Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.04.2007 at 16:19 #589372
Skil nú ekki alveg þessa umræðu.
Veit ekki betur en mikill meirihluti af þessum virkjunum sé nú aðalega að fæða stóriðjurnar í kringum höfuðborgina. Landsbyggðin græðir nú ekki mikið á því.
kv
R.
24.04.2007 at 09:08 #589238Veit ekki betur en að þetta eigi að passa.
Það eru tvær breiddir af hásingunum, og er hásingin sem var á bílum með IFS að framan töluvert breiðari (notuðu innvíðari felgur).Kv
Rúnar.
17.04.2007 at 13:21 #587944þar sem menn fara nú að rífast um hestöfl versus tog, þá bendi ég á þessa [url=http://www.procivic.com/pages-horsepower_torque/index.html:lv9honj9]grein[/url:lv9honj9].
Staðreyndin er einföld, hestöfl = tog (í pund-fetum) * rpm / 5252
17.04.2007 at 13:07 #587942Vill nú svo til að í heimi dieselbíla hefur nú orðið all mikil þróun síðustu 10 árin. Þannig að afltölur frá 1997 eru nú kannski svolítið mikið úreldar.
Nýjustu doddarnir eru reyndar með 6.7 lítra cummings, sem skilar 350 hp og 650 lbs/feet (881 nm).
Einnig fáanlegur með bensínrellu, 5.7 lítra hemi, sem er 345 hp og 375 lbs/feet (508 nm).5.7 litra Hemi vélin þarna er að skila jafn miklu afli (508 nm) og 3.0 litra diesel vélin í cheerokinum
Djöfull held ég að wrangler með svoleiðis diesel rokk væri skemmtilegt tæki. V8 power með hreint út sagt fyndinni eyðslu, myndi giska á svona 8 lítrum á 100, jafnvel minna. Þyngri, jú, en viðbótar eldsneytið er jú líka þungt.
kv
Rúnar.
16.04.2007 at 16:48 #587066Harðskreiðasti pikkup í heimi er einmitt Dodge Dakota með 5.9 cummings svona ca undir húddinu.
Þá er Audi núna alveg ósigrandi í Le-Mans þol-kappastrinum með sína nýju útúrtjúnuðu diesel bíla. Þar eru þeir að vinna einhvern graut af útúrtjúnnuðum bensín bílum. Held að þeir séu aðalega að vinna vegna sparneytni vélarinnar, þurfa færri stopp.kv
Rúnar.
16.04.2007 at 14:19 #588390það er engin spurning að 46" tomman er mun betra keyrsludekk en gleðigúmíið (væntanlega flest öll dekk betri sem keyrsludekk). Undir stórum bílum (vörublíla og rútuflokknum) virka þau mikið betur í snjó en gleðigúmíið (enda ekki erftitt að toppa það).
Spurning er þó hversu góð þau eru undir minni aflvana bílum sem ná vart að bæla þau. Þau eru jú miklu massaðri og stífari en DC’inn og taka því fleiri hestöfl. Mætti segja mér að undir slíkum bíl virki þau betur í mjög erfiðu færi, en flækist bara fyrir annars.Hef séð allavega tvo patta á 46" tommum.
Hoppulaus 44" er til. Ég er með svoleiðis undir hjá mér. Eru betri en 38" tomman sem ég átti. Mögnuð heppni sagði kallinn á dekkjaverkstæðinu
kv
Rúnar.
13.04.2007 at 13:25 #587112Hvernig túrbína er þetta sem þú ert með herra Emil?
kv
Rúnar
13.04.2007 at 13:21 #587658Menn hafa einnig verið að kaupa þessa bíla með rangri afturhásingu. Ætti að vera betra að kaupa þá án afturlæsingarinnar og setja í þá ARB læsingu. Þannig fá menn stærra drif en annars (8.5" versus 8.0", ef minnið svíkur mig ekki)
kv
Rúnar.
13.04.2007 at 13:14 #588230Gallinn við Dana 60 er að hún er óþarflega þung, og í raun miklu sterkari en hún þarf að vera undir svona léttum bíl. Datsún hásingin er mikið léttari og ódrepandi. Þarf bara að passa að tékka á framhjólalegunum reglulega. Er svo ekki líka erfitt að fá 60 hásingu sem ræður við 15" felgur?
Hvað er Dana50 annars með stóran kamb?
Annars er ég sammála því að ABS á ekkert heima á fjöllum. Bremsuvegalengd með ABS á malarvegi er mikið lengri en án þess. Í þýsku jeppablaði las ég einhverntíman um prófanir á þessu, og var niðurstaðan sú að með ABS var vegalengdin almennt ca 30% lengri en með það aftengt. Ekkert gaman þegar bíllinn tekur af manni völdin og bannar manni að bjarga sér.
kv
Rúnar.
13.04.2007 at 11:07 #588220Er væntanlega að setja bara patta hásingu (hvolfdri og umsnúinni).
Svo er hægt að fara að smíða og þá má nota patta drif með sérsmíðaðri læsingu, Toyota 9.5" drif, GM 12 bolta, Dana 50…. og svo nota 80-cruiser öxla og nöf. Flottast þannig, en spurning hvort nokkur þörf sé á svoleiðis flottræfilshætti
Hvernig er með ABS’ið við svona leikfimi? Hvað eru menn að gera í þeim málum? Má maður aftengja svoleiðis system alveg eða verður það að vera virkt áfram?
kv
Rúnar.
12.04.2007 at 16:46 #587968Keypti mín hjá Arctic-trucks fyrir all löngu síðan.
Sá um daginn að Ellingsen er með einhverjar svona bomsur (og reyndar fullt af öðru skemmtilegu dóti).Svo má tékka á vélsleðabúðum. Keppnis bomsur þar.
kv
Rúnar.
12.04.2007 at 11:00 #583926Þá er bara spurning hvernær þeir innkalla hrútshornin úr fyrstu hásingarhiluxunum
kv
Rúnar.
11.04.2007 at 14:57 #587594Ég yrði nú alltaf hræddur við að hafa svona lið inn í opnu liðhúsi. Ekki víst að þessi gúmí eða plasthosa í kringum þetta þoli vel frost, eða klakahrönglið sem klammar hásínguna. En samt forvitnilegt. Spurning einnig hversu þétt þetta er. Hvort þetta nái að halda vatni almennilega úti.
Svo má alltaf líka kaupa bara sterkari öxla og krossa í þetta. Allt er víst til í þetta ameríska drasl
kv
Rúnar.
10.04.2007 at 16:29 #584786Var sagt þetta sama. Þ.e.a.s. að sjálfsábyrgðin í utanvegakaskóinu er hærri en í öðru kaskói.
Það ásamt því að þeir munu aldrei meta bílinn minn að verðleikum, gerði það að verkum að ég tók hann úr kaskó. Bíllinn er 13 ára gamall. Myndi aldrei fá nema örfáa hundraðþúsundkalla fyrir hann úr tryggingunum. Flakið væri alltaf meira virði í lausasölu…!
kv
Rúnar.
03.04.2007 at 22:40 #587084Mig minnir að orginal 2LT kveiki aðvörunarljós í mælaborðinu við ca 10 psi. Ætti að vera allt í lagi að boosta það miklu.
Ekki vera að fikta neitt í þessu nema hafa mæli. Ég mæli með að þú setjir mælinn vélarmegin við intercoolerinn. Það verður nefnilega töluvert "þrýstingstap" yfir millikælinn (kaldara loft tekur jú minna pláss en heitt loft, og svo er alltaf einhver mótstaða í kælinum, sérstaklega ef hann er íslensk smíði).
Þægilegast er að auka boostið með skinnunum. Hver skinna eykur töluvert, líklega ein 2-3 psi.
Annað, diesel mótor er bara mjög sáttur við að fá fullt af lofti og lítið af eldsneyti, en á sama skapi mjög ósáttur við að fá fullt af eldsneyti og lítið af lofti (öfugt við bensín mótor). Of sterk blanda = ónýtur mótor.
Gangi þér vel.
kv
Rúnar.
02.04.2007 at 12:41 #586500Hringdu bara í Jöklaselsbændur og spurðu.
4781000 er síminn samkvæmt símaskránni.Hefur verið fært þarna uppeftir undanfarna páska.
kv
Rúnar.
26.03.2007 at 13:04 #586146eru líka með fín bretti á fínu verði.
….
kv
R.
24.03.2007 at 18:23 #585902Þetta svínvirkar. Hef notað þetta trix síðustu 10 árin eða svo
Leiðilegast er að svissa á milli, þá frýs allt sem frosið getur og ferðafélagarnir hverfa sjónum (í fleiri en einum skilningi). Þarf að vera ágætis frost úti til að þetta virki vel.Með hitann inni í bílnum þá flokkast þetta undir kost. Minni hiti í bílnum þýðir nefnilega:
Minni lýkur á bílveiki.
Minni hitasveifla við að hoppa inn og út, minna svona klæða sig í, klæða sig úr vesen, eða minni sviti.
Meira öryggi ef þú lendir í að tjóna sjálfan þig og bílinn, því þú og þínir eru betur klæddir.Þar fyrir utan þá eru snjóþurkublöðin mikill kostur. Mín reynsla af þeim er að þau frjósa sjaldnar og þar fyrir utan þá einfaldlega þurka þau bara betur.
kv
R.
24.03.2007 at 11:40 #585924Virkjum neðri hluta Þjórsár.
Virkjum Reykjanesið og Hengilinn eins og hægt er.
Virkjum Kröflu og Þeystareykjasvæðið eins og hægt er.
Virkjum almennt það sem hagstætt er að virkja í byggðum landsins.
Nýtum raforkuna til að stykja byggðir landsins.Leyfum öræfunum að vera í friði, að vera áfram öræfi. Sleppum uppbygginu vega, virkjana og fleira í þeim dúr í öræfunum. Uppbyggð öræfi eru nefnilega ekki öræfi lengur (oft einnig kallað lálendisvæðing).
Þetta skrifa ég undir.
Rúnar hægrimeðalmenskugrænn.ps. Þar fyrir utan, þá má velta því fyrir sér hvort þetta sé réttur tími til að selja allann fína græna raforkuréttinn okkar. Eftir nokkur ár verður hann örugglega miklu meira virði en hann er í dag.
23.03.2007 at 18:45 #585636Þetta er örugglega bara Toyota með Dodge merki, sem Lúther heldur að sé ekta Dodge. Þyngdin passar allavega við það.
kv Rúnar
-
AuthorReplies