Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.01.2004 at 15:13 #483476
Þeir eru bara spenntir á milli gormasætana. Þannig að ef hásingin dettur lengra niður en lengd gormsins leyfir, þá einfaldlega dettur gormurinn úr, en spennist ekki yfir núllpunktinn.
Dempararnir sjá um að stopa hásinguna á flestum hásingar bílum orginal. Þegar verið er að mixa hina og þessa dempara í bíla þá er reyndar eflaust ekkert vitlaust að setja svona dempara, nema örugt sé að demparinn komi úr hásingarbíl þar sem hann virkar einnig sem stoppari.
Kv.
Rúnar (ætti sennilega að athuga þetta sjálfur, á mínum bíl…!)
07.01.2004 at 10:27 #483406Það eru reyndar mörg ár síðan leiðin lá frá Paris til Dakar. Byrjar þó yfirleitt í París og svo er keyrt að Gibraltar, þaðan á skipi yfir til Afríku, og svo eru keyrðir ca 13 dagar um Sahara og norður Afríku. Hvar og hvert fer eftir hvar stjórnmálaástandið er tryggast….!
Dagleiðirnar eru langar og geta sérleiðirnar náð um og yfir 700 km hver. Er einhver mesta challenge sem rallý getur orðið, sérstaklega fyrir mótorhjólakappana.
Kveðja
Rúnar.
23.12.2003 at 00:19 #468528Einhverjir hafa einfaldlega smíðað millistykki ofaná 2L greinina fyrir túrbínuna. En eins og ég sagði hér fyrir ofan einhversstaðar, þá notaði ég pústgrein af seinni útgáfunni af 2LT mótornum. Held að sú grein hafi komið af 2000 mótor.
Mundu svo að herða svinghjólið vel á aftur, á að herðast 125nm með smurningu (sem er helv mikið).
Einn annar munur sem er á turbo vélinni og ekki turbó er (eftir því sem maður hefur heyrt) að það eru hitaþolnari stimplar í turbó vélinni.
kveðja
Rúnar.
22.12.2003 at 15:24 #482078Tók eftir því þegar ég var að færa hlutföll á milli gömlu druslunnar ’85, og þeirrar nýju ’95, að kögglarnir á nýja bílnum voru töluvert massaðri og þyngri en á þeim gamla. Veit svo sem ekkert um aðrar breytingar á milli þeirra (legur og stuff). Aftuhásingin á þeim nýja er einnig umtalsvert sverari en á þeim gamla.
Báðir bílarnir voru 2.4 diesel.
kv
Rúnar.
12.12.2003 at 12:18 #482596Þess ber þá að geta að ofangreind hestöfl eru reyndar sæhestöfl, en það er mælieining sem hentar 2.8 Datsún mun betur en hin hefðbundnu hestöfl.
Kv.
Rúnar.
12.12.2003 at 08:42 #482282Hlynur bónar aldrei um helgar, bara á virkum dögum
Persónulega bóna ég fákinn minn alltaf reglulega, svona einu sinni á eins til tveggja ára fresti…
Kveðja
Rúnar
11.12.2003 at 09:11 #468520Í upphafi var til L, sem var 2.2 diesel.
Svo kom 2L, sem var 2.4L, 3L sem var 2.8 litrar. Nú er einnig til 5L sem er 3 litrar, en er með öllu óskild Barbíe vélinni, sem heitir KZ.2L vélin var einnig framleidd með turbínu og hét þá 2L-t. Svo var þessi maskína endurbætt töluvert, skipt um head og eitthvað fleira, og hafa sumir kallað hana eftir það 2L-II (eða útgáfa 2 af 2L), til aðgreiningar frá eldri útgáfunni. Vélin sem var í litlu 70 krúsunum (forvera barbie), var 2L-t, eldri gerðin. Svo hefur örugglega orðið til svona 2L-te vél, turbó með rafstýrðu olíuverki.
KZ véin er skild 4.2 lítra HZ vélinni sem er í stóru 70 krúsernum og sameinuþjóða 80 krúsunum. Einnig var til PZ, sem var 5cyl útgáfa…! 4.2 turbó vélin, er allt önnur ella, heitir 12HT(12v) eða 1-HDT(24v) eða eitthvað svoleiðis.
Nördakveðja
Rúnar.
10.12.2003 at 16:53 #482494Hvernig skilgreinirðu að samsláttarpúði sé kominn í botn?
Einhver ákveðin prósenta sem hann er samanpressaður, eða bara stál í stál ef enginn púði?
09.12.2003 at 16:42 #482240…bara hægt að breyta kassanum yfir í að vera topskiptur. Spurning hvað íhlutirnir í það kosta.
Hægt að fá svoleiðis kit hjá http://www.marlincrawler.com, og að sjálfsögðu einnig í ákveðinni varahlutaverslun á Nýbílaveginum.
Svo er alltaf þess vert að kanna hvort það "borgar sig" að kaupa hlutfall í skriðgírinn, þar sem það þarf væntanlega hvort eð er að skipta um allar legur í honum.
Kveðja
Rúnar.
09.12.2003 at 14:22 #482402þá þarfann að vera að lámarki með 8 bullur
Orginal bensinvélin hefur held ég varla afl til að vera skemmtileg á 44". Örugglega lítið betri en platrolla þannig4.2, með smá klappi er afturámóti afspyrnu skemmtileg maskína, sérstaklega þegar hún er með með sem flestum ventlum.
kv.
Rúnar.
09.12.2003 at 13:09 #468506Pústgreinin af gamla mótornum passar ekki við þann nýja, enda annað head á honum. Minnir að það sé meira en bara boltagötin sem eru öðruvísi, eins og t.d. staðsetningin á pípunum! Man það þó ekki með vissu.
Greinina fékk ég hjá Toyota, og kostaði hún heilar 8000kr þegar ég gerði þetta. Turbínan passar beint á nýju greinina með undantekningu á hallanum, sem gerir það að verkum að það þarf að snúa upp á túrbínuna. Miðjan á henni verður að vera lárétt (Leguhúsið), svo hún smyrji sig rétt. Það þýddi smá mix á slánni milli þrýstiskynjarans og framhjáhleypiventilsins.
Ég smíðaði einnig fót á greinina til að minnka álagið á hana vega þyngdar turbínunnar.
Þurfti að láta breyta olíupípunum til og frá túrbínunnar. Olíunni nærðu úr tappa aftarlega á blokkinni.
"Kælivatni" nærðu úr miðstöðvarleiðslunum. Ætlaði reyndar að nota orginal úttökin af 2LT vélinni, en það varð ekkert úr því. Stefna vatnsins í gegnum túrbínuna skiptir engu máli.
Svo er að muna eftir að færa öndunina á ventlalokinu, yfir á þrýstingslausa loftpípu, annars bræðirðu úr vélinniHvað kúplinguna varðar, þá stækkaði hún ’92 eða ’93. Þannig að ég hefði haldið að báðir mótorarnir þínir séu með sömu stærð (minni kúplinguna).
Hvað Olíuverkið varðar, þá getur vel verið að það sé hægt að færa þrýstiskynjaran á milli verkana. Annars hef ég ekki hugmynd um hvort það sé einhver munur á verkunum. Spíssarnir eru þó allt öðruvísi á nýju vélinni.Var sakaður um mikið fúsk að vera að setja 15 ára gamla túrbínu (ekna um 200.000km) með sprungu í pústhúsinu í 5 ára gamlan bíl (hafði bara ekki efni á nýrri bínu). Túrbínan var reyndar nýupptekin. Síðan eru liðnir 80.000 km og hún hefur aldrei blásið jafn mikið og virkað jafn vel.
Það eru einhverjar myndir af bílnum í albúminu mínu, en líklega eru fleiri í albúmi Hlyns Snæland (hlynur).
kv
Rúnar.
08.12.2003 at 14:35 #468498Þessar hitatölur þínar, eru þær fyrir eða eftir turbínu?
ps. Pústgreinin í Togogítuna, kostaði mig heilar 8000kr árið 2000….
08.12.2003 at 14:33 #468496…þá var 2L gamla vélin 75 hp, en turbo vélin um 90. 2L-II er 83 hp, og er óneitanlega kraftminni en gamla 2L-T, sérstaklega í toginu.
Held að 2L-II-T (nýrri túrbínuvélar) séu óneitanlega kraftmeiri en 2L-T gamla. Eflaust hefur þjappan eitthvað með það að segja (held að nýju 2L og nýju 2L-T séu með sömu þjöppun!), sem og eflaust aðrar betrumbætur. Held reyndar að það sé tiltölulega lítill munur á 2L-II og orginal turbó útgáfu af þeirri vél.Þetta með hnéð var eiginlega algjört slys. Við að setja gömlu túrbínuna (’85) á ’95 vél með ’00 pústgrein, varð ég að snúa upp á túrbínuna, þar sem það er annar halli á flangsinum á nýju greininni en þeirri gömlu. Þetta gerði það að verkum að orginal hnéð snéri úttakinu sínu út að hægra brettinu í stað þess þess að snúa niður. Þetta eiginlega neiddi mig til smíða nýtt hné til að koma 2.5" pústi alla leið að túrbínunni. Aflmunurinn og hegðunarbreytingin á vélinni kom mér verulega á óvart.
Kveðja
Rúnar
08.12.2003 at 12:16 #468490Átti ’85 Hilux með 2LT mótornum, með millikæli og turbínu. Á núna ’95 dobblara með 2L-II og sama millikæli og sömu turbínu, og ’95 bílinn er að gera miklu, miklu meiri hluti, á svipuðu boosti (ca 9 psi eða 0.6-0.7 bör).
Eitt það besta sem ég gerði til að auka kraftinn var að smíða nýtt hné aftaná túrbínuna, notaði til þess 2.5" suðubeigu og 1cm þykkt flatjárn. Það ásamt því að skipta út fyrstu 30cm af orginal 2LT púströrinu gáfu vélinni nýtt líf með því að túrbínan fór að koma inn að giska 500 snúningum fyrr.
Er ekki með svona þrýstijafnara á olíuverkinu sem gerir það að verkum að hægt er að láta bílinn gefa frá sér svona reyksprengjur á lágum snúningi, en undir fullu átaki (eins og upp kambana) kemur enginn reykur frá honum. Samt getur afgashitinn farið yfir 1200gráður Farenheit (eftir turbínu) í eftstu brekkunni í kömbunum. Þannig að ég er ekkert hissa að margar svona vélar sem stilltar eru eftir íslenskum fagmönnum (reykja "hæfilega") hafi gefið upp öndina.
Bílinn er ekkert kraftmikill, og mann langar alltaf í meiri kraft, en kraftleysi háir mér eiginlega bara ekki neitt. Allavega eru kambarnir í dag mitt helsta framúrakstursvæði á íslenska þjóðvegakerfinu.
Kúplingin í 95 bílnum er stærri og betri en í þeim gamla, og er ég með pressu úr 2000 túrbó bíl í mínum. Eftir að ég byrjaði að tjúnna fákinn til, þá hætti orginal kúplingin að halda við inngjöf í ártúnsbrekkunni!
Kveðja
Rúnar.
05.12.2003 at 16:52 #482018Eru ekki þessir nýju fordar komnir með svona æðislegar "Sealed for life" hjólalegur, sem, eins og flest annað svona "Sealed for life" dót endist ekki nema 30.000 km?
Eða veð ég villum miklum?Kv
Rúnar.
04.12.2003 at 11:47 #48208804.12.2003 at 10:42 #4820385.71 er í það lægsta fyrir þjóðvegakeyrslur, en samt fínt fyrir allan löglegan hraða á alvöru dekkjum (35" full lítil).
Þau slitna hraðar en önnur hlutföll, en góð hlutföll eiga að endast vel á annað hundrað þúsundið. Hafa allavega gert það hjá mér. Þau eru veikari, í það minnsta 7.3% veikari, því pinnjóninn veldur 7.3% meira átaki á kambinn en 5.29 hlutfallið, einfaldlega vegna meiri niðurgírunnar. Þá er líklega eitthvað til í þessu með tannafjöldann, því reynslan sínir að þau eru töluvert veikari en 5.29 hlutföllin.ps. Mæli með hlutföllunum sem Benni selur, virðast vönduð og fín og auðstillanleg, sem ekki er hægt að segja um sum önnur á markaðnum.
kveðja
Rúnar
01.12.2003 at 14:14 #472308Draga held ég 60 amper (alvöru mótor). Þurfa því alvöru kapla og svoleiðs.
Rúnar
27.11.2003 at 14:34 #481568Bara hugmynd.
Rúnar
27.11.2003 at 14:08 #481358Þetta meikar algjörlega sens.
kveðja
Rúnar
-
AuthorReplies