Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.01.2006 at 21:49 #538722
Með ‘neyðumst’ meinti ég nú að þjóðin kemur nú kannski einhvertímann til að hafa ekkert annað raunhæft val, óháð allri islenskri sveitapólitík.
Þá skiptir engu máli hvort maður er blár, rauður, grænn eða röndóttur.Gerist vart fyrr en EU verður það stórveldi sem það þyrfti að vera, og þá bara kannski.
kv
Rúnar.
12.01.2006 at 20:31 #538714Við neyðumst til að ganga í EU og við jeppakallar verðum bannaðir.
kv
Rúnar.
12.01.2006 at 19:19 #538678Sá í Bílanaust í dag Bosch Kastara sem eru alveg ágætir kastarar (allavega hafa þeir félagar mínir sem hafa svoleiðis ekkert kvartað undan þeim). Kostaði stykkið undir 10.000 kr. Eitthvað til af Hella kösturum á eðlilegu verði einnig (eldri módelin). Svo eru þeir á 30% afslætti fram að helgi
kv
Rúnar.
12.01.2006 at 16:40 #538634Menn hafa nú sagt að ekki sé rétt að kalla þetta læsingar, heldur séu þetta aflæsingar. Þ.e.a.s drifið er alltaf læst, en aflæsist í beygjum.
Ef ég hef skilið þessar læsignar rétt virkar þetta þannig að annað dekkið kúplast frá og fær að snúast hraðar en drifskaftið í beygjum, en fær aldrei að snúast hægar en drifskaftið. Vélaraflið fer þá allt til innra dekksins.Fínar læsingar í vinnuvélar og slíkt en eiga að mínu mati lítið erindi í þjóðvegabíla, og sérstaklega ekki að framan (var með svoleiðis í gamla jálk).
kv
Rúnar.
09.01.2006 at 21:16 #538412Held að það sé nokkuð ljóst. Keyrði fram hjá bílnum eftir að búið var að rétta hann við og þykir mér það mikil mildi að menn skyldu ekki hafa slasast. Fékk mig alvarlega til að spá í það að fjárfesta í veltibúri.
Færðin á heiðinni var vond, hálka og mikill krapi á veginum, og vart ruðningstæki að sjá eins og forðum daga.
kv
Rúnar
07.01.2006 at 18:07 #538182Eurosport hélt keppni núna í haust þar sem 10 lið kepptu um það að fá að keppa í Dakar 2006. Tveir Svíar unnu. Fengu eitt stykki Patrol 4.5 til að keppa á. Duttu úr keppni eftir tvo daga. Þá voru þeir búnir að grindarskekkja bílinn og brjóta afturhásinguna í tvennt (svona ala Benni), og eiginlega bara rústa bílnum. Eru núna skilgreindir sem "þjónustubíll".
Fær mann til að spá í hversu sterkir þessir Buggiar eru sem eru í topbaráttunni (og allir eru þeir á klöfum nota bene…:). Út frá myndunum sem maður hefur séð af keppninni þá virðast þeir ekkert vera að fá neitt betri meðferð en Pattinn fékk.
kv
Rúnar.
05.01.2006 at 00:55 #537874Þessar tölur frá nissan eru nú reyndar alveg í takt við margar af 2.5 litra evrópsku samrásarvélunum.
Annað með tölur, 3.0 patta vélin er uppgefin álíka kraftmikil og 4.2 Cruiserinn var. Upplifunin í bílnum er þó ekki nálægt…
kv
Rúnar.
05.01.2006 at 00:52 #537700Hvort ætli sé verra þegar maður er burrandi á Míní litla yfir Hellisheiðina að fá framan á sig óbreyttan 3.3 tonna Patrol? eða 44" breyttan 3.3 tonna Patrol?
Rúnar.
04.01.2006 at 22:46 #537864Spurning um hvað þú vilt. Munurinn á þjöppuninni á þessum vélum er hint um að það sé miklu hærra boost á Nissaninum en Toyotunni, og sama hint kemur þegar menn tala um hvað turbínan kemur sterkari inn á Nissaninum.
Frekar spurning um hversu sterkbyggð vélin er, hvað hún þolir að mikið afl sé tekið út úr henni. Reyndar hægt að fá Official Toyota "kubb" á Toyotuna sem sparkar henni upp í ein 120-130 hp ef ég man rétt. Nissaninn er töluvert þyngri en Toyotan sem skýrir kannski eitthvað hvað það finnst lítill munur á þeim, og kannski er vélin í honum eitthvað massívari, hvur veit.
Ps, nýji Hiluxinn er með yfir 3m milli hjóla óháð öllum blöðum og bæklingum (villa í bæklingnum frá Toyota að það sé 2.85m).
kv
Rúnar
01.01.2006 at 13:32 #537630Viktaði 44" björgunarsveitarbíl einu sinni, bíll með öllum staðal búnaði, spili, verkfærum, toppgrind, 240 litrum af diesel, súrefnistækjum og öllu slíku. Vóg slétt 3 tonn með léttum bílstjóra og engum farangri né öðrum farþegum. Þetta var Harlem útgáfan.
kv
Rúnar.
01.01.2006 at 00:38 #537588Er ekki nýrri 150 bílarnir einfaldlega allt allt aðrir bílar en 250 og uppúr? Diesel bara fáanlegt í 250 og uppúr. 150 bíllinn er töluvert minni og rennilegri en hin monsterin.
kv
Rúnar
30.12.2005 at 12:54 #537484Ísetning á hlutföllum kostar einnig sitt, borgar sig að skipta um legur í leiðinni. Getur bætt við örugglega 20-30 þús per drif í legur og ísetningu (ef þú tekur köggulinn úr sjálfur). Borgar sig ekki að gera þetta sjálfur, fá fagmann í það.
kv
Rúnar.
30.12.2005 at 12:37 #537206Að versla ekki púströrið á röngum stað.
kv
Rúnar, sem eyðir ekki peningum í vitleysu, og kaupir því alltaf dýrustu jólatrén, jólakortin og flugeldana.
29.12.2005 at 12:39 #537382Lofa nákvæmni upp á undir 1 meter með samnýtingu allra kerfana (ef ég skil þetta rétt). Á að vera nógu nákvæmt og áræðanlegt til að geta lent flugvélum.
Magnað.
kv
Rúnar.
27.12.2005 at 15:28 #536928að hann hefði verið Double Cab á sínum yngri árum.
Hef séð hann í action og þetta svínvirkar. Er með lóló og LC afturhásingu og öllum pakkanum.
23.12.2005 at 14:26 #533650…virðist nú eitthvað hafa leiðst þarna niðri frá.
[i:1lct992z]““Til þess að drepa tímann hefur hann sökkt sér í viðgerðir og viðhald á snjóbílnum,“ segir Sæunn Lúðvíksdóttir, eiginkona Gunnars,“[/i:1lct992z]
Stolið af sudurland.is.
kv
Rúnar.
22.12.2005 at 22:34 #536620Ef dekkin nuddast ekki utaní, þá eru dekkin ekki nógu stór. Og hananú.
kv
Rúnar
22.12.2005 at 17:02 #536612Er þetta þá ekki bara spurning um að fá lánað dekk og máta?
kv
Rúnar
22.12.2005 at 15:32 #536608Segðu fyrst hvað hann er hár nú þegar, hvað er 35" hækkun mikil hækkun. Þær eru eitthvað mismunandi.
Það er hægt að setja 38" dekk undir svona bíl nánast án þess að hækka hann neitt, en þá verðurðu að hafa ákveðna kanta og flippa út á rokknum. Fyrir þessa venjulegu kanta þá gæti verið nóg að hækkann um 6 cm, ef menn eru sáttir við ekkert of mikla fjöðrun og mikla skurðarvinnu. Hefðbundin 38" hækkun er 10-12 cm.
Vona ég fari ekki með mjög rangt mál hér.
kv
Rúnar.
19.12.2005 at 11:26 #536578Keypti mér scrall set í Verkfæralagernum fyrir nokkrum árum. Valdi mér það sem var dýrast í hillunin og leit best út (fullt af rusli í hillunni einnig). Kostaði heilar 8.000 kr og er bara drullu gott. Gefur þessum merkjavörum andskotann ekkert eftir, allavega ekki fyrir svona hobby kall eins og mig
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies