Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.06.2006 at 15:50 #554862
Þetta er reiknað öðruvísi út í Ameríkuhreppi, þannig að þessar octantölur eru ekki sambærilegar.
Ætli 87 octan þar sé ekki það sama og 91 octan hér, eða kannski 95 octan.
kv
Rúnar.
19.06.2006 at 09:26 #554620Hægt að setja í pattan að framan t.d. OME gorma (frá Benna) fyrir 80-cruiser. Þeir eru mun lengri en pattagormarnir og hækka bílinn því töluvert (allavega eina 10 cm). Einnig eru Artictrucks með progressiva gorma fyrir pattann, gerða fyrir 10 cm hækkun.
Klossar eru fínir, og að mínu mati betri en að færa gormaskálarnar, sérstaklega klossar sem koma ofná gormana. Færsla á gormaskálunum er svo sem ágæt líka ef vel frá því gengið. Galli er að þá brenna menn alla ryðvörn af grindinni innanverði, bak við gormaskálarnar.
kv
Rúnar.
16.06.2006 at 11:41 #198100Það er eitthvað leiðinlegt sambandsleysi í stefnuljósnum að framan í Hiluxnum mínum. Perurnar eru ekki farnar, né heldur öryggið
Einhverjar reynslusögur eða hugmyndir um hvar maður á að byrja að leita? jarðsambönd? leiðslur?
Þetta er 2.4D 1995 Double Cab.
kv
Rúnar.
16.06.2006 at 11:36 #554654hefur verið að setja svona Rhino linings á gólfin á jeppunum sínum. Örugglega þræl sniðugt. Kannski spurning með hljóðeinangrun?
Hvað sem öðru líður, þá eru teppi bara fyrir kell*****, ho*** og patroleigendur
kv
Rúnar.
16.06.2006 at 10:45 #554640Búinn að spá í þessu og júbb, þetta eru svona ca tölurnar. Hugsanlega hægt að finna einhverja aðeins lægri.
kv
Rúnar.
15.06.2006 at 09:47 #554550Hólkarnir fyrir toyota fóðringarnar eru nú bara rör sem þú færð t.d. í Barka. Minnir að það sé 50×5. Kostar ca 3000 kr meterinn. Engin þörf á að smíða neitt….
Það þarf allavega að breyta festingunni á hásingunni ef þetta er gert, veit ekki með hinn endann.Annars eru Stál og Stansar (Fjallabílar) með Urethane fóðringar í skástífuna sem eiga að vera mikið stífari en gúmíið. Veit svo sem ekkert hvernig þær virka eða endast.
kv
Rúnar.
14.06.2006 at 16:40 #554518Ef ástæðan fyrir lokun fjallvega á vorin eru hættur á vegaskemdum eins og oft hefur verið látið, þá er það náttúrulega drepfyndið að stop og sekta Toyota Yaris fyrir akstur á slíkum vegi (eins og bílaleigubílinn sem þarna var spottaður). Yaris kemmst aldrei svo langt að hann geti farið að valda vegaskemdum.
Minnir að það hafi verið talað um í fréttum að þetta hafi verið Yaris, en veit svo sem ekkert um það hvort hann var raunverulega stoppaður.Persónulega vegur þó sú ástæða meira í mínum huga að vernda hálendið sjálft fyrir átroðningi manna og tækja á þessum viðkvæma tíma, heldur en vegum sem vegagerðin þarf hvort eð er að hefla.
Aukalegur kostnaður vegagerðarinnar við að lagfæra veginn upp Bláfellshálsinn eftir túrestakeyrslur vorsins er án efa mun minni en þær tekjur sem viðkomandi túristar skilja eftir sig í þjóðarbúinu vegna ferðanna þangað. Þannig að banna, eða böggast í þessum akstri er ekkert sérstaklega rökrétt.
kv
Rúnar.
14.06.2006 at 11:55 #554512Samkvæmt [url=http://www.lhg.is/displayer.asp?cat_id=4&module_id=220&element_id=2911:m6mem3kb]þessu[/url:m6mem3kb] var þessi vegur nú vel og vandlega lokaður fyrr í vor.
Túristakeyrslur hafa þó alltaf átt sér stað þarna hvort sem vegurinn sé opinn eða lokaður, enda rekur staður eins og Skálpi sig ekkert ef bannað er að komast þangað.
kv
Rúnar.
12.06.2006 at 15:10 #554396Veltibúr eins og menn hafa verið að setja í suma bíla geta valdið mjög alverlegum slysum á farþegum. Algjört lykilatriði að klæða grindurnar með þar til gerðum fóðringum til að minnka lýkurnar á slíku tjóni.
Veltibúr í keppnisbílum lýtur öðrum lögmálum þar sem farþegar í þeim eru strappaðir niður með 5 punkta öryggisbeltum og með hjálm.
Annars tel ég að þetta sé ekki vandamál og svo sem engin þörf á skylda menn til að setja veltibúr í breytta bíla frekar en óbreytta. Reynslan sýnir það nú bara eins og Einar bendir á.
kv
Rúnar.
09.06.2006 at 09:35 #554186Minnir að ég hafi heyrt það einhverntímann að eftirlitið hafi neitað að hleypa bílum í gegn sem þetta hefur verið gert við. Þeim finnst allt í lagi að slípa dælurnar aðeins til, en það þetta sé aðeins meira en aðeins.
kv
Rúnar.
08.06.2006 at 16:00 #554120teljast vart til milkilla hægindastóla heldur. Allavega eru einu aðilarnar sem hafa dásamað þægindin í aftusætinu á Dobblaranum mínum, aðilar sem voru nýskriðnir út úr aftursæti á Defender
kv
Rúnar.
07.06.2006 at 21:00 #554104Hefur ekki einhver prófað að setja 38" undir þessa bíla með bara 5-6 cm hækkun?
Alveg viss um að ég hafi séð svoleiðis bíl á götunum um daginn.Einu sinni þurfti að hækka Hiluxinn um einar 6 tommur til að koma 38" undir hann. Í dag er þetta hægt með 6 cm, og gott ef einn ónefndur hafi nú bara ekki alveg slept því að hækka sinn yfir höfuð
Virðist aðalega snúast um góða samninga við brettakannta og body…..kv
Rúnar.
06.06.2006 at 22:07 #553966Þar sem ofangreind bifreið hefur nú eytt meirihluta ævi sinnar inn í skúr þá er fáránlegt að tala um að hún sé gömul, mikið notuð, útkeyrð eða útslitin.
kv
Rúnar.
06.06.2006 at 10:35 #553732Vélhólamenn ættu að fá land upp við litlu kaffistofu og sunnan við Sandskeið til að leika sér á. Þarna eru a.m.k. tvær gamlar námur og haugur af vegum og slóðum til að tæta í. Svæðið hefur varla mikið náttúruverndargildi (nema gamlar og nýjar námur flokkist undir náttúruperlur) og göngufólk er litið á flakki þarna. Væri bara hið allra besta mál.
kv
Rúnar.
05.06.2006 at 12:19 #553814Það sem ég meinti var að millikassinn er ekki boltaður aftaná gírkassann, heldur stendur hann bara einn og sér fyrir aftan allt draslið. Fær aflið inn með venjulegu drifskafti með hjöruliðum og allt Svona eins og í Lödu sport og súkkunni gömlu góðu.
ps. hef einnig séð þessa bíla merkta Peugeot og gott ef ekki Renault einnig. En eins og þú segir þá eru þeir framleiddir af STEYR, en STEYR framleiðir mikið fyrir Benz.
kv
Rúnar.
04.06.2006 at 21:02 #553660Skelfilegt er að sjá hvernig búið er að fara með mýrina við Djúpavatn. Hreint út sagt skelfilegt.
kv
R.
04.06.2006 at 20:57 #553650að þessir snillingar hafi barasta rétt fyrir sig. Minn gamli hagaði sér svona. Heyrði síðar að það eina sem þurfti að gera fyrir vélina hefði verið að skipta um hringina. Sem er reyndar frekar merkilegt þar eð ég var nánast búinn að bræða úr honum einu sinni (allt kælivatnið fór af vélinni án þess að ég tæki eftir því fyrr enn vélin bara hætti).
kv
R.
04.06.2006 at 20:55 #553808Þessar elskur hafa verið framleiddar með allt frá allt of litlum 4 cyl bensín mótorum upp í 5.6litra AMG Tjúnnaðar ofurvélar.
Er einstakt við hann að millikassinn er sjálfstæður, svona eins og í vörubíl. Þýðir að hægt er að setja nánast hvaða vél sem er ofaní hann án þess að það þurfi einhver millistykki fyrir millikassann. Þá er millikassinn einnig með synkró. Hægt að skipta á milli lága og háa á ferð.Flottur klassíker, sem vandað er til.
kv
Rúnar.
03.06.2006 at 22:51 #553642En veit til þess að menn hafi keypt nýjar 2.8L (3L) short-block á Nýbílaveginum. Headið og allt dótið utan á 2L passar víst beint á milli.
Svoleiðis vél er alveg hægt að láta vinna þolanlega, allavega nógu vel til að jarða 3.0L pattana (enda þarf svo sem ekki mikið tilkv
Rúnar.
02.06.2006 at 10:36 #551976Spil undir fullu átaki getur tekið um 400 ampera straum. Það er miklu meira enn nokkuð annað tæki í bílnum. Fini tekur ca 60amper ef ég man rétt. Held ég hafi einhverstaðar séð að startari í Hilux diesel taki um 160 amper.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies