Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.01.2013 at 18:44 #763031
Get nú ekki svarað þér beint. Hinsvegar fór ég einu sinni ca beint í norður frá Sultartanga og upp undir vesturenda Kerlingarfjalla. Þetta var bein og þokklega brekkulaus leið. Skemmtilegt svæði í góðum snjó.
18.12.2012 at 11:02 #761745Toyota selur einnig ágætis reimar
10.12.2012 at 22:31 #761463Hvur fjandinn.
Ég er samt ekki að skilja þennan skugga.
Klukkan hvað var þessi mynd eiginlega tekin?
10.12.2012 at 11:37 #761459Ef þetta er Lómagnúpur, hvað heitir þá fjallið sem myndar skuggann framan á honum
11.10.2012 at 14:49 #758881http://www.isspro.com
Keypti mæli þaðan fyrir 12 árum. Bara virkar. Þarf reyndar núna að endurnýja snúruna í hann.
Gleymdu því að kaupa mæli sem er eftir túrbínu. þeir gefa engar raunhæfar upplýsingar.
15.08.2012 at 17:38 #756655Mjög skemmtileg leið og vel fær 33" hliux (soldið grýtt samt). Eina spurningin núna eru vatnavextir í Fjórðungakvísl, en hún er vatnsmeiri þarna vestanmegin en við Nýjadal. Hinsvegar er vestara vaðið mjög gott sem slíkt.
Að mínu mati er þetta miklu skemmtilegri og fallegri leið til að fara en hinn hefðbundni Sprengisandur.kv
Rúnar.
25.06.2012 at 10:47 #755101Vel jepplingafært inn í Bása. Árnar sérstaklega dreifðar og góðar núna, bara sprænur.
kv
Rúnar.
18.05.2012 at 15:44 #754331Svo er bara að spyrja sig af hverju ekki er fyrir löngu búið að setja 6 fm áróðursplaggat gegn utanvegaakstri með myndum af svakalega flottum bílum félagsmanna á svakalega áberandi stað í Norrænu….
Flestir erlendir utanvegasóðar koma nefnilega með Norrænu og láta sér leiðast þar í 2-3 daga áður en hingað er komið og hafa ekkert annað að gera en að skoða flott plaggat með flottum bílum á. Mætti meira að segja einnig hafa til dreifingar undir plaggatinu bækling með ennþá fleiri myndum af flottum bílum í.
kv
Rúnar.
18.05.2012 at 14:37 #754327Virkilega flott svar.
kv
Rúnar.
22.03.2012 at 14:29 #729935Það á ekki að vera mikill munur á 4link annarsvegar og A stífu hinsvegar þegar kemur að stöðuleika. A-stífann ætti reyndar að vera aðeins stöðugri því veltipunkturinn í henni er almennt aðeins hærri en á 4linknum (veltipunkturinn er sá punktur sem yfirbygginginn veltur til hægri og vinstri um). Á A-stífunni er sá punktur, liðurinn ofaná drifkúlunni, en á 4-link er hann þar sem þverstífan sker miðlínu bílsins.
3-link (t.d. patrol framan) hefur hinsvegar innbyggða tregðu til hliðarsveigu. Ef 4-linkur er mjög illa upp settur getur þessi tregða myndast þar einnig.kv
Rúnar.
02.03.2012 at 09:21 #751031Mig langar að bæta því við að flest þau skipti sem ég hef komið í Esjuföllinn voru einnig þar á ferð aðrir hópar.
kv
Rúnar.
29.02.2012 at 17:13 #751083Þessar greinar eiga við þegar um "umtalsverð náttúruspjöll" er að ræða. Reyndar átti ákvæðið um upptöku bíls ekki við það í upphafi en var breytt í meðhöndlun nefndarinnar !!!!
Spurningin er svo bara hvað "umtalsverð náttúrusjöll" eru, og hver á að meta það.Hef ekki trú á því að menn hér séu stunda "utanvegaakstur" (hvað svo sem það þýðir orðið) sem hefur í för með sér "Umtalsverð náttúruspjöll".
28.02.2012 at 20:23 #751017Held að ég hafi komið þarna 5 sinnum. Tvisvar sinnum labbandi og þrisvar keyrandi. Aldrei spáð í það að svæðið þyrfti vernd út frá einangrun, en það er samt eiginlega alveg sjálfgefið. Örugglega migið og skitið þarna út um allt þessi skipti sem ég kom þarna labbandi. Ætti að setja upp stórt skilti við skálann sem bendir ferðafólk á hvað þetta er sérstakt svæði, og tryggja að salernisaðstaða sé í lagi, þannig að hún rugli ekki rannsóknir þarna.
Brekkan góða verður alltaf verri og verri eftir því sem jökullinn þiðnar. Held að fyrsti skálinn sem þarna var reystur hafi verið fluttur uppeftir á hestum. Sá var staðsettur neðar á hryggnum og fauk út í buskan eitt árið (sá skáli og vinur hans á Breiðá voru fyrstu skálar Jöklarannskóknarfélagsins). Hefur verið mikið mál að reysa þá, þar sem enginn vegur var yfir Breiðarmerkursandinn á þeim tíma, og nóg af stórfljótum til að fara yfir.
Skáli númer tvö var dregin uppeftir á Vísli frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Heyrði að akkeri mikið hefði verið rekið niður ofarlega í brekkunni og blökk í sett í það, Vísillinn dró svo skálann upp brekkuna með því að aka sjálfur niður brekkuna. Þessi skáli fauk svo út í buskann líka.
Núverandi skáli var dreginn uppeftir af snjótroðara Hjálparsveitar skáta í Reykjavík (Hákarlinum) og átti hann ekki séns í að koma skálanum upp brekkuna án hjálpar. Allir öflugustu bílarnir í hópnum var þá dröslað upp á sléttuna fyrir ofan brekkuna (komust sumir upp af sjálfsdáðum, með mikilli þollinmæði , en torðarinn dró hina upp) og svo látnir draga troðarann og skálann upp. Það dugði, en stálvírinn sem notaður var milli jeppanna og troðarans slitnaði tvisvar á leiðinni upp (ef ég man þetta rétt).
Vídeomynd var gerð af þessum síðasta leiðangri.Einhverntímann þegar ég kom þarna að, höfðu Breskir eða Hollenskir vísindamenn haft þarna sumardvöl. Settu upp búðir á Breiðá og einnig einhverja aðstöðu á jöklinum neðan við fjöllin. Voru meðal annars með 35" breittan VW Taro
kv
Rúnar.
27.02.2012 at 20:27 #750817Þekki þetta svo sem ekki til hlýtar. En Hiluxinn og 60 cruiserinn eru með eins liði. 70 crúserinn kom á markaðinn upphaflega árið 1985 (og á því 27 ára framleiðsluafmæli í ár), og var þá með tvær gerðir af framhásingum, annarsvegar stóru 9.5" hásingu eins og forveri sinn, 40 krúserinn (og reyndar 60 krúserinn líka), hinsvegar voru gormabílarnir með minni hásingu með 8" reverse drifi, sem síðan erfðist að einhverju leiti yfir í 80 krúserinn þegar hann kom á markaðinn 1989. Það sama ár hætti stóra hásingin að vera í "stóru" 70 krúserunum og "litla" hásingin erfðist á alla krúser línuna. Líklega hafa stóru kúluliðirnir erfst frá 80 krúsernum á línuna það ár.
Sem sagt, árið 1989 varð drifið ónýtt en liðirnir alvöru (eða svo til næst).Svo til að toppa ruglið, þá núna nýlega fékk 70 krúserinn facelift, bókstaflega (nýjan framenda) og undir þeim bíl virðist gamla 80/105 krúser framhásingin liggja, með gormum og í fullri breidd. Það besta við þetta er að þeir skiptu ekki út afturhásingunni og er hún þvi cirka 10cm mjórri en framhásinginn, í bíl sem hefur 27 ára reynslu af því að leggja sig við minnsta tilefni….
kv
Rúnar.
25.02.2012 at 22:56 #750807Böðull ertu sannarlega fyrst þér tekst að mölva drifsköft og liði í 80-krúser. Það rangt sem að ofan er sagt að hiluxinn sé með sama búnað og 80-krúser. Drifsköftin eru reyndar svipuð að þykkt, en liðirnir í 80-krúsernum eru miklu stærri og sterkari. 60-krúser og hilux eru hinsvegar með sama búnað. Hiluxinn er með 31 rílu sköft fyrir utan rílurnar inn í liðnum, en þær eru bara 27. 80-krúserinn er með 31 rílu á báðum endum, og sennilega ca 30% stærri lið, og eftir því sem ég best vissi, gefa þeir sig einfaldlega ekki.
Drifinn eru hinsvegar allt önnur ella, en þau eru bara rusl í 80′ krúsernum.
kv
Rúnar.
06.02.2012 at 16:15 #749158Held að Hilux framhásing hásing sé um 120 kg. 80-krúserinn ætti ekki að vera meira en mest 20 kg þyngri (nánast sami búnaður, bara 10cm breiðari), fyrir utan stýfur
23.01.2012 at 16:38 #747937Ameríkaninn notar millilegg á framhásingarnar á stóru dual-rear-wheel pickupunum til að dual-wheel felgurnar passi (felgur sem eru með meira backspace en breiddin á þeim er). Þetta er orginal á þeim, þannig að þetta getur ekki verið sérstaklega slæmt ef vel smíðað og nægjanlega sterkt. Kostar reyndar alveg fáránlega mikið.
16.01.2012 at 11:47 #747089Það er reyndar tekið svo lítið af þeim að þó að bara disk-svæðið sé rennt þá ætti það nú varla að hafa mikið að segja. Breytti allavega engu hjá mér í Toyotunni þegar það var gert þannig fyrir 10 árum síðan.
kv
R.
14.01.2012 at 23:01 #747083Allir með fullvaxin rennibekk geta gert þetta. Var að láta plana eitt svona í Skerpu í hafnarfyrðinum, kostaði 8000 kr.
29.12.2011 at 09:56 #745059Ingi, þú spurðir um í hvaða einingu þetta er, og þetta er í gráðum frá miðju jarðar. Þú stendur núna á ca 64 gráðu Norðlægðar breiddar sem þýðir að lína sem liggur frá stórutánni á þér að miðju jarðarinnar myndar ca 64 gráðu horn við línu sem liggur frá miðju jarðar að miðbaug. Þú ert einnig á ca 21 gráður vestlægrar lengdar sem þýðir að lína frá sömu stórutánni að miðju jarðar myndar ca 21 gráðu horn við samsvarandi línu frá þessari sömu stórutá, að lengdarbauginum sem liggur í gegnum skrifstofuna hjá kallinum sem fann þetta kerfi upp, í Greenwich í Englandi. Ofangreint á við WGS84.
Síðan eru til allskonar hliðranir og vesen á þessu sem hafa myndast þegar menn hafa verið að fletja heiminn út á kort, eins og Hjörsey 1955 (en í Hjörsey var mælipunktur).
Svo eru til allt öðruvísi hnitakerfi sem eru hugsuð til að auðvelda kortanotkun eins og t.d. UTM kerfið, þar sem hverju landakorti er skipt upp í eins ferkílómetra reiti, og því gríðarlega einfalt að sjá ca vegalengdir á svoleiðis kortum, og miklu auðveldara að staðsetja sig en með gráðudótinu.
Og svo er líka til séríslenska hintakerfið ISN93 sem er með öllu óskyljanlegt.
Almennt þarf tölvur til að færa hnit á milli þessara kerfa. Flest GPS tæki geta gert þetta fyrir þig.Loftmyndir á netinu. Getur sett inn hnit og dót í googlemaps.com.
kv
Rúnar
-
AuthorReplies