Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.02.2006 at 17:56 #541468
Á að vera alveg nó að hafa bara flat sæti á hásingunni fyrir stopparana. "Benz" púðarnir úr bílanaust eru grjót harðir, eða voru það allavega þegar ég keypti mína. Hægt að kaupa orginalinn í Ræsi. Einnig gætu frampúðar úr 80-cruiser verið góður candidat. Afturpúðar úr cruiser er stórir mjúkir góðir og dýrir og sennilega of stórir. Gott er að hafa púðana inn í gorminum.
Á 80-cruiser og fleiri bílum er afturstífunni snúið við á bílum með stýrið öfugu megin. Veit ekki af hverju eða hvort þetta skiptir einhverju máli.
kv
Rúnar.
04.02.2006 at 17:15 #541504Svona gardínur eru líka 80-crúsum (allavega sumum). Getur eflaust verið ágætt í verulega köldum löndum.
Dró eina svona einu sinni niður í ríflega -20 gráðum. Man ekki eftir því að það hafi breytt neinu. Bíllinn gekk reyndar eitthvað heitari sumarið eftir, enda steingleymdi ég að draga frá afturkv
Rúnar.
04.02.2006 at 17:10 #541464Cruiser stífurnar eru örugglega mjög fínar. Toyota fóðringar eru þekktar fyrir að endast og kosta ekkert svo mikið.
Hvað hallann á stífunum varðar, þá er best að grindar-endinn á stífunum (endinn sem festist í grindina) sé ca í sömu hæð og miðlína hásingarinnar (hvernig stífunni sjálfri hallar skiptir í raun engu máli). Einhverjir örfáir cm til eða frá skipta vart neinu lykilatriði. Ef þessir cm hætta að vera barar örfáir, þá fer misfjöðrun (t.d. þegar þú beygir og bílnum hallar) að hafa áhrif á stefnu bílsins (hásingin skekkist undir bílnum). Þetta skiptir einnig máli með afturfjöðrunina.
Þverstífan stjórnast aðalega af því hvernig stýristöngin liggur. Þessar tvær stangir verða að vera samhliða, og best er ef þær eru nokkurnvegin jafn háar einnig.
Til að fá bestu fjöðrunina er best að hafa þverstífuna sem neðst (helst bara rétt yfir götunni…!).
Til að fá bíl sem leitast við að halla sér inn í beygjum (í staðin fyrir út) skaltu setja þverstífuna fyrir ofan þyngdarpunkt bílsins, og til að fá bíl sem hallar ekkert í beygjum skaltu setja þverstífuna í nákvæmlega sömu hæð og þyngdarpunkturinn er….
Ofangreint er að sjálfsögðu ómögulegt að framkvæma í raun (nema að hluta til með þróaðri fjöðrun)…En svona almennt og í raun, neðar er betra. Neðar þýðir minni hreyfingar á yfirbyggingunni þegar bíllinn burrar yfir ójöfnu.
Og eitt enn. Af einhverri ástæðu sem ég þekki ekki þá láta framleiðendur hásingarbíla alltaf þverstífuna að aftan alltaf liggja öfugt á við að framan.
kv
Rúnar.
03.02.2006 at 13:05 #541348er ekki skilgreint þannig að þú getir skifað hvað sem er og krafist þess að það sé birt á þeim miðli sem þú ákveður. Maður getur t.d. ekki skrifað eitthvað og krafist þess í skjóli ritfrelsis að það verði birt í Mogganum. Eigendur eða ritstjórar miðilsins hafa alltaf lokaorðið.
Það er ekki verið að stoppa einn né neinn í því að skrifa eitt né neitt, né að birta það, þar sem þeir geta birt það. það er bara verið að stoppa það að það sé birt á f4x4.is
Bara gott mál.
kv
Rúnar.
02.02.2006 at 23:16 #541258er hún ekki bundin í plast?
Ferðu ekki bara í vor og sækir hana?En svona að öllu gamni slepptu, þá held ég að þú fáir hana ekkert. Er til á tölvutæku formi þó, fyrir einhver forritin. Minnir að GÓParinn hafi haft hana á sinni síðu.
kv
Rúnar.
02.02.2006 at 10:28 #541074Það besta við Toyota bíla eru ekki gæðin, heldur umboðið. Oftar sem ekki er ódýrara eða jafn dýrt að kaupa orginal varahluti í þá heldur en frá þriðja aðila.
Já, og maður þarf ekkert að borga fyrir DHL’ið hjá þeim, og það er hægt að skila "sérpöntuðum" varahlutum.Umboðið er nægjanlega ástæða fyrir mig til þess að langa ekkert í aðrar tegundir þó svo að maður gæti hugsanlega vanist því að aka um á Ni$$an.
(Að sjálfsögðu hef ég náttúrulega enga reynslu af því að kaupa varahluti hjá umboðinu þar sem bílinn minn er svo fullkominn að hann bilar að sjálfsögðu aldrei
kv
Rúnar.
01.02.2006 at 20:14 #540780Getur maður alltaf bara sett handfang á ljósið, og þá er það orðið að vinnuljósi
kv
Rúnar
01.02.2006 at 15:04 #541048er vart að búa sér til verkefni.
Rafmagnslæsginarmótorinn á öllum þessum blessuðu Toyotum er svartur blettur á annars ágætum bílum. Aldrei til friðs í hinum blautari löndum. Ef bílinn er ekkert notaður í ófærð er svo sem engin ástæða til að skipta um hann (rándýr).
Spindlar, öxluhosur og nú síðast stýrisvélafóðringar er eitthvað sem slitnar almennt í bílum með "þróaða fjöðrun".
Afturljósin (þessi í stuðaranum) er einnig fræg fyrir að rotna frekar hratt. Reyndar sammerkt með flestum frændum þeirra á öðrum bíltegunum. Getum víst þakkað einhverri EU reglugerð fyrir það.Ef menn vilja bíla með xtra litlum viðhaldskostnaði þá mæli ég með hásingar-hilux. Sá "fákur" verður seint toppaður hvað viðhald varðar
kv
Rúnar.
Þetta eru jú allt bara bílar.
01.02.2006 at 10:14 #541006það er eins gott að það komi ekki gat á brúsann
kv
Rúnar
01.02.2006 at 10:13 #540774En getur einhver komið með rök fyrir því að leyfa bara 2 kastara? Er maður ekki nákvæmlega jafn blindur af 2 kösturum eins og fjórum?
Og hver eru rökin fyrir því að banna manni að hafa kasatarana fyrir aftan ökumann?
Einn sem vill hafa rök fyrir lögum og reglum
kv
Rúnar.
31.01.2006 at 10:32 #540808Ég keypti Teroson í Bílanaust fyrir rúmri viku síðan.
Esso er einnig að selja þetta (allavega í Esso búðinni).kv
Rúnar.
30.01.2006 at 23:32 #540824Á maður að láta dósasafnið í bílskúrnum upp í hlutafé?
Held reyndar ekki. Skilst af mér sérfróðari mönnum að vegir sem búnir eru til úr jarðvegsruddanum sem þeir liggja ofaná (eins og íslenska veglagninga aðferðin hefur verið undanfarna áratugi), þoli þungaflutninga frekar illa og séu því frekkar slöpp fjárfesting. Sorrý Ofsi minnkv
Rúnar.
30.01.2006 at 10:36 #540800að láta olíubera bílinn einu sinni á ári ?
kv
Rúnar.
29.01.2006 at 23:23 #540668Ég myndi byrja á að opna framhásinguna og skoða hana. Það borgar sig hvort eð er eftir svona baðferð að hreinsa og endursmyrja hjólalegurnar. Þá er ekkert mál að tékka á lokunum og framdrifinu í leiðinni.
Mín fyrsta pæling væri framdrifið. Restin af framhásingunni er það sterk sem og millikassinn að það er ekkert sérstaklega líklegt að það sé brotið.
Samt, eins og maðurinn sagði, það sem hefur aldrei brotnað áður getur alltaf brotnað aftur.kv
Rúnar.
29.01.2006 at 23:16 #540708Sum þokuljós, sérstaklega þau sem eru á jeppum, sem og mörg af þessum stuðaraljósum sem eru á Impresum og fleiri slíkum, blinda mann nú stundum soldið… Verð nú bara að segja það.
kv.
Rúnar.
28.01.2006 at 22:28 #540550Drífur ca loftlínu, hafa menn sagt.
Hef talað frá brekkunum fyrir ofan Húsafell til Seltjarnarness, í gegnum enduvarpa á Tröllakirkju (sem er vestan við Holtavörðuheiði).
Drífur samt ekki yfir í næsta dalkv
Rúnar.
28.01.2006 at 22:19 #540596Var með súper svamper undir Hilux, og það virkaði ekki rassgat. Þungt og flaut illa.
Frábær dekk að öllu öðru leiti og miklu betri sumardekk heldur en þetta mödder og GH dót.
kv
Rúnar.
25.01.2006 at 00:12 #540160hef ég heyrt að sé 122kg með öllu.
kv
Rúnar
24.01.2006 at 10:59 #539884Ég hef ekið heilmikið um á 80-curiser með þessum gormum og kunni bara vel við. Svínvirkaði. Fannst hann þó alltaf frekar stífur á malarvegum (sem eru nú líklega frekar demparanir).
Spáði þó aldrei í það hvað hann misfjaðraði mikið.
Athugaðu þó að þessi hefðbunda stífuuppsetning að framan leyfir að öllum líkinum ekki alla þá misfjöðrun sem dempararnir gefa. Til þess þarftu four-link eða sambærilega uppsetningu.
Hversu mikið leggur bíllinn gormana saman við það eitt að standa á þeim. Myndi telja að lámark væru einir 10 cm, án þess þó að vita það.
Ein pæling, halla stífurnar mikið?
Annars, er ég með orginal 80-cruiser gorma sem þú getur fengið lánaða í eina kvöldstund ef þú vilt, svona til að prófa.
kv
Rúnar.
23.01.2006 at 13:44 #539878OME 850, 851 og 851J eru allir 220 ibs/inch, samkvæmt OME documentation. Sama vírþykkt, sami fjöldi af snúningum. Gefnir upp eins og Halldór segir fyrir mismikla þyngd og lift (ath, aldrei talað um að þeir séu mis stífir….
863 (low lift high load) eru einnig 220 ibs/inch, en eru með grennrí vír og fleiri vafningum (væntanlega önnur vírtegund einnig).Tvær gerðir af dempurum til, N70 og N73, sá síðarnefndi er stífari. Einnig reyndar til N73J, sem er lengd útgáfa af N73
spúký.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies