Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.06.2006 at 09:40 #553456
Landsbjörg hefur haldið skrá um slys sem verða um hver áramót í allnokkurn tíma. Fulltrúi frá Landsbjörgu er á vakt á slysó yfir áramótin til að halda þessa skrá og fá upplýsingar frá fyrstu hendu um það hvað gerðist. Og eftir því sem ég hef heyrt þá er þetta nú ekkert svo mikið af slysum. Einhver þó.
Auðvitað má deila um hvort það eigi að leyfa þennan brálæðisskap sem á sér stað hér um áramótin. Sé það hinsvegar leyft sé ég ekki að það skipti neinu máli hver selur stöffið (nema þá að Landsbjörg hefur sýnt lang mesta ábyrgð í sölunni).
Áramótin yrðu nátturulega alveg hrikalega leiðinleg ef þetta væri bannað….Svo er spurning fyrst við erum nú byrjuð á þessum nótum hvort ekki væri best að banna með öllu reykingar, enda miklu hættulegri en nokkur púðurkelling. Jafnvel spurning hvort ekki ætti að banna áfengið líka.
Svo er líka spurning hvort ekki ætti að lögleiða svona dýnamíska-hraðatakmarkara í bíla sem hindra það að þú getir ekið yfir hámarkshraða þar sem þú ert staddur í hvert skipti. Þá ætti umferðaslysum að fækka verulega.
Brave new world. Mæli með þessu …
kv
rúnar.
24.05.2006 at 11:04 #552762Hef einusinni verið á útkikkinu um borð í TF-SIF á æfingu og þrátt fyrir að hún flaug bæði lágt og hægt, þá var nú bara ekkert auðvelt að greina liggjandi mann á jörðinni, þó svo viðkomandi baðaði út öllum skönkum og léti öllum íllum látum.
Þannig að ég er nú ekkert svo viss um að flugvél virki neitt rosalega vel. Örugglega ekkert mál að leita úr henni, en örugglega töluvert erfitt að finna eitthvaðHinsvegar má heldur ekki gleyma því að þegar leitað er að einstakling sem vill láta finna sig, þá snýst málið ekki eingöngu um það að finna viðkomandi, heldur ekki síður að láta viðkomandi finna þig. Þannig að ef flugvél er látin fljúga nokkrum sinnum yfir sama svæðið, þá gæti týndi einstaklingurinn reynt að koma sér betur fyrir á milli, þannig að betra verði að greina hann.
kv
Rúnar.
23.05.2006 at 19:42 #55314616" felgur virka ágætlega með 44" (allavega gömlu Dick Cepek dekkjunum), en verða þó að teljast þær mjóstu sem virka vel með þeim.
Ástæðan sem menn tala helst um er að með breiðari felgum færast "krumpmörkin" neðar. Dekkin þola lægri þrýsting án þess að fara að krumpast. Þegar dekkin fara krumpast verður leiðinlegt að keyra á þeim.Myndi sennilega fara í 17" sjálfur, ef ég væri eitthvað á 44" buxunun, og ætti svona Datsún fyrirbæri
kv
Rúnar.
22.05.2006 at 23:49 #552932Er þetta ekki bara gemsi?
kv
Rúnar.
17.05.2006 at 11:02 #552658Alvöru framdrif eða alvöru vél…..
Annars skil ég Benna vel. Eftir að hafa átt Pajeró myndi maðurinn nú líklega heint út sagt drepast úr leiðindum við að reyna að keyra svona datsún
kv
Rúnar.
15.05.2006 at 11:13 #552386LandCruiser 80 STD (gubbusætabíllinn), var "allstaðar" seldur með sama krami og 105 bíllinn er með. 1HZ vél (túrbólaus) og ekki með sídrifi.
STD bíllinn sem kom hingað (24 ventla túrbó með sídrifi), finnst eiginlega hvergi í heiminum nema hérna….! Hugsanlega er hann svona evróputýpa sem seldist ekkert í evrópu.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum.
kv
Rúnar
15.05.2006 at 09:45 #552382105 krúsin hefur meira en bara hásinguna undan 80 bílnum, ef það er rétt sem ég hef heyrt. Er í raun mestmegnis 80 bíll, bara með yfirbyggingu af 100 bíl (grind, hásingar og vél úr 80 bílnum).
Örugglega hægt að toga ágætis afl út úr þessari vél. Eru til fyrirtæki í evrópu sem gera töluvert af þessu, t.d. fyrir Paris-Dakar bílana og aðra sambærilega.
kv
Rúnar
12.05.2006 at 10:12 #552326Er þetta svona eins og í pólítíkinni, Vestfirðirnir hafa meira vægi en aðrir staðir?
Massamiðjan er væntanlega sá staður sem "landið" heldur balance á ef það væri sett á stöng?
Flatarmálsmiðjan ætti þá að vera eitthvað sunnar og austar ekki satt?
kv
Rúnar barasvonaaðspögulera
12.05.2006 at 09:35 #552356Á 38" ground hawk, mikróskorin. Keypti þau 2003, hef keyrt á þeim á veturna, og reyndar einnig síðasta sumar, og þau eru rétt um hálfstlitin. Eru undir Hilux. Slitna margfalt hraðar undir þyngri bílum eins og pöttum.
kv
Rúnar.
10.05.2006 at 11:15 #552276Bara svo menn hafi það á hreinu, þá eru þessar elskur ekki Radial dekk.
Hef annars enga reynslu af þeim.kv
Rúnar.
09.05.2006 at 09:24 #552174Er með 1985 toyota CT20 turbínu sem var tekin upp (hjá Blossa) fyrir ca 120.000 km síðan. Sé ekki eftir því. Kostaði bara brot af verði nýjar og virðist bara hafa tekist nokkuð vel
Heildarkeyrsla á þessari bínu er ætti að vera komin yfir 300.000 km.
kv
Rúnar.
04.05.2006 at 22:53 #55190230.000 á vél. Var í þessu datsún vél?
02.05.2006 at 23:23 #551812hjá ykkur á því sem bíllinn er breyttur fyrir. Get alveg lofað ykkur því að þessi bíll alveg rótvirkar í því sem hann er smíðaður fyrir.
Fallegir brettakantar og flott stigbretti eru álíka gáfulegar breytingar á svona bíl eins og 365/55R22 dekk undir jeppa til snjóaksturs.
Einhverntíman einhver séð bíl með flotta brettakanta, stigbretti og drullusokka í íslensku torfærunni?
Enginn tilgangur með þessu, myndi bara brotna af í fyrstu "ferð".kv
Rúnar.
28.04.2006 at 09:52 #551310Hægt að kaupa svona kit frá ameríkuhreppi. Notar þá enda af framhásingu (legustút, hub og bremsur). Fylgja þessu óbrjótanlegir cro-molly öxlar.
Bara kúl….Var ekkert sérstaklega ódýrt ef ég man rétt.
Síðan var reyndar held ég til svona orginal hásing frá Toyota. Var notuð í 1-ton hilux (með tvöföldu að aftan…!)
kv
Rúnar
27.04.2006 at 16:40 #550514Hún er reyndar tetra-trökkuð og því hægt að fylgjast með hraðanum á þeim "real time".
kv
Rúnar.
27.04.2006 at 10:19 #551266þangað til þeir frjósa fastir….
kv
Rúnar.
27.04.2006 at 09:45 #549420snarar bara af Nobeltec yfir á GPX, enda fullt til af öðrum "snörum" sem snara milli fullt af öðrum formötum.
kv
Höfundurinn.
27.04.2006 at 09:42 #551262nokkurnvegin.
Þarf bara að fara í gegnum sömu skrefin og þeir gera í USA. þarft að búa þér til svona "diff-lock computer" til að stýra dótinu og breyta aðeins gatinu í hásingarrörinu sjálfu.
Gangtu bara úr skugga um að rafmagnsmótorsdraslið á þessu virki áður en þú ferð að troða þessu í (nema þú breytir henni í loftlæsingu fyrst
kv
Rúnar.
26.04.2006 at 17:12 #550736er í raun fyrir bíl eins og 60-cruiserinn, margföld drifgeta.
Einfaldlega ekkert meira um það að segja….
kv
Rúnar.
26.04.2006 at 00:11 #550806Hef átt bíl sem bara læstur að framan og annan sem er bara læstur að aftan. Veit ekki hvort það sé svo mikill munur á því á hvorum endanum hún er. En það munar mjög miklu um að hafa allavega eina læsingu. Persónulega myndi ég þó setja hana að aftan. Ástæðan er sú að yfirleitt þegar maður virkilega þarf á henni að halda þá er það afturendinn sem stendur sem fastast niður.
Einn kostur við að geta læst bara að framan er í hliðarhalla. Með bílinn læstann að aftan skríður afturendinn alltaf undan hallanum. Með stýrinu getur maður stýrt framendanum betur og forðast niðurskriðið að einhverju leiti.Afturendinn er einnig yfirleitt þyngri en framendinn á bíl í ferðalagi. Held að margir yrðu hissa ef þeir færu með fákinn á vikt lestaðan og tilbúinn á fjöll, og sæu þyngdardreifinuna.
Hilux, lengdur um 30 cm er bara frekar nálægt því að standa 50/50 fyrir góðan túr…..!
Drif eru yfirleitt miðuð við að snúast í aðra áttina og eru sterkari í þá átt. Fer eftir skurðinum á tönnunum. Hefur ekkert með high-pinnion eða low-pinnion að gera, nema þá það að öll high-pinnion drif eru hönnuð til að vera að framan……
Þannig er t.d. framdrif í hásingar-hilux sterkara afturábak en áfram (er afturdrif), meðan framdrif í 80-cruiser er ágætlega sterkt áfram en hrikalega veikt afturábak…kv
Rúnar.
-
AuthorReplies