Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.07.2005 at 09:55 #524820
Var að láta framleiða þessi hlutföll síðast þegar ég vissi (fyrir ca 5 árum síðan).
kv
Rúnar.
01.07.2005 at 10:22 #524580Að hafa diselinn svona dýrann. Í Danaveldi er diselinn ennþá ca 10% ódýrari en bensínið, þrátt fyrir "heimsmarkaðsverð". Kannski það sé eitthvað annað heimsmarkaðsverð í gildi í kóngsins köben? Hvur veit.
Allavega, það verður skrýtið að þurfa að punga út 20.000 kr til að fylla fákinn. Hræddur um að ferðamennskan breytist eitthvað hjá manni.
Svartur dagur fyrir okkur.
En svo maður líti nú á jákvæðu hliðarnar, þá er nú orðinn "raunhæfur" kostur að fá sér alvöru vél í fákinn.
kv
Rúnar.
24.06.2005 at 09:37 #524480Artictrucks voru með umboðið fyrir ligthforce fyrir nokkrum árum. Eru eflaust með það ennþá.
kv
Rúnar.
22.06.2005 at 14:45 #524378Ég hef nú aldrei skilið þessa umræðu um þessi blessuðu gatnamót, og hina rosalega fínu töfralausn sem fellst í því að búa til mislæg gatnamót þarna (og flytja vandamálið aðeins vestar í bæinn).
Ég skil heldur ekki af hverju það er ekki fyrir löngu síðan (svona áratug eða tveimur) búið að fjarlæga stórann hluta af umferðaþunganum á þessum gatnamótum með því að gera veg undir Öskjuhlíðinni (Hliðarfótinn).
Með mislægum gatnamótum í botni Fossvogsins og vegi undir Öskjuhlíðinni væri stæðsti hluti umferðarinnar fluttur frá gatnamótunum og beint þangað sem hann er að fara, að Landspítalanum og Háskólanum.Svo mætti þess vegna bara banna vinstri beygjuna frá Kringlumýrarbraut yfir á Miklubraut.
Annars er Miklabrautin orðin það mikil gata að það ættu ekki að vera ein einustu tvívíðu gatnamót á henni.
kv
Rúnar.
20.06.2005 at 12:51 #524264Trúi því nú vart að umferðastofa sé að þessu.
Ef þetta er satt þá er verið að banna meira en 35" breytingar á öllum nýjum bílum, fyrir utan Defender (ennþá) og Patrol.
það er svolítið mikil breyting á núverandi reglum, og er eiginlega dauðadómur fyrir jeppabreytingar (sem maður hefur nú reyndar á tilfinningunni að sé draumur umferðastofu, einhverrja hluta vegna).
Frekar alvarlegt mál.
kv
Rúnar.
20.06.2005 at 12:37 #524262Ekkert óalgegnt að dekk undir bílum með sjálfstæða fjöðrun halli frekar skringilega stundum.
Skoðaðu t.d. stellingarnar á afturdekkjunum undir lestuðum Benz 190 næst þegar þú sérð svoleiðis apparat. Nú eða bara undir óbreyttum Pajero. Þau halla öll verulega og "eiga" að gera það. Hefur ekkert með stór eða lítil dekk að gera, heldur hleðslu.Fólk tekur kannski frekar eftir þessu á bílum með stór dekk, og ákveður með det samme að þetta sé stórhættulegt og allt dekkjunum að kenna.
Þessi hegðun eða sambærileg er á öllum bílum sem ekki hafa heila hásingu. Ástæðan er að heil hásing er eina setupið þar sem stelling dekkjana fer eftir veginum undir þeim og er óháð stellingunni á bodíinu yfir þeim. Á bílum með sjálfstæða fjöðrun, þá fer stelling dekkjana á einn eða annann hátt alltaf eftir stellingunni á bodyinu en ekki götunni.
Ef aðeins annað dekkið hallar, þá er nú líklega eitthvað annað í gangi. Líklega einhver stilling sem hefur vanstillst.
Kostur eða galli? Svarið er við þeirri spurningu er bara já.
kv
Rúnar.
20.06.2005 at 10:52 #524286Síðan hefur nú reyndar alltaf dottið töluvert niður yfir hásumarið. Þannig að það er nú kannski ekki alveg að marka samanburðinn þessa dagana.
Tek nú reyndar alveg undir þetta með að það sé erfitt að setja inn mynd. Var örugglega í 15 mínutur að finna linkinn til þess hérna um daginn, og þurfti svo þrjár tilraunir til að koma myndinni inn!
kv
Runar.
20.06.2005 at 10:41 #524196Er mánudagur og rigning kannski líka…?
Djöfull er hægt að misskilja það sem maður skrifar hérnaVar bara í sakleysi mínu að miðla af reynslu minni af því að ferðast með pöttum með svona búnaði. Skal passa mig á því næst að segja bara jákvæðar reynslusögur af pöttum (líklega vissara þegar Gísli er annarsvegar
Annars er hann Ægir upp á hálsum með manna mesta reynslu á að mixa svona búnað í bíla.
kv
Rúnar.
19.06.2005 at 21:09 #524190er náttúrulega alls ekki sambærilegur við eftirámixið fyrir aðra bíla. Ef það væri gert ráð fyrir úrhleypibúnaði orginal í növunum á flestum bílum, þá væri það engin spurning að allir væru með þetta.
Sjálfur dreplangar mig til að geta hleypt úr og í innanúr bíl, en hef engann áhuga á mixinu sem er nauðsinlegt til að gera það að veruleika á venjulegum jeppa.
kv
Rúnar.
19.06.2005 at 17:28 #524188Mér hefur sýnst sem þessi búnaður sé almennt óttarlega viðhaldsfrekur og viðkvæmur. En þetta virðist líka vera svakalega þægilegt þegar þetta virkar.
Einn galli við svona búnað í Pattanum er að það er settur hringur (kragi) á afturöxulinn, aftan við felguboltana. Þessi kragi gerir það að verkum að það er ekki hægt að skipta um felgubolta að aftan með góðu (þarf að taka öxulinn úr og setja hann í pressu). Gott ef það þarf ekki að taka legurnar af…
Þekki þetta ekki af eigin reynslu heldur frá vinum og vandamönnum.
kv
Rúnar.
17.06.2005 at 20:35 #524168Hvað annað getur það svo sem verið.
kv
Rúnar.
12.06.2005 at 10:49 #457584DC hefur þá kosti fram yfir hin dekkin að bælast betur og virka betur undir léttari bílum. Mynstrið á þeim er hinsvegar frekar ömuglegt (bara mín skoðun að sjálfsögðu). Þau taka einnig minna afl frá bílum þegar þau eru passlega mikið úrhleypt.
Hin dekkin flest eru stífari, þurfa meira afl, en eru gripmeiri. Þau virka betur undir þungum bílum.
Útkoman er að stórir kraftmiklir bílar (Linerar og svoleiðis) nota oft Swampera, en "léttir" bílar (pattar og svoleiðis) virka betur með gleðigúmíunum.
Það er ekki hægt að bera saman 44" og 38" dekk, þó svo að þau heiti það sama. 38"dc og 44"dc hafa t.d. ekkert sameiginlegt nema mynstur sem lítur svipað út.
kv
Rúnar
08.06.2005 at 12:00 #523864Þess ber að geta að Árskrarðsleiðin er strangt til getið "lokuð" vegna aurbleitu þó svo að Kjalvegur opni….
Það er allavega mín reynsla og skoðun af henni.
Snjóa leysir seint þarna og er svæðið eitt forarsvað oft löngu eftir að Kjalvegur opnar.
Vorið 2000 snéri ég við þarna eftir að Kjalvegur var opnaður formlega. Sá þó að menn höfðu verið að keyra þarna og það því miður út um hóla og hæðir til að forðast drullupittina á slóðanum sjálfum.Leiðinda hegðun.
kv
Rúnar.
30.05.2005 at 14:00 #523652í 80 cruiser er 8" reverse, ekki 7.5". Er reverse útgáfa af venjulegu Hilux afturdrifi.
kv
Rúnar.
25.05.2005 at 14:20 #523474Verður ekki örugglega einn svona miði prentaður á risastórt skilti og það rekið niður í jörðina á leiðinni frá Seyðisfirði til Egilsstaða?
kv
Rúnar.
24.05.2005 at 08:33 #523382Ég mótmæli þessari grein sem er í raun ekkert annað en bann við akstri á snævi þakinni jörð.
Þá er ég hræddur um að greinin geri reglugerðina að marklausu plaggi þar sem öllum er ljóst að enginn kemur til með að fara eftir þessu ákvæði, þar sem það er einfaldlega ekki hægt. Þá er heldur engin ástæða til að fara eftir þessu ákvæði út frá umhverfivernd, eins og allir sem til þekkja vita.Rúnar Sigurjónsson
kt 060471-5179
R-2018
03.05.2005 at 14:39 #522134eru svona 99.9 prósent að þetta sé ekki til.
Ozi’inn lýtur út fyrir að vera skrifaður í Delphi sem er Windows forritunarmál. Reyndar til orðið einhverskonar linux útgáfa af því. Hef enga trú á að það hafi verið portað þangað yfir.
Sérð þetta annars á heimasíðu Þeirra Ozí hjóna.
kv
Rúnar.
02.05.2005 at 15:08 #522062Er þetta ekki í annað sinn sem vélin í þessum bíl hrynur?
kv
Rúnar.
26.04.2005 at 15:14 #521446Veit einhver hvaða gjöld við erum að greiða af bensíni?
Er það meira eða minna en verður af Dieselnum?kv
Rúnar
25.04.2005 at 13:44 #521440Kostaði diesel líterinn um 25 kr, ef ég man rétt, eða um helminginn af því sem hann kostar í dag.
Ætli samkeppnin hafi einhver áhrif….
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies