Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.11.2006 at 19:42 #566350
Þar sem alltaf kemur upp sú athugasemd reglulega hvað þessir þyrlutúrar kosti, þá er sá kostnaður voðalega lítill. Gæslan verður að fljúga ákveðin tímafjölda í hverjum mánuði til að þjálfa flugmenn sína, sem og til að viðhalda þjálfun þeirra, og hefur löggan farið með í nokkra slíka túra.
Auka kostnaður þeirra vegna löggunar er því eingöngu í beinu hlutfalli af þyngd löggukallanna í formi auka eldsneytiseyðslu þyrlanna. Ekki hef ég getað séð annað en vinur okkar hann sýsli hafi sýnt þessu fullan skilning og sent mjög spengilega löggukalla í túranakv
Rúnar.
01.11.2006 at 19:26 #566066Diagonal dekk leitast við að aka upp úr rásum, meðan radial dekk leitast við að aka ofaní þær. Á ensku eru þessar rásir meðal annars kallaðar Radial-ruts.
Þannig að samkvæmt fræðunum, þá er alltaf munur á bíl að diagonal dekkjum og radial.
kv
Rúnar.
30.10.2006 at 11:22 #565670Er vél sem mælir hopp (kast) í dekkjum, þ.e.a.s. mælir það hversu sporeskjulaga dekkið er. Mælir einnig hversu mikið kast er í felgunni og segir þér hvernig á að setja dekk og felgu saman til að lámarka heildar kastið, hoppið.
Snilldargræja, en flestar eru (eða allavega voru) haldnar þeim leiðinda ágalla að ráða ekki við 14" breiðar felgur og þar yfir.
kv
Rúnar.
27.10.2006 at 17:57 #564706Það eru tvö atriði sem skipta mjög miklu máli fyrir fjarskiptakerfi fyrir neyðaraðila.
1. Jón Jónson á ekki að geta hlustað á kerfið.
2. Kerfið þarf að vera nokkuð vel óháð hinu almenna talkerfi, þannig að þegar stóráfall kemur fyrir, þá verði neyðaraðilar ekki sambandslausir vegna þess að almenna talkerfið hrinur vegna álags.Tetran uppfyllir þetta mjög vel, ásamt mörgu öðru.
Uppbygging tetra á Íslandi er hinsvega skólabókardæmi um það hvernig á ekki að gera hlutina. Núna virðist menn þó ætla að taka sig saman í andlitinu og gera þetta almennilega, sem er gott.
Ef menn vilja almennt öryggi á hálendinu, þá er einfaldlega bara eitt kerfi sem kemur til greina, og það er bara gamla góða venjulega GSM kerfið. Ástæðan er einfaldlega sú að ferðamenn hafa GSM síma, og ætlast bara til þess að þeir virki hér eins og allstaðar annarsstaðar í heiminum.
Á hverju hausti má heyra í fréttum um menn sem labba tugi kílómetra til byggða eftir að þeir festa bílinn sinn í snjóskafli einhversstaðar og ekkert GSM samband var þar, og engir á ferðinni. Ég giska á að innan mjög fárra ára verði banaslys af þessum völdum.kv
Rúnar.
24.10.2006 at 10:55 #56475818.10.2006 at 20:51 #56382639/8=4,875
18.10.2006 at 09:57 #563740Hef heyrt að Tindfjöll (ofan Fljótshlíðar) dragi nafn sitt af Tindinum þar (eintala). Og að hryggurinn austur af Langadal í Þórsmörk beri heitið Tindafjöll, eftir öllum tindunum þar (fleirtala).
Megi mér staðkunnari einstaklingar leiðrétta þetta.
kv
Rúnar.
17.10.2006 at 10:16 #563572er að flestir þessir stóru þola alveg 100w+ perur. Á við allar Hellur sem ég hef notað ( 1000, 3000, Luminator)….
kv
Rúnar.
17.10.2006 at 09:47 #563568uss..
17.10.2006 at 09:47 #563566að setja perur í ljósin sem þú ert með Kastari verður ekki kastari fyrr en í hann eru komin 100+ wött. Einnig verður að tryggja að leiðslur og tengingar séu nógu góðar og sverar til að tryggja hámarksljósmagn.
Annað, mörg nýrri ljós og ljóskastarar eru ekki með neinu mynstri í glerinu þó svo að þau séu dreifiljós. Ástæðan er að dreifingin á geislanum er núna meira mynduð með speglinum. Á víst að þýða betri nýtingu geislans.
kv
Rúnar.
13.10.2006 at 10:55 #563100er eflaust að gera eins og Skúli, kaupa 15" lcd og skella í mælaborðið. Svo er hægt að fá svona lyklaborðsforrit þannig að þú getur notað músina til að slá á lyklaborðið.
kv
Rúnar.
10.10.2006 at 17:20 #563014Já, það er alveg skelfilegt hvernig landflutningarnir fara með vegina.
kv
Rúnar.
09.10.2006 at 14:55 #562742Getur einhver sagt mér hvað er innifalið í "Samgöngur"? Fellur hlut af tekjum af ferðamönnum þar inn í, eða eru þær allar undir "Ferðaþjónusta"?
Athugið að útflutningu á áli á eftir að ríflega tvöfaldast til 2007, samkvæmt skýrlunni, þegar fórnirnar sem þegar hafa verið gerðar fara að skila arði.
Einnig eru of margir ferðamenn ekkert æskilegir út frá umhverfissjónarmiðum.
Einnig er gaman að spá í að við höfum Iðnaðarráðuneiti, og Sjávarútvegsráðuneiti, fyrir tvo af stærstu tekjuliðunum, en ekkert ferðamálaráðuneiti fyrir þann þriðja stóra. Af hverju? Er ferðaþjónustan kannski svolítið undarlega afskipt?
kv
Rúnar.
06.10.2006 at 11:47 #5623201. Hálendið.
2. Lálendið.
3. Bílskúrinn.kv
Rúnar.
06.10.2006 at 11:47 #562318úps…
05.10.2006 at 20:25 #562304Ætli það sé hægt að fiffa svona á 80-cruiser framdrifin? Myndi örugglega svínvirka þar.
kv
Rúnar.
05.10.2006 at 10:58 #562262Góður Einar….
En svona annars langar mig að benda á að vegagerðin hefur ekkert með meirihluta vega í þéttbýli að gera. Þannig að ef aðeins má keyra á vegagerðarvegum, þá eru allir íslenskir ökumenn í frekar vondum málum, og sýsli sjálfur má bara keyra tvær götur á Selfossi
Annars er víst lítið annað að gera núna en að bíða eftir dóm í þessu máli.
kv
Rúnar.
04.10.2006 at 21:52 #561936hefur örugglega rétt fyrir sér, og tel ég að myndatökumaðurinn hafi staðið ca hér: N65 19.338 W15 40.078. Heljardalsfjall er vinstra megin og Geitafell í fjarska framundan.
[img:1j5t8bxs]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4795/34449.jpg[/img:1j5t8bxs]Myndatökumaður er sennilega innan hringsins.
Út frá þessu korti sýnist mér þetta vera algjörlega augljóst.
Núna er þetta bara spurning um að hjálpa Hlyn með bjórkassannkv
Rúnar.
04.10.2006 at 14:28 #561910Bílarnir eru á greinilegum vegi, og ef myndin er tekin fyrir stríð, eru vart margir staðir á hálendinu sem koma til greina þar sem þar voru einfaldlega ekki svona "vagnfærir" vegir.
Ég myndi því frekar giska á lálendið, eða nálægt því.
kv
Rúnar.
02.10.2006 at 23:03 #562044Vélin í Runnernum heitir sennilega 1KZ-T (mekaníst olíuverk). E vélin var svo með rafstýrðu olíuverki. KD Vélin með common-rail og intercooler.
Er svona nokkurnvegin sama vélin. Nokkuð örugglega sama block og kjallari. Frekar spurning með heddin.Svo kæmi það mér reyndar ekkert á óvart að ef við vélina væri bætt tveimur bullum í viðbót, að hún héti þá HZ…..:)
5L vélin var aldrei seld í Runnernum. 2L var einhverntíman í honum þó, einhversstaðar (ekki hér þó).
Nóg af nördafræðum í bili.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies