Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.01.2006 at 21:34 #539870
Allir OME framgormar fyrir 80-cruiser eru 220 ibs/inch Þjár algengustu gerðirnar eru allar eins, bara mis langar (485-525 mm, lengri gormurinn). Eru hinsvegar seldir fyrir mis mikinn þunga. Hefði haldið að þetta ætti að virka vel undir 60’cruiser einnig.
OME framgormar fyrir Patrol eru 250-320 ibs/inch. Væntanlega stífari en Cruiserinn þar sem þeir eru svo hlægilega stuttir (370-400 mm). Það skrítna er að allir stífleikarnir eru notaðir fyrir allar gerðir af pöttum, gamla sem og nýja body.
Þeir sem hafa sett Cruiser gormana í pattana hafa verið mjög ánægðir með þá.
Alveg rétt OME er töluvert stífari en orginal gormar. Þannig verður liftið í þeim til, þar sem gormarnir eru yfirleitt álíka langir og orginalarnir.
kv
Rúnar.
21.01.2006 at 12:27 #539652Hefði nú haldið að það væri ekki best að hafa sömu tíðni að framan og aftan. Það hlítur að valda því að bílinn steypir stömpum í öldóttu undirlagi, frekar en að krúsa "flatur". Tíðnin að aftan ætti að vera eitthvað hærri. Þetta las ég allavega í amerískrí bók.
Tíðnina ætti maður að geta stillt nánast alfarið með dempurunum, enda skipta þeir meira máli í fjöðruninni en nokkurntíman gormarnir.
Annar er svo sem lítið sem er rétt eða rangt við fjöðrun í bílum, bara mismunandi eiginleikar.
Svo er annað og það er bílveikin. Hún kemur þegar eigintíðnin á bílnum er á ákveðnu bili (minnir 0.5-1 hz). Menn verða síður bílveikir í höstum bílum (hærri tíðni).
kv
Rúnar.
20.01.2006 at 17:05 #539630Breytir hefur sett Fini dælurnar bak við klæðninguna fyrir aftan vinstra afturbrettið. Rétt sleppur þar.
kv
Rúnar.
20.01.2006 at 14:49 #539638Hægt að nota hvað sem er.
Einhverjir hafa notað 90-cruiser gorma. Og einhverjir hafa kvartað undan því að þeir séu of mjúkir.Er sjálfur með afturgorma úr 93 patrol (30 cm hjólhafslenging). Eru of stífir þegar bíllinn er ólestaður, en fínir þegar hann er lestaður.
Myndi sjálfur mæla með annað hvort Runner eða Rover gormum. Með þeim getur þú valið þann stífleika sem þú vilt hafa. Best er þó á svona bíl að hafa loftpúða að aftan.
kv
Rúnar.
19.01.2006 at 13:39 #539496Margar verstu velturnar verða á þjóðvegunum. Þannig að hvort bíllinn sé á 31" eða 44" ætti nú ekki að skipta miklu máli (nema hvað að 44" bílinn er væntanlega eitthvað þyngri).
Hef séð Pajero (gamla bodyið) velta eftir árekstrapróf í Bretlandi. Yfirbyggingin á honum fór gjörsamlega í döðlur. Á einhversstaðar einnig mynd af Patrol (einnig gamla bodyið). Sá var gjörsamlega flatur, höfuðpúðarnir stóðu ekki einu sinni uppúr……
Annað við veltur, og það eru tengdamömmuboxin. Mjótt langt box á miðju þaki (sem er fullt af drasli) eiginlega garanterar að miðjan á þakinu mun leggjast saman ef þú veltur!
Ef sett eru veltibúr í bíla þá verður líka að tryggja að búrið sjálft valdi ekki tjóni á fólki. Setja fóðringar á rörin þar sem einhver hætta er að fólk rekist utaní það.
kv
Rúnar.
18.01.2006 at 21:28 #539470Held að hann hafi nú verið gerður upp. Sett á hann nýtt hús og er blár að lit í dag.
kv
Rúnar.
18.01.2006 at 20:39 #539464Mokaði hann upp og dró hann í bæinn….
Póstarnir milli hurða og aftasti pósturinn stóðu nánast uppréttir. Fremsti parturinn af þakinu var hinsvegar alveg niðri.
Svakalegur mokstur að ná kvikindinu upp, var kominn alveg á kaf (fyrir utan einn spegil).
Og Þórir, ef þú hefur "labbað þig" niður að flakinu, þá ert þú meiri fjallamaður en mig grunaði. Brekkan þarna hefur nefnilega aldrei verið talin sérstaklega "þægileg" til göngu Ertu viss um að þú hafir ekki frekar labbað "upp" að flakinu?
kv
Rúnar.
18.01.2006 at 16:41 #539458Maður er nú eiginlega alvarlega farinn að spá í veltibúr…
Af þeim veltum sem ég hef séð flökin eftir virðast þjóðvegaveltur vera verstar, enda harðara undirlag en þegar velt er í snjó. T.d. var Hiluxinn sem keyrði fram af Grímsfjallinu ekki svona samanfallinn.
kv
Rúnar.
18.01.2006 at 16:36 #539456Mér þykir oft hafa verið mikil yfirlýsingargleði í fjölmiðlum eftir slys. Fjölmiðlar bera þar á borð yfirlýsingar frá ýmsum aðilum sem einfaldlega vita ekki betur.
Dæmi er loftpúðayfirlýsingin. Önnur dæmi eru yfirlýsingar um hraða á ökuritaskyldum bílum við ákrekstur. Í a.m.k. tvígang (rútuslys á norðurlandi, Strætóslysið við Laugarveg) hefur ökuritinn verið lesinn og menn séð að bíllinn var á X km hraða "þegar slysið átti sér stað". Þetta er náttúrulega bara kjaftæði. Rétt er að bíllinn var á X km rétt áður en slysið átti sér stað. Hvort bíllinn var búinn að (neyð)hemla niður í x/10 km hraða áður slysið varð eða ekki, er einfaldlega ekki hægt að lesa út úr ökurita. Upplausnin í þeim er einfaldlega ekki nægjanleg.kv
Rúnar.
17.01.2006 at 22:21 #539380Einfaldast er að nota bara Patrol hásingu. Gallinn við þær eru framhjólalegurnar, þurfa gjörgæslu með 44" dekkjum.
Held að það sé ekki hægt að nota Patrol köggul með Cruiser öxlunum, held að þeir séu með bæði mismunandi þvermál sem og rílufjölda. Annars væri það lang kúlast.
kv
Rúnar.
17.01.2006 at 18:17 #484912Henti henni bara í skottið. Samt betra að strapp’ana niður.
Fínt að hafa hana bara lausa, með enalausri slöngu (nema þegar húddið frís fast).
kv
Rúnar.
16.01.2006 at 15:08 #539116Brotnaði ofaná bodyfestnigunni við hvalbakinn (ofaná upphækkunarklossanum). Komu einmitt högg upp undir iljarnar á manni þegar þetta hreyfðist.
Einfaldast að sjá ofanfrá, fjarlæga gólfteppið.Bjó mér bara til plötu (ca 1.5 eða 2.0 mm þykka) setti ofaná klossan og sauð hana ofanfrá. Hélt þar til bíllinn dó, ári eða tveimur seinna.
kv
Rúnar.
16.01.2006 at 00:11 #539130Held allavega að það sé búið að svara því í eitt skipti fyrir öll af hverju K&N (og fleiri slíkar) flæða betur. Þær einfaldlega filtera minna.
kv
Rúnar.
15.01.2006 at 14:26 #539096Brotið body, annaðhvort undir hvalbaknum eða fyrir framan hvalbakinn, þar sem innrabrettið mætir hvalbaknum.
kv
Rúnar
15.01.2006 at 00:57 #531236Gallinn við þessi gps tæki öll saman er hvað þau eru gleymin. Lítið hægt að geyma af trökkum í þeim. Þar er tölvan snilld.
kv
Rúnar.
14.01.2006 at 14:30 #539018Maður sér oft Rover gorma notaða. Hægt að kaupa þá í BSA á góðu verði, velur bara styrkleika og hæð.
Ert væntanlega að leita að gormum í kringum 140 – 150 ibs/in. Orginal Cheeroki geti einnig verið kostur.
kv
Rúnar.
13.01.2006 at 19:33 #538690Á einum fyrrverandi bíl HSSR voru settir tveir stórir IPF kastarar (170 watta gulir). Annar var dreifiljós, hinn var punktljós. Þetta virkaði þræl vel. Gæti trúað því að þrír kastarar, tveir dreifi og einn punktur myndi virka enn betur.
Benni, hvernig perur varst þú með í Luminatornum þínum? Voru þeir með Driving patterni? Er sjálfur með tvo svoleiðis og í minningunni fannst mér nú IPF’inn virka betur.
kv
Rúnar.
13.01.2006 at 18:34 #538752Snæheimar eru allavega mun betra nafn en Latibær, þrátt fyrir að það passi ágætlega
kv
Rúnar.
13.01.2006 at 13:47 #538892Ef þú ert ekki með spil þá ættu 75 ampera geymar alveg að vera nóg, héðan í frá eins og hingað til. Tveir 75 ampera geymar eru jafnt og einn 150 ampera. Tveir 95 ampera eru jafnt og einn 190 ampera.
Skoðaðu bara verðið og spáðu hverju þú tímir í geymana.
kv
Rúnar (með 2×75 ampera Varta geyma sem duga bara alveg).
12.01.2006 at 22:47 #538702Sá svona græjur í Poulzen (skeifunni) um daginn.
Af hverju betra að sandblása en að pússa með slípirokk? Meiri viðloðun?
Hvað segja menn um öll þessi underbody-protection efni sem allir eru að selja, grjótvarnir og svoleiðis?
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies