Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.01.2004 at 21:52 #486342
Heyrði einu sinni mann segja eftir manni sem vann hjá viðhaldsdeild ameríska hersins, að það hefði enginn efni á að reka Hummer nema herinn…
Þessi bíll er þrælsniðugt concept, en AMG hefur eitthvað hálfpartinn klúðrað því. Breyttu hummerarnir hérna hafa verið í töluverðu veseni með stýrisganginn og fleira, hefur mér verið sagt.
kveðja
Rúnar.
29.01.2004 at 13:17 #486260Ef ég væri að kaupa svoleiðis í dag, myndi ég kaupa einn nægjanlega stóran fyrir einfallt samlokugrill
Kveðja
Rúnar
28.01.2004 at 18:22 #486218Til að njóta svona fisikars á 44" dekkjum þá þarftu alvöru vél í húddið, og öflugri afturhásingu. Þú er víst kominn með vélina, en hásingarnar vantar.
Ég hef nú töluvert djöflast um á bæði 44" bílum og 38", og það er töluverður munur á þeim, kostir og gallar á báðum. Helstu kostir 44" gleðigúmía (önnur 44" dekk eru of þung, þykk og gróf fyrir svona léttan bíl) eru að mínu mati að:
– Það er nánast ekki hægt að rífa þau.
– 44" með sama snertiflöt og 38" stendur miklu hærra, hærra í kúlu, og því stopparðu seinna á kúlunni, og krapinn verður ekki eins djúpur.
– Fáránlega mikil fjöðrun í þeim, hægt að keyra yfir fáranlega stóra steina án þess að taka eftir þeim (og án þess að skemma dekkin).
– Ekki eins skörp skil á milli þess að komast og komast ekki. Lengur hægt að tussast áfram á 44", meðan maður bara hefur það ekki á 38".
– Skriðgírar virka einhverja hluta betur á 44".
– Dótastuðullinn er miklu hærri.Kostir 38":
– Grípa og virka betur í sumu færi, ákveðnum skafsnjó, sem og í blautu færi (44" getur verið nánast griplaus í sumum aðstæðum).
– Skemtilegri á vegum, rásfastir (radial dekk).
– 20% Ódýrari.
– Þú ferð nánast allt það sama á þeim og á 44" (á Hliux þ.e.a.s.:)Að koma 44" undir Hiluxinn þinn, þá þarftu nýja brettakanta og verulega bodyvinnu að framan. Þar á meðal að færa bodyfestingar að framan aftur um fullt af sentimetrum og skera úr alveg inn í framhurðir (reyndar ágætis afsökun til að taka niður gólfið að framan í bílnum í leiðinni..:)
Já og alveg rétt, 44" án skriðgírs er enganvegin þess virði.
Kveðja
Rúnar.
27.01.2004 at 14:36 #485954Á nýjum vélum (ný-hönnuðum vélum), er algengt að þrýstingurinn sé í kringum 20-30 pund.
Kveðja
Rúnar.
26.01.2004 at 17:16 #486072According to ARB’s documentation, from http://www.arb.com.au,
1 of 3 lockers could fit (RD09, RD24 or RD106)…:)Guess you should check with Ingvar Helgason for the exact rear axle type you have (C200 or H233B with 31 or 33 spline).
C200 has 200 mm crownwheel I belive, while the H233 has a 233mm crownwheel!
Cheers
Runar.
26.01.2004 at 14:17 #485990Var það ekki eyja nokkur vestan við Grænland, norðan við Labrador, eða er ég algjörlega áttaviltur…
Minnir það eftir sjónvarpsþáttinn góða hér um áramótinkv
Rúnar
23.01.2004 at 17:16 #485544Hvað legur varðar, þá er það afstaðan á legunum með tilliti til miðjunar á dekkinu sem skiptir máli. Hvar miðjudiskur felgunnar er skiptir í raun engu máli. Bíll sem er hannaður fyrir að vera á útvíðum felgum (t.d. gamall hilux), fer ekkert ver með legurnar en bíll sem er hannaður á innvíðum felgum. Afstaðan á milli lega og hjólmiðju getur verið nákvæmlega sú sama á báðum bílunum…
kveðja
Rúnar.
21.01.2004 at 11:29 #485322Með öllum pakkanum, 240 lítrum af dísli, skriðgír, spil, verkfæri, drullutjakkur, álkall, skóflur, toppgrind, sjúkrabörur, teppi, súrefnistæki, etc…
Vóg slétt 3000kg á vikt, með 70 kg ökumanni og án annars farangurs.Hiluxinn hjá mér er einhver rúm 2000kg tilbúinn á fjöll.
Kveðja
Rúnar.
20.01.2004 at 12:08 #484882Er líka kostur. Hann er léttastur og bilar minnst.
Ef Þú ert ekki með kút á dælunni, þá mæli ég með að dælan sé staðsett þannig að þú heyrir vel og vandlega í henni meðan hún er í gangi. Þannig gleymir þú henni ekki í gangi, sem gæti leitt til þess að hún bræðir úr sér.
kveðja
Rúnar (með lausa Fini, sem dælir líka í -20C).
19.01.2004 at 19:22 #484788að þessa nótt í krapapittinum þá náði vélin ekki að halda hita á sér í lausagangnum einum saman, en náði því alveg sæmilega á "Heat" stillingunni (sennilega um 1200 rpm).
Minnir að það hafi verið um -10 gráður þessa nótt, og strekkingur.
Kveðja
Rúnar.
19.01.2004 at 19:19 #484786Efast um að bílinn nái að halda fullum hita inni í bílnum, eða á vélinni, sérstaklega þar sem pústbremsan er farinn. En hann ætti nú samt að ná að halda volgu inni í bílnum.
Hvað eyðsluna varðar, þá minnir mig að Hiluxinn minn hafi farið með ca 1/4 úr tank á "Heat" stillingu, nótt eina ofaní krapapitt. Það þýðir svona 10-15 lítrar. Þannig að ég myndi veðja á ca 15-20 lítra á pattann, yfir nótt. Myndi reyna að snúa rassinum, eða hliðinni, upp í vindinn til að minnka kælinguna á vélinni eins mikið og hægt er.
Hef séð (Suðurnesja)menn moka snjó upp að bílnum allan hringinn, til að láta púströrið halda smá velgju undir bílnum. Soldið sniðugt, ef púströrið er alveg þétt…
Annars er líka bara hægt að kaupa alvöru svefnpoka, húfu, og sofa svo eins og steinn í kuldanum og kyrðinni. Það finnst mér best
Kveðja
Rúnar.
19.01.2004 at 18:24 #484854Ágætt að stinga henni bara í skottið..:)
19.01.2004 at 14:56 #484690Bíllinn þarf að vera í gangi á meðan dælt er. Þessi dæla tekur um 60 amper, sem þýðir að það þarf að hlaða inn á geyminn jafnóðum og tekið er út af honum.
Kveðja
Rúnar.
19.01.2004 at 12:12 #484716Fór með fákinn einu sinni upp á höfða í skoðun. Þar opnaði meðal annars einn kall húddið, sá mixuðu túrbínuna og brosti hringinn. Svo var bílinn tekinn í mengunartest helvítis, og það með þvílíku brosi af hendi skoðunarmanna. Það var testað og testað, og þegar bíllinn bara gjörsamlega neitaði að menga, þá urðu mínir menn bókstaflega fúlir (og testuðu aftur). Mér fannst þetta mjög undarleg hegðun, vægast sagt.
Svo fannst þeim sumum voða gaman að tékka hvort það slöknaði ekki örugglega á öllum aukaljósum þegar slökkt var á parkljósunum, eins og reglur segja til um (bannað að hafa ljós að framan án þess að hafa afturljósin logandi líka, sem er gott). Nema hvað að bíllinn er með dagljósabúnaði þannig að það er ekki hægt að slökkva á parkljósunum né afturljósunum. Það skipti víst engu máli! Rofinn í mælaborðinu (sem núna kveikir og slekkur á mælaborðsljósunum) var það sem skipti máli. Sé í reglugerðinni eins og hún er í dag, að það eru jú parkljósin sem skipta máli, en ekki mælaborðsljósin…:)Annars hef ég aldrei almennilega skilið af hverju það má ekki setja inn ástæður reglanna inn í reglutextann. Einhvernvegin hefði ég haldið að öll heilbrigð skynsemi segði að ástæðan væri jú það sem skipti mestu máli…!
Kveðja
Rúnar.
18.01.2004 at 21:07 #484768Eru mjög góðir í þessu.
Blossi (sem núna er runninn inn í Framtak), tók upp túrbínu hjá mér fyrir nokkrum árum. Kostaði ekkert sérstaklega mikið (slatta samt).
Túrbínan eins og ný á eftir, og hefur verið það síðan (90-100.000 km síðan). Hún er núna að skríða í 300.000 km aldur (í það minnsta), er frá 1985. Þannig að þetta dót getur alveg ennst ágætlega.kv
Rúnar.
17.01.2004 at 12:03 #484224Hiluxinn hjá mér er að eyða svona ca 12-14 lítrum sýnist mér, og skiptir litlu hvort það er innanbæjar eða á langkeyrslu (enda á 5.71 hlutföllum). Hef þó náð að eyða 18 lítrum frá Selfossi í Hrauneyjar, sem mér skilst að séu um 100 km. Eyðslan minnkaði töluvert við að setja túrbínuna í.
Í snjókeyrslu, fer ég með ca einn tank á dag, og skiptir þá litlu hver vegalengdin er. T.d. fór ég með 60 lítra frá Skálafellsjökli yfir á Grímsfjall í Dömu túrnum fræga, sem er í beyglaðri loftlínu rúmir 70 kílómetrar. Sem sægt rétt tæplega 100 á hundraðið. Þannig finnst mér 35 lítrarnir hans Benna vera frekar hæpnir.
Annars er miklu skynsamlegra að reikna eyðsluna út frá tíma frekar en vegalengd, þar sem vélin brennir jú eldsneyti út frá áreynslu og tímaeiningu en ekki ekinni vegalengd.Kveðja
Rúnar.
17.01.2004 at 11:35 #484612Einhverjir sem hafa verið að setja opnar síur í þessa bíla hafa lent í því að eyðileggja loftflæðimælinn. Yfir 40.000 kr þar.
Skilst að það séu einhverjir speiglar inni í mælinum sem rispast og hætta að virka.Kveðja
Rúnar
12.01.2004 at 14:53 #483652Myndir af honum að burra yfir í myndaalbúminu mínu.
kv.
Rúnar.
09.01.2004 at 16:46 #483426Það hefur nú fleirum þótt notarlegt að rúlla í förunum eftir gráa fiskikarið, allavega svona í svipuðu færi og var í jökultúrnum góða…
Reyndar rámar mig í að hafa séð vel röraðan dadda með hrúgu af læsingum, milligírum, ástralíutannhjólum og guð má vita hvað, einhverstaðar í öðru horninu á baksýnisspeglinum á fiskikarinu í túrnum góða. Ekki dreif hann nú neitt mikið betur en Þorrinn á hálfbreyttri dömunni. Minnir nú reyndar líka að Jóinn hafi nú bara drifið ágætlega þessa helgina, enda ekki jafn vel vopnaður snjóakkerum eins og Þorrinn.
Svo er ég reyndar líka búinn að fá staðfestinu frá flestum heittrúuðustu stofnendum Datsúnkirkjunar að færi eins og var í túrnum góða, er nú bara doltið þungt, líka fyrir Datsún
Kveðja
Rúnar.
09.01.2004 at 10:30 #483704Gæti verið orðinn slappur, þannig að stöngin nái að rekast einhversstaðar í þegar vélin hreyfist.
Rúnar
-
AuthorReplies