Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.09.2005 at 10:51 #526514
Þessum bíl var breytt 2000 og því orðinn 5 ára, og niðurfellinginn á tollum og gjöldum því orðin afskrifuð, og því akkúrat hagstæðast fyrir björgunarsveitina að selja núna og endurnýja. Ódýrast svoleiðis, og það er jú ekki eins og þessar sveitir beint vaði í peningum.
Annars hlítur magginn eitthvað hafa lesið öfugt á dekkinn sem hann hefur verið að skoða, hann hlýtur að hafa verið að spá í 49"
kv
Rúnar.
08.09.2005 at 15:27 #526460Það kostar náttúrulega sitt að láta senda þetta yfir hálfan hnöttinn, þó svo að sá kostnaður sé nú reyndar bara fyndinn miðað við hvað ónefnt bifreiðarumboð hefur reynt að rukka mann fyrir sendingar frá Hollandi…
Athugaðu þó að dollari og dollari er ekki alveg það sama. Ástralíu-dollarinn var allavega fyrir nokkrum árum verulega mikið ódýrari en sá ameríski.
kv
Rúnar.
06.09.2005 at 09:39 #526356Þetta sem Izeman lýsir er bara lýsing á vél sem er ekkert nema túrbínan, og er væntanlega samnefnari fyrir allar nýjar díesel vélar. Lausnin á þessu er hinsvegar einföld og hún er að hafa bara sjálfskiptingu fyrir aftan vélina sem sér um að túrbínan fær að alltaf að pumpa nóg.
kv
Rúnar
05.09.2005 at 13:23 #526344Eru þetta nokkuð svona Datsún hestöfl??
kv
Rúnar
29.08.2005 at 15:17 #526080Ál eða stál?
Lenti í þessu með Land Cruiser stálfelgu.
Ef þú skoðar botninn á stálfelgu vel og vandlega sérðu að hún snertir náið aðeins á hring einum rétt utan við felguboltana. Út af þessu þá myndast spenna í miðjunni á felgunni þegar hún er hert að náinu. Þessi spenna lætur felgubotnin virka eins og risastóra spenniskífu sem hjálpar til með að halda herslunni á felgunni.
Í mínu tilfelli hafði felgan verið plönuð (af svo kölluðum fagmanni sem vissi þó ekki betur) og þessi spenniskífu effect var einfaldlega planaður í burtu. Þetta endaði á því að ég var næstum búinn að missa felguna undan í tvígang og í síðara skiptið eyðilagðist felgan.
Á Cruiser felgum eru 6 ca tommu langir nabbar á botninum á felgunni sem mynda þessa spennu, og eru þeir ekkert sérstaklega vel sýnilegir en eru þarna samt. Á flestum öðrum felgum er heill hringur þrykktur í botnin sem myndar spennuna.
Flestar Álfelgur hafa ekki þennan spenniskífu-effect (eða hvað svo sem maður á að kalla þetta).
gaman gaman….
kv
Rúnar.
26.08.2005 at 16:48 #525870ég ætla nú að vona að það standi reply en ekki replay á viðkomandi hnappi…..
17.08.2005 at 18:46 #525744Bensín fjaðrirnar eru víst lengri, en ég held að sá munur sé allur fyrir aftan hásinguna. Þannig að þær passa ef þú setur nýar hengslafestingar aftan við orginal aftari festingarnar. Bensín fjaðrirnar eru náttúrulega mun betri fjaðrir en Talabana fjaðrirnar úr Diesel bílnum.
kv
Rúnar.
17.08.2005 at 13:37 #525732Ef það er búið að keyra fákinn vel á annað hundrað þúsundið, þá getur borgað sig að láta taka upp spíssana. Gerði það á fiskikarinu mínu í kringum 150.000 og fann vel fyrir auknum krafti á eftir, sem og minni eyðslu. Svo eiga þeir víst að reykja minna á eftir (allt saman fylgifiskar betri bruna).
kv
Rúnar.
16.08.2005 at 13:15 #525726Reykur úr dieselbíl er bara óbrennt eldsneyti (sem kostar 120kr líterinn). Það koma engin hestöfl frá óbrendu eldsneyti.
Eina alvöru leiðin til að stilla diesel vél er með afgashitamæli. Ef hitinn fer að rísa óæskilega mikið undir álagi þá er komið of mikið eldsneyti. Svoleiðis mæli ættu allir að hafa sem hafa eitthvað fitktað í vélinni sinni. Ártúnsbrekkuaðferðin getur svo sem eflaust einnig dugað, ef menn gæta hófs.
kv
Rúnar.
16.08.2005 at 13:03 #525714að allir bílar sem ekki brendu bensíni skyldu borga þungaskatt. Spurning hvort það hafi eitthvað breyst.
29.07.2005 at 11:17 #525154mun ég rölta út í hádeginu og hleypa öllu lofti úr Landbúnaðartækinu.
28.07.2005 at 10:19 #525136Persónulega tel ég nú að skítahlass á planið hjá ráðamönnum sé nú álíka skynsamlegt og að grýta vörubíla við Kárahnjúka.
Með því eru menn bara að stimpla sig sem algjöra hálfvita, og það eina sem upp úr því hefst er að skaða málstaðinn.
kv
Rúnar.
26.07.2005 at 11:53 #525092að ástæðan fyrir því að olían varð jafn dýr (og dýrari) en bensínið, óvenjulega hátt heimsmarkaðsverð á henni.
Á hinum norðurlöndunum er þó olían ennþá ca 10% ódýrari en bensínið. Ætli það sé annað heimsmarkaðsverð á olíunni þar?
Bara svona að spögulera….
Rúnar.
18.07.2005 at 22:15 #525006að skipta um demparana. Þessir Rancho 5000 demparar eru ekkert gefnir fyrir að vera að hreyfa sig óþarflega mikið. Þannig voru allavega þeir sem voru undir gamla fáknum mínum
kv
Rúnar.
15.07.2005 at 13:11 #524902Stytting til Akureyrar hlítur að vera þjóðhagslega hagkvæm, og er hið besta mál, sérstaklega núna eftir að sjóflutningarnir leggjast af.
Til að réttlæta þetta verður styttingin að vera nægjanleg, og þá sú stytting miðað við að búið sé að fjarlæga þennan fáránlega sjoppukrók við Blönduós af núverandi vegi (ca 15-17 km stytting sýnist mér). Í raun verður að bera saman Kjalveginn miðað við allar þær styttingar sem hægt er að gera með góðu á núverandi vegi, annars er verið að bera saman epli og appelsínur.
Ef það á að gera þetta á annað borð, þá á náttúrulega að fara styðstu leiðina strax, strauja yfir Blöndukvíslar undir jökli og ofaní Skagafjörðinn eins sunnarlega og hægt er, t.d. niður við Svartárdalinn. Þá ætti að leggja nýann veg yfir Gjábakkan og Lyngdalsheiðina. Það er vart raunhæft að ætla að vegirnir á Suðurlandinu beri þá auknu umferð sem með þessum vegi kemur án breytinga. Sérstaklega þar sem þeir bera vart umferðina sem er á þeim nú þegar. Með nýjum vegi yfir Gjábakkan þyrfti eflaust einnig að endurskoða eitthvað veginn upp Mosfellsdalinn.
ÉG set stórt varúðarmerki við að leggja veginn yfir Bláfellshálsinn. Bláfellshálsinn er ekki bara einn snjóþyngsti parturinn af Kili, heldur er hann einnig mjög þokugjarn, og eins og við öll vitum þá hefur það aldrei háð íslenskum ökumönnum að sjá ekkert fram fyrir sig við akstur. Þarna munu því verða slæm slys, eins og orðið hafa á Hellisheiðinni.
Það er ekki raunhæft að þessi vegur sé opinn meira en ca 7-9 mánuði á ári. Ekki út af færð, heldur út af veðri, skyggni og vegalengdinni á milli byggðra bóla. Hálendisþjóðvegir eru ekkert nýmæli, einn slíkur er nú þegar á hringveginum og hefur verið það alla tíð. Sá vegur er helmingi styttri en Kjalvegurinn yrði, með bara hluta af umferðaþunganum. Samt var af brýnni nauðsyn stofnuð björgunarsveit á honum miðjum til að aðstoða fólk á veginum, fólki sem flest allt hefur þó mun meiri skilning á hugtakinu "vetur" en Reykvíkingar hafa. Það væri gaman að heyra frá þeim Möðrudalsbændum hvort þeim finnst þetta vitrænt eður ei.
Hvað gerist ef (það er reyndar ekkert ef, heldur þegar) það verður slys á veginum í aðstæðum þar sem þyrla getur ekkert aðhafst? Hvaðan eiga neyðaraðilarnir að koma, og hvað yrðu þeir lengi á staðinn? Ef það væri vont veður myndi það taka fleiri klukkutíma fyrir lækni og sjúkraflutningamenn að komast á staðinn.
Svona vegur yrði kjörinn vettvangur til alvöru hraðaksturs. Allavega verð ég að segja fyrir sjálfan mig að ég myndi nú vart nenna að keyra yfir malbikaðann kjalveginn á löglegum ríkishraða, ef ég væri að "skreppa" norður (og ætti hraðskreyðari bíl en Double Cab….:)
Haust og Vetraropnun yrði alltaf erfið og hættuleg á þessum vegi. Fullt af fólki myndi finnast fullkomlega eðlilegt að burra þarna yfir í jakkafötum, blankskóm, og á sumardekkjunum. Það yrði eflaust hægt að halda veginum vel ruddum með viðeigandi kostnaði, en það er ekki nema hálf sagan. Það er ekki til neins að hafa veginn snjólausan, ef hann sést ekki vegna veðurs. Þá geta vetraraðstæður myndast á þessum vegi mikið fyrr en en við eigum að venjast, og t.d. áður en löglegt er orðið að setja nagladekkin undir.
Ef styðsta leiðin er ekki farinn strax, þá verður hún bara farin síðar, með viðeigandi óþarfa náttúrraski sem og kostnaðarauka fyrir þjóðfélagið.
Ef það er farið í svona framkvæmd, þá þarf að framkvæma hana þannig að vegurinn sé "endanlegur", og það þarf að skoða allar hliðar málsins strax. Ekki nóg að taka bara vanhugsaða ótímabæra pólítíska bygðarstefnuákvörðun
M.ö.o. Set stórt spurningarmerki við öryggið á þessum vegi.
kv
15.07.2005 at 08:48 #524720Það ætti að vera hægt að fá Orginal dúk í þessa bíla. Eru örugglega framleiddir með dúki fyrir aðra markaði, eins og Ástralíu og Sameinuðu Þjóðirnar.
Hvort það er raunhæft kostnaðarlega séð er annað mál.V.Poulsen (eða hvað sem það heitir í dag) hefur verið að selja gúmímottur í metratali. Fínt t.d. í skottið og svoleiðis.
Annars er ég algjörlega samála ykkur, teppi eiga ekkert erindi inni í bíla, og síst af öllu í jeppa.
kv
Rúnar.
12.07.2005 at 09:40 #524844Að framan hafa sumir menn verið að setja 80-cruiser gorma með góðum árangri. Þeir eru mjög langir, um og yfir 50 cm að lengd. OME gormur í 80-cruiser er lengri og aðeins mýkri en OME gormur í patta. Orginal patta gormurinn er alveg fáránlega stuttur.
OME í 80 cruiser er 220 ibs/tommu, en er 250 eða 270 ibs/tommu í patta (man ekki alveg hvort).
Og það skrýtna er að það er sama stífleiki á þeim fyrir nýja og gamla bodýið af pöttunum (lengdin er hins vegar mismunandi)!!!!Mýkri og lengri gormur þýðir lengri sundursláttur.
kv
Rúnar.
12.07.2005 at 09:32 #524832Með Ástralíu hlutföllum meinti ég víst millikassahlutföllin sem menn hafa verið að setja í Pattana. Hlutföllin sem gera ljónstaða-milligírinn að alvöru milligír.
kv
Rúnar.
11.07.2005 at 22:08 #524828Þegar ég var að láta breyta Patta fyrir 5-6 árum síðan, þurftum við að bíða í hátt í eitt ár eftir hlutföllum í stóru afturhásinguna. Þá var Ingvar Helgason að láta einhverja spánverja smíða þetta fyrir sig og gekk það skratti brösulega (spánverjarnir lofuðu og lofuðu og sviku og sviku).
Einhverntímann heyrði ég að Benni hefði verið með í þessu upphaflega. Skiptir svo sem littlu hver og hvar þetta er framleitt. Þessi 5.41:1 hlutföll hafa hinsvegar hvergi verið fáanleg nema hérna á frónni.Artictrucks hafa einnig verið að láta Ítali framleiða fyrir sig hlutföll í Togogítur.
Fyrstu "ástralíu" hlutföllin sem komu í pattana voru í reynd framleidd í japan, og það af sama aðila og framleiðir orginal hlutföllin í millikassana fyrir Nissan (held örugglega að ég sé ekki að ljúga neitt voða mikið hérna…!)
kv
Rúnar.
11.07.2005 at 15:12 #524710Þarna aftast á húddinu myndast hækkaður loftþrýsingur. Spurninginn er þó sú hvort þrýstingurinn þarna sé hærri eða lægri en þrýsingurinn inn í vélarrýminu.
Þetta er þó að því gefnu að bíllinn sé á nægjanlegri ferð. Loftmóttstaða fer almennt ekki að hafa marktæk áhrif á bíla fyrr en hraðinn er kominn upp í ca 50-60 km/klst, en áhrif hennar aukast hratt eftir það.Skópið sjálft (þar sem það snýr öfugt) ætti að mynda svæðisbundinn láþrýsting fyrir aftan sjálft sig, sem ætti að stuðla að því að loftið undir því sogast út, (að sjálfsögðu að því gefnu að fákurinn keyri nægjanlega hratt)….
Á minni hraða hefur nú viftuspaðinn örugglega mestu áhrifin á það hvar mestur þrýsingingurinn er sem og sú staðreynd að heitt loft er léttara en kalt (stígur upp).
kv, Rúnar.
-
AuthorReplies