Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.11.2007 at 14:29 #601802
Ekki hef ég hugmynd um hvað gerðist þarna og ætla ekki tjá mig neitt um slíkt en ætla samt að segja eftirfarandi, og taki þeir það til sín sem það eiga (og þeir eru margir í okkar röðum):
Drullutjakkar eru stórhættuleg apparöt, og ættu að notast sem slík. Fínir til að losa bíla úr festum, enn ekki til annars.
Flestum jeppum fylgir ágætis orginal tjakkur sem er miklu hentugri og margfalt öruggari til allrar almennar notkunar en drullutjakkur.og hananú.
Kveðja,
Rúnar.
04.11.2007 at 20:29 #601410Þeir sem það hafa prófað vita það að 100 diesel hestar gefa þér meiri orku en 100 bensín hestar, hvað sem öll fræði segja. Munurinn liggur í toginu (og hvar í aflkúrfinni togið er). Þessi 200 jeep hestar eru ekki að gefa nema rétt um 300 nm af togi, sem er töluvert minna en diesel vélarnar í patrol og Land-Cruiser t.d.
Tek undir með GummaJ, þessi bíll þyfti 44" og 300 bensín hesta til að verða virkilega skemmtilegur. Væri reyndar örugglega ágætur einnig á 38", ekki síður en t.d. 120 cruiser.
Ef menn eru að spá í 38" bíl með þokkalega drifgetu ætti þessi að vera tær snilld. Gormar, yfir 3.0 m milli hjóla, sporvídd rétt tæpir 1.7m, rúmgóður, hásingar og læsingar (er eiginlega akkurat formúlan sem var sett fram í Jeppar á fjöllum hér um árið). Eftir að hafa skoðað jk-project.com er reyndar ennig ljóst að innanrýmið er frekar dósalegt. Plast og járn og ekkert glingur neinsstaðar. Menn verða svo að ákveða hvort það telst kostur eða galli
Einn stór galli við þennan bíl er burðargetan, sem er uppgefin í USA sem 1000 pund, (ca450 kg), á móti um 600-700 kg sem pattar og cruiserar hafa. Það gæti valdið vandamálum við fullvaxta breytingar.kv
Rúnar.
02.11.2007 at 23:53 #601770Guði sér lof að það eru engir elgir á Íslandi….
02.11.2007 at 23:52 #601406hér er ágætis síða til slefa yfir næstu mánuðina…
[url=http://project-jk.com/:1dzjt8c3]http://project-jk.com/[/url:1dzjt8c3]
02.11.2007 at 15:05 #60175290% viss um að hann sé um 3 gráður.
01.11.2007 at 22:56 #601386Það hefur nú reyndar lengi loðað við Land Roverinn sú vangavelta að hann hafi nú kannski verið hannaður fyrir eitthvað allt annað enn menn.
Hinsvegar hefur Cheeroke’inn ávalt verið hannaður fyrir menn. Gæti skýrt muninn á skott stærðinni að mestu leitikv
Rúnar.
ps. Gamli góði Double cap er eitthvað í í kringum 4.7 metrar að lengd ef ég man rétt, og er "skottið" á honum litlir 1.4 metrar að lengd.
01.11.2007 at 22:39 #601382Gunnar, áttu við að það væri ekkert mál að láta 4 kalla sitja þversum aftaní svona Cheeroke?
Bara svona spyr…kv.
Rúnar.
01.11.2007 at 09:18 #601362Ekki neitar maður því að slefar verulega yfir þessum bíl. Hefur allt (4-link framan aftan, læsingar, vél og lítur út eins og jeppi).
Reyndar ákveðinn galli að hann er hættur að vera lítill og léttur, en er samt ekki stór. Og svo hafa þeir verið ferlega dýrir (eiginlega ekki hægt að fá minna fyrir meira eins og einn félaginn orðaði það svo skemmtilega
Veit einhver hvernig legubúnaðurinn er í hásingunum? Er þetta nægjanlega öflugur búnaður fyrir 44" ?kv
Rúnar.
25.10.2007 at 21:16 #600864Af hverju segirðu það? Ertu ekki bara brendur af einhverju of litlu amerísku drasli sem hefur verið mixað á 80’cruiser framskaft, og hrundi reglulega (eins og oft var gert) ?
Held samt að það sé ekki gott að vera með tvöfaldan lið beggja megin á skafti.Af hverju ertu að lengja skaftið? Smári í Skerpingu í hafnarfirði hefur lengt sköft fyrir mig með góðum árangri og á góðu verði.
kv
Rúnar.
25.10.2007 at 15:32 #581390Í Aðalskoðun er ljósastilling bílsins athuguð, og í ljósastillingarathuganargræjunni er patternið einnig athugað. Ef ljósið lýsir út og suður ætti það að koma fram þar.
Eru ekki einhverjir búnir að láta skoða bílana sína eftir að hafa sett þetta í?kv
Rúnar.
25.10.2007 at 13:34 #581376Mikið talað um þetta hérna ofar í þræðinum.
Einnig má finna einhvern link hér að ofan til Ding-dong kallana og þar má sjá að perurnar sem þeir eru með eiga nánast hafa sömu staðsetningu á ljósgjafanum og glóðarperan, og því ætti dreifingin að vera nánast sú sama.kv
Rúnar.
25.10.2007 at 08:35 #600782Ég efast um að 6 eða 8 feta pallur skipti miklu máli upp á drifgetu þar sem að í báðum tilfellum er bíllinn mjög langur. Þegar framdekkinn eru komin ofaní einhverja vitleysuna þá er afturendinn ennþá í öðru veðrasvæði.
Hvað hentar betur fer sennilega eftir því hvað þú ætlar að nota pallinn í.
Ég sat afturí svona double-cab dodda fyrir ekki alls löngu og satt best að segja brá mér, hvað það var lítið pláss aftur í honum. Lítið meira fótarými en í litlum doubblara.Í dag bjóða þeir orðið upp á double cab með lengdu húsi. Sá er örugglega þræl skemmtilegur ferðabíll.
kv
Rúnar.
Annars er Toyota náttúrulega bara málið.
24.10.2007 at 16:49 #600166Það var einhver dude hérna á spjallinu kominn í samband við einhvern varahlutakall í japan sem gat reddað varahlutum í flesta japanska bíla.
Ef ég þekki IH rétt gæti það minnkað þennan 400 kall all verulega.kv
Rúnar.
23.10.2007 at 11:37 #597306Þegar ég var að gormavæða fjósið mitt, þá færði ég hásinguna fram um 50 mm. Bodyfestinguna hnikaði ég aftur um þennan ca 1 cm sem hægt er án breytinga á boddíinu (og upp um 10 cm).
Svo þegar ég fékk mér jeppadekk (44"), þá alveg smell passaði þetta saman. Klippti eins mikið úr að aftan og hægt var án þess að fara að færa öryggjabox og fleira svoleiðis, og dekkin svona rétt sleppa í fullri beygju (og þá meina ég fullri beygju, og svona hálfri fjöðrun) án þess að nuddast í. Að framan ganga dekkin alveg að parkljósunum undir beygju og fjöðrun. Dekkin ná hinsvegar að nudda töluvert upp í rafgeyma boxin. Þarf eiginlega að færa þá aftur í skott.kv
Rúnar.
21.10.2007 at 10:05 #600566Þessi póstur þinn hljómaði nú alveg eins og að Leo nokkur hefði skrifað hann
kv
Rúnar.
19.10.2007 at 08:14 #600366Skora á vefnefnd að búa til nýjan flokk á spjallið sem heitir skítkast.
kv
Rúnar.
18.10.2007 at 11:38 #600196Atlantsgas ?
Ég bara spyr
kv
Runar.
17.10.2007 at 13:15 #600184Hægt er að kaupa kolsýrukút hjá Kolsýruhleðsluni og er verðið á kútnum sjálfum álíka og "ársleiga" hjá Ísaga. Þetta er því ekki rétt að maður leigi af þeim kútinn, þú kaupir hann árlega…
kv
Runar
17.10.2007 at 10:16 #600126Stendur orðið mál á ný. Hringurinn var þrengdur að ósk Arctic-trucks síðastliðinn vetur. Þessi dekk eru jú eingöngu framleidd fyrir okkur núna….!
Þurfti yfir 40 psi til að koma þeim á kantsoðnar felgur hjá mér síðasta vor.
Þannig að öll góðu snjódekkin komast víst ekki á valsaðar felgur…
kv
Rúnar.
17.10.2007 at 09:23 #599972að menn meiga ekki gleyma því að ef beltið er fest í sætið þá eru menn að breyta beltisfestingunni þegar þeir breyta sætisfestingunni….
kv
Runar.
-
AuthorReplies