Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.10.2004 at 14:21 #506602
Framendi á Hilux er hátt í 1200 kg, svo það eru á milli 500 og 600 kg á hvoru dekki.
2psi er drifmesti þrýstingurinn í GHII á 14" breiðum felgum undir svoleiðis bíl. Undir 2 psi gerist ekkert jákvætt (né neikvætt reyndar) og líklega bera dekkin vart bílinn á 1 psi.
Átti einu sinni 38" super swampera (ekki SSR), þau byrjuðu eiginlega ekki að virka sem 38" dekk fyrr en maður var kominn niður í 2psi, og þá gat maður farið að byrja að hleypa úr. Drifgetan á þeim í erfiðum aðstæðum varð ekki almennileg fyrr enn maður fór úr 1psi niður í 0+psi. Engin þörf fyrir loftmæli…
Það dekk "bar bílinn alveg" á 1 psi (og gripið í þeim var æðislegt)Í ofangreindum flot-pælingum gleymist að gera ráð fyrir burðinum í hliðum dekksins, og líklega eiginlega ekki hægt með góðu.
Svo er bara spurning hvort það hafi raunverulega verið undir einu pundi í dekkjunum.
kv
Rúnar.
21.10.2004 at 13:53 #506484Michelin framleiðir 40" radial (325/85R16), þung og sterk dekk, oft notuð sem sumardekk undir Forda.
Svo var Goodyear kominn með 40" radial ef ég man rétt.
Þannig að þetta eru ekki einu stóru radíaldekkin, en öll eiga þau það sameiginlegt að vera frekar mjó.
kv
Rúnar.
20.10.2004 at 17:31 #506390Verslun í skeifunni (Poulsen held ég), þar sem Fjöðrin var og hét, selur gúmí í metravís. Ýmsar þykktir og gerðir.
kv
Rúnar.
19.10.2004 at 12:46 #506364Sumar suður virðast halda þó hleypt sé úr, aðrar ekki. Hef góða reynslu af suðum frá Höfðadekki.
Jeppadekk sem ekki má hleypa úr er bara ónothæft, eins og Einar benti á.
kv
Rúnar.
18.10.2004 at 12:37 #506306Hætti að þurfa að nota 4wd innanbæjar eftir skurðinn.
Persónlulega myndi samt frekar velja bjórinn
kv
Rúnar.
18.10.2004 at 11:53 #506298Sporvíddin á 80 bílnum er meiri, og "felguboltasporvíddin" á 80 bílnum er enn meiri (80 bíllinn er á innvíðari felgum en 60 bílinn).
Öxlarnir á 80 bílnum (kúluliðirnir nánar tiltekið) eru miklu sterkari en á 60 bílnum.80 bíllinn er sem sagt með lélegra drif en sterkri öxla… sniðugt.
kv
Rúnar.
22.09.2004 at 12:00 #50539622.09.2004 at 08:32 #505392Ég get nú ekki séð á þessum bækling annað en að það sé svokölluð "heavy duty all terrain suspension (ATS)" undir honum sem getur jú samkvæmt skilgreiningu bara þýtt rör og það með stóru R’i.
Ekki það, Pattinn á eftir að enda með "light duty high maintenance suspension", eða klöfum, bæði að framan og aftan innan skamms.
Defenderinn fer víst á klafa líka 2008 (framan og sum módel að aftan líka), og þá er nú fokið í flest skjól fyrir gauka eins og mig sem vilja bara einfaldleika, styrk og engin helvítis rennblaut teppi á gólfinu; eða dýra bilaða rafmagnsmódula sem í raun hafa aldrei gert neitt fyrir mann.
kveðja
Rúnar.
21.09.2004 at 11:14 #506104"25% bílaeignar landsmanna bönnuð í miðborginni." Hljómar ekkert sérstaklega gáfulegt (ekki það að maður sé nú mikið að flækjast niðri í bæ á á hálf fötluðum jeppanum). Er eiginlega bara arfavitlaust. Ef borgin vill minnka mengun og umferð í miðbænum þá er eina lausnin að koma upp nothæfum almenningssamgögnum sem ekki byggjast upp á grútarbrennurum. Fólk fer ekki að nota almenningssamgöngur fyrr en þær verða þægilegri kostur en bíllinn.
En Ofsi, hvaða máli skiptir það þó að það verði bannað að aka niður Skaftafellsjökul? Einhvernvegin efast ég stórlega um að hann sé yfir höfuð fær jeppum, hefur allavega reynst göngumönnum nógu erfiður í gegnum tíðina. Eða ertu kannski að meina Skeiðarárjökul?
kv
Rúnar.
21.09.2004 at 09:13 #505972Minn er að eyða 12-13 lítrum og skiptir þá litlu hvort það er innanbæjar eða utan. 38" 5:71 turbó intercooler. Reykir ekkert undir álægi, en getur gefið frá sér svona reyksprengjur áður en túrbínan kemur inn, ef maður passar sig ekki.
Á góðum degi hef ég reyndar náð 20 lítrum, tíu yfir í góðum mótvindi upp þjórsárdalinn…
kv
Rúnar.
13.09.2004 at 09:20 #505692Garretinn hvu vera rosalega níceastur.
Sjálfur er ég með upptekna 19 ára gamla Toyota turbínu af 2L-T bíl, keyrða eitthvað yfir 300.000 km. Eftir að sú túrbína fékk 2.5" púst ALVEG upp að túrbínuhúsinu þá virkar hún alveg ágætlega, er að blása einhver 10 pund (8 pund inn á vél, týnir tveimur í millikælinum).
Ætlaði nú aldrei að keyra lengi á henni, enda komin sprunga í afgashúsið. En hún neitar bara að gefast upp, keyrir bara og keyrir, eins og sönn Toyota.Kosturinn við orginal Toyota turbínuna er að hún boltast (nánanast) beint á orginal Toyota pústgrein. Er sjálfur með túrbínu frá 1985 á 1995 vél, með 2000 pústgrein. Eina sem þurfti að gera var að snúa aðeins upp á turbínuna til að fá réttann halla á hana, og smíða nýtt púströr frá henni.
ARB framleiðir turbókit, og notar til þess túrbínur frá hinum ýmsu aðilum, aðalega Garret.
kv
Rúnar.
10.09.2004 at 13:06 #505594Myndi vilja sjá allar deildirnar með sínar síður á vef klúbbsinns, myndi líklega auka samskiptinn og þarf af leiðandi samstarfið, milli deilda.
Einn klúbbur, einn vefur (eða var það ekki annars eitthvað svoleiðis
Svo er bara að passa sig að fara ekki á FF (FídusaFyllerý), það er dýrt.
Og ennþá dýrara, miklu dýrara, er að hafa vefinn ekki að fullu hannaðann áður en byrjað er að smíða hann.Kv
Rúnar."Sjaldan er góð vísa of oft kveðin".
09.09.2004 at 09:46 #500975Enn verra er það nú þegar menn telja trabantinn sinn vera Benz…..:)
kveðja
Rúnar.
09.09.2004 at 09:46 #493687Enn verra er það nú þegar menn telja trabantinn sinn vera Benz…..:)
kveðja
Rúnar.
06.09.2004 at 11:18 #505382en lifi og hrærist í þessu 1% eins og svo margir aðrir hérna.
kv.
Rúnar.
06.09.2004 at 10:05 #505378Það er búinn að vera orðrómur um þessa sexu síðan þriggja lítra vélin kom út, þ.e.a.s. hvort það kæmi ekki sex strokka útgáfa af henni. Virðist vera eitthvað til í því.
Pattinn á örugglega eftir að missa framhásinguna eins og allir aðrir, enda klafar yfirburða system í 99% allra almenna tilfella. Það gerist varla fyrr en 2006-2008, þegar bíllinn verður endurnýjaður frá grunni.
2008-2010 (minnir mig) ætlar Ford að koma með nýjan rolluflutningavagn, sem á að vera á hásingum og hafa möguleika á v6 diesel (190 hp) og jafnvel v8 Diesel (250 hp). Minnir að þessar vélar séu frá Renault/Volvo.
Hljómar ekkert illa.kveðja
Rúnar.
09.06.2004 at 09:18 #503664Ég lét taka spíssana upp hjá mér í kringum 160.000 (Hilux). Fann mun í eyðslu og krafti, og reykur minnkaði töluvert.
kv
Rúnar.
08.06.2004 at 10:36 #503658Slappir síssar geta valdið aukninni mengun, sem og minna afli og meiri eyðslu.
Kv.
Rúnar
27.05.2004 at 10:42 #503185Mesta hættan af þessu er væntanlega ef þú keyrir á annan bíl, eða ef annar bíll keyrir á þig.
Þá getur brúsinn sprungið og innihaldið sprautast yfir bíl og menn, og þar með talið sjóðheita pústgreinina, með viðeigandi íkveikjuhættu, sem er sennilega frekar vont þar sem farþegar í viðeigandi bílum hafa eflaust fengið einhverjar gusur yfir sig, og gætu þar að auki verið fastir í bílunum.
Þá eru þessar festingar frekar óæskilegar undirakstursvarnir, sérstaklega ef fólksbíll lendir framan á jeppa með svona festingu. Fara sennilega frekar ílla með fólksbílinn.kv
Rúnar.
17.05.2004 at 12:43 #502446Hitamunurinn þarna á milli er að því að ég held háður því hvað túrbínan er að blása miklu. Því hærri þrýstingur þeim mun meyra hitatap (meiri orka sem fer í turbínuna?)
Væntanlega hægt að lesa allt um þetta á netinu, enska orðið fyrir afgashitamæli er Pyrometer.
kveðja
Rúnar.
-
AuthorReplies