Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.05.2004 at 09:11 #502439
Er með skynjarann fyrir aftan túrbínu hjá mér, og hitinn getur farið upp í 600-650 gráður þar, og er mælirinn þá kominn upp á rautt. Bílinn reykir ekkert undir þeim aðstæðum.
kv.
Rúnar.
13.05.2004 at 10:28 #502099Svona svipað og er undir linknum GPS hér að ofan?
Rúnar
06.05.2004 at 11:03 #501504Ef þú ert að skrölta eftir mjög grýttum slóða þá eru töluverðar lýkur á að þú skemmir felgurnar á steinum, ef þær eru mjög breiðar í hlutfalli við dekkin. Sérstaklega ef þú ert á álfelgum.
Svo finnur maður að það er aðeins öðruvísi tilfinning í stýrinu ef maður er á hlutfallslega lágum en útvíðum dekkjum, en það skiptir svo sem engu.
Þá getur sólinn á dekkinu orðið pínulitið afbakaður í laginu sem getur valdið missliti á dekkinu (kantarnir slitnað hraðar).
Rúnar.
06.05.2004 at 10:21 #501213Er alveg viss um að ég hafi séð einn svona Rubicon á Miklubrautinni um daginn. Gulur að lit og bara skratti töff.
kv.
Rúnar.
04.05.2004 at 09:08 #501085Pattinn er ekki með fljótandi afturhásingu, er það sem kallast semi-floating held ég. Hún er með bara eina legu hvoru megin að aftan, sem er reyndar tvöföld, og er bara stór.
Einhverjir hafa fjarlægt innri pakkdósina úr afturhásingunni svo að legurnar verði smurðar með drifolíunni af afturdrifinu. Þeir segja að það lengi endinguna á þeim verulega.
kv.
Rúnar.
29.04.2004 at 11:52 #500601Á þetta nokkuð við um mig? Á þetta ekki bara við um alla hina?
Bara svona spyr….
Rúnar.
27.04.2004 at 13:01 #500235Ég þekki nú eitthvað til þarna fyrir vestan. Veit nú ekki hvernig jarðirnar liggja þarna nákvæmlega, en allavega er sandurinn allur í einkaeigu. Þá liggur sandurinn fyrir neðan býlin, þannig að þeir sem eru að spóla þarna um eru eiginlega að spóla um á einkalandi, og það fyrir framan stofugluggann hjá eigandanum! Eigandinn þarf svo að horfa á hjólförin í "bakgarðinum" hjá sér þar til vindur og regn afmá þau eftir einhverjar vikur eða mánuði.
Veit til þess að aðilar þarna á sandinum hafa verið að kvarta undan þessari hegðun í áraraðir, áratugi eiginlega.
Kveðja
Rúnar.
23.04.2004 at 15:44 #499913Þessi stöðluðu kassar eru ágætir svo langt sem þeir ná, sem er bara því miður ekkert voða langt, eða réttara sagt, duga ekkert voða lengi ef þú lendir í einhverju.
Þeir eru fullir af allskonar dóti, dóti sem fæst okkar vita til hvers er og rugla okkur bara. Þegar maður þarf svo að gera að einhverjum sárum þá er alltof lítið af sáraumbúðum í þeim.
Heyrði einu sinni alveg snilldar lýsingu á því sem nauðsinlega þarf að vera í sjúkrakassa. Það eru bara þrír hlutir, grisjur (svona "brunasáragrisjur", grisjur sem festast ekki í sárinu), tegjubindi og heftiplástur, og af þessu skal vera NÓG… Annað er gott að hafa, en er ekki "nauðsinlegt". Með þessum þremur hlutum er hægt er tjasla saman flestu sem á annað borð hægt að tjasla saman. Þessi lýsing kemur frá (að ég held) gauk sem keypti í skyndihjálp fyrir Rauða Krossinn.
Ég ætla svo sem ekki að mæla með því að menn hendi plástrunum, sáraböglinum, parkódíninu og fatlanum úr kassanum, en mæli þó með að menn bæti svolítið við af þessu þrennu í staðlaða kassann sinn, og þá sérstaklega af grisjum (þær eru fjótar að fara, mjög fljótar).
Þá er nóg að hafa bara eina stærð af grisjum (10×10 cm). Það er hægt að klippa þær niður ef þarf, sem og að láta fleiri en eina á stórt sár.Þá er strigateyp alveg snilld að hafa með sér. Það er nefnilega hægt að nota bæði á bílinn og í staðin fyrir teygjubindi í ýmsum aðstæðum.
Kveðja
Rúnar (með hálfan kassann sinn fullan af grisjum).
19.04.2004 at 11:55 #478786Prófaði misfjöðrunareiginleika afturhásingarinnar hjá mér í gær.
Jafnfjöðrunin eru einhverjir rétt rúmir 25 cm, sem er svo sem ekkert merkilegt, en misfjöðrunin reyndist heilir 50 cm(frá dekki upp í body, dekk hinumegin alveg upp í bodyi) Ástæðan fyrir þessum mikla mun er væntanlega að gormarnir eru innan grindar hjá mér, sem og dempararnir. Stoppararnir eru undir grindarbitunum.Með IFS væri misfjöðrunin víst bara 25cm….
Ekki það að þetta skipti neinu máli, en mér fannst þetta bara doltið forvitnilegt.
Kv
Rúnar.
16.04.2004 at 15:09 #499065Fór þarna uppeftir á Föstudaginn langa, og vegurinn var töluvert mikið grafinn eftir vatn. Enginn snjór, smá klakaflákar, sandbleytur í Vatnakvíslinni, eitthvað um vatn á veginum, en engin drulla frekar en fyrri daginn á þessari leið.
Töluverð umferð.
En, lokaður vegur er lokaður vegur.
Og rosalega held ég að það sé lítið eftir af veginum yfir Mógilshöfðana eftir þennan veturinn.
kv.
Rúnar.
05.04.2004 at 13:05 #502965Ef ég man rétt er fastagjaldið af týpískum jeppa um 140.000 kr í dag. Til að borga sama gjald í olíugjaldi (45kr) þarf rétt rúmlega 3.100 lítra á ári, eða um 260 lítra á mánuði. Miðað við mína eyðslu, þá kem ég út í plús ef ég fer aldrei á fjöll, en í mínus annars.
kv.
Rúnar.
05.04.2004 at 13:05 #495635Ef ég man rétt er fastagjaldið af týpískum jeppa um 140.000 kr í dag. Til að borga sama gjald í olíugjaldi (45kr) þarf rétt rúmlega 3.100 lítra á ári, eða um 260 lítra á mánuði. Miðað við mína eyðslu, þá kem ég út í plús ef ég fer aldrei á fjöll, en í mínus annars.
kv.
Rúnar.
01.04.2004 at 10:49 #502321Gleðigúmíin (Fun Country) dekkinn hafa þann kost að vera létt og bælast vel. Flest önnur dekk í þessum stærðarflokki eru mikið þyngri og stífari.
Super swamperinn virðis vera mjög vinsæll meðal þyngri og aflmeyri bíla, virðist virka betur þar en gleðigúmíin. Gleðigúmíin viðast virka betur á léttari og aflminni bílum.
01.04.2004 at 10:49 #495004Gleðigúmíin (Fun Country) dekkinn hafa þann kost að vera létt og bælast vel. Flest önnur dekk í þessum stærðarflokki eru mikið þyngri og stífari.
Super swamperinn virðis vera mjög vinsæll meðal þyngri og aflmeyri bíla, virðist virka betur þar en gleðigúmíin. Gleðigúmíin viðast virka betur á léttari og aflminni bílum.
23.03.2004 at 12:57 #493243Það er bólstrari í Kópavogi, í Auðbrekkunni held ég (sérð skilti frá þeim þegar þau keyrir frá Reykjavík og yfir Kópavoginn, Kringlumýrarbrautina). Hann myndi örugglega bólstra fyrir þig.
Þá held ég að Helgi í Bílaskjóli hafi verið að bólstra bílasæti. Hann saumaði sætacover á aftursætin á Patrolum HSSR, og var sanngjarn í verði, og gerði það vel. Getur reyndar verið vandamál að fá almennileg efni í þetta.
Kveðja
Rúnar.
23.03.2004 at 12:57 #500513Það er bólstrari í Kópavogi, í Auðbrekkunni held ég (sérð skilti frá þeim þegar þau keyrir frá Reykjavík og yfir Kópavoginn, Kringlumýrarbrautina). Hann myndi örugglega bólstra fyrir þig.
Þá held ég að Helgi í Bílaskjóli hafi verið að bólstra bílasæti. Hann saumaði sætacover á aftursætin á Patrolum HSSR, og var sanngjarn í verði, og gerði það vel. Getur reyndar verið vandamál að fá almennileg efni í þetta.
Kveðja
Rúnar.
12.03.2004 at 09:13 #497965Hvar besti staðurinn er bara persónulegt atriði.
Afturendinn hentar mjög vel á einkabíl, þar sem ekki eru sömu afturendaþyndgdarvandamál og á oflestuðum björgunarsveitarbíl. Og þá er umgangur um afturhurðirnar á einkabílum miklu minni en á björgunarsveitarbíl og því í lagi að hafa meiri þyngd hangandi á þeim.Þakið er einnig gott, svo lengi sem það er ekki þegar fulllestað af skíðum, skóflum og tengdamömmuboxum með teppum, börum og öðru slíku drasli. Þá er líka hætta á að þungir hlutir á skíðabogum breytist í tundurskeyti við árekstur. Örugglega ekkert þægilegt að fá flúgandi drullutjakk í andlitið.
Framstuðarinn er ágætur líka. Tjakkurinn aldrei fyrir og drifgeta flestra bíla eykst ef eitthvað við aukna þyngd að framan. Þó er þessi staður með þeim afmörkum að ef bíllinn dettur á nefið ofaní eitthvað, þá er dótið óaðgengilegt með meiru. Fyrir félagslinda björgunarsveitarbíla úr höfuðstaðnum skiptir þetta þó engu máli þar sem þeir ferðast alltaf í hópum.
Sem sagt, bara hugsa smá og ákveða svo hvað hentar þér best.
kv
Rúnar.
12.03.2004 at 09:13 #491272Hvar besti staðurinn er bara persónulegt atriði.
Afturendinn hentar mjög vel á einkabíl, þar sem ekki eru sömu afturendaþyndgdarvandamál og á oflestuðum björgunarsveitarbíl. Og þá er umgangur um afturhurðirnar á einkabílum miklu minni en á björgunarsveitarbíl og því í lagi að hafa meiri þyngd hangandi á þeim.Þakið er einnig gott, svo lengi sem það er ekki þegar fulllestað af skíðum, skóflum og tengdamömmuboxum með teppum, börum og öðru slíku drasli. Þá er líka hætta á að þungir hlutir á skíðabogum breytist í tundurskeyti við árekstur. Örugglega ekkert þægilegt að fá flúgandi drullutjakk í andlitið.
Framstuðarinn er ágætur líka. Tjakkurinn aldrei fyrir og drifgeta flestra bíla eykst ef eitthvað við aukna þyngd að framan. Þó er þessi staður með þeim afmörkum að ef bíllinn dettur á nefið ofaní eitthvað, þá er dótið óaðgengilegt með meiru. Fyrir félagslinda björgunarsveitarbíla úr höfuðstaðnum skiptir þetta þó engu máli þar sem þeir ferðast alltaf í hópum.
Sem sagt, bara hugsa smá og ákveða svo hvað hentar þér best.
kv
Rúnar.
09.03.2004 at 19:29 #497881Aðrar heimildir eru úr toppstykki undirritaðs og birtar án gæsalappa og án allrar ábyrgðar…
kv
Rúnar.
09.03.2004 at 19:29 #491228Aðrar heimildir eru úr toppstykki undirritaðs og birtar án gæsalappa og án allrar ábyrgðar…
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies