Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.08.2007 at 18:16 #594736
Ég myndi prófa að spyrja þessarar spurningar hérna:
http://autos.groups.yahoo.com/group/Nissan_GU_Patrol/Kæmi mér ekki á óvart þó einhver andfætlingur okkar væri búinn að þessu.
kv
Rúnar.
15.08.2007 at 14:46 #594644Hljómar nú bara eins og gas-injection, sem sumir hér hafa nú prófað, nema þetta virðist eiga að framleiða gasið einnig (eða vetnið).
En sparnaðurinn er náttúrulega óumdeilanlegur, þar sem bíllinn verður með þessu twinn-bíll og fær því ókeypis í bílastæði borgarinnar.
Annars var grein í mogganum um daginn frá einhverjum þar sem viðkomandi var að fíflast með að mixa svona heimatilbúið vetnis-unit í bíl til að fá frítt í bílastæðin.
kv
R.
15.08.2007 at 13:47 #594680Selur lofttjakka á þetta fyrir miklu minni pening. Einnig miklu betra system.
Fyrir 70.000 er nánast hægt að kaupa nýja loftlæsingu…!
Annars er nánast endalaust hægt að tjasla upp á þessa mótora.
kv
Rúnar.
31.07.2007 at 21:55 #594134Með asíu hásingarnar þá er hægt að athuga hvort hægt sé að skrúfa köggulinn í þær á hvolfi.
Ef það er hægt þá er hægt hvolfa hásingunni með hvolfda kögglinum og fá þannig hásingu með köggulinn hinu megin. Þá er bara að skera liðhúsin af og hvolfa þeim einnig og þá er komin þessa fína hásing með drifkúlunni hinu megin.kv
Rúnar.
17.07.2007 at 12:02 #593644Og er 12 ventla, indirect injection, án túrbó og alls þess sem gerir diesel vél að alvöru vél.
24 ventla vélin er direct injection (engin forbrunahólf né glóðarkerti) og með túrbo, og er í raun bara allt önnur ella fyrir vikið (blokkin gæti verið eins, en annar efri partur).
Voru held ég einhver vandamál við að fá þessa bíla skráða hér vegna mengunarmála, en ef þeir eru skráðir í þýskalandi þá ætti það nú að vera hægt ???
kv
Rúnar.
02.07.2007 at 23:00 #593082það er dágóður munur á hiluxum með IFS annarsvegar og Hásingu hinsvegar (grind, hásingar, og fjöðrun er mismunandi).
Það eru tveir mismunandi millikassar í gangi, annar gírdrifinn en hinn keðjudrifinn. Man ekki hver er með hvað en allt um það má sjá á http://www.marlincrawler.com
Svo er einhver árgerðamunur einnig. T.d. stækkuðu kúplingarnar 92 eða 93, og drifkögglarnir urðu sterkbyggðari og eitthvað fleira.kv
Rúnar.
22.06.2007 at 10:21 #592712Stilling er líka með þetta.
Er sjálfur með sonva tannatop ætlaðan fyrir amerískt gæðastál fyrir Toyotuna mína.kv
Rúnar.
20.06.2007 at 11:06 #592638Ég hélt nú að endingin á Land Rover væri svona góð vegna þess að á 10-ára fresti er alltaf búið að skipta út öllum pörtum hans vegna "eðlilegs viðhalds"?
kv
Rúnar.
20.06.2007 at 10:37 #579206Virðist vera þræl skemmtileg vél (svona miðað við tölurnar), annað en þessir hálftjúnnuðu nýju grjónabrennarar
Hinsvegar er víst varla hægt að tala um léttan bíl lengur. Unlimited bíllinn er orðinn jafn þungur eða þyngri en Hilux….. (ef eitthvað er að marka þetta pdf skjal, þ.e.a.s.)kv
Rúnar.
07.06.2007 at 09:36 #592208Hallinn hjá mér er einhversstaðar á bilinu 6-8 gráður, og það er fínn halli. Er á hilux á 44".
Mikill halli leiðir einnig til leiðilegt togs í stýrinu þegar bíllinn er í fjórhjóladrifinu. Orginal hallinn er um 3 gráður ef ég man rétt.kv
Rúnar.
04.06.2007 at 11:47 #20038901.06.2007 at 15:17 #591822Vegna þess hversu innarlega efri spyrnurnar eru þá er voðalega lítil hreyfing á þeim við misfjöðrun (miðjan á hásingunni færist voðalega lítið). Þess vegna verður engin sérstök spenna í kerfinu við þá misfjöðrun sem dempararnir á annað borð leyfa. Þessi uppsetning er nánast eins og hafa bara eina efri stífu.
kv
Rúnar.
01.06.2007 at 13:11 #591818Það þarf væntanlega að færa þessar upphækkanir fyrir samsláttarpúðana, af hásingunni og upp fyrir púðana. Þannig ættu þeir að virka betur (ekki skekkjast svona).
Sérstaklega gaman að sjá að menn hafa lagt sig fram við að viðhalda nokkurvegin afstöðunni á efri stífunum fyrir afturhásinguna. Ég hefði þó reynt að hafa turnana fyrir þær öflugri. Það eru þokkaleg átök á þessu þegar bíllinn bremsar, sem og þegar gefið er í. Kæmi mér ekki á óvart þó þeir myndu springa frá þverbitanum með tíð og tíma. Hef séð það gerast á Pöttum þar sem turnarnir voru lengdir.
kv
Rúnar.
21.05.2007 at 10:45 #591394kv
Rúnar
16.05.2007 at 14:44 #591002Mæli með að skrá sig hér inn og skella inn spurningu
http://autos.groups.yahoo.com/group/Patrol4WD/
Grautur af upplýsingum og öðru þarna.Svo var Big Balls Offroad mjög framalega í svona hlutum. http://www.bbmotorsports.com.au/
Voru þeir sem komu með fyrstu niðugíranirnar í millikassann í pattann. Þeir voru einhverntíman með 4.88 hlutföll, en þau reyndust víst mjög ílla. 5.42 fæst varla nokkursstaðar en hér.kv
R.
11.05.2007 at 15:24 #590854Þá má ekki gleyma að framkvæmdum í kringum Langasjó hlítur að fylgja umtalsverð vegagerð og "vegabætur" á svæðinu öllu.
kv
Rúnar.
03.05.2007 at 23:33 #590194
03.05.2007 at 08:58 #590184Koma væntanlega með sömu 8" hásingunni og allir krúserar hafa haft síðan 1989. Alltaf spurning hvort rétt sé að kalla það "heila" hásingu.
Verð nú að viðurkenna að framendinn venst alveg þokkalega. Vélin er hinsvegar eiginlega bara fyndið kraflaus á nútíma mælikvarða. 4.5 lítra v8 diesel með afli á við 3.0 litra vél…. Toyota menn hafa greinilega verið mjög hóværir í tjúnningunni þarna. Sennilega gert til að endast þessa venjulegu milljón kílómetra. Þýðir reyndar að það ætti að vera hægt að taka helling í viðbót út úr maskínunni. Verður gaman að sjá hvað þeir taka út úr henni í arftaka 100 línunnar, sem er víst að koma á markaðinn á næstu mánuðum.
Svo virðist sem þeir hafi með öllu gleymt að breikka afturhásinguna til móts við framhásinguna, og hún var allt, allt of mjó fyrir (enda bílinn frekar valtur, hár og mjór).
kv
R.
26.04.2007 at 10:18 #589386Þvílíkur munur.
kv
R.
25.04.2007 at 23:36 #589404Orginal komu diesel bílarnir með mottu í húddlokinu. Minnir allavega að minn ’85 hafi verið með svoleiðis, og minn ’95 er með svoleiðis. Báðar reyndar eiginlega alveg að detta úr.
kv
R.
-
AuthorReplies