Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.09.2007 at 15:28 #598010
Þau eiga heiður skilið fyrir að hafa vit á því að yfirgefa ekki bílinn. Ekki sérstaklega venjulegt miðað við fréttir síðustu hausta.
kv
Rúnar.
26.09.2007 at 15:25 #597964Ef þetta er 6.0 lítra mótor sem blæs ca 25-30 psi, þá jafngildir flæðið út úr honum flæðinu úr ca 18 lítra bensínvél….!
Bara svona til að setja hlutina í samhengi.
25.09.2007 at 22:27 #597952Er með fínar ódýrar og þykkar tjalddýnur í þetta. Get ekki séð neinn mun á þeim og mottunni sem ég keypti í þetta af kalli í Hafnarfirði, mottur sem Gunnar bílasmiður mælti með að ég setti.
Bara líma þetta upp með límkítti, t.d. bara síka 11FC úr Byko, og passa að þær falli vel inn í kantinn.
Þarf reyndar að maka ryðvarnar-þykkni á þær til að tryggja að grjót nái ekki í gegn.kv
Rúnar.
23.09.2007 at 22:55 #597642Nokkur atriðið í viðbót við það sem Baldur segir.
Þeim mun styttri sem vegalengdin d er, því meira "wheel-hop" á sér stað undir átaki (drifkraftarnir hafa meiri áhrif á fjöðrun). Wheel hop er þegar dekkið hoppar við harða inngjöf. Við þekkjum þetta hop mjög vel í snjóakstri (bíllinn hoppar þegar hann er farinn að krafla sig áfram). Þeim mun lengri sem vegalengdin d er þeim mun minni áhrif hafa drifkraftarnir á fjöðrunina. Séu stífurnar samhliða hafa drifkraftarnir engin áhrif.
Persónulega tel ég best að hafa d tiltölulega langt (minna hop hlýtur að þýða betra, jafnara grip í snjó). Anti squat og Anti dive eru hlutir sem skipta ekki svo miklu máli á trukk. Einna helst að það sé svolítið pirrandi við hemlun, að afturendinn skjótist mikið upp.Annað, og það er hæðin á hliðarstífunni. Hæðin á henni stýrir veltipunkti fjöðrunarinnar. Veltipuntkurinn er sá punktur sem hásingin veltur um þegar hún misfjaðrar. A Rover systemi þá er hásingarendinn á A-stífunni ("stýrisendinn") þessi punktur.
Þeim mun nær þyngdarmiðju bílsins sem þessi punktur er (þ.e.a.s. hærri), þeim mun minni tilhneigingu hefur bíllinn til að halla í beygjum (minna svagur).
Þeim mun neðar sem þessi punktur er, þeim mun minna kast er á yfirbyggingunni við (mis)fjöðrun (þú upplifir betri fjöðrun vegna minni hreyfingar á þér og svo er minni mótstaða við fjöðrunarhreifinguna þar sem minna þarf að hreyfa yfirbyggingu bílsins). Þeim mun neðar sem punkturinn er, þeim mun nær grindarbitunum fara dekkin við misfjöðrun. Þetta hindrar að hægt er að hafa þennan punkt neðarlega á mörgum bílum (t.d. hilux). Þessi punktur þarf ekki að vera jafn hár að framan og aftan.M.ö.o. hið fullkomna, eða hið eina rétta setup er ekki til, og best er að hafa þyngdarpunkt bílsins eins neðarlega og hægt er (lár þyngdarpunktur hefur jákvæð áhrif á allt ofangreint).
Og eitt enn, 4/5-link fjöðrun hegðar sér nákæmlega eins og 3-link (eða Bronco-stífur) sem hefur stífur sem eru jafn langar og vegalengdin d.
Einni mesti kosturinn við 3-link fjöðrun að framan er að stífurnar hindra bílinn í að taka dífu við harða hemlun (plús það að það er oft erfitt að koma fyrir 4-link kerfi án þess að hækka bílinn mikið).
kv
Rúnar.
ps. Heimildir úr sömu bók og Baldur vitnar í.
21.09.2007 at 13:07 #597518Ég hélt nú alltaf að Tacoman án læsingar væri með stærra drif að aftan. En samkvæmt [url=http://home.4x4wire.com/erik/diffs/#T100-Tundra:2adryhp4]þessu[/url:2adryhp4] þá er það nú ekki rétt. Þessi miskilningur er kannski vegna þess að 8" drifið kvu víst í raun vera 7.8" (eða 200mm) …!
Rúnar.
21.09.2007 at 08:26 #597504Kannski allt í lagi að taka það með í reikningin að 44" dekk er ekki nema 42" tommur að stærð.
11.09.2007 at 13:36 #596450Samkvæmt þessu korti er hún orðin þræl góð..
[img:k8o9w5pl]http://www.112.is/media/tetra/large/sendar_30agust2007_750px.jpg[/img:k8o9w5pl]
10.09.2007 at 20:22 #596356Þú getur ekki notað pústgreinina á milli. Headdið á 2L-t mótornum er öðruvísi en á síðari tíma 2L og er m.a. boltapatternið fyrir pústgreinina öðruvísi. Þú sérð þetta strax ef þú berð skoðar greinarnar. Hinsvegar er hægt að kaupa síðari tíma grein og boltast túrbínan beint á hana. Þessar greinar kostuðu ekkert mikið hjá umboðinu þegar ég var að þessu snemma árs 2000.
kv
Rúnar.
10.09.2007 at 15:35 #596352Kúplingin er ekki jafn stór.
Allavega var alveg sama hvað ég reynda að teyja á pressunni, það vantaði alltaf ca 2 cm upp á að skrúfugötin pössuðu
2L-t kúplingin er 8 7/8 tommur en á 9 5/16 á 95 bílnum.Hinsvegar er kúplingin á 95 og 2000 jafn stór.
kv
Rúnar.
10.09.2007 at 15:17 #596348Ég er með 2L (framleidd 1994) en með túrbínu af 2-LT. Notaði pústgrein af 2000 árgerð af mótor og allt passaði þetta saman (þurfti aðeins að snúa upp á túrbínuna, annar halli á púsgreinarflangsinum).
Aflið er fínt (svona á Patrolmanna mælikværða) og vélin hefur hangið saman síðustu 120.000 km (vélin er kominn í ca 240.000 km). Er með á vélinni afgashitamæli, og er hann eflaust ábyrgur fyrir því að vélin er ennþá heil.
Aflið út úr þessari vél er mikið meira en kom nokkurntíman út úr 2-LT mótornum.Þekki ekki gírkassamálin nema hvað að kúplingin í 1995 bílnum er stærri en var í þeim gamla (85). Held reyndar að sú breyting hafi komið 92 eða 93, ásamt einhverjum öðrum.
kv
Rúnar.
07.09.2007 at 14:22 #596202Í einvherjum Top-gear þáttana sagði hr Clarkson að nýji S-bensinn hefði komið betur út úr einhverri þýskri umhverfis-úttekt en þessar fínu tvinn maskínur, þrátt fyrir að vera með V12 bensínmaskínu í húddinu.
Ástæðan var sú að bíllinn er meira og minna framleiddur úr endurvinnanlegum efnum og bla bla bla.Annars sá ég fjallað um ethanol bíla í Mótors TV í gærkvöldi. Það eru bílar sem eru í eðli sínu kolvetnisjafnaðir þrátt fyrir að spúa út kolvetni (ca 50% á við venjulegan bensínbíl). Ástæðan er að ethanolið er unnið úr sykri sem á ræktunartíma sínum bindur álíka mikið kolvetni og myndast svo við brunan. Kúl.
06.09.2007 at 10:05 #596018Munurinn á 2.4 og 2.8 toyota vélunum (2L og 3L) er ekkert mikill. Aðalega bara aðeins stærri og slaglengri stimplar.
Vélin sem kom í Rockynum var hinsvegar allt önnur vél, frá annari vélarfamilíu (þó hún væri frá Toyota).
3L var aldrei orginal turbó eftir því sem ég best veit.Svo var líka búin til 5L vél, sem var 3.0 lítra, en með öllu óskild þriggja lítra vélinni sem kom í 4runnernum og Barbý krúsernum.
kv
Rúnar.
04.09.2007 at 11:37 #595960Það var lengi vel hægt að leigja 38" Defendara hjá ALP (eða hvað sem þeir heita núna). Hefur staðið einn vélarlaus fyrir utan hjá þeim lengi vel. Óttarleg fjós þessir bílar þeirra, en það er kannski bara eðli týpunnar
kv
Rúnar.
03.09.2007 at 12:23 #595766Þeir mæta bara á kynningu hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík þann 11 sept
[url=http://www.hssr.is:3css55ue]Sjá nánar hér[/url:3css55ue]
kv
Rúnar.
03.09.2007 at 11:15 #595888Í ykkar tilfelli ættuð þið að tékkja á því sem vélsleðamenn eru að gera í talstöðvarmálum. Það ætti að henta ykkur betur (intercom, hjálmar og hands-free búnaður)….
kv
R.
24.08.2007 at 13:31 #588760Þú ert væntanlega að meina 70 Cruiser, ekki 80.
Held að Euro 4 sé lámarkið núna, frekar en 3. Framleiðendur eru í dag að hamast við að gera vélarnar sínar Euro 5 samhæfar (allavega í diesel heiminum).
kv
Rúnar.
24.08.2007 at 00:46 #595110Hægt að kaupa í dag 350kúbikka GM mótor sem er 350 hp (Ram-Jet 350).
Hægt að skoða þetta allt og slefa (dreyma) yfir á http://www.gmperformanceparts.comHægt að kaupa þarna 505 hestafla small-block álvél með titaníum stimpilstöngum og guð má vita hvað. Einnig fánlegur 4.4 litra cadilac álmótor sem er 470 hp en er samt aðalega tork tjúnnaður (vopnaður blower).
Svo má alltaf velta sér upp úr skemmtilegum vangaveltum um vélar. T.d. hvort er 500 hestafla 4.5 lítra vél, eða 500 hestafla 7 lítra vél stærri? Þegar 7 lítra vélin er fyrirferðaminni, léttari og eyðslugrennri en 4.5 lítra vélin? Þetta vill allavega google meina þegar borin er saman LS7 GM mótor vs eitthvað þýskt undraverk frá BMW.
Best að fara að koma sér í bólið….
21.08.2007 at 20:56 #595122Talan 60% dettur upp í huga mér, og held nú að hún sé bara skratti nærri lagi.
kv
Rúnar.
20.08.2007 at 23:02 #595038Lagði við hliðina á Patta með 42" iroca. Gat ekki séð marktækan mun á hæðinni á dekkjunum (44 gleðigúmíið er jú eiginlega bara ca 42 tommur á hæð). Breiddarmunurinn hinsvegar var svakalegur, gleðigúmíið nálægt helmingi breiðara. Gleðigúmíið reyndar á 17" breiðum felgum meðan irocinn á sennilega 14".
Nokkuð augljóst að gleðigúmíið hefur meira flot, en Irocinn meira grip.kveðja
Rúnar (kominn á jeppadekk).
20.08.2007 at 13:21 #594894má vera 2.55 m eða mátti það allavega síðast þegar ég vissi.
Held að ástæðan fyrir þessum auka 5cm komi frá ameríkuhreppi, þar sem 100 tommur eru jú ca 2.55 m og eru sennilega algeng breidd á trukkum þar.
-
AuthorReplies