Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.01.2005 at 09:57 #514732
Til hamingju með bílinn.
Ég myndi hækk’ann um 10cm á bodý, en hækk’ann minna á grindinni í staðinn.
Fáðu þér Patrol framhásingu, það eru orðið til í þær 4.88:1 hlutföll. Þær hafa ekki verið neitt vandamál með 44" dekk og 6.5 turbó í húddinu. Margfalt ódýrara en að smíða Toyota hásingu, og margfalt léttara en DANA 60. Þurfa reyndar meira legueftirlit en Toyota hásingarnar.
Hvað fjöðrun varðar þá er engin rétt leið, Sjálfur myndi ég halda mig við gorma.
kv
Rúnar.
25.01.2005 at 09:23 #514512Ég verð nú bara að viðukenna það að ég hef aldrei spilað það mikið að ég hafi lent í rafmagnsvandamáli. Svo ég verð bara að segja pass…!
Það er Vacum dæla aftaná alternatornum, sem gerir það að verkum að maður skiptir honum ekkert út bara si svon. Hún gerir þá líka fáránlega dýra.
kv
Rúnar.
24.01.2005 at 15:46 #514496Orginal stærð, Varta.
Hafa ekki klikkað ennþá. Verst að þeir eru ekki seldir lengur. Deka eru góðir geymar einnig.Persónlulega sé ég enga þörf á stærri geymum en orginal (2*75 ampstundir) eru alveg hellingur. Fullt af orku, líka í -20 gráðum.
Þegar orginal Toyota geymarnir hjá mér voru farnir að slappast þá bætti ég bara á þá vatni og notaði með góðum árangri í heilt ár í viðbót.
kv
Rúnar.
20.01.2005 at 09:20 #513830u=2*r*pi er jafnan fyrir umáli hrings (lengd sólans). Á dekki er þessi stærð föst, og breytist ekki við úrhleypingu.
Þar fyrir utan þá gildir þessi formúla fyrir hring (sem er svona kringlótt fyrirbæri), en úrhleypt dekk var síðast þegar ég gáði ekkert sérstaklega vel kringlótt, og er því einfaldlega ekki hringur. Þessi formúla gildir því einfaldlega ekki fyrir úrhleypt dekk.
kv
Rúnar.
19.01.2005 at 14:46 #513826Eftir prófunum hjá andfætlingum okkar:
Fyrst minnkar vegalengdin aðeins frá harðpumpuðu dekki og lítilega úrhleytu dekki.
Svo gerist ekkert óháð því hversu miklu þú hleypir úr, og vegalengdin sem dekkið rúllar er líklega nokkuð jöfn lengd sólans á dekkinu.
Að lokum fer sólinn að böglast og beygjast og þá minnkar vegalengdin aftur.Ef þú tekur dekkið af felgunni, þá að sjálfsögðu gildir formúlan um ummál hrings, enda ekkert gúmi með um sig vafið stálbelti, sem ruglar jöfnuna.
kv
Rúnar
19.01.2005 at 13:44 #513820Sáraeinfalt ekki satt?
Og hljómar rosalega vel, alveg þar til einhver tekur sig til og mælir þetta. Þá verður rosalega erfitt að fá niðurstöðuna til að passa inn í jöfnuna (helv. raunveruleikinn alltaf að flækjast fyrir fræðunum).
Þetta hefur verið mælt hér á landi, sem og hjá andfætlingum okkar og niðustaðan reyndist sú sama (radial dekk). Vegalengdin sem dekkið fer er nokkurnvegin sú sama og lengd sóla dekksins.
Þetta vita líka allir sem hafa hleypt úr, því þú finnur það strax að bíllinn gírast ekkert niður við það.
kv
Rúnar.
19.01.2005 at 10:53 #513806Hvort á ofangreint við Radial dekk eða Diagonal dekk???
Á einum snúningshring jarðýtubeltis fer jarðítan ávalt jafn langt og lengd beltisins, óháð stærð sprocket hjólsins
Það sem Prófessorinn sagði er alveg rétt svo langt sem það nær, sem er því miður ekki alveg nógu langt. Það eru fullt af öðrum hlutum sem hafa áhrif á þetta.
Farðu bara út á plan og mældu þetta.kv
Rúnar.
18.01.2005 at 09:43 #513720Það eru bara tvö dekk undir þetta létta bíla sem virka og það eru mödder og GH.
Sjálfur er ég með 14" felgur og micróskorinn GH, og þetta drulluvirkar (hásingarbíll).
Var áður á Super Swamper TSL radial og dreif ekki rasgat á þeim. Mjög sterk og fín dekk að öðru leiti.kv
Rúnar.
07.01.2005 at 15:21 #466076gleymdir < fremst og fyrir aftan 4×4…
06.01.2005 at 09:39 #512524Gæti líka verið hægt fyrir þig að ná þér í stýrisarma úr hásingar hilux og nota þá, þá ættu dekkin að hætta að vísa út og suður (ef þeir passa, þ.e.a.s.). Það er á vissan hátt betra að vera með millibilsstöngina að framan, því þar er togátak á henni og því minni líkur á að hún bogni.
ps. Það er Ackerman hornið sem er rangt hjá þér ekki satt…:)
[url=http://www.rctek.com/handling/ackerman_steering_principle.html:2wa6uq16]http://www.rctek.com/handling/ackerman_steering_principle.html[/url:2wa6uq16]
kveðja
Rúnar.
04.01.2005 at 09:58 #512374Fást hjá dekkjaverkstæðunum, stálhettur með þéttigúmíum. Þessi gúmí aflagast oft inn í hettunum og þá hætta þær að halda. Gott að hafa nokkrar til vara.
kv
Rúnar.
30.12.2004 at 14:39 #511856Upp úr hádeginu voru þau ekki komin ofanaf jökli, en færið orðið mun betra sem og veðrið, og rollurnar komnar úr lóló.
kv
Óþveri sem ekki kommst með
29.12.2004 at 10:57 #511932Það eru til helvíti kúl internal beadlocks.
[url=http://www.4wdonline.com/Wheels/Tireloc.html:fa5rd0ph]Tireloc[/url:fa5rd0ph]Reyndar er sá sem framleiddi þetta farinn á hausinn, en mig minnir að einhverjir í Ástralíu séu farnir að framleiða þetta núna. Ekki til í breiddum sem henta okkur en því er eflaust hægt að breyta.
Kostirnir við þetta fram yfir þennan venjulega beadlock eru að þetta er léttara, hefur ekki áhrif á balanceringu, læsir báðum hliðum dekksins, og gæti jafnvel minnkað líkurnar á rifnum hliðum á radial dekkjum (hliðarnar skerast oft af felgunni þegar dekkið klemmist á milli felgu og undirlags).Væri vel þess virði að prófa þetta.
kv
Rúnar.
23.12.2004 at 11:23 #511428Fíringarnar hita kælivatnið og vélarblokkina, en smurolían er öll niðri í pönnuninni og varla hitnar hún mikið, eða hvað?
bara svona að spögulera.
kv
Rúnar (sem bara klæðir sig aðeins betur).
22.12.2004 at 15:20 #511392"Keep It Simple Stubit" er lögmál sem vert er að hafa í huga.
Það sem ekki er á staðnum bilar ekki. Ekkert gaman að vera á biluðum bíl í Afríku.Ég myndi tékka á Bílabúð Benna, hvort ekki séu til OME gormar undir dýrið að aftan. OME eru fjörðunarkerfi sem aðalega eru ætluð að auka burð bíla (eða réttara sagt að bæta aksturseiginleika bíla sem eru lestaðir). Einhversstaðar til bæklingur á netinum um hvað er í boði frá þeim.
kv
Rúnar.
22.12.2004 at 10:16 #195081Það var svo sem eftir því….
White house wants plans for GPS shutdown
…en maður má svo sem ekki vera fúll, þeir eiga víst kerfið.
15.12.2004 at 09:38 #509648Sem eru settir innarlega, eru bara ávísun á bognar eða brotnar hásingar. Stuðpúðar sem eru innarlega valda einnig óæskilega miklu misfjöðrunarsviði…! Þ.e.a.s. til að hafa pláss fyrir alvöru dekk undir bíl með slíku fjöðrunarsviði þá þarf bíllinn annaðhvort að vera óæskilega hár eða með bretti sem ná upp fyrir húdd (eða eitthvað í þá áttina).
Stuðpúðar eiga að vera eins utarlega og hægt er (og hananaú).Hvað lið 2 varðar þá verð ég nú að viðukenna að mér finnst þetta reyndar pínu skítið. Held reyndar að ég hafi séð þetta áður á einhverjum rútum sem halda að þær séu jeppar. Held að það hljóti nú samt að vera betra að hafa þverstífuna sem næst hásingunni.
Gormar eða loftpúðar? Af hverju að eyðileggja svona æðislegan bíl með einhverju loftpúða klúðri? Eru ekki flestir loftpúðar aðeins með um 25cm fjöðrunarsvið, sem er mun minna en 30cm sem félagarnir þykjast vera að ná
Stífulengd? Stuttar stífur bogna síður en langar, og í four link fjöðrun skiptir lengdin engu lykilmáli.
kv
Rúnar.Ekki vera svo með þessa helvítis neikvæðni. Jákvæðni er miklu skemmtilegri.
10.12.2004 at 11:52 #195030Veit einhver hvað framhásing á Hilux vegur? Einhverjir hljóta nú að vera búnir að vikta þetta…
kv
Rúnar.
09.12.2004 at 13:30 #510710Líka þegar brunahitinn í cylindrunum verður of mikill. Sem er líklega ástæðan fyrir því að mörg hedd af vélum með tölvukubbum eða olíuverkum "stilltum með Ártúnsbrekkunni" hafa sprungið. Og er eflaust ástæðan fyrir mörgum af sprungnu Datsún heddunum. Þegar maður skrúfar upp olíuna þá á maður líka að skrúfa upp túrbínuna til að halda jafnvæginu réttu.
Svo eru líka til vélar sem eru einfaldlega með sprungin hedd, og spurningin er bara hvenær það verður að vandamáli….!
kv
Rúnar.
08.12.2004 at 15:11 #510446Hvellur í Kópavogi selur ágætis snjókeðjur sem eru nauðsin til að komast eitthvað áfram á þessum DC dekkjum í blautu færi.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies