utan það að annar demparinn var aðeins of langur!) Virkuðu samt frábærlega með lestaðan bílinn á malbikuðum, órmjóum og kræklóttum fjallvegum Noregs….
kv
Rúnar.
14.08.2003 at 17:53 #475580Einföld leið til að tékka hvort orginal sían er að hefta bílinn er einfaldlega að fjarlæga hana (við réttar aðstæður), og vita hvort bíllinn verði aflmeiri. Opnara verður loftinntakið víst ekki.
Þetta verður að gerast við aðstæður þar sem öruggt er að ekkert ryk, snjór, ís, vatn eða eitthvað annað en loft komist í loftinntakið. Umferðalítill malbikaður vegur á rigningardegi gæti verið ágætis tilraunavöllur (án þess að ég taki þó ábyrgð á því sem ég er að segja….)
Broskveðja
Rúnar.
14.08.2003 at 14:03 #475572Þá verðurðu eiginlega að fá þér nýja orginal pappasíu, og athuga hvort þú missir tog við það…
Allavega eðlilegt að krafur aukist við nýja hreina K&N síu vs stíflaða skítuga pappasíu.
Rúnar.
13.08.2003 at 16:20 #475482Síðast þegar ég burraði þessa leið, þá var maður ekki alltaf alveg viss hvar slóðinn lá nákvæmlega (lá eiginlega skratti víða stundum). Ef hann er síðan stikaður upp þá verða náttúrulega svona auka slóðar eftir hér og þar, þar sem fólk hefur verið að villast áður.
Annars er ég fulkomlega sammála ykkur, pirrar mig mikið að sjá för út um allt, rétt við slóða. Umhverfið verður einhvervegin svona skítugt við það.
Rúnar.
11.08.2003 at 15:22 #475426Hvar eru þeir?
kv.
Rúnar
11.08.2003 at 14:18 #475416Þekki þessi dekk svo sem ekkert en er á Coyoto dekkjum af sömu stærð á 12" breiðum felgum og það virkar bara fínt.
Þessi dekk eru 36,2" á hæð, sem á venjulegu dekkjamarkaðsmannamáli þýðir 37"
kv
Rúnar
-
AuthorReplies